Voröld - 28.10.1919, Blaðsíða 6

Voröld - 28.10.1919, Blaðsíða 6
Bls 6 VORÖLD. Wiiuaipeg, 28. október, 1919 Veðrabrigði Eftir Steinþór Guðmundsson (AJþýðufyrirlestur, fluttur á Akureyri 26. jan., 1910, og víðar). Frh. það væri hægt að benda á ýms dæmi þess, að tekjur sumra þeirra manna, sem teljast til alþýðustéttarinnar, og tilheyra henni að hugs- unarhætti og lifanaðarháttum, eru ekki altaf öllu minni en sumra annara, sem velja sér samleið með heldra folkinu, sem kallað er, og geta átt samleið með því. Mér er t. d. kunnugt um, að hásetar á fiskiskipum fá nú meiri laun en sumir skrifstofuþjónar, eða jafnvel kennarar í ábyrgðarmiklum kennarastöðum. po munu fair, sem and- lega vinnu stunda, geta unað við þá lifnaðarhætti, sem sjómannin- um þykir fullgóðir. pað þarf ekki annað en að nefna liíbýlin. Sjo- mannafjölskyldan kemst venjulega af með þrengri húsakynni en kaup- maðurinn eða embættisnraðurinn. Er það að sumu leyti eðlilegt, en á þó að nokkru leyti rót sína í því,.að sjómaðurinn kann oft og tíð- vnn ekki að meta þau þægindi, sem' rúmgóð og snyrtileg húsakynni veita, þó hann hafi efni á að sjá sér fyrir nægilegu húsnæði. F’estir sjómenn eða verkamenn geta lítið eða ekkert veitt sér af þesskonar þægindum, en þeir finna að jafnaði ekki sárt til þess, ef þeir hafa nægan mat, hæfilega hlýju og annað það, er telst til allra sjá.lfsögð- ustu nauðsynja. — Enn er otalið það atriði, sem bendir einna ataLan- legast á það, að munurinn á mönnum er mikill, og það er sá sorg- legi sannleikur, að sumir telja sér með engu móti samboðið að snerta á ýmsri vinnu, sem sjálfsagt er talið að aðrir inni af hendi. pað hefir oft verið á það minst, og með réttu verið lagt sumu af heldra fólkinu til lasts, að það þættist ofgott, offínt til þess að gegna ýmsum störf- um, sem annaðhvort þykja óþrifaleg eða “dónaleg”. En lægri stétt- irnar gera líka afaroft sitt til að halda við þeirri tilfinningu, að sum störf séu ósamboðin heldra fólkinu. pó oft líti alþýðumenn svo á, að hverjum manni sé það sæmd að ganga ohikað að hverju sem er, og þótt oft heyrist úr þeim hópi, að sá eða sá sé ekki ofgóður til að snerta á því, sem óhreint er, þá er hitt líka algengt, — miklu algengara en margan grunar, að einmitt alþyðufolkið litur með undrun og half- gerðri lítilsvirðingu á þá menn, sem ekki telja eftir sér erfiði eða óþægindi til að hjálpa þjónum sínum eða öðrum við algenga vinnu. Eg gæti nefnt fjölda mörg dæmi þessu til sönnunar. — Mér,dettur í hug bóndi, sem kom ríðandi í kaupstað. Hann varð alveg sem þrumu- lostinn af undrun, er hann sá embættiskonu vera að þvo þrepin upp að dyrunum á húsinu sínu. Af því að hann var málkunnugur þem hjónunum, þá gat hann ekki að sér gert að láta fruna skilja, að hon- um þætti það nokkuð mikið af því góða, að hún skyldi gegna ein- földustu vinnukonustörfum, og það fyrir augum allra, sem um veginn gengju. — Hversu oft heyrist það ekki kveða við, úr hópi verka- manna, að svona vinnu skyldu þeir ekki snerta á, ef þeir væi^u ríkir eða lærðir. Og ef lærðir menn ganga að vinnu með verkamönnum, þá verða þeir ósjaldan varir við það, að samverkamenn þeirra halda, að þeir séu ekki sérlega sterkir í lærdómnum. “Allan skrattartn vígja þeir,” sagði alþýðukona um guðfræðiskandidat, sem hún sá ganga í vinnufötum að heyskap á blautu engi, með öðru fólki. Hún vissi okkert um manninn annað en þetta, og það var hennar hjartans sann- færing, að hann væri ekki sérlega prestlegur þessi; bara eins og hver annar kaupamaður. pað er einmitt þessi misskilningur manna á verksviði hverrar stéttar um sig, íem á sér stað nokkumveginn jafnt á báða bóga. pað er hann, sem gerir mennina misjafna, og það er hann, sem mörgum manninum veitist erfitt að stíga yfirí hversu fegnir sem þeir vilja taka höndum saman við alla menn, skoða þá sem jafningja sína og koma fram við iþá eins og jafningja. pegar svo þessar stéttir fara að, umgangast hvor aðra, þá er það svo margt í framkomunni á báðar hliðar, í viðmótinu, sem ávalt minnir á muninn. Yfirmaðurinn verður oft lítið kunnugur þeim mönnum, sem hann á yfir að segja, þó hann sé daglega með þeim, og verkafólkið hagar viðræðum sínum nokkuð á annan veg, þegar yfirmaðurinn er hvergi nærri. pað eru að vísu til yfirmenn, sem vilja tala við fólkið sem jafningja sína og tekst það, án þess að minni virðing verði fyrir þeim borin. En oft og tíðum er djúpið á milli þessara tveggja aðila svo breitt, að hvorugum dettur í hug að reyna að brúa það. Jafnvel á heimilunum verður þess vart, að heimilisfólkið er eltki alt af sömu stétt. Eg þarf varla að benda ykkur á það, hve oft húsmæður, einkum í kaupstöðum, sýna hjúum sínum alt annað viðmót en öðrum, sem þær umgangast. Húsbændum- ir eru svq sem ekki mikið betri. En í kaupstöðum umgangast þau hjú- in venjulega svo lítið, að viðmóts þeirra gætir minna. — pví fer fjarri, að allir húsbændur eigi hér óskilið mál. Fjölda margir em famir að sjá hvaða þýðingu það hefir, hv.að það er eðlilegt, og hvað það er sjálfsagt, að láta eitt yfir alla ganga á heimilinu og vera eins 'í viðmóti við alla. Vinnuhjúin hafa heldur ekki sinn skjöld hreinan í þessu efni. í fari þeirra gætir oft svo mikils undirlægjuskaþar, að þau geta ekki þolað frjálst og vingj.arnlegt viðmót, án þess að mis- skilja það eða misbrúka á einhvern hátt. Mismunurinn mllli húsbænda og hjúa er ekki nærri eins mikill til sveita og í kaupstöðum. 1 sumum sveitum að minsta kosti er hann hverfandi lítill. Til kaupstaðanna hefip þesssi mismunur borist utan að, eins og margt annað. Og það hefir fram að þessu farið lítk um hann og vellystina og völskurnar hjá Bjarna Thorarensen.---“Út fyrir kaupstaði íslenzkt í veður ef hún sér vogar, þá frýs hún í hel.” — 1 öðmm löndtun ber miklu meira á þessum mun, en við eigum að venjast. par gætir hans mikið í borgum og bæjum, og þar fylgjast sveitaheimilin með, enda er niðurlægn hjúa og daglaunamanna upp- haíflega ikomin úr sveitunum þar. Hún’ á rót sína að rekja til herra- garðanna, þar sem stórir hópar af vinnulýð urðu öldum saman að skríða í auðmýkt að fótum jarðeigandanna, til þess að fá að vinna sér fyrir daglegu brauði, með þeim kjörum, sem þeim vora afskömtuð. prælahaldið í fornöld var auðvitað fyrimyndin. Én leiguliðamir og hjúin á herragörðunum áttu að teljast frjálsir menn, og þessvegna var álitsmunurinn ennþá tilfinnanlegri. — Við eigum erfitt með að skilja, hvílíkt óngnardjúp var á milli aðalsmannsins, stolta og dramb- láta, og leiguliðans, sem skalf á beinunum ef eigandinn byrsti sig. Hann þorði ekki að ympra á einu möglunarorði, þó hann yrði að ganga með plógi lénsKerrans dag eftir cfag og verða sárfeginn hverj- nm molanum, sem til hans hraut, af borðum drotnanna. pó þessum mismun sé bragðið upp fyrír okkur á leiksviði eða í skáldríti, þá skort ir okkur ímyndunarafl, til að skilja hann eins og hann var. pessi munur á stéttum hlaut að lokum að valda stormum í félagslífi manna. punginn varð að jafnast. Stjórnrbyltingin franska var fyrsta óveðr- ið. Síðan hafa ajlsnarpar kviður skollið á á ýmsum stöðum, en hreyf- ingin yfiríiett boríst með jöfnum skrefum yfir þjóðfélögin og valdið ýmsum umbótum á .stjórnarfari og löggjöf landanna. — En stjórn- frelsishreyfingin er aðeins forboði þeirrar hreyfingar, serÁ nú er að verða sterkasta hreyfingin hjá flestum þjóðum, jafnaðarhreyfingar- innar, sem kemur fram í ýmsum myndum, eftir staðhát.tum og menn- ingarblæ þjóðanna. Hún er auðvitað náskyld frelsishreyfingunni. Andinn er sá sami, að draga úr misjöfnum kjöram, að girða fyrir það, að nokkrum verði bakað böl, án þess að hann geti borið hönd fyrir höfuð séh En það voru nýjar stefnur í atvinnulífi þjóðanna, sem komu þeirri hreyfingu af stað. Eg ætla ekki að lýsa upptökum hreyfingarinnar að þessu sinni. pað yrði of langt rká\, enda flestum líklega að nokkru leyti kunnugt. Aðeins skal eg benda á það, að þegar verksmiðjuiðnaðurínn fór að verða stærsti liðurinn í atvinnu- lífi þjóðanna, þá fæyðist auðurinn í hendur fárra manna, sem áttu vélamar. peir einu gátu látið vinna. Verkalýðurinn í borgunum varð því algerlega á þeirra valdi. Og af því færri menn þurfti til viim unnar, þegar vélarnar voru teknar við, þá varð fjöldi þeirra manna atvinnulaus, sem áður hafði lifað á handaifla sínum. pessir menn urðu því fegnir að bjóða sig verksmiðjueigandanum fyrir lægri laun en öðrum v.ar goldið, til þess að fá þó eitthvað til að lifa af. Á þenn- an hátt var hægt að koma á svo lágu kaupgjaldi við verksmiðjumar, að verkamennirnir gátu með engu móti framfleytt fjölskyldum sínum. pegar þess er gætt,, að miki,ll meiri hluti fólksins í heilum borgum varð annaðhvort að ganga iðjulaus eða Ijá sig í vinnu, sem aðeins gerði þeim unt að draga fram lífið í eymd og volæði, þá er ekki að undra, þó tyr byrjaði hreyfing sem leitast við að jafna þann óskap- lega mun á kjöram manna, sem þessi nýju menningartæki — vinnu- vélarnar — komu ti) leiðar. í þessum herbúðum er sú jafnaðarhreyfing fædd, sem nú fer yfir löndin voldug og sterk. pað voru misjöfn skifti fjármunanna, sem hrundu henni af stað. pessvegna byrjar hún hvaraetna á því, að beimta réttlátari skiftmgu auðsins. Meginþáttur hennar hefir til þessa víðast hvar verið sá, að heimta betri kjör, — hærri'vinnulaun — handa þeim, sem verða að afla sér viðurværis með iþví að vinna með öðrum. Næsta sporið, sem jafnaðarmenn vilja stíga er það, að girða fyrir það, að auðurinn safnist á hendur fárra rn.anna, sem með að- stoð hans svo að segja geta ráðið örlögum allra hinna. pví reynslan hefir sýnt, að auðvaldinu verða öll önnur völd í heiminum að lúta, ef auðurinn er nógu mikill. Til þess að koma í veg fyrir það, að allur fjöldi manna þurfi að standa uppi varnarlaus fyrir auðvaldinu, þá vilja jafnaðarmenn að þjóðfélagið hafi sem allra mest í höndum af þeim tækjum, sem mestUm auði geta safnað. Að vísu eru uppi ýmsar stefnur, sem nokkuð greinir á um það, hverjar leiðir halda skuli, til að tryggja alþýðu manna gegn auðvaldinu. En markmiiðið er það sama. petta er þá jafnaðarhreyfingin. — Eftir upprana sínum er hún hagsmunahreyfing, lýtur að því að bæta og tryggja efnahag þeirra stétta, sem undir hafa orðið í hinni miklu samkepni, sem ráðið hefir og ræður enn framförum þjóðanna. Eftir eðli sínu er jafnaðarhreyf- ingin miklu víðtækari og dýpri. Hún á að miða að því að gera menn- ina jafna að svo miklu leyti sem upplag þeirra og eðlisfar leyfir, jafna að áliti, menningu og manngildi. pett.a era jafnaðarmenn víð- ast hvar farnir að sjá fyrir löngu og sýna það, með því að berjæst á rnóti öllum tignarstöðum, nafnbótum, orðiim, titlum og öðra þ.ess- konar. En einkum þó með því að veita alþýðumönnum þekkingu á þjóðfélagsmálum og venja þá á .að Aelga sig félagsstörfum, sem gera þá mentaðri og nýtari. menn. Eftir því sem jafnaðarhreyfingin verð- ur sterkara afl í þjóðfélaginu, því víðtækari verður hún. Og þó hreyf- ingin lúti í byrjun eingöngu að ytri kjörum manna, þá hefir hún þó orðið til þess, að lærdómsmenn hafa farið að hugsa um þau lögmál, sem ráða breytingum og framföram í þjóðfélagslífinu. pað er að miklu leyti jafnaðarhreyfingunni að þakka, að hagfræði og þjóð- félagsfræði era orðnar svo mikilvægar vísindagreinar, sem þær eru. En nú munu menn spyrja: “Hvað kemur okkur íslendingum við, þó aðrar þjóðir berjisit suður í löndum.” Ef þessu er nú svona varið, ef jafnaðarhreyfingin er sprottin af örbyrgð og volæði verkalýðsins í stórborgunum,, og ef hún á að verða til þess að tryggja menn gegn yfirgangi auðvalds, hvað á hún þá að gera hér á landi? Og þó hún verði svo viðtæk, að hún vinni að því, að draga úr þeim mismun, sem liðnar aldir hafa skapað á milli stéttanna, hvaða erindi á hún samt hingað? Eg hefi margsinnis heyrt því haldið fram, að hér sé enginn auður sem óttast þurfi að verði þjóðfélaginu ofjarl, eða geti að nokkru leyti þröngvað kosti lítilmagnans. Og það er ekki langt síðan eg sá því haldið fram í blaðagrein, að hér væri enginn munur á alþýðu og öðr- um stéttum, þar sem svo mikill hluti hinna svonefndu heldri manna séu af alþýðu bergi brotnir. Eg held það sé ekki nægileg sönn- un þess, að stéttarmunurinn sé ekki tá.l í meðvitund manna. Fyrst og fremst mun óhætt. að segja það, að þeir, sem þannig hafa rutt sér braut, munu finn.a til þess, að þeir séu að einhverju leyti hafnir upp yfir f jöldann. Eða hafið þið ekki tekið eftir því t. d., að margir af þeim, sem. á skóla ganga, þykjasit verða hart, úti, ef þeir geta ekki notað nám sitt til þess að koma ár sinni betur fyrir borð en óbrotnir alþýðumenn. Svo er annað atriði, sem vér þekkjum líklega flest meira eða minna til. pað er barátta margra foreldra fyrir því, að láta ekki bömin stíga niður á við í mannvirðingasfiganum. tlafi for- eldrunum tekist að komast í einhverjá þá stöðu, sem eitthváð þykir hafin yfir alþýðuna, þá finst mörgum það hið mesta ólán, ef bömin geta e-kki haldist í svipaðri stöðu, eða helzt komist skör hærra. í því skyni er reynt af öllum mætti að láta þau ganga skólavegónn, þótt hvorki séu efni til þess, né hæfileiki hjá barninu. pessvegna verður margur pilturinn — og nú orðið mörg stúlkan líka, — að sdtja á skóla- bekk með sveittan skallann, við nám, sem hann hefir enga ánægju af, eu oft og tíðum erfiði og skapraun. En hann verður að læra, því annars fekur ekkert við nema óbrotin verkamannastaða. pað hefði hann nú ef til vill kosið mikið heldur, ef hann hefði ekki verið svo óheppinn, að faðir hans var kennári eða prestur eða skrifstofuþjónn við einhverja verzlun. — Og eg skal ekki neita því, að mörgum for- eldrum er það vorkunn, þó þeir skirrist váð því að láta böm sín verða að verkamönnum, eins og kjör þeirra eru nú, bði andlega og efnalega. (Framliald) Allskonar Prentun GERÐ Á PRENTSMIÐJU VORALDAR Vorold og Solöld Hérmeð birtist listi af útsölumönnnm “Voraldar” í ýmsum bygð- im Islendinga, og eru áskrifendur blaðanna “Sólöld” og “Voröld vinsamlega beðnir að snúa sér til þeirra. Gestur Oddleifsson__________________Arborg, Man. A. C. Orr, _...;..........._.._ _.... Amaranth, Man. B. Methusalems................... Ashem, Man. Hrólfur Sigurðsson______________ _....Ames, Man. Gísli Olson...................... BaJdur, Man. G- 0. Einarson-------------------- Bifrost, Man. Sigurjón Bergvinsson ..... . ...... Brown, Man. Jón Loptson.................. Beckville, Man. Einar Jónsson....................... Cayer, Man. S. G. Johnson................Cypress River, Man, Gunnar Gunnarsson ---------- .....Caliento, Man. B. C. Hafstein................ Clarkleigh, Man. B. Jónsson...................Cold Springs, Man, J. K. Jónasson...._........._._.Dog Creek, Man. O. Thorlaeius _..---------------Dolly Bay, Man Hinrik Johnson....................... Ebor, Man. Oddur H. Oddson .... ._. ......Fairford, Man. Tryggvi Ingjaldson .... -----------Framnes, Man. Timoteus Böðvarson...._............ Geysir, Man. Sveinn Bjömsson-----1________________Gimli, Man. J. J. Anderson —----------------- Glenboro, Man. Kr. Pétursson ......... _.... ....Hayland, Man. Guðmundur Olson..................... Hecla, Man M. M. Magnusson-------------------- Hnausa, Man. A. J. Skagfeld................. Ilove, Man. Armann Jónasson............. Howardville, Man. Bjöm ITjörleifsson ..... ....... ___ Húsavík, Man. Kristján Jónsson.................. Isafold, Man. C. F. Lindal ................ Langruth, Man. Sveinn Jolmson...._....-----___ ___ ...... Lundar, Man. Jón Sigurðsson..................Mary Hill, Man. Sveinn Björnsson............_......Neepawa, Man. Jóhann Jónatansson _... _.... .........Nes, Man. V. J. Guttormsson __________.... Oak Point, Man. Guðbrandur Jörundsson................ Otto, Marn Guðm. Thordarson.................. Piney, Man. S. V. Holm----------------------Poplar Park, Man. Ingimundur Erlendsson ......... Reykjavík, Man. '/ Gísli Einarsson--------------------Riverton, Man. Clemens Jónason_________________________Selkirk, Man. 3 Framar Eyford ---------------- Siglunes, Man. Björn Th. Jónason___________— — Silver Bay, Man. Ásmundur Johnson...................Sinclair, Man. Jón Stefánsson .................Steep Roek, Man. G Jörandsson________:....... ... Stony Hill, Man. Halldór Egilson_________________Swan River, Man. Gisli Johnson________________The Narrows, Man. Bjöm I. Sigvaldason___________________Vidir, Man. Sigurður Sölvason............. AVestbourne, Man. Finnbogi Thorgilsson______.. _.... _.... „....Westfold, Man. Jóhann A. Jóhannesson______________Wild Oak, Man. Bjöm Hjörleifsson____________ Winnipeg Beach, Man. Finnbogi Hjalmarson___________Wínnipegosis, Man, Christnn J. Abrahamsson__________— Antler, Sask. H. O. Loptson___________________Bredenbury, Sask. S. Loptson___________________Churchbridge, Sask. Jón Jónsson, frá Mýri -------------Dafoe, Sask, Ungfrá práða Jackson------------. — Elfros, Sask, Jón Einarson —------------------Foam Lake, Sask. Valdimar Gíslason.................. Gerald, Sask. Ungfrú Margrét Stefánsson ........ Ilolar, Sask. Jón Jónsson frá Mýri_____________ Kandahar, Sask. T. F. Bjömsson_______________________Kristnes, Sask. ) J. Olafson —_______________________Leslife, Sask. Ólafur Andréésson .......... ...\Lögberg, Sask. M. Ingimarsson ----------------- Merod, Sask. Snorri Kristjánsson —______________ Mozart, Sask. Snorri Jónsson-------------------Tantallon, Sask. Asgeir I. Blöndahl______________-_Wynyard, Sask. Ami Backman_________________________ Yarbo, Sask. S. S. Reykjalín, Ste. 1 Carson Blk., Calgarý, Alta. Th. Hjálmarsson, Room 3, Tremont, Edmonton, Alta Jónas J. Hunford_______________Markerville, Alta. Mrs. S. Grímsson, R. R. 1_____— Red Deer, Alta. Kristján Kristjánsson-------— — Alta Vista, B. C. Frú J. Gíslason — .......... ... Bella Bella, B. C. Wm. Anderson, 1456 Argyle Place, Vancouver, B. C. J. Ásg. J. Lindal, 3412 “S” St_____.Victoria, B. C. 1 G. B. Olgeirsson, R^ 3--------- Edinburg, N. D. Gamaliel Thorleifsson...............Gardar, N. D. H. H. Reykjalín-------------------Mountain N. D. Victor Sturlaugsson............... Svold, N. D. J. <P. ísdal----------------------- Blaine, Wash Ingvar Goodman--------------Point Roberts, Wash. Th. Anderson------------So. Bellingham, Wash. John Berg, 1544 W. 52 St. _________Seattle, Wash. Sigurbjöm Jóhannesson,__________Sayerville, N. J. / Ungfrú Helga Johnson, Tarrytown on Hudson, N.Y. Steingr. Arason, 550 Park Ave.__New York, N. Y. J. A. Johnson, 32 Ord St.----San Francisco, Cal. Eiríkur J. Vigfússon, 2729 W. Washington Blk. Chicago, Bl.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.