Voröld - 28.10.1919, Blaðsíða 2

Voröld - 28.10.1919, Blaðsíða 2
Bís. 2 VORÖLD. Winnipeg, 28. október, 1919 FRIDUB? Xú'sitja menn á friðarráðstefnu í Parísarborg, stærstu friðarráð- stefnu sögunriár eftir stærsta ófriðarbál sögurinar. Fróðáfriður á nú að renna upp, logn og kyrð að endurnæra veðurbarinn heim. Og þeir menn eru líkleg.a til, sem hafa einhverja trú á þessu, og bíða með ó- þreyju “friðarins”. * Hér noröur á hjara veraldar er líka annar friður nýlega saminn, og vænta ýmsir sér mikils af honum fyrir þjóð vora. pað er stjórn- málafriðuiinn við Dani, sem gekk í gildi 1. des. síðastliðinn. Skal nú sátt. ,og eindrægni koma í stað kala og sundurþykkju, eins og vera ber um systkini, sem hvorugt er sett tijá. Blessaður friðurinn sýnist færast um allar jarðir. Ivjórnalogti á láði og legi. Loks er nú öllu óhætt. koks er íslenzka þjóðin komin í höfn, ís- lenzkt þjóðerni vemdað um erfiðar aldir, og loks borið fram til fulls sigurs á erfiðustu tímunum, þegar áþján ófriðar, harðinda vetur, grasleysis sumar, eldgos og drepsótt, lögðust a eitt. pað er ekki mot von, að sumir liugsa sem svo: pessi þjóð er btil, en hún er ódrepandi. Mörlandinn hefir nú loks rekiið af sér sliðruorðið. Nú getum vér óliul'tir sýnt oss öllum heimi, og verið — í laumi auðvitað — talsvert drjúgir með sjálfum oss. „ petta hljómar alt svo sætt og yndislega, að það er ef til vill sam, vizkusök. að slá nokkurn hjáróma st.i-eng, kasta steini í lognpollinn og hrukka hann og grugga. En “ekki veldur sá er varar”. Og eg,held, að hafi nokkru sinni verið árgalans þörf, þá sé það nú. pví að friðurinn er á yfirborðinu að eins. Hann er ekki nema þnnn gher himna, eins og haustísinn, en hringiður og sogstrengir bylting- anna vaka aigilegri en nokkru sinni fyr. Friðartalið nú er dagmála- glenna. sem ginnir sjómanninn til aö róa og óforsjála bondann til þess að breiða heyið undir skúrina. Hver trúir því í alvöru, að friðarþingið sé komið saman til þess nð senda frið á jörð? pað kúgar einn til þess að leggja niður ber- vopnin, og bardagar og blóðsúthelMngar hætta um stund. En er það friður? Er eliki einmiitt nú safnað liði og búist í annað stríð margfalt meira og ægilegra en hitt, viðskiftastríð ? Heimsstyrjöldin var aldrei annað en lítill angi af því stríði, og þó að hún hætti þá hættir það ekki, og engin nema börn og fávitar gera sér slíkt í hugar- lund. Handalögmálið er að hætta, en orsökin til handalögmálsins er söm og jöfn. pað var mikið talað um vemdun á r.étti smáþjóðanna og frjáls höf, nú fyrir skemstu. Og það voru einmitt þeir mennimir er tömdu sér það tal, sem nú hafa orðið ofan á. petta er gott fyrir oss, sem' erum smærstir allra þjóða, og eigum auk þess allan vorn hag undir hafinu og frjálsum siglingaleiðum. En nú er þetta vai'la nefnt. Yar það fagurgali einn og firrutal ? pað skaðar að minsta liosti ekki, að vera á verði, og gæta þess vel, sem fram fer. Og svo er hinn frdðurinn, fuil veldi-sfriðuriim. Eitthvað hefir heyrst um það, að frændþjóðirnar kunni að greina á um “skilning” einhvers í sáttmálanum nýja. En vonandi veldur það ekki langvar- andi sundrungu, og endar alt eins og það á að enda, og þá er vel. pá er alt gott, ef það endar vel. Nei, það er enginn friður í vændum í heiminum. Og enginn '•friður í rændum hér heldur. pað mætti miklu fremur segja, áð hing- að itil hafi verið friður, fulksæmilegur friður, fyrir oss, af því að svo fáir hafa af oss vitað . En nú er hann á förum, og vér sprettum sjálf- ir þeim friðarböndum með fullveldi og fána og margvíslegum af- skiftum af umheiminum. íslandi verður ugglaust ekki kastað í neinn pott í friðarsamningunum, eins og komist var að orði að farið gæti, ef samibandslögulium væri ekki braðað alt hvað af tæki. En það fer Iiætt við að þær verði víðar potthítirnar þeirra eftir stríðið og veiðn- ar viðskiftavörpumar. pá verður mörgum smábitanum hætt, hvort sem hann ber fullveldisnafn eða ekki. ísland er að færast talsvert inn í umheimjnn, komast á almanna- færi, þegar stríðið skall á. En sv» hefir þessi framþrótm stöðvast mn nokkurra ára bil, sakir ófriðaranna og siglingateppu. En fram- þróun þessi hefir ekki hætt. Hún hefir aðeins stíflast. pað hefir hrokkið þessi kökkur í rásina, stríðið, svo að safnast hefir fyrir, og nú veltur það eins og straurmbylgja og foss yfir alt, þegar stríðið liættir. próunin verður að stökki. Löndin knýtast saman, heimurmn minkar, afkimarnir færast, nær miðjunni, hringiðunni. Menn koma alt í einu auga á, að Island er alls ekki atskegt land rneð þeim farar-. tækjum. sem kostur er á. pað er ekkert, lengra frá Skotlandi til ís- lands heldur en til Skandinavíu. Og ekki þarf að kvarta um vegleysu, því að hæði lraf og loft eru raktir akvegir. Og svo er annað. Til skamms tírna héldu menn víst að hér væri ekkert að hafa, af því að gull var hér ekki í jörðu né kol. Hingað væri ekkerl að sækja, nema fiskinn á miðin við strendumar, þegar á sjó gæfi fyriy illviðrum. En nú er eins og tíðin hafi hatnað, eða þá að bún hefir reynst betur en af var látið. pað er að hætta að verða nokkurt skjól að þessu blessaða, góða og kulflalega nafni hans Hrafna Flóka, því að menn eru að komast að því, að þetta var tómur bar- lómur úr karlinum eða gabb. Og svo .eru hér fossar, hvítu demantarnir, og það svo, að einn og einn þeirra liafa afl á við heil fossalönd annarsstaðar. Og nóg er að gera fyrir fossaaflið. Hér má vinna zink úr jörðu og salt úr sjó og brehnisteinn hefir hér lengi þótt góður. Og loftið er fult af áburðar- cfnum hér eins og annarsstaðar. Og svo er ísland eftir alt svo vel í sveit. komið, að það verður líklega hentugast að flytja hingað alt liveiti frá Norðvestur-Cana^a og mala það hér. Franrtíðarmyridirnar vaða inn í lrugann. Hér verða rafmangs- verksmiðjur, og þær engin smásmíði. pær verða orkulindir, sem veita aflstraumunum út um alt. Jámbrautir þenjast um landið og eftir þeim bruna lestirnar, reknar af hinu ósýnilega jötunafli frá fossunum. Stóreflis bæir þjóta upp, og nú þurfa þeir ekki allir að standa við sjóinn, því að nú eru landleiðimar^líka famar að verða hægar til ferðalaga og flutninga. Eða kringum hveitinrilnunrnar stór! par verð ur nógu ódýr fóðurbætir, alt úrgangskornið. Og þar verða hafanar- rnyndir, sem segja sex, því að ekki er hætta á að þeir flytji hveitið á smábyttum frá Ameríku. Hér yerður ekki atvinnuleysið. Ibúa- talan verður áreiðanlega komin upp í miljón á nokkram áratugum, og Reykjavík, sem verður miðstöð allrar framleiðslunnar á Suður- landinu, flýgur upp í tugi þúsunda á skömmum tíma. Island er framtíðarland, ef til vill miklu meira en flesta varir. Alt þetta fcemur þegar augu manna opnast. Og penjngamir eru nógir. pað er farið að 'tæpa á hundruðum miijóna. Framtíðarmyndin er ekki óglæsileg. En svo.setur oss ef til vill alt í einu hljóða, þegar dýrðiu er sern rnest. Yér förum að skima í kring um oss nánar á þessu frairitíðar íslandi. Hvar eru íslendinghr? Jú, þarna er einn og þarna er annar. En hinir eru miklu fleiri, margir um hvern íslending. íslendingum hef- ir fjölgað, segjum upp í 150,000, en útlendingarnir eru mörg, mörg þúsund. Auðmagnið kom svo fljótt, það þurfti svo margar hendur, að útlendingastraumi varð að veita inn. Peningamir em útlendir, íyrirtækin eru útlend, og hrafnarnir, sem að krásinni hafa safnast, sömulei'ðis. Bles^sað landið okkar er framtíöarlaucl Á þvr er enginn efi. En hitt kynni að vera meira vafamálið, hvort þjóð vor .er að sama skapi framtíðarþjóð. Verður hún fær um að halda landinu sínu, eftir að aðrir auðugri og niciri fara að ágirnast það? Eða fer fyrir henni eins og sumum fátæku piltunum, sem missa stúlkuna sína í hendur auð- kýfingsins? petta er friðurinn, sem er hverri styrjöld ægilegri, friðurinn, sem gefur mönnum tóm til þess, að hefja kapphlaupið trylda eftir öllu arðbera-ndi og ætilegu á þessari jörð. pá er eg hræddur um að þetta barn, sem stendur lrér með gersemar í höndum, alls ómáttugt að verja þær eða halda þeim. Hingað til hefir því verið óhætt af því að það hefir verið afskegt, og enginn tekið eftir því. En þegar þeir koma auga á það! — En löggjöfin og fullveldið ! par eigum vér sverð vont og skjöld degn hvers kyns ásælni og yfirgangi. pað er mikið til í þessu. Hér er biturt vopn til varnar og sóknar, En eins verður að gæta. Vopnið gagnar ekki, nema því sé beitt. Og hverjum mundi það gagna að beita því gegn útlendu miljónunum? Miijónirnar hafa mörgum svefnþorn stungið hingað og þangað um heiminn, og það eru engar fyrirtaks skammir eða getsakir í garð íslendinga að láta sér detta í hug, að þeir kynnu að ruglast í skoðun- um ef mjög hátt gellur í málminum göfga. Vopnið er til, hið bitra vamarvopn. En ætli ýmsum yrðu ekki ógreið handtökin, þegar þeir ættu að höggva af sér fé og fríðindi? Löggjafarþing vort er ef til vill að ýmsu leyti dæmafátt þing. En það þarf þess iíka ef það á að standast þessa eldraun. pað .þarf dæmafáa 40 rnanna samkundu til þess, að ruglast ekki í ríminu ,og fatast ekki vömin, þegar á er sótt með hundruðum miljóna. pað þótti Filpusi garnia frá Makedóníu, og svo mun enn vera. Asni, klyfjaður gullii, opnar hverja borg. pað eru ýmsir viitrir menn og gætinr, sem horfa með skelfingu fram á veginn. Og þ>að er ekhi síáit ao ósekju. Aldrei hefir íslenzkt þjóðerni lagt út í aðra eins brotsj.ói og þá, sem nú eru fyrir stafni. Nú þarf örugga hönd á stýristaumnum, nú þarf Einar pveræing, ekki í mynd og líki þjóðmálaskúms, heldur með vit og framsýni og óbilandi siðferðisþrek í viðskiftum. Styrjöldin, sern fram undan er, er við- skiftastyrjöld. Án efa þarf einniig vitra og gætna stjómmálamenn, til þess að gæta fjár og auka við. En aðal vandinn er í aðra átt. Tlann er á sviði viðskiftaanna. Hverrrig er unt að stilla svo við hóf framför- unum og hagnýting aúðsuppsprettanrra, að íslendmgar hafi jafnan yfirtökin á Islandi? Fossarnir eru hættulegir. Fossarnir eru gæfan eða ógæfan, eftir því hvernig á þeim verður haldið. Eg hefi heyrt skynsama menn undrast það, hve lengi þessi fossa nefnd geti verið að starfa. Mér findist eðlilegt, að þeir hefðu verið lrelmingi fleiri og starfað hélmipgi lengur, og auk þess hefðu þeir helzt þurft að vera helmingi duglegri hver um sig, pví að þeir halda á fjöreggi þjóðernis í hendi sér. Og því rná ekki kasta gálauslega. Til eru þeir menn, sem vilja leita íslenzku þjóðerni skjóls í öfl- ugu bandalagi við Norðurlönd. Bandalag við Norðurlönd er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt. paðan eram við æittaðir að mestu, og þaðan höfum vér flest fengið á liðnum öldum, ilt og gott. Mál þeirra þjóða eru tíðast lærð á landi hér. og þar er einhver öruggasta leiðin til að knýta þjóðir saman, að ]ra:r geti raælst í tungumáli, sem háðar skilja. Fyrir margra hluta sakir. erum vér nú í bandalagi við Norðurlönd, og það er ekki annað en ófriðurinn, sem hefir lagt þröskulda á þessa greiðfæru hrú. En kemur þetta í rauninn málinu við, þessu máli, sem hér er um rætt, vemdun íslenzkts þjóðernis? pað skal játað, að auðvaldið er tífalt magnaðra og svæsnara hjá stórþjóð eins og t,. d. Engleridingum, heldur en hjá kotríkjum Norðurlanda. En þó verður að gæta þess, að flýja ekki svo gapalega undan hættunni >að maður gani út í aðra. Norðurlönd eru líka stðr- veldi í þessum skilningi, stórveldi að auðmagni, þeklringu og fram- kvæmdarmöguleikum, þegar miðað er við íslendinga. Eitt félag þar getnr ráðgert hér fyrirtæki með svo stórum höfuðstóli, að kaupa mætli alt ísland fyrir. Og þó er það að eins vísir annars meira. pað er vitaskuld, að þessi “Norðurlanda-stefna” er runnin frá þeim sjálfum. Og þar er hún alveg eðlileg og réttmæt. pað er ekki kyn, þótt Danir, Norðmenn og Svíar telji það “hið eina nauðsynlega” fyrir ísland að vera í sambandi við Norðurlönd, og hafi það fvrir Grýlu, að annars hljóti það að lenda á valdi einhvers stór*veldisins. pað er hárrétt frá þeirra sjónarmiði, því þeir ern á meðal biðlanna. sem gjarnan vilja hreppa heirnasætuna, þegar það kemur upp úr kaf- inu, að hún er for-rík. En það er eindæma harnaskapur af íslending- uin, að fara strax að kyrja með þeim í kór og gera þeirra orð að sín. um. Vér Islendingar verðum að fá leyfi til þess, að líta á þetta mál frá vorum eigin bæjardyrum, og þá lítur það út á alt annan veg. pað er vafalaust réttara, að halda sér þar við, sem hættan er minni. En vér verðum að muna, að þaðan stafar Hka hætta, og hún hráð. Eðlilegt samband við Norðurlönd er sjálfsagt, vegn,a frændsemi og fomrar venju, en q11 fleðulæti ver,ðum vér að forðast. pað væri meiri, heim'ska að henda sér með lífi og sál í faðm þeirra. pví að fsland kæmi ekki íslenzkt úr því faðiAlagi. Eg skrifaði nýlega litla grein um hættu þá, er íslenzku þjóðerni gætí stafað af stórum auknum flugferðum eftir stríðið, af því að þær í’lyttu þetta litla þjóðarkrýli í nábýli við heimsþjóðimar miklu. Ekki hefi eg orðið þess var, að nokkrum rnanni hafi fundist þessi viðvörun umtalsverð, og af því má marka, að augu manna ei'ii fjarri því að vera opin fyrir þessari hættn, sem nú vofir yfir íslenzku þjóðemi. Sumir héldu víst, að eg ætti við það, að einhver stórþjóð gerði leið- angur á hendur íslendingurn, her manns, í flugvélunx! Annar maðuv fann aftur á móti ekkert að greininni nema vafasama málfræðií Og ílestir skjóta sér undir það skjólið, að flugvélarnar og fluglistin yfirleitt, sé svo skamt á veg komin og ófullkomin, að engin hætta sé úr þessari átt. Heilaga einfeldni! petta sö-gðu menn líka einu sinni um gufuskip og járnbrautarlest- ir, bifreiðar og víst flest nýtt, meðan það var á æskuskeiði. Flugvélamar eru ekki nema hvítvoðungar í vöggu, svo ung er þessi list. Og þó voru þær kappar kallaðar í heimsins stærsta ófriði. Og nú hefir ein fleytt sér yfir Atlantshafið á nokkrum klulckutím- am. Og ein hefir nú sést á sveimi hér yfir Reykjavík. En að mep.'i muni nokkru sinni alment ge1a flogið til fslands, það þykir spekia r iuim alveg óhugsandi! pessi er hættan sem íslenzku þjóðemi stafar af fluglist. sem komin er á þroskaskeið, svo að vanda- og hættulaust verður að ferð- ast meö þeim tækjum: Vér kiomumst svo að segja í nábýli við stórþjóðimar. pær kynn- ast oss og hugum vorum og háttum lands vors. Fluglistin bendir stórþjóðunum gráðugu á harnið með gersemamar, vamarlaust á al- mannafæri. Og eg vil segja meira. Fluglistin er ekki aðeins hætta fyrir íslenzkt þjóðerni, heldur fyrir þjóðemi yfirleitt. Hún er langstærstá sporið, sem stigið hefir verið í einu í áttina til sambræðslu allra þjóðerna og þess. að gera alla að heimsborgururn. Hvort á hinn bóginn sé nokknð að því, eða hvort það sé ekki miklu heldur framÆör frá því sem er, það liggur fyrir utan umræðu efnið hér. Eg geng nú út frá því hér, að vér viljum í bráðina geyma þjóðer ni vort og tungu, og eiga land vort og gæði þess, búa á heimili vorn án íhlutunar annara. Her vofir hættan yfir. Hún er svipuð eins og fyrir feitt lamb í náml við úlfahóp. Hirn stafar af gæðum landsins og græðgi ná- grannanna. pað er lítill vandi að finna ráð gegn þessari hættrn par geta ýmsar leiðar veriö öruggar-. En það ev gífurlegur vandi að framkvæma þau ráð og feta þær brautir. pað er ekki vitsmunapróf sem íslenzka þjóðin á í vændum, held-ur siðferðisþrekraun. íslenzka þjóðin á óef.að m.enn, sem lrafa nóga vitsmuni til þess að sjá færar leiðir gegn- iini skerjagarðinn fyrir stafni. En á hún menn með því siðferðisþreki sem þarf til þess, að ganga hiklaust með fánann við hún, þótt gull og grænii- skógar séu r boði ef af er slegið? Og kann hún að nota þá menn og fylkja sér undir fána þeirra, ef til eru? Úr þessu verður skotið á næstu árum. Og hér er telfit djarft tafl, tafl um IíI' og dauða fyrir íslenzkt þjóðerni. Takist þjóð vorri þetta verk, sem nú er fyrir hendi, takist henni að “byggja rit” fossa f.ína og koma hér á fót stórfeldum fyrintækjum, takist henni að hag- nýta íiskimiðin, og verða ef til vill stöð í miðju hafi milli gamla og nýja heimsins, og vernda samt þjóðerni sitt og tungu, þá má hún vel vera upp með sér. pá, fyr ekki, býr lrér á þessu fagra landi frjáls og fullvalda rslenlenzk þjóð. f M. J. —Eimreiðin— GILLINIÆÐAR VALDA MÖRGUM SJOKDÓMUM pú getur helt ofan I þlg öllum meðölum sem hægt er að baupa; —eða þú getur látið skera þig og tæta allan í sundur eins og þér sýn- Ist— — Og samt iosnar þú aldrei við þá sjúkdóma sem af gilliniæðum stafa PYR EN pÆR ERU LÆKNAÐAR. (Sönnunin fyrir þessu er sú að ekkert sem þú hefir reynt hefir iæknað þig til fulls) i ER ANNARS NOKKUR PÖRF A AÐ SEGJA pÉR PETTA VÉR LÆKNUM til fulls hvern ein- asta mann sem hefir GILLINIÆÐ og til vor leitar hvort sem veikin er I láu stigi eða lagi langvarandi eða skammvinn. Vér læknum með VEIKUM RAFMAGNSSTRAUMUM eða ef þér læknist ekki þá þurfið þér ekki að börga eitt einasta cent. Aðrir sjúkdómar eru einnig Iknaðir án meðala. Ef þér getið ekki komið þá skrifið. Axli sem vaxa af útkynjaðri giilinl- i jeð þegar þær blæða ekki eru þær || kallaðar blindar gilliniæðar; þegar þær blæða öðruhvorrl, eru þær kali- | jðar blæðandi eða opnar. —orðahók Websetrs DRS. AXTELL NefniS Voröld. & THOMAS 503 Mc Greevy Block — Dept. Vor ! Ábyggileg Ljós og Aflgjafi I — --------------------------- Vér ábyrgjumst ySur varanlega og óslitna f þónustu c \ \. | Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jafnt fyrir VERKSMIÐJ- ' UR sem HEIMILI. Talsími Main 9580. CONTRACT DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúinn að finna yður að máli og gefa yður kostnaðaráætlun. ! Winnipeg Electric Railway Co ! A. W. McLIMONT, General Manager. ntmmommmQ mm-ommomí i I ! i

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.