Voröld - 26.08.1919, Blaðsíða 5

Voröld - 26.08.1919, Blaðsíða 5
Wmnipeg, 26. ágúst, 1919 VORÖLD. Bls. 5 Ný hreifing Nokkrir Islendingar hafa gengist fyrir því að koma á fót nokkurs konar almenningsstofnun til veraldlegrar og andlegrar uppbyggingar á svipuðum grundvelli og verkamannakirkjan er á meðal enskra. Hefir Goodtemplarahúsið verið leigt til þess annaðhvert sunnudags- kveld til næsta nýjárs og séra Albert Kristjánsson ráðinn til þess að flytja þar ræður. þetta starf byrjar næsta sunnudag, 31. ágúst kl. 8 að kveldinu. Fer þar fram sálmasöngur og frjáls guðsþjónusta; að- al ræðuna flytur séra Albert, en séra Woodsworth, verkamanna for- ingi flytur einnig ræðu á ensku; er hann einhver allra mælskasti maður sem hér er uppi. þess má vænta að mikil aðsókn verði, bæði til þess að heyra Woodsworth og séra Albert, því þeir sem hafa heyrt séra Albert flytja ræður geta borið því vitni að menn fara ekki í geitarhús að leita ullar þegar á hann er hlustað. Hann hefir óvenjulega glögt auga og næmar tilfinningar fyrir mannfélags málum vorum og er mælskur með af- brigðum. Hvert er svarið? Enginn ber á móti því, að mesta framfaratímabil í sögu Canada iiafi verið frá 1896 til 1911. En hvernig stóð á því? Var það tilvilj- un ein? Veðráttan var sú sama yfir höfuð að tala; landið var það sama bæði að auðlegð og legu. En breytingin 1896 var afarmikil og vellíðan hélzt einnmitt til ársins 1911. Hvernig stóð á því? Hver var ástæðan ? Hvert er svarið ? Eins og í skáldsögu Fyrir nokrum árum, lézt lögmaður í Chicago sem Matter hét. Hann lét eftir sig $250,000. Ekkja hans kom til Ottawa 1915, var þar um tíma á sjúkrahúsi og ól þar barn eftir því sem hún sagði; hún fór með barnið með sér til Chieago. Nokkru síðar barst sú saga út, að þessi kona mundi ekki hafa átt barnið, heldur tekið það til eignar og uppeldis. Stúlka kemur fram í Ottawa sem Margrét Ryan heitir; segist hún liafa alið barn á þessu sama sjúkrahúsi á sama tíma og heldur því fram að þetta sé sitt barn. Hafði henni verið sagt að barnið hefði dáið á sjúkrahúsinu, en það var gert vegna þess að frú Matters vildi fá það til eig'.ar og taldi sjúkrahússráðið að Darninu væri betur borgið hjá henni en moður þess, sem var fatæk stulka og umkomulaus. "En Margre' var ekki a þvi að lata barn sit.t alast upp annarstaðar; hún fór til Chicago, for í mál við fru Matters, fékk barnið dæmt sér, þar sem fullsannað þotti að hun væri moðir þess og hafði það með sér heim til Ottawa. þetta-var stúlkubarn og ólst upp hjá móður sinni og ömmu, háaldraðri, og eiga þær mæðgur heima að 78 Florence'Btr. Gamla konan heitir Eliza Ryan, en litla stúlkan var skírð Kathleen og er köiluð gælunafni Baby Irene. Frú Matters áfrýjar málinu og vinnur það í æðri rétti í Bandaríkjunum; réttur hennar er því viðurkendur þar í landi sem móður Kathleenar er, en ekki í Canada. 29 júlí kemur frú Matters til Ottawa og dvaldi þar; reyndi hún hvað eftir annað til þess að ná Irene, eða aðrir fyrir hennar hönd og loks varð amma litlu stúlkunnar svo hrædd um hana, að hún flýði með hana í annað hús og faldi sig þar ásamt barninu. Gamla konan er á sjötugsaldri — 62 ára — en hún klifraði á milli húsa úr sínu eigin húsi í það næsta, batt kaðal utan um barnið, opn- aði glugga á næsta lmsi dróg barnið þangað inn með sér eins og fisk á færi og faldi sig þar um tíma inni í matskáp. Nú hefir frú Matters verið tekin föst og tveir menn, kærðir um að vera í vitorði með henni. pegar hún kom fyrir réttinn, fórust henni orð á þessa leið: pað et mér gleðiefni að málið kemur fyrir dómstólana. Eg er móðir barns- ins og ekki sek um neinar þær kærur sem á mig eru bornar; eg hefi skjölin með mér og skal sanna það í eitt skifti íyrir öll, að “Irene” litla er dóttír mín. ” Margrét Ryan segir aftur á móti: “Kathleen er mitt barn. Eg hefi sannað það einu sinni og get sannað það aftur. Ef dómur skyldi falla á móti mér, þá mundi eg fyr kasta mér í Chan- dierefossinn með barnið í fanginu, en láta það af liendi. í þessu máli er sanarlega þörf á Salomonsdómi. Enginn veit með vissu hvernig málinu víkur við eða hvor konan muni segja satt. Talið er líklegt að einhver annar og stærri fiskur muni liggja hér undir steini, líklegast af hálfu þeirra sem undir vissum kringum- stæðum mundu erfa Chicago-löghianinn. — Bókmentir Eimreiðin, 2. hefti, 25. árgangs hefir verið send Yoröld; er hún vönduð að vanda ba-ði að efni og fráganagi. Hún flytur myndir og æfiminningar þeirra skáldanna látnu Jóns Trausta (Guðmundar Mag- nússonar) og Guðmundar Guðmundssonar, báðar eftir Á. Á., líklega Ársæl Ámason, útgefanda Eimreiðarinnar. pá er þar kvæði sem Guðmundur Guðmundsson þýddi á banasænginni; er handritið skrifað með ritblýi o.g er allra síðasta ritverk Guðmundar. Kvæðið heitir “Áður og nú” og er eftir Sophus Michaelis. pað er þannig: Við konu eina eg ótta kenni, í myrkur eg flý, ef eg mæti henni. Hve oft hennar spyrjandi augu mig nístu, sem hulinni sök mér á hendur lýstu. pað fer geigur um sjón og sálu mína; á milli okkar hyldýpis gljúfur gína. Af bráleiftrum hennar mér stendur stuggur, af hönd hennar lamandi ót.ti og uggur. Og jafnvel er hljóðast eg heyri ‘ana tala í hjarta mér finst mér eg kenni kvala. Ilún nísti það, kreisti—í einhverju æði,— svo iunan skamms því til ólífs blæði. Og þó var ekki milli okkar lengri leið, en að koss hefði gljúfrin þau brúað breið. Og bráleiftur hennar var blaktandi logi, er um hug minn fór eldi í andartogi. Og jafnvel er mælti hún í hljóðum hálfum, hjartanu týndi’ eg, og gleymdi mér sjálfum. Fyrrum barst orðstír af orðgnótt minni Nú verður mér orðfall hvert einasta sinni. pá flytur ritið grein um launamálið eftir ritstjórann, séra Magnús Jónsson, ítarlega og vel samda. Næs t er nokkurskonar hugleiðing sem heitir ‘ ‘ Vökudraumur ’ ’ eftir ‘ ‘ Stein ’ ’ laglega skrifað, alt kryddað með ljóðum. Næst. er alllöng og greinileg ritgerð um Kötlugosið, 1918eft.ir Gísla Magnússon frá Norður-Hjáleigu. pá er stu*t kvæði og laglegt, eftir Huldu og nefnir hún það “Mold”. Næst er ritgerð eftir Finn Jónsson frá Kjörseyri (úr minnisblöðum) Er ritgerðin um Jón Björnsson fyrrum allþingismann í Olafsdal, er það skemtileg grein og fróðleg. Næst eru þrjú kvæði eftir Sigurð Grímsson, einkennileg og laglega ort. pá er framhald af ritgerðinni “Töfratrú og galdra- ofsóknir” eftir ritstjórann séra Magnús Jónsson. Er ritgerðin öll sérlega merkileg og mun verða lesin með athygli af íslenzkri alþýðu. pá er fallegt æfintýri eftir Sigurjón Jónsson. pað heitir “Ódáins- veigar” og byi-jar sv.ona: “Guð alfaðir var að tala við yngs^u dóttur sína”. Loksins er framhald af “Frisko” sögu eftir Ovida og að end- ingu ritsjá — ritdómar — allir eftir ritstjórann. Eimreiðin hefir tekið upp það nýmæli að borga há verðlaun fyrir það sem hún telur bezt, en engin fyrir annað, í stað þess að borga jafnt fyrir alt sem birt er á annað borð. petta er betri aðferð, en vandasöm í meira lagi. II. LJÓDApÆTTIR EFTIR p. p. pORSTEINSSON eru nýlega komnir út. Bókin er tæpar hundrað bllaðsíður að stærð, í 8 blaða broti, prentuð á góðan pappír með skíru letri, bundin í laglegt band; prentuð hjá “Heola Press”. p. p. porsteinsson er orðinn svo kunnur meðal íslendinga sem skáld að engan formála þarf fyrir þessum línum til þess að kynna hann; ljóð hans og myndir hafa fundið opnar dyr að flestum heimil- um vestan hafs og víða austan. Bókinni er skift í þrjá aðalkafla og eru þeir þessir: “Vorsöngv- ar” “Auðunarkviða” og “Sónhættir” Fyrsti aðalkaflinn er aftur í V. köflum, sem heita: “Vorsöngur” “ Helgimyndin” “Á fjöllum” “Ókomið vor” og “Vortrú” pótt bókin sé ekki stór kennir þar ýmsra grasa; þar eru gull- fagrar náttúrulýsingar, eldheit ættjarðarljóð; bitrar ádeilur og djúp heimspeki. Bezt, er bókinni lýst með því að láta hana tala sjálfa, og tökum vér því hér upp örfá sýnishorn af ljóðunum. Úr ádeilu- áttinni skal þetta nefnt: “Inni er dauðinn í höllum og kofum og kirkjum Kristur er flúinn úr löggiltum afturhalds virkjum; preytti hann dimmau -g öfug og misskilin menniing; Melétin, brunnin og rangsnúin aldanna kenning. ” Og enn fremur: pú aUðvald ert bölvnn sem blekkir vort líf og banvæna tæringu elur, því gull þitt er lastanna’ og lyginnar hlíf, sem lausnara mannkjmsins selur í kvalara liendur, á krossinn, á bál og kúgar í fangelsum di'englynda sál. pú kviksetur frelsið o.g kallar á stjórn og ldrkju í gröfina’ að moka. Minsta blaS í heimi — yngsti rit- stjóri í heimi. Blaðið Literary Degest skýrir frá því 19. júlí, að blað sé gefið út í bænum Terre Iiaute í Indjána- ríki. Blaðið heitir ‘ ‘ Saturday Eve- ing Times” og er aðeins 4 blaðsíð- ur, sex þumlunga langt og fjögra þumlunga breitt. pað kemur út vikulega. Ritstjórinn er 19 ára gamall og heitir Á. Z. Foster Wood Blaðið flytur fréttir, kvæði, rit- gerðir, auglýsingar og alt mögu- legt. Faðir piltsins hafði verið ritstjóri að litlu vikublaði og byrj- aði það mjög ungur, orðið að liætta við það hvað eftir annað sökum fjárskorts, en altaf byrjað aftur. pað var árið 1916 að Wood nubyrjaði þetta blað sitt og hélt því þá úti í 9 mánuði; þá var hann ekki nema 11 ára. Svo hætti hann og bjóst aldrei við að byrja aftur. Sjálfur segir Wood frá á þessa leið: “pað var 1916 að eg byrjaði blaðið mitt; eg hafði prentvél sem var 3X5 þuml. að stærð, og prent- aði eg blaðið í pörtum. Eftir sex mánuði hafði eg dregið saman talsverða peninga og gat keypt stærri prentvél, og þessvegna gat eg stækkað blaðið, sem nú er 4X6 þumlungar. Eftir níu mánuði var eg orðinn þreyttur á öllu saman og hætti; lýsti eg því yfir í síðasta blaðinu að það kæmi út við hent- ugleika seinna, þegar eg hafði lok- ið skólanámi. Satt að segja bjóst eg aldrei við að. byrja aftur. Eg lýsti því líka yfir, að áskrifendur fengju endurborgaðan afganginn af blaðyerðinu, því þeir höfðu borgað fyrir heilt ár; en enginn kallaði eftir því og það vissi eg reyndar fyrirfram. Næstu þrjú árin var eg í skóla og hafði nóg að gera og einn vet- urinn fór eg til Californiu, til þess að íinna afa minn og ömmu. pau áttu nokkur eintök af blaðinu hans.pabba míns, eg fór að lesa það og varð svo niðursokkinn í það og svo hrifinn af því, að eg fastsetti mér að byrja aftur. peg- ar eg kom heim tók eg til óspiltra málanna og endurvakti blaðið mitt eftir þriggja ára svefn, nuddaði stírurnar úr augum því og reisti það á fætur. Góða nótt! Frá því er sagt, að auðugur bóndi frá Islandi hafi haft fram hjá konunni sinni, með vinnukonu. Smali sem var á bænum kom því upp þannig, að hann heyrði og sá að bóndinn fór inn í svefnherbergi vinnukonunnar, fékk henni tíu krónur, kyst hana og sagði: ‘Góða hótt!”. petta bar strákur seinna fyrir sáttanefnd, þegar reynt var að “tala á milli hjónanna”, eins og það var kallað heima. Stjórn- inni okkar fórst eins og bóndanum, um leið og hún sleit þinginu. Sein- asta verk hennar var það, að veita dagblöðunum í Canada $50,000 styrk úr fjárhirslu fólksins, til þess- að standast kostnaðinn við það að flytja fréttir. Með öðrum orðum, stjórnin laumar $50,000 í lófann á vinnukonunni, um leið og hún býður henni góða nótt. Munurinn var aðeins sá, að Guð- mundur gamli (svo hét bóndinn) tók peningana handa henni Vil- borgu vinnukonu úr sínum eiginn vasa, en stjórnin tók fimmtíu þús- undirnar frá fólkinu, til þess að gefa vinnukonunni sinni. Heimkomnir hermeim hafa mynd að stjórnmálaflokk og er stefnu- skrá hans birt í Vovöld 8. þ. m. Sagt er að Ileimsk. og Bergur hafi lesið stefnuskrána með athygli og hafi fljótt fundist að hermennirn- ir séu snortnir af Bolshevikikenn- ingum og brýna nauðsyn beri til að vinna öfluglega á móti slíkri lóhæfu. Ekki er þó enn kunnugt á hvern hátt það verð-ur gert.. peir sem hjónunum eru kunnugir geta þess til að Bergur muni gangast fyrir því að mennirnir verði settir í fangelsi en Heimsk. muni álíta hyggilegra að gera þá landraeka. Sá er “scap” sem tekur vinnu annars manns á meðan verkfall stendur yfir. Mátulega voru leigutólin búin að mynda Bolsheviki herópið, til þess að geta notað það þegar pro- german!!! hætti að vinna- En vilji svo einhverjir andmæla því, sem auðlögin kónghollu bjóða, þá verða þeir pyntaðir varðhaldi í sem véféndur kristinna þjóða. ” Eg er sjálfur ritstjóri, ráðsmað- ur, auglýsingaagent, útsölumaður, útsendingamaður og prentári, og nú er yngri bróður minn að ganga í félag við mig” . Vinnuveitandi: ‘ Vinnumaðiuúnn se,m eg hafði á undan þér var helm ingi meira virði en þú.” Vinnumaðurinn: “Borgaðir þú honum þá helmiagi meira. ’ ’ L.D. Ó, lýður, ó, lýður! sjá ljós brýst þinn veg, hví lýsturðu’ ei fjötrana’ í mola! En til hvers er annars að tala við þig, þú trúgjarna, margþjáða rola?— Eg held næstum, sjálfur þú bindir þín bönd og blúndir hvað sætast með járnin á hönd. ” pessi fáu dæmi sem hér eru sýnd úr ádeiluköflum bókarinnar nægja til þess að sýna tvent; fyrst hversu skýrt höfundurinn hugsar, hversu glögga mynd liann hefir í huga sér af því sem í raun og sann- leika fer fram í kring um hann og í öðru lagi hversu gott lag hann hefir á því að búa hugsanir sínar í viðeigandi orð. Vér getum ekki stilt oss um að minnast á kvæði í þessu sambandi eftir sama höfund, sem birtist fyrir mörgum árum. pað heitir “í vestri” og er eitt með snjöllusitu ádeilukvæðum sem ort hafa verið hér vestra, Eift erindi þess er svona: “í ísuhaus mannlífsins öfugt snýr flest og oftast það versta sem tignað er mest, og kvarmiroar skrölta svo helvíti hátt, og hugsunin sljófgast í glamrinu þrátt, og margir, sem eiga’ enga hugsun í haus, en hafa’ aðeins tungu, sem altaf er laus.” Er ekki dásamleg mynd dregin upp í þessu erindi af sumum flauta þyrlum vorra daga? (Framhald) Hvert fara peningamir? Matvælaskemdir. Hér er skýrt frá gróða nokkurra félaga sem sýnir hvernig á því stendur að okurverð er á lífsnauð- synjum vorum. U1 s h+s c-t- ?P o o o o -<Y> Cn M -q M * J M "bi "to “00 "cn Vi " ' á í 9? i^ O o > 3 o £ & O o o\ “d OD CO QO 05 GOOOOOtO^OOW COODHOiW^COW -u to œ ^ cr jmj m joi ^ lo 'a> 'os "o "to 'io WWOIWOUIM^ ZO -Á ^ CFi -<1 -<1 'co 'to ^ 'bi o io bo bo -I O O Ul M M Ol w OltOHOl-I-ICOCO -æ- <D> t—• O: crcj 02 i# a> w 'S' “Miljónir punda af fæðu rotna ,o skemmast, þrátt fyrir það, þótt Bandaríkjafólkið þurfi á hverju einasta matarlóði að halda”. pessi eftirtektaverða setning stendur í skýrslu Bandaríkjastjórnarinnar sjálfrar, gefin af C. W. Hare, vista sala. Á meðal hinna skemdu vista, sem stjórnin hefir afgangs frá hernum og auðvaldinu hefir verið borgað fyrir okurverð, eru 75,000- 000 pund af reyktu svínakjöti (bacon), 580,000 pund af reyktu svínakjöti (ham), $50,000,000 virði af niðursoðnu kjöti, $100,000,000 virði af niðursoðnum ávöxtum. Sterk félög hafa myndast í Can- ada og Bandaríkjunum, sem hafa náð allri matvælaverzlun í sínar hendur og geta bókstaflega skamt- að úr hnefa, fyrir hvaða verð sem þeim sýnist. O)"-* Tvö kvœði Úr “All the year round weekly”, eftir Charles Dickens 1860. •o I. Stöðuvatn og foss sjá kulsveigað, limríkan skóg, sjá kulsve.’gf'an, hrís.úktr skóg, sjá bláva'.nið bjart ei;.s cg spegil, sem bir'.ist i himnesk á r6, Sjá ÍO"irm. sem þruiuandi þýtur hve þröngur sem vegur hans er, hann ryður sér áfram — já, “áfram’ er orðtak hans hvar sem hann fer. Með hyldýpi heiðkyrra vatnsins skal hugsa hver,t. einasta mál, og síðan með framtökum fossins því fylgja með alhug og sál. II. Skrifað í sand Er sólin reis, með sorg í hug eg sat á hafsins strönd, og hjarta djúpt í dökkan sand eg dró með staf í hönd. , Minn hugur rakti horfin spor, eg hafði ekki að því gætt, að bárur hafsins hlupu’ á land og höfðu’ um sandinn flætt. Og ein með liáan froðufeld um fagra sandinn brauzt, og hjartað mitt frá mér á brott hún máði vægðarlaust. par framtíð mín og forlög öll mér fluttu dómsorð sitt; eg hugsa enn með tregatár um týnda hjartað mitt. Sig Júl. Jóhannesson í ! _ I itmmm-ommm-ommm-o-mmommmommm-o-m^m-om^m-o-mmt-ommm-ommmo-mmmo-mm-ía

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.