Alþýðublaðið - 14.01.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.01.1964, Blaðsíða 4
TÓNLISTARFÉLAGIÐ * ' . ÞAÐ er ekki svo ýkja langt síð- f: an „orðblinda" var með öllu ó- I þekkt fýrirbrigði, og þau börn, | sem ekki gátu lœrt að lesa, S álitin heimsk. Kennsluhættir f; hafa tekið miklum framförum á seinni árum, eins og kunn- íj ugt er, en þó hefur ekki tekizt- £ að finna upp aðferð til þess að kenna „orðblindum" börnum að I lesa. En hver veit nema einnig | þessi vandi sé nú leystur? Bandarískur prófessor, Moore 1 að nafni, hé'lt þvi fram í mörg | ár, að gáfur barna væru van- | metnar, og einsetti sér að j; sahna sitt mái: Og honum tókst | að kenna tveggja ára gömlum | börnum að lesa! En hann beitti | ekki hinum venjulegu aðferð- | um við lesttarkennsluna sína, | heldur liafði ritvél sér tíl að- | stoðar. Hann lét- börnin setjast við f. ritvél, ög þar sem stíkt apparat I er mjög eftitsóknarvert í aug- f um barnanna, var áhugi þeirri | þegar tryggður. Hann leyfði i börnunum í fyrstu að skrifa á ritvélina hvað sem þau vildu og þegar þau höfðu hamrað stafi og tákn á pappírinn eins og til dæmis s5hK,m$ö-)3, þá sagði hann þeim, að nú h'efðu þau skrifað s og 5 og h og svo fram- vegis. Eftir nokkrar kennslustundir breytti Moore um aðferð. í stað þess að segja börnunum hvað þau hefðu sjálf skrifað, sagði hann þeim nú, hvað þau ættu að skrifa. Fyrst í stað lét liann þau skrifa einstaka stafi, en síðan þyngdust verkefnin liægt og hægt, þau skrifuðu einstök orð og loks einfaldar setningar, sem þau gátu skilið; eins og til dæmis „ís er góður”, „Mammá er falleg” og svo framvegis. — Eftir 40-60 kennslustundir gátu- litlu börnin lcsið og skrífað á ritvél. Þessi nýja aðferð Moore vakti enga sérstaka athygli og hann var- gagnrýndur liarðlega, bæði af foreldrum og kennur- um, fyrir að reyna að kenna svo ungum börnum lestur. Þegar danskur sálfræðingur, Preben Bishel að nafni, frétti um aðferð Moores, datt honura í hug, hvort ekki væri hægt að beita henni við kennslu þeirra, sem lialdnir væru „orðblindu’ og gætu þar af leiðandi ekki lært að lesa eða yrðu alla tíð mjög stirðlæsir. Hann hófst þegar handa og náði undraverðum árangri. Hið erfiðasta var, að stappa stálinu í nemendurna, sem voru orðnir langþreyttir á þrótlausum til- raununr'kennara til þess að kenna þeim. Margir misstu strax í upphafi kjarkinn og gáf- ust upp. En það hjálpaði tals- vert, að flestum þðtti þessi leikr ‘ ur með ritvélina óVenjulegur og skemmtilegur og með ýrns- um ráðum tókst að'stappa í þá stálinu og kenna þeim loks að lesa þótt aðrir kennarar hefðu gefizf upp við það verkefni og gefið þann úrskurð, að þau, gætu ekki lært það. Við skulum nefna eitt dæmi: . Dortlie liafði verið beztl nem- andinn í síiium bekk/ dhglég, iðin og fljót að læra, — þar til hún .var komiri í níu ára bekk. Þá hafði hún um sumarið orð- ið fyrir taugaáfalli, og um leið var eins og allir námshæfileik- ar hennar hefðii horfið. Hún gat naumast lengur lesið og liafnaði loks í bekk fyrir van- gefin börn. Bicliel tók Dörtlie að sér og kenridi henni að lesa á skömmum tíma með aðstoð ritvélar. Nú er Dorthe orðin 21 árs gömul og er einkaritari for- stjpra stórs fyrirtækis i Kaup- mannahöfn. HEIMSÓKN BETTY ALLEN SINFONÍUHLJOMSVEITIN SJÖUNDU tónleikar hljómsveitar innar á þessum vetri voru í Há- skólabíói 9. janúar sl. Á efnis- skránni voru Tragískur forleikur eftir Brahms, Ljóð förusveinsins eftir Gustav Maler og sinfónía nr. • r\ n *7 eftir Schubert. Einsöngvari var 4bandariska söngkonan Betty Allen ■og stjórnandi var Dr. Róbert Abra- ham Ottósson. Forleikurinn var allvel fluttur á köflum en tilfinn- anlegt er hversu strengirnir eru veikir. í forte spilamennsku hljóm- sveitarinnar yfirgnæfa málm- blásturshljóðfærin gjörsamlega. Kom þetta alloft fyrir í forleikn- um en var þó bágalegra í seinasta kafla sinfóníunnar. Hápúnktur tón- leikanna var flutningurinn á Ljóð- um förusveins. Túlkun söngkon- unnar á þessu verki var meistara- leg og aðstoð stjórnanda og hljóm sveitar með ágætum. Betty Allen er glæsileg söngkona og er heim- sókn hennar mikill listaviðburðr ur og vonandi eigum við eftir að heyra liana hór oftar. Það er að verða hefð hér að sólistar moð hljómsveitinni hafi á takteinum aukalög, og var svo einnig nú, eu því miður aðeins eitt; aría eftir Gluck. Sjöunda sinfónía Schu* berts er eitt af þeim verkum tón- bókmenntanna, sem virðist lengj- ! ast með hverju ári. Þrátt fyrir ynd-- Betty Allen. isleik og fegurð þessa verks, verð- ur þessi tæpa klukkustund serii tekur að flytja það, ansi löng. Eins og áður hefur verið vikið að, þarf sterkari strengjasveit til að gera þessu verki góð skil. Þrátt fyrir á- gæta frammistöðu dýpstu málm- blásaranna á köflum, vildi því bregða fyrir að innkomur þeirra væru bagalegum sekúndubrotum á eftir afgangi hljómsveitarinnar. Má vel vera að staðsetning þeirra og hljómburðurinn á sviðinu hafi hér ráðið einhverju. Stjórn Dr. Róberts á þessum tónleikum var mjög röggsamleg og bar vott um góða þekkingu á verkefnunum. Prógramskýringar hljómsveitar- innar hafa ávallt verið skemmti- legar aflestrar og svo var einnig nú og það í ríkum mæli. Það er ekki ófróðlegt að vita að Schubert hafi á sínum tíma „harmað póli- tískt sinnuleysi, svefnmók og at- hafnaleysi þjóðar sinnar.....” Ef hér hefur verið um staðreyndir að ræða, megum við sannarlega harma að ekki varð ævarandi framhald á þessu pólitíska sinnu- leysi. [ ÞELDÖKKA bandaríska söngkon- an Betty Allen söng á tveimur Tónlistarfélagstónleikum siðast- liðin þriðjudags- og miðvikudags- kvöld. Á fyrri hluta efnisskrárinn- ar voru aríur úr Brúðkaupi Figar- os, Mignon og Carmen, svo og söng lög eftir Schubert og Brahms. — Betty Allen hefur yfir að ráða mik illi og sérkennilegri rödd, sem ekki virðist henta Mozart. Lögin eftir Sehubert og Brahrns voru sér- lega vel túlkuð; af mikilli sann- færingu. Habanera úr Carmen var mjög smekklega flutt og alveg laus við vá væmni sem ósjaldan er fylgifiskur þessarar vinsælu aríu. Svo virtist á þessum tónleikum að söngkonan sækti sig á við hvert lag, einnig var það greinilegt, að tíma tekur að venjast þessari sér- kennilegu rödd. Hjá söngkommní bregður ósjaldan fyrir víxlun á skólaðri óperurödd og hinni nátt- úrulegri rödd negrans, með sínum Framh. á 10. síðu , •JlMIIIIIIMMIIIIIIIIMIIIIliniMIIMIItlllllllMIMIIMMMIIIIIIIIMIMimillllllIIII MMIIMIMIMIIllllll|l|||||IIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllll>llllllllllMI1Mt IIIIIIIMIMIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIHIMIMIMMIIIMMIIIMIIIMIIMMIMIMMIIIIHII1IIMIIIIMIMMMMMIMIMIMIMMMIIMIMMIMIMMMMIIMMIMMM|IIHÍIIIIV J 4 14. janúar 1964 — ALpÝÐUBLAÐIÐ — Ekki vil ég halda því fram segir Bichel, að liérmeð sé fund in upp aðlerð, sem leysi að öllu leyfi vandamál þeirra, sem erf-itt eiga með að læra a ðlesa. En ég hef þegar náð undraverð um árangri og það hefúr sýnt sig að þcssi nýja „ritvélaað- ferð” hefur miklu meira að- drattarafl í augum bæði barna og fullorðinna, heldur en hin venjulega lestraraðferð. Dá'riski sáiíi'æðfiigurinn Preben Bichel hefur notað ritvélaað- férð Moors með gdðtim ársngri. Hér sést hann ásamt einum nemanda síntirrf, Dorthe, sein vikiö er að í greininni. Ntfkkrir af iiemendíini Preben Bicbel sitja vitf rítvélar sínar og iæra þanttig að Héss, þótt þeir hafi ekks getað lsert það nteð öðrum lestraraðferðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.