Alþýðublaðið - 18.01.1964, Síða 5

Alþýðublaðið - 18.01.1964, Síða 5
Með gasgrímur vegna öskufalls ÍBÚAR San José, höfuðborgar Iýðveldisins Costa Rica í Mið- Ameríku ganga um með gasgrím- ur eða vasaklúta fyrir andlitiuu vegna mikils öskufalls frá eld- fjallinu Irazu, sem er skammt frá höfuðborginni. Fimmtíu þúsund lestum af ösku hefur rignt yfir borgina síð'an eldfjallið tók að gjósa fyrir tíu mánuðum. Það var hald manna, að eld- fjallið væri útdautt, en það kom xnönnum á óvart, Irazu tók að gjósa af miklum krafti í marz í fyrra og voru sumir gossteinarnir tvær lestir á þyngd. Brátt var borgin San José hulin öskulagi, sem er eins og óhreinn snjór á að líta. Tíu mánuðum eftir að eldgosið hófst virðist ekkert lát ætla að verða á öskufallinu, sem veldur miklum óþægindum. Gólf í hús- um hulin ösku, sem berst inn um glugga og í mat. Bifreiðar, ritvél- ar og hurðir bíla og flugvélar eru hættar að lenda á flugvellin- um við borgina. Efnaðir borgar- búar senda nú börn sín í skóla erlendis. Svo mikil aska hefur setzt í ána Reventado í Costa Rica, að í miklu fárviðri nýlega flæddi á- in yfir bakka sína og 500 hús eyðilögðust í bænum Cartago. Öskufallið nær yfir 250 fer- mílna svæði og þar er meðal ann- ars ágætt hagleudi fyrir einhverja beztu nautgripi Mið-Ameríku. — Þeir hafa veikzt og hefur orðið að lóga þúsundum þeirra. Mjólkur- framleiðslan er aðeins 35% af því sem hún er venjulega. Bandaríkjamenn brugðust skjótt við beiðni Costa Rica um aðstoð og sendu 4 þús. lestir af naut- gripafóðri. Hafin voru samskot til kaupa á vélum til þess að hreinsa göturnar. En gosið í Irazu heldur áfram og íbúar San José hafa ekki undan að sópa burtu ösk- unni. Götumynd frá José. agnráðstafanir nú skipulagðar Reykjavík, 17. jan. — HP. Á FJÁRLÖGUM fyrir 19G4 eru 4 milljónir króna ætlaðar til al- mannavarna. Ennfremur hefur Reykjavíkurborg nýlega sett á laggirnar nefnd til að gera til- lögur um almannavarnir í borg- inni og veitt eina milljón króna til almannavarna á fjárhagsáætl- un fyrir þetta ár. Alþýðublaðið spurðist fyrir um það hjá dr. Ágúst Valfells, for- stöðumanni Almannavama í dag að hvaða framkvæmdum yrði unn- ið fyrir það fé, sem ríkið hefur ákveðið að verja til almannavarna í ár. Hann sagði, að unnið yrði að áframhaldandi áætlanagerð, Frakkar ákveða að viðurkenna Peking Eldfjallið Irazú. PARIS, 17. jan. NTB-RT | Franska stjórnin skýrði Banda- ríkéastjórn frá því í dag, að hún hefði ákveðið að viðurkenna kín- verska alþýðulýðveldið, að því er góðar heimildir í París herma. | Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið hefur áður sagt, að það sé and- vígt því að kínverska alþýðulýð- veldið sé viðurkennt, þar eð slikt mundi auka gctu Kínverja til að vinna að framgangi stefnu þeirra, sem miði að því að breiða út komm únismann með öllum tiltækileg- um ráðum. Þær fréttir berast frá París, að franska stjórnin hafi íhugað í dag þann möguleika, að senda fulltrúa til Peking til að stuðla að auknum vinramlegum samskipt- um Frakka og Kínverja og hvetja til aukinnar verzlunar. Fréttamenn í París töldu, að tilkynningarnar um fullt stjórn- málasamband Frakka og Kínverja og hugsan'.ega för franska sendi- mannsins til Peking væri ekki að vænta hið fyrsta. Sennilega verður það Edgar Faure, sem sendur verður til Pe king. í fyrra var hann í hálfopin- berum erindagerðum fyrir de Gaulle í Kína. en fram að þessu hefði starfiff á skrifstofu Almannavarna eink- um verið tvíþætt. Fyrst var unniðf að því að gera sér grein fyrir Framh. á 10 síðu. í GÆR voru 25 ár liðin frá stofnun Landssambands ísl. útvegsmanna. Var það stofnað í Reykjavík, 17. jan. 1939. Fyrsíi formaður þess var Kjartan Thors og var hann formaður fyrstu sex árin. Síðan var Sverrir Júl- íusson kosinn formaður sambandsins og hefur síðan ætíð verið endurkjörinn. — Varaformaður sambandsins er Loftur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri er Sigurður II. Egilsson. í tilefni afmælisins hefur stjórn LÍÚ móttöku í skrif- stofum samtakanna í Hafn- arhvoli við Tryggvagötu í dag, laugardag, kl. 5-7 sd. Eining... Framhald af bls. 1 skipa frá öðrum löndum á miðum þegar ljóst er að íbúarnir í nám- unda við þau eru aö nær öllu leyti Eiáð fiskveiðunum í efnahagsiegu tilliti. Aðrir samningsaðilar verða þó að samþykkja þetta. Samkvæmt uppkastinu eiga 6amningsaðilar einnig að hafa rétt til að halda við núverandi fiskveiðilandhelgi ef það er liag- stæðara fyrir fiskveiðar annarra jbjóða en áðurnefnd landhelgi. Áreiðanlegar heimildir telja að nýi samningurinn um fiskveiði- landhelgi gangi í gildj í lok júr.í Ki. k. í tilkynningunni um ráðstefn- una segir, að brezku stjórninni ihafi verið boðið að kalla saman tæknilega ráðstefnu með þátttöku allra ríkja við Norður-Atlantshaf. Þessi ráðstefna á að semja upp- kast að nýtízku löggjöf um eftir- lit ijieð fiskveiðum. Stjórnir Bandaríkjanna og Canada verða fceðin að senda fulltrúa til ráðstefn Sinnar. Lundúna-ráðstefnan rkovar jafn framt á öll þau lönd, sem fulltrúa eiga í nefndinni um fiskveiðar á Norðaustur-Atiantshafi að auka þá viðleitni sína að txyggja fiski- ertofninn, segir í tilkynningunni. Mailgrisnskirkju Reykjavík, 17. jan. — ÁG. STÚDENTABLAÐ, (Áramót) fyrsta tölublaff 19G4, kom út í dag. Er þaff helgaff Hallgríms- kirkju, og bla'ðiff í heild harff- orff mólmæli gegn byggingu þessa minnismerkis um Hall- grím heitinn Pétursson. í ritstjórnargrein segir m. a. Spurningin í dag er sú, hvort Reykvíkingar ætli me'ff a'ffgerff- arleysi sínu a'ff láta slíka bygg- ingu gnæfa í allri sinni smekk- leysu yfir borginni og Iands- ntenn allir vilji láta sóa fé sínu í hús þetta.” Greinin end- ar á þessum orffum: „Þeir sem ekki mótmæla verffa a'ff teljast ábyrgir.” Margir fcunnir menn skrifa í blaðiff og svara spurningum ritstjórnarinn'ar í sambandi vi'ff kirkjubygginguna. Sumir eru meff, sumir á móti. Meðal þeirra, sem skrifa eru Sígurður Iindal, Sigtryggur Klemens- son, Þórir Kr. Þórffarson, Skúli H. Nordahl, Hannes Kr. Dav- íffsson, Pétur Benediktsson, Thor Vilhjálmsson og Örn ÓI- afsson. í myndatexta á baksíffu seg- ir: „Fyrir röskum þrjátíu árum átti ísland um skeiff svolítinn vísi aff harffstjóra, og eins og harðstjórum er títt, átti hann sér hirðarkitekt.” Á forsíffu blaffsins er inynd sú, sem birtist hér me'ff. Þykj- ast menn kenna þar samlíking- una. Skráffir ritstjórar og á- byrgffarmenn Stúdentablaffsins eru þeir Garffar Gíslason, stud. jur. og Jón Öddsson, stud. jur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 18. janúar 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.