Alþýðublaðið - 24.01.1964, Qupperneq 8
Rætt vio Onnu Snorraaóttur, sem annast
hefur barnatíma útvarpsins um árabil
„Klukkan 17,30 hefst barna-
tímirin í umsjá Önnu Snorra-
dóttur.” — Hversu oft höfum við
ekki heyrt útvarpsþulinn segja
þessa setningu. Við tökum henni
eins og hverjum öðrum sjálf-
sögðum hiut og án þess að hugsa
út í hana nánar.
En þegar ég segi „við”, þá á
ég við „fulforðna fólkið,” en það
éru reyndar til fleiri hlustendur
en það, og þar á ég við hina yngri
sem bíða síns barnatíma með ó-
þreyju.
„Við” þykjumst upp úr því vax-
in að hlusta á barnatímann, en þó
ér mér ekki grunlaust um, að
sum „okkar” stelist til að hlusta
endrum og eins.
Anna Snorradóttir tekur þeirri
málaleitan minni vel að hafa
stutt viðtal við lesendur þessa
blaðs, viðtal um barnatímann og
þá sérstaklega þá bókmennía-
kynningu, sem hún hefur prýtt
tíma sína með að undanförnu og
vakið hafa athygli jafnt yngri sem
eldri hlustenda. Anna býður mér
sæti í vistlegri stofu sinni í Álf-
heimum, kaffi og sígarettur.
Anna Snorradóttir, Sigfússonar,
leikritum og öðru þess háttar. —
Þetta var mjög skemmtilegt,
en ekki voru tækin til þessara
hluta eins fullkomin og nú. Þá var
til dæmis fátt eða ekkert tekið
upp á segulband, heldur voru
hljóðin framleidd jafnóðum og
fiutningur fór fram. Eg man eftir
því, að einu sinni átti að vera
haglél, en það framleiddum við
með því að henda hrísgrjónum á
regnhlíf.
Með þessari starfsemi var á-
TEXTI 0G TEIKNING:
RAGNAR LÁR
MYND:
JÓHANN VILBERG
hugi minn fyrir útvarpsmálum
vakinn.
En síðan fluttist ég til Dan-
merkur, þar eð eiginmaður minn,
Birgir Þórhallsson, var ráðinn
fulltrúi Flugfélagsins þar.
Þegar við svo fluttum til íslands
aftur fyrir tæpum sex árum, kom
teknar úr því efni sem flutt hafði
verið.
Ekki var þátttakan mikil í þess-
ari fyrstu kynningu, en þó bár-
ust mér 40-50 svör og bréf frá
áhugasömum börnum og ungling-
um. Þessi bréf áttu það flest sam-
eiginlegt, að vera skemmtileg og
sýndu það, að sendendur höfðu
haft gagn og gaman af þáttum
þessum.
Næsta kynning var á skáldinu
H. C. Andersen og verkum hans.
Þar var hafður sami háttur á og
í fyrri kynningunni, rakin ævi
skáldsins, sagt frá umhverfi þess
og lesin voru vinsælustu ævin-
týri þess. H.C. Andersen-kynning
arnar urðu tíu talsins
Að lokinni kynningu ' þessari
hafði ég einnig próf, og fékk mun
fleiri bréf en í fyrra skiptið, eða
um 700.
Eg skrifaði H. C. Andersen-
félaginu í Óðinsvéum vegna kynn-
ingarintíar og það sendi mér bæk-
ur með verkum hans, sem ég not-
aði til verðlauna. Ennfremur gáfu
bókaforlög hér í Reykjavík bæk-
ur, sem notaðar voru í sama
skyni.
FINNST EG
ALDREI GETÁ GERT
námstjóra er frá Akureyri — og
systir Hauks heitins, fyrrum rit-
stjóra „Dags” á Akureyri. Hún
starfaði um tíma við „Dag”, sá um
kvennaþátt í blaðinu.
— Hver voru tildrögin að þvf,
að þú fórst að sjá um barnatím-
ann, Anna?
—*Það er nokkuð löng saga að
segja frá því. En svo við byrjum
nokkum veginn á byrjuninni, þá
fékk ég snemma áhuga á kennslu-
málum.
Stuttu eftir stríð eða 1946
fór ég til Englands til að kynna
mér útvarpsmál. Eg var um það
tæpt ár í Englandi og var um
tíma hjá BBC og þá í barnatíman
um og ,',effektadeild“ en það er sú
deild, sem sér um ýms hljóð í
Andrés Björnsson að máli við
mig, og bað mig um að taka að
mér barnatímann, og ég lét til
leiðast.
Síðan hefi ég séð um þriðja
hvern tíma, en Helga og Hulda
Valtýsdætur og Skeggi Ásbjarnar-
son sjá um hina.
— Þú byrjaðir með bókmennta-
kynningarnar?
— Upphafið var kynning á
verkuin Chopins og æviferli hans.
Eg nefndi þessa kynningu „Fimm
mínútur með Chopin,“ en hún
saman stóð af frásögn um ævi
hans og leikið var eitt stutt verk
eftir hann í hverjum kynningar-
þætti. Að loknum kynningarþátt-
unum fór fram nokkurs konar
próf, þar sem spurningarnar voru
— Færðu mörg bréf frá hlust-
endum þínum?
— Yfirleitt fæ ég mikið af bréf-
um, bæði frá börnunum og að-
standendum þeirra. Mér þykir
mjög vænt um þessi bréf, þau
sýna að áhugi er fyrir hendi á
því, sem maður er að reyna að
gera og einnig kemst maður, vegna
þeirra, í nánara samband við
hlustendurna.
— Síðasta kynningin var um
Nonna?
— Já, og mér er óhætt að segja
að hún hafi vakið athygli. Nonni
var ákaflega vandaður höfundur,
enda góður maður. í bókum hans
er hæfileg spenna til að halda at-
hygli lesandans vakandi.
Haraldur Hannesson, sem einna
gerzt þekkir æviferil Nonna og
bækur hans, sá um kynninguna á
ævi hans og störfum. Haraldur á
mörg handrit eftir Nonna og bréf
frá honum.
Steindór Hjörleifsson, leikari,
las bókina „A Skipalóni," en
hún er með vinsælli Nonnabók-
unum.
Þegar meðfylgjandi prófum um
ævi Nonna og störf lauk, bárust
hvorki meira né minna en 1060
bréf, ekki einungis frá börnun-
um, heldur og frá foreldrum og
öðrum aðstandendum, sem létu í
ljós álit sitt á kynningunni.
— Og næsta kynning?
— Hún er þegar byrjuð og er
um Jónas Hallgrímsson, ævi hans
og ritstörf. Eg nefni þessa kynn-
ingu „Listaskáldið góða.”
Aðalgeir Kristjánss. cand. mag.
hefur tekið að sér að greina frá
ævi skáldsins en hann hefur meðal
annars kynnt sér hana i Khöfn,
en eins og flestum er kunnugt,
dvaldi Jónas þar langdvölum.
í þessari kynningu verða flutt-
ar léttar sögur, ljóð og frásagn-
ir.
— Börnin kunna vel að meta
þessar kynningar?
— Eg var satt að segja dálítið
hrædd við að leggja út í þessar
kynningar, þar sem ég hélt máske
að börnunum mundi finnast þær
of „fjörlitlar?” en mér finnst þátt-
talcan gefa það til kynna, að börn-
unum líki þær og vilji heyra
meira. En ég vildi undirstrika þá
þá skoðun mina, að barnatímar
eiga fyrst og fremst að vera
skemmtilegir, en vandinn er bara
sá, að fella saman fróðleik — og
skemmtun í eina heild. Það er
freistandi, um leið og það er
mikið ábyrgðarstarf, að nota
þann tíma sem maður hefur til
umráða í útvarpinu til að segja
börnunum eitthvað sem situr eft-
ir. Svo megum við ekki gleyma
því, að við erum að ala upp
hlustendur.
Stjómandi barnatímanna i BBC
hafði sem „mottó”, að ekkert væri
nógu vandað fyrir börnin. — Það
er mjög mikilvægt, að börnin.
geri greinarmun á þvi, sem vel
er flutt og því sem er illa flutt.
— Á hvaða aldri hætta börnin
að hlusta á barnatímana?
— Ég veit það ekki, en líklega að
því er mér finnst til 12-13 ára
aldurs en þá tekur ýmislegt annað
við, lög unga fólksins o.fl.
— Þarna vantar sem sagt milli-
stigið?
— Já, það þyrfti að gera meu*a
fyrir unglingana í útvarpinu en
gert er, þó megum við ekki gleyma
ágætuin tómstundaþætti Jóns
Pálssonar og tónlistartíma
bamanna. En það vantar spenn-
andi sögur og leikrit fyrir ungl-
ingana.
— Hvað viltu segja að lokum,
Anna?
— Það er þakklátt verk að
vinna fyrir börnin, en ég vildi
gjarnan hafa betri aðstöðu óg
tíma, mér finnst ég aldrei geta
gert nógu vel.
8 24. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ