Voröld - 26.08.1919, Blaðsíða 3

Voröld - 26.08.1919, Blaðsíða 3
Winnipeg, 26. ágúst, 1919 VORÖLD. Bls. 3 Eamonn De Valera Einn hinna atkvæ'ðamestu manna þessa tíma, er Eamon De Valera forseti írska lýðveldisins, sem öll stórveldi heimsins neita að sé til. De Valera er af spænsku kyni í aðra ættina en írsku í hina og er sagt að spanski eldurinn og írski þrótturinn hafi þar sameinast í eiua persónu. Auk þess er hann fæddur í New York, mestu og stærstu horg mesta og stærsta þjóðveldis sem heimurinn á. Vinir hans og óvinir koma sér saman um það, að hanh sé gæddur frábærum leið- toga hæfileikum og sem ræðumaður hafi hann þrumur og eldingar á tungu sinni, eins og saga segir um Perikles. Fyrir einum fimm ár- um var De Valera svo að segja óþektur hjá írskri alþýðu og enginn hinna írsku útlaga, hafði nokkru sinni heyrt hans getið. Nokkrir visssu það aðeins, að hann var gáfaður, ungur mentamaður, kennari í reikningi og hafði skarað fram úr öllum öðrum á námsárum sínum. Nú er ekki til Irskur maður né írsk kona sem ekki þekkir hann sem aðalleiðtoga írsku þjóðarinnar og foringja fyrir sjálfstjórnarbar- áttu hennar. Eins og fyr er frá skýrt, er De Valera fæddur í New York árið 1882, var móðir hans írsk en faðir hans spanskur, eins og nafnið bendir til./Faðir hans dó þegar hann var hálfs þriðja árs og fór þá móðir hans með hann til Irlands. f De Valera var einn af þeim sem svæsnasta þáttinn tók í hinm svokölluðu páskauppreist, og barðist þá hlífðarlaust. Segja þeir það sem í orustunni voru, að aldrei hafi þeir séð hraustlegar barist og aldrei vitað meiri hugprýði sýnda né herforingjahæfileika, en De Valera hafi gert. þegar írar gáfust upp, var De Valera settur fyrir herrétt og dæmdur til að skjótast, en vegna hinnar logandi gremju fólksins yfir líflátum Ira bæði, í Englandi og á frlandi og vegna mót- mæla sem send voru af mörgum þingmönnum beggja deildanna í Wahington þinginu,/sem sérstaklega létu sig De Valera skifta, sakir þess að hann var fæddur í Ameríku, var dóminum breytt í æfilangt fangelsi. Var hann sá eini allra hinna hraustu írsku drengja, sem iippreistarforingjar gerðust, sem komust hjá lífláti. Var hann í fang- elsinu í Dartmoore ásamt 65 öðrum írum, sem í uppréistinni voru en minna kvað að. En De Valera félst ekki hugur þó í fangelsið væri komið; hann mótmælti harðlega þeirri meðferð sem menn urðu að þola í fangelsinu; hann gerði þar nýja uppreist; hann neitaði að þiggja fæðu og kom því loksins til leiðar með sífeldum umbrotum, að Englendingar á- kváðu að mýkja skap fólksins, með því að sleppa 2000 manns sem í Arðhaldi voru hafðir.-------J>á voru eftir 125 manns og voru þeir ásamt De Valera fluttir í fangelsið í Lewis og átti meðferðin að vera þar lítið eitt vægari. Samt voru þeir þar neyddir til að búast. fanga- búningi, en kröfðust þesss að með sig væri farið sem stríðsfanga. Einn góðan veðurdag, afhenti De Valera fangaverðinum skrifað skjal, þar sem hann bar fram ákveðnar kröfur; heimtaði lxann fyrir rnenn sína sömu kjör og stríðsfanga og lýsti því yfir jafnframt að þeir ætluðu sér ekki lengur að vinna né lilýða reglum fangelsisins. þetta var uppreist, en eina svarið til mannanna, sem lýstu því yfir, að þeir hlýddu ekki skipunum frá neinum nema Öe Valerá, var það að þeim var haldið kyrrum í fangaklefunum, De Valera hafði alt undirbúið; hann skipaði mönnurn sínum að brjóta fangaklefana þégar hann gæfi þeim merki, og það tókst. Allir glnggar óg öll áhöld vpru möl- brotin; 24 rúður voru í hverjum klefa en klefarnir voru 125. þrjú þúsrmd rúður þutu því allar samtímis út í buskann í smáögnum og urðu allir aðrir í fangelsinu óttaslegnir og steini losnir. þetta varð til þess að mennirnir voru allir fluttir burt og í glæpamannafangelsið í Maidstone, Parkhurt og Portland. Á leiðinni voru þeir hlekkjaðir saman í smáhópum, og þegar þeir komu hver í sitt ákveðna fangelsí, héldu þeir áfram kröfum sínum og baráttu með engu minni krafti. Meðferðin á mönnunum barst til írlands og voru mótmælasamkomur kallaðar um land alt. Balfour var nýkominn heim frá Bandaríkjum, og hefir sjálfsagt látið stjórnina skilja, að hinir frelsisgjörnu Banda- ríkjamenn litu óhýru auga meðferð Englendinga á írsku föngunum og Irlandi yfir höfuð að tala. Loksins varð almenningsálitið út í frá, og vandræðin með fangelsisagann heima fyrir til þess, að stjórnin lét skipast og slepti öllum ísku föngunum sem frjálsum mönnum. þegar'De Valera fór fráPertonville fangelsinu,'var honum feng- ið símskeyti, þar sem þess var farið á leit, að liann tæki útnefningu til þings við aukakosningar sem fram áttu að fara í East Clare, þar sem kapteinn Williee Redmond liafði áður verið þingmaður; átti hann þar að -sækja á móti manni sem hét P. Lynch, háttstandandi lög- manni, sem engum datt í hug að nokkur hefði tækifæri á móti. En De Valera lét sér það ekki í augum vaxa; hann sótti og vann. það fyrsta sem hann gerði þegar hann kom til Clare,, var áð lesa upp yfirlýsingu uppreistarmanna frá páskauppreistimii.. Ilann bað kjósendur að lýsa því yfir með atkvæðum sínum, hvort mennirnir sem hefðu lýst því yfir í Dyflinni 1916 að Irland væri lýðveldi, hefðu talað fyrir munn.hinnar írsku þjóðar eða ekki. Við komu sína til Clare vann De Valera tafarlaust tráust ungra og gamalla, fyrir það, liversu skýrt og greinilega hann lýsti rétti, Irlands til sjálfstjórnar; með því hve greinilega hann sýndi fram á að England hefði ekki rétt til þess að stjórna írlandi og með því hversu mikil persónuáhrif hann liafði. Hann var kosinn með hærri meiri hluta, en ræmi voru til------hann fékk þrjú atkvæði á móti hverju einu. Óðalsbóndi á Irlandi, sem var úr andstæðingaflokki De Valera og hét 0’Callaghan, skrifar , “The Iresh Times” 27. júlí 1917 á þessa leið: “Kosningin í Clare sannaði það og sýndi, sem Irar hafa altaf haldið fram, að hugssjón ogþrá írsku þjóðarinnar lvafi alt af verið sú, að fá sjálfstjówi. Irar höfðu heyrt þau ágætu grundvallaratriði, sem Wilson forseti hélt fram, og þeir gripu tækifærið þegar Bandaríkja- menn fóru í stríðið, að bera fram kröfur sínar um réttindi sín sem sérstök þjóð. þeir fyltust gleði af orðum Wilsons forseta, sem lýsti yfir fullum og óhindruðum rétti allra þjóða, sinærri sem stærri, til fullkominriar sjálfsákvörðunar stjórnarfarslega. þeir lásu með á- nægju ræðu Wilsons forseta Bandaríkjanna, þar sem hann spyr, hvort verzla eigi með fólk eða þjóðir og afhenda þær eins og skepnur frá stjórn til stjórnar, með hörðum höndum hernaðar og stríðsaga. Og með því að írar báru fult traust til Bandaríkjaþjóðarinnar og vissu um réttmæti kröfu sinnar, þá stefndu vonir þeirra til þessa nýja leiðtoga; trúðu því, að hann mundi snúa sjö hundruð ára bar- áttunni í dýrðlegan sigur og fullkomið frelsi. . De Valera sneri sér nii tafarlaust að því, að koiha skipulagi á í landinu. Ilann sá það, að írland yrði að semja kröfur sínar áður en friðarþingið kæmi saman og bera þær þar fram. Hann kallaði því til þings fyrir alt landið, með fulltrúum úr hverju kjördæmi og hverri sókn; hann skýrði fyrir mönnum hvernig hann hefði liugsað sér að koma skipulagi á í landinu, með því að nota Sinn Fein félags- skapinn til þess að byggja utan um.----- þakkir séu hinum mikla áhuga fólksins og hinni drengilegu og örfandi ræðum De Valera; hreyfingin flaug eins og eldur í sinu um alt íriand. Literary Degest 19.—7.—’19 O' Vorold og Sólöld OM Andrew Carnegie Hérmeð birtist listi af útsölumönnum “Voraldar” í ýmsum bygð- Hann lézt í New York 9. ágúst, eftir stut.ta legu í lungnabólgu. Carnegie hafð verið óhraustur á geðsmunum allengi, af völdum stríðs- ins. Hann var eindreginn á móti öllum stríðum og tók þetta síðasta stríð svo nærri sér, að hann varð að nokkru leyti vitskertur af. Carnegie var einn hinna auðugustu manna heimsins, en há5%n gat ógryni fjár í seinni tíð, t;l allskonar góðra fyrirtækja, þar á meðal þeirra er hér segir: Vísinda- og rannsóknarstofum í Pittsborg .......... — $22,000,000 Bókasafn í New York ................................... 5,000,000 Háskólar á Skotlandi .................' .............. 10,000,000 Vísindastofnana í Washington ......*.................. 24,000,000 Ágóðastofnun Carnegie verkamanna ...................... 5,000,000 Afreksverkasjóður Carnegies’l) ........................ 5,000,000 Bókasafn í St Louis................................ 1,000,000 Afreksverkasjóður Carnegies(2) ........................ 1,150,000 Afreksverkasjóður Carnegies á Frakklandi ............ 1,000,000 Afreksverkasjóður Camegies á þýskalandi .......... ...... 1,500,000 Friðarhöllin í Hague................................. 1,500,000 Verkfræðingafélag................................ 1,500,000 Bókasöfn víðsvegar.................................... 60,000,000 Kenslustofnanir........................................ 16,000,000 Carnegie var fæddur á Skotlandi 1835. Kom til Ameríku 1846 og vann þá fyrir $1.00 á viku. Hann græddi allan sinn auð á stálverk- smiðjum. Hann kvæntist 1887 og áttu þau hjón eina dóttur er Mar- grét heitir; hún girtist nýlega sjóliðsforingja sem Rowell Miller heitir. Æfiminning Eins og getið var um í “Lögbergi” fyrir nokkru síðan, andaðist á Ninétte Hospital, 29. apríl, Gestur Eiþór Jónsson, 25. ára gamall, Banamein hans var innvortis meinsemd. Gestur Eiþór vár sonur þeirra heiðurslijóna Jóns Sigurðssonar og Maríu Friðfinsdóttur, sem búa á Reykholtsstöðum í Geysibygð í Nýja Islandi. — Gestur sál. var einn af þeim ungu uppvaxandi mönn- um, að minning hans verður geymd en ekki gleymd. Líf hans var stutt en einkar fagurt; hann elskaði foreldra sína af öllu hjarta, og auðsýndi þeim ástúð og kærleika í orði og verki. Hann var sérlega ástundunarsanmr að efla hag heimilinsins, alt livað kraftar hans leyfðu. Hann var prýðilega greindur ög stiltur, en þó ætíð glaður og viðmótsþíður, siðprúður í öllu sínu dagfari og vildi öllum gott gera, sem hann náði til. Hann var mjög listfengur á alt, en eina list æfði hann meira en aðrar; það var að spila á fíolín, hann var reglu- legur snillingur í því og einn með betri fíolinleikurum í Geysibygð. Óg hvað honum sýndjst þá lífið svo lét.t, er lék hann á fiðlunnar strengi. — það var eins og hljómfegurð strengjanna hrifi hann inn í æðra og fullkomnara líf, þar sem andi hans lifir nú í sælu og dýrð, lofandi Ijóssins höfund, dýrkandi skapara sinn og herra. Géstur sálugi gaf ungu kynslóðinrii mjög fagurt og dygðaríkt dæmi, til að breyta eftir. Foreldrarnir syrgja sárt sinn elskaða og vel gefna son. það er-stórt skarð höggvið í þeirra fjölskyldu. það er lítið dæmi sem eg set hér, hvað hann var hugsunarsamur og kær- leiksríkur til foreldra sinna, að í fyrra sumar er hann stóð við slátt, þá bilaður á heilsu, því ekki var við það komandi að hann gæfi sér hvíld við heyskapinn, hvernig sem foreldrar hans öftruðu honum og báðu liann að hlífa sjálfum sér. Honum hefir eflaust, sýnst þörfin brýn, þar sem faðir hans var þá mjög veikur og lasburða. það var eitt kvöld um sláttinn, að Gestur sálugi var vesælli en vant var og þá hafði hann á orði við frænda sinn, sem honum þótti mjög vænt um, að sér þætti verst ef hann legðist, því þá gæti hann ckkí hjálpað föður sínum. þetta er fórnfýsi og fögur breytni; það er því ekki að undra þó foreldrarnir aldurhnignu, séu syrgjandi, en guð liuggar þá sem hrygðin slær, hvort. þeir eru f jær eða nær. Systkini Gests sáluga og allir ástvinir hans og hver maður sem kyntist honum, harma hans fráfall. Sá sem ritar þessar línur, þekti Gest sáluga frá vöggu hans til síðustu stundar. Blessuð sé minning hins látna. M. S. Gestur Eiþór Jónsson Fæddur 1894 — Dáinn 1919 (Undir nafni foreldranna) um íslendinga, og eru áskrifendur blaðanna “Sólöld” og “Vorðld ' vinsamlega beðnir að snúa sér til þeirra. Gestur Oddleifsson _______________Arborg, Man, A. C. Orr, — ....—...........— Amaranth, Man. B. Methusalems------—_____________Ashem, Man. Hrólfur Sigurðsson________________________Ames, Man. Agúst Sædal..................... Baldur, Man. G. O. Einarson................:.___Hifrost, Man. Sigurjón Bergvinsson............ Brown, Man. Jón Loptson................... Beckville, Man. S. G. Johnson---------------Cypress River, Man. Gunnar Gunnarsson......................Caliento, Man. B. C. Hafstein...............— Clarkleigh, Man. B. Jónsson ..................Cold Springs, Man. Einar Jónsson...................... Cayer, Man. J. K. Jónasson.................Dog Creek, Man. O. Thorlacius__________________Dolly Bay, Man, Hinrik Johnson.............................Ebor, Man. Oddur H. Oddson ..... __..... ...Fairford, Man. Tryggvi Ingjaldson _............ Framnes, Man. Timoteus Böðvarson...... ........ Geysir, Man. Sveinn Bjömsson__________________________ Gimli, Man. J. J. Anderson ----------------- Glenboro, Man. Kr. Pétursson ................ Jlayland, Man. Guðmundur Olson.................... Hecla, Man. M. M. Magnusson.................. Hnausa, Man. A. J. Skagfeld............................Hove, Man. Armann Jónasson...............Howardville, Man. Björn Hjörleifsson .......... Húsavík, Man. Kristján Jónsson.......................Isafold, Man. C. F. Lindal ....................Langruth, Man. Sveinn Johnson.................. Lundar, Man. Jón Sigurðsson..................Mary IIill, Man. Sveinn Björnsson........................Neepawa, Man. Jóhann Jónatansson.................. Nes, Man. V. J. Guttormsson............... Oak Point, Man. Guðbrandur Jörundsson ... ........_.... Otto, Man. Guðm. Thordarson................. Piney, Man. S. V. Holm.....................Poplar Park, Man. Ingimundur Erlendsson ...... .. Reykjavík, Man. Gísli Einarsson----------------- Riverton, Man. Clemens Jónason ............. Selkirk, Man. Framar Eyford.................. Siglunes, Man. Björn Th. Jónason..............Silver Bay, Man. Ásmundur Johnson......................Sinclair, Man. Jón Stefánsson ............... Steep Rock, Man. G. Jörundsson ................. Stony Hill, Man. Halldór Egilson...............Swan River, Man. Gisli Johnson........—_______The Narrows, Man. Björn I. Sigvaldason______________________Vidir, Man. Sigurður Sölvason............. Westbourne, Man. Finnbogi Thorgilsson...................Westfold, Man. Jóhann A. Jóhannesson..............Wild Oak, Man. Bjöm Hjörleifsson ........Winnipeg Beach, Man. Finnbogi Hjalmarson _._.____Wtnnipegosis, Man. Christnn J. Abrahamsson..................Antler, Sask. H. O. Loptson................ Bredenbury, Sask. S. Loptson-------------------Churchbridge, Sask. Jón Jónsson, frá Mýri____________________Dafo'e, Sask. Ungfrú þrúða Jackson_____________________Elfros, Sask. Jón Einarson___________________Foam Lake, Sask. Valdimar Gíslason................. Gerald, Sask. Ungfrú Margrét Stefánsson ......... Holar, Sask. Jón Jónsson frá Mýri___________________Kandahar, Sask. T. F. Bjömsson__________________ Kristnes, Sask. J. Olafson________________________ Leslie, Sask. Ólafur Andréésson __..___________ Lögberg, Sask. M. Ingimarsson.................... Merod, Sask. Snorri Kristjánsson.............. Mozart, Sask. Snorri Jónsson________________________Tantallon, Sask. Asgeir I. Blöndahl________________Wynyard, Sask. Arni Backman...................... Yarbo, Sask. i t í I I % 4 l * i i Hér fagur kvistur féll af meiði fölnaður lífsins morgni á; þó harður dauði hér þig leiði, til hinstu hvíldar, okkur frá, ^ eg veit þín sál af sorgum frí sæli^nnar bústað lifir í. Glaður ætíð í guði varstu og gleðja vildir alla þú, með kjark og þreki kross þinn barstu, þig Kristi fólst í bæn og trú. Sonur vor kær, við syrgjum þig, sárt meðan þreytum æfistig. Huggmkkur varst þó heilsan brysti, hygginn prúður og stiltur vel, þitt göfuga hjarta móð ei misti þó mót þér sækti nomin Hel: Æðra líf þráði önd þín blíð, út þitt er runnið dauðastríð. Fáum þig aftur frjálsan iíta frelsara vorum blíða hjá, þurfum ei framar þá að sýta þríeini guð mun styrk oss ljá; að sameinast þér af syndum frí sólarheimkynnum Drottins í M. S. S. S. Reykjalín, Ste. 1 Carson Blk., Calgary, Alta. Th. Hjálmársson, Room 3, Tremont, Edmonton, Alta Jónas J. Hunford________________Markerville, Alta. Mrs. S. Grímsson, R. R. 1_________Red Deer, Alta. Kristján Kristjánsson------------Alta Vista, B. C. Frú J. Gíslason ---------------Bella Bella, B. C. W Wm. Anderson, 1456 Argyle Place, Vancouver, B. C. ^ J. Ásg. J. Lindal, 3412 “S” St__________Victoria, B. C. % G. B. Olgeirsson, R. 3 — -------Edinburg, N. D. i « Gamaliel Thorleifsson_______________Gardar, N. D. W H. H. Reykjalín........ __ ----------Mountain N. D. -T Victor Sturlaugsson___________________Svold, N. D. J. P. ísdal __v---------------------Blaine, Wash * Ingvar Goodman--------------Point Roberts, Wash. % Th. Anderson-------------------So. Bellingham, Wash* John Berg, 1544 W. 52 St. ----------Seattle, Wash. Sigurbjörn Jóhannesson, _________ Sayerville, N. J. Ungfrú Helga Johnson, Tarrytown on Hudson, N.Y. Steingr. Arason, 550 Park Ave. ___ New York, N. Y. J. A. Johnson, 32 Ord St-------San Francisco, Cal. Eiríkur J. Vigfússon, 2729 W. Washington Blk. Chicago, 111.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.