Voröld - 26.08.1919, Blaðsíða 7

Voröld - 26.08.1919, Blaðsíða 7
Winnipeg, 26. ágást, 1919 VORÖED. Bls. 7 ►o-«an HARÐGEÐJAÐA KONAN SA6A EFTIR MAR6RÉT DELAND. 6. Amason þýddi. )iia»oa»i>a»i>4B»(H i MO “þar að auki er miklu betra fyrir hana að gift- ast mcr heldur en honum, sem er alveg bláfátœkur. Eg get, veitt lienni alt, sem hún þarfnast, og elskað hana. Já, guð veit að eg elska hana. Hvað sem öllu öðru líður, er það langt um betra fyrir hana.” Hon- um fanste eitt augnablik, sem hann hefði sýnt verulegt göfuglyndi í því að giftast henni. En blygð- aðist sín svo, eins og hefði guðinn, sem hann var að afsaka sig frammi fyrir, hlegið að honum. Hann fleygði burt hnotuskelinni, sem hann hélt á. Hanum var orðið það 1 jóst, að hann gat ekki varið sig lengur með lygi. \ Hann starði á snjókornin, sem hlóðust ofan á visið blóm. “Eg vildi að það hefði ekki atvikast til svona,” sagði hann, “en ef eg hefði dregið það, þá hefði eg máske ekki náð í hana. En gæti nú ekki skeð að eg mist hana mvort sem er ? Hugsunin stakk hann eins og hnífur. Gæti ekki skeð að hún vildi komast í burtu frá honum, þegar hún færi að átta sig á því, sem hún hafði gert? “Hún getur það ekki héðan af, ” sagði hann og dauft sigurbros lék um varir hans, þótt hann um leið blygðaðist sín. “Hún er konan mín.” Svo harðnaði svipurinn og liann bætti við: “Og henni stendur alveg á sama um mig.” Og því lengur sem hann sat þarna og horfði á snjóinn hlaðast ofan á bló^miu, því betur vegnaði guði hans í baráttunni. Hann reyndi ekk lengur að draga sjálfan sig á tálar viðvíkjandi afstöðu Elizabetar gagnvart sér. “Hún kærir sig ekkert um mig. ” En um leið og hann sagði þessi orð, sá hann hvað hann átti að gera — hann átti að vinna ást hennar. Hann stökk á fætur og rétti úr sér, eins og þessi hugsan gæfi honum nýtt þor. Já, hann hafði gert það, sem enginn ærlegur maður hafði gert; hann hefði ekki átt að nota sér það, að hún var reið; heiður hans vai fótum troðinn —- þetta var alt satt. “Eg var vitlaus!’ sagði hann; “eg var fyrirlitlegur óþolcki! eg hefði átt að bíða! Eg kannast fyllilega við það! En til hvers er að tala um það héðan af ? það sem nú er orðið, verður ekki aftur tekið, og hún skal elska mig enn. þannig var það að guð gaf honum blessun sína, sem og ávalt verður, þegar það bezta, sem í mannin- um er, sigrar hann. Sú stund er dýrmæt, þegar mann- inum er ljóst að hann hefir svikið hugsjónir sínar. Blair, hinn ótrúi vinur og eigingjarni elskhugi, var ekki lengur algerlega fyrirlitlegur, því að augu hans fögur og flóttaleg, báru vott um, að þau höfðu verið snortin af himneskri sýn. Á leiðinni heim lagði hann vandlega niður fyrir sér hvað hann ætti að gera. hann yrði að sýna henni hina mestu nærgætni; hann yrði að forðast alt, sem gæti móðgað hana. “Og eg skal kaupa handa lienni perluhálsfesti, ” sagði hann, of niðursokkinn í að hugsa um það sem fyrir honum lá, til þess að taka eftir því að hér kifti honum í kynið til móður sinn- ar. Undir niðri ásetningurinn, að gera Elizabetu á- nægju, var sú hugsun að kannast ekki við frammi fyrir neinum nema sjálfum sér, að hann hefði gert rangt. þegar hann kom aftur heim í veitingahúsið, var Elizabea uppi í herberi sínu. Hann hljóp upp stigann og barði á dyrnar á herbergi hennar. Hún sat á rúm- inu og starði út um gluggann á snjóinn. Snjórinn var orðinn svo þykkur að hann næstum huldi slétt- una, sem var hinumegin við veginn, og fjallshlíðina. Elizabet var föl í framan, og Blair sá nú strax, að hún Var farin að hugsa um það sem þau höfðu gert. það var sem eitthvað herti að hálsinum á honum, þar sem hann stóð og liorfði á hana, og áður en hann vissi af, hafði hann slept út úr sér alt öðru en því sem hann ætlaði að segja: “Fyrirgefðu mér, Elizabet!” “Eg ætti að deyja, ” sagði hún, án þess að líta við. Hann kraup á kné við hlið hennar og kysti liönd hennar. “Elizabet, elskan mín, og það þótt eg elski þig?” Hann kysti á öxl hennar, og hún skalf eins og kuldahrollur hefði farið um hana. Hann sagði_ einhver fleiri ástarorð með skjálf- andi rödd. Hún leit á hann sljóvum augum. “Eg vildi að þú færir burt,” sagði hún. Eg verð að segja þér, Elizabet, hvað mikið eg elska þig, ’ ’ sagði hann. ‘Elskar mig?” sagði hún “xnig?” “þú ert engill,” sagði hann, “og enginn maður hefir nokkurn tíma elskað nokkra konu eins mikið cg eg elska þig. ” .... ... Ilenni kom ekki til hugar að álasa honum eða spyrja, hvers vegna hann hefði farið eins að ráði sínu og hann fór, ef hann elskaði hana. Henni fanst hún hafa hrapað niður í eitthvert geigyærilegt djúp, og ef hún á annað borð hefði nokkra meðvitund um hann, var það aðeins um það, að liann liefði hrapað með henni. “Hlustaðu á mig; þú ert konan mín. Hafi eg flýtt þessu ofmikið, þá er það aðcins vegna þess, að eg elska þig. Eg þorði ekki að bíða vegna þess að — ” Hann iiam staðar við játninguna. sem hann hafði orðið að gera fyrir sjálfum sér, en sem hann mátti ekki gera frammi fyrir henni. Augu hennar skerptust alt í einu. “Hvers vegna?” spurði hún. “Horfðu ekki svona á snig. Eg elska þig og eg get ekki þolað að þú horfir á mig eins og þú sért reið.” “Eg er ekki reið við þig. Hvers vegna ætti eg að vera reið við þig? En eg get ekki lifað Blair, eg get það ekki. ” “þú verður að lifa, eða eg dey,” sagði hann. “Eg elska þig, eg elska þig!” Hann rétti fram hend- urnar biðjandi, en hún vildi ekki láta hann snerta sig; hún greip báðum höndum um háls sér og hrökk undan honum. Hann varð hræddur og sagði í bænar- róm: “Gerðu ekki þetta Elizabet.” Hún leit á hann ísköldum augum. það var auð- séð að honum leið mjög illa. Hvers vegna skyldi hon- um líða illa? En það kom henni ekkert við. “Gerðu það fyrir inig að fara burt,” sagði hún. Hann fór; hann þorði ekki að vera lengur. Hann skildi hana eftir og gekk niður stigann alveg yfir- bugaður, til þess að fá sér ofurlítinn bita að borða, þótt hann hefði enga matarlyst. 1 huganum var hann að velta fyrir sér, hvernig hann ætti að biðjia hana, hvernig hann ætti að sannfæra hana. Hvað eftir ann- að gekk hann að herbergisdyrunum en þær væru læst ar. Nei, hún vildi ekki borða neitt, Yildi hún þá ekki koma út og ganga ofurlítinn spöl með hanum? Nei, nei, hún vildi vera ein. Og aftur eftir miðjan daginn það sama.. “Elizabet, eg verð að komast inn! þú verð ur að borða eitthvað!” Hún lofaði honum að koma inn, en hún fékst elvki til að borða neitt, og ekki hafði það heldur nein áhrif á hana þótt farið væri að kvisast um húsið, að ungu hjónin hefðu orðið saupsátt — “það er falleg byrjun”, sagði herbergisþernan, að loka svona fall- egan mann úti. Og eg kemst ekki einu sinni að því sem eg þarf að gera í herberginu. Eg vorkenni hou- um. Hún er víst einhver vargurinn. ” Blair stóð líka alveg á sama þótt samkomulag þeirr'a væri iihegilegt í augum annara; ástandið var of alvarlegt til þess að hugsa um þess konar smámuní þegar hann !oksins færði henni ofurlítinn mat og t-iaup við lilið hennar og grábændi hana að borða, þá varðthann hræddur við að sjá útlit hennar. Hún drakk dálítinn tesopa, til að þóknast honum. Svo sagði hún í aumkunar 1 egum róm: “Hvað eigum við að gera, Blair?” f “Elskan mín”, sagði hann blíðlega,“ hefir þú fyrirgefið mér?” Hún hugsaði sig um ofurlitla stund og starði raunalega beint fram undan sér. “Eg held eg hafi gert það, Blair; eg hefi reynt að gera það. Eg veit að eg var verri en þú; það var fremur mér að kenna en þér. Já, eg ætti víst að biðja þig fyrirgefningar. ” “Elizabet! Eg að fyrirgefa þér? Og þú sem hef- ir gert mig svo sælan! Á eg að fyrirgefa þér að þú hefir gert mig sælan?” “Blair”, sagði hún og lagði saman lófana líkt og barn, “lofaðu mér að fara.” Húti horfði á hann þögulum bænaraugum. Allur hennar gamli drotn- unarandi var horfinn, hún var ekkert annað en hræddur og undirgefinn vesalingur, sem sárbað um vægð. “Gerðu það fyrir mig, Blair. ” En þessi auðmýkt kom honum til þess að elska hana meir, í stað þess að vorkenna henni. “Eg get ekki lofað þér að fara, Elizabet, ” sagði hann, “eg get það eklti; eg elska þig og eg sleppi þér aldrei! Pyr skal eg deyja en að eg sleppi þér!” Hún sá að ekki var til neins að biðja hann; eigin girni hans var of sterk til þess að láta undan. Hún varð hrædd, og hræðslan gerði hana næstum óða; hræðslan braust út í brigslum og illmælum. Hún barðist um í fangelsinu, sem hún sjálf liafði bygt yfir þau og lieimtaði frelsi. Hún var ekki reið, held- ur hrædd. Hún skipaði en ekki sem fyr, í rödd henn- ar var bæn jafnvel þegar hún skipaði. Hún var nú kona, sem grátbændi mann sinn. "Hvernig sem hún hótaði, skipaði og brigslaði, mist hann aldrei jif þíðleikanum, sem hafði komið yfir hann með ástinni. það var þíðleiki sá, sem oft fylgir valdinu, þótt honum væri það ekki ljóst, því hann var líka hræddur og gaf sér engan tíma til þess að hugsa um að hún væri hans, hvað sem hún segði. Hann var ótrúlega þíður við hana, þar til um það var að ræða að lofa henni að fara. “Eg sleppi þér aldrei”, sagði hann. Röddin að innan lét ekki til sín heyra í hinum trylta stormi sjálfselskunnar. Hún sló sem tinna til þess að reynq að kveikja í honum eld reiðinnar, er brendi til agna fangelsið, sem hún sat í. En á móti höggum hennar sneri hann aðeins þýðjeik ástarinnar og hihs óafvitandi afls síns. Sú hugsun, að hann ætti að missa hana, skelfdi liann; hann bað hana og gret frammi fyrir henni. það sem þeim fór þarna á milli í herbergi sínu í litla veitingahúsinu, var niðurlægjandi á báðar hliðar. “Eg er vond manneskja! Eg verð ekki hjá þér; eg drep sjálfa mig heldur; eg fer í burt strax í kvöld! “pá drepur þú mig, Elizabet! Hugsaðu um það hvað mikið eg elska þig! Hann vildi þig ekki nú fyrst þú sveikst hann. þú gætir ekki farið aftur til hans. ’ ’ harið aftur til Davíðs? Hveniig getur þér dottið annað eins í hug. Nei, eg er honum dauð? Til hvers er eg að lifa? Eg drep mig heldur en að vera með þér!” Henni fanst hún vera búin að gleyma Davíð; hún var búin að' gleyma því að liún ætlaði að skrifa honum voðalegt bréf. Hún hafði gleymt. öllu nema því sem hafði komið fyrir hana sjálfa. ‘Nefndu hann ekki á nafn!’ sagði hún. “Eg þoli það ekki, eg þoli það ekki! Eg er sama og dauð fyrir hann! Hann fyrirlítur mig, eins og eg fyrirlít mig sjálf. Eg get ekki lifað, Blair — eg get það ekki.” (Framhald) Business and Professional Cards Allir aem ( þessum dálkum augiýsa eru velþektir og áreiðanlegir menn—þeir bestu sem vði er á hver I ' sinni grein. BLÓMSTURSALAR. Talsími Main 3775 Dag og nótt og sunnudaga. THE “KING” FIiORIST Gullfiskar, Fuglar Notið hraðskeyta samband við oss; blóm send hvert sem er. Vandaöasta blómgerS er sérfræði vor. 270 Hargravc St., Winnipeg. Núnings-lœkningar eftir vísindalegum reglum Fyrir konur og menn Svenskir rafmagnsgeislar lækna gigt, magasjúkdóma og veiki sem orsakast af taugaveiklun og ófull- kominni blóðrás. Árangur ágætur. Sérfræðingur við sjúkdóma í hár- sverði. McMILLAN hjukrunarkona Suite 2, 470 MAIN STREET Sími Garry 2454 »>«■»041 0)4B»o«»oe»i)e»i')«»()«»(Q Ljósmyndir Og Stœkkadar Myndir af mikilli list gerðar fyrir sann- gjarnt verð BIFREIÐAR. ELGIN MOTOR SALES CO., Ltd. Elgin and Brisco Cars KomiB og talið við oss eða skiifið oss og biðjiö um verð- skrár með myndum. Talsimi Main L>20 417 Portage Ave., Winnipeg. New Tires and Tubes CENTRAL VULCANIZING H. A. Fraser, Prop. Expert Tire Repairing Fljót afgreiðsla óbyrgst. 543 Portage Avenue Winnipeg LÖGFRÆÐIN 6AR ADAMSON & LINDSAT Lögfræðingar. 806 McArthur Building Winnipeg. 1 J. K. SIGURDSON, L.L.B. i Lögfræðingur. 708 Slorling Bank Bldg. Sor. Portage and Smith, Winnipeg Talsfml M. 6255. 'A Phone Sh. 2151 Heimili S. 2765 AUTO SUPPLY & ELECTRIC CO., Ltd. Starting & Lighting Batteries Charged, Stored and Repaired Speedometers of all makes Tested and Repaired. Tire Vuncalizing. W. N. MacNeil, Ráðsmaður 469 Portage Ave., Winnipeg 1 I Phone M. 3013 ALFRED U. LEBEL Lögfiæðingur 10 Banque d’Hochelaga 431 Main Street, - Winnipeg V___ MYNDASTOFUR. The Rembrandt Studio 314 BIRK’S BLDG. WINNIPEG Inngangur á Smith stræti, Talsími M. 1962 W. McQueen, forstöðumaður 0)4 ►(O Einkaleyfi, Vörumerki Útgáfuréttindi FETHERSTONHAUGH & Co 36-37 Canada Life Bldg. Phorte M. 4439 Winnipeg •— ________________________; Vér getum hiklaust mælt með Feth- erstonhaug & Co. pekkjum Isleend- inga sem hafa treeyst þeim fyrir hug- myndum slnum og hafa þelr i alla staði reynst þeim vel og áreiðaniegir. Talsími Garry 8286 RELIANCE ART STUDIO 616 Main Street Vandvirkir Myndasmiðir. Skrautleg mynd gefin ókeypis hverjum eim er kemur með þessa auglýsingu. Komið og finnið oss sem fyrst. Winnipeg, Manitoba F ASTEIGNASALAR. Vér höfum mörg hús, bæði með öllum þægindum og noltkr um þægindum. Gjafverð. Finn- ið oss áður en þér kaupið. Spyrjist einnig fyrir hjá oss ef þér viljið kaupa góð lönd. CAMPBELL & SCHADEK 311 Mclntyre Block Talsími Main 5068-5069 Gjöriðsvo vel að nefna blaðið “Voröld” þegar þér skrifið. J. J. SWANSON & Co- Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 808 PARIS BLDG. Winnipeg Phone Main 2597 Sími; M. 4963 Heimili S. 3328 A. C. JOHNSON Legir hús, selur fasteignir, útvegar eldaábyrgöir. 528 Union Bank Bldg. A. S. BARDAL 843 Sherbrooke Street Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbunaður hinn bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og leg- steina. Heimilis Tals - Garry 2151 Skrifstofu Tals. G. 300, »75 LÆKNAR. I EINNI SAMSETTRI REIKN- 171- INGSBÖK /OC Meðnafninu þrystu f 23 karot gull- stöfum. Til þess að koma nafni voru enn þá víðar þekt, jafnframt þvi aujn- armiði að ná I fleiri viðskiftavini ger- # um vér þetta Merkllega ■“•tilboð, þar sem vér bjóð um fallega leðurbök með samsettum reikn- Ings eyðublöðum elns o* shér er sýnt með nafni eigandans þrýstu 1 28 karot gullstöfum. þetta er fullkomin samsett 1? bók sem ei' nothæf I sjö- fö’.dum tilgangl: 1. sera stór vasi til þess að geyma reikinga; 2. ann- ar vasi fyrir spjöld og seðla; 3 þriðJJ vasi fyrir áví°anir; 4. vasi fyrir ýmis- lcg skjöl; 5. stuttur meðvasi með loku fyrir frimerki; 6. spjald til eínkennis með plássi fyrír mynd þína eða ástvina binna; 7. almanak með mánaðardögum. Einltennisspjaldið og mánaðardagur- inn sjást í gegn um gagnsæja hlif. Stærð alls 3x3% þuml. Verð 75c. Nafnið í einni línu, 25c aukaverð fyrlr liverja aulia línu. Fæst einnig sérlega vandað fyrir $1.25. tvær línur $1.5#. Skrautmunabók og útsæðisskrá ókeyp- Is nreð liverri pöntun. ALN4IN SALES CO. Cept. 90, P. O Box 58, Winnipeg, Man. 23 KA/iAT GOLD GjÖrist áskrifandi VORALDAR í dag! G. J. GOODMUNDSON •elur fa*i?ignlr. Leiglr hús og !*(nd. Otvegar peninga f»^. Veltlr áreiðanlegar eldsiiyrgðlr blllega. Garry 2203. 696 Simooe Str. Dagtals St.J. 474. Næturt. St. J. 866 Kaili sint á nótt og degi. dr. b. gerzabek, * M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frA London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Fyrverandl aðstoðarlæknlr við hospftal f Vínarborg, Prag oc Berlin og fleiri hospítöl. Skrifstofutími f eigin hospftali, 416 —417 Pritchard Ave., Wínnipeg, Man Skrifstofutímí frá 9—12 f h ■ 8__4 og 7—9 e.h. ’ Dr" ?GGe;;Z,ab«k8 ei0ið bospltai " 415—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- lraga, sem þjást af brjóstveikl, hjart- veiki, magasjukdómum, innýfíaveikl kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm’ um, taugaveiklun. \ IDEAL PLUMBING Cw. Cor. Notre Dame & Marylané Plumbing, Gasfitting, Steam and Hot" Water Heating Viðgerðir fljótlega af hendi leystar; sanngjarnt verð. G. K. Stephenson, Garry 3493 J. G. Hinriksson, í hernum. DR. M. B. HALLDORSSON 401 BOYD BUILDING Tal8Ími M. 3088 Cor. Portage &Edr Stundar sórstaklega berklaveiki o aðra lungnasjúkdóma. Er að finm á skrifstofu sinni kl. 11 til 12 f.rc og kl. 2 til 4 e.m.—Heimili að 4 Alloway Ave. Talslmi Sh. 3158. DR. J. STEFÁNSSON ♦57 BOYD BUILDING Horni Portage Ave og Edmonton 8t Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóœa. Er að hltte frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 6 e.h. Talsíml Maln 30?8 Heimili 105 Olivia St. Tais. O, 2315 Stofnað 18663. Talsíml G. 1671 pegar þér ætlið að kaupa áreið- anlegt úr þá komið og finnið oss. Vér gefum skrifaða ábyrgð með öllu sem keypt er af oss. Mitchell & Co., Ltd. Gimstelnakaupmenn 4 8tórum og 8máum Stti. 486 Main 8tr. Wlnnlpeg. Talsími Main 5302 J. G. SNIDAL, L.D.S. Tannlæknir 614 Somerset Block, Wonipeg r~ DR. ó. STEPHENSEN Stundar alls konar læltninga Talsími Q. 798, 615 Bannatyn avenue. DR. B. LENNOX • Foot Specialist (heimkominn hermaður) Corns removed by 'Painless Method 290 Portage Ave. Suite 1 Phone M. 2747 .J

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.