Alþýðublaðið - 30.01.1964, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 30.01.1964, Qupperneq 4
Rússar skutu Framh- af 1. síðu tveggja hreyfla kennsluþota af gerðinni T-39 Sabreliner. Hennar var saknað eftir æfingaflug frá Wiesbaden síðdegis í gær. í rat- sjá sást, að flugvélin fór yfir landa mæri Austur-Þýzkalands og er talið að radíóútbúnaður vélarinn- ar hafi bilað, því að ekki tókst að ná sambandi við flugmennina. Þegar í gærkvöldi hafði banda- ríska sendiráðinu í Bonn borizt tilkynning um, að flugvélin hefði verið skotin niður yfir Austur- Þýzkalandi, en engin staðfesting lá fyrir fyrr en sovézka mót- mælaorðsendingin var birt í dag. í sovézku mótmælaorðsending- unni segir, að Sovétríkin telji þetta mál grófa ögrun af hálfu bandarískra hernaðaryfirvalda og hafi tilgangurinn með ögruninni verið sá, að spilla ástandinu í Mið-Evrópu. í orðsendingunni segir enn fremur, að Sovétríkin liafi hvað eftir annað varað við þeim á- kveðnu aðgerðum, sem gripið yrði til, ef herflugvélar flygju inn í lofthelgi Austur-Þýzkalands. — Sovétrikin telji nauðsynlegt að leggja áherzlu á, að bandarísk j'firvöld beri alla ábyrgð á þessum hörmulega atburði. Tilkynnt var í Bonn, að flug- mennirnir þrír væru Gerald N. Hannaford, 41 árs gamall undir- ofursti, og höfuðsmennirnir John, F. Lorraine og Donald G. Mill- ard, sem voru 34 og 33 ára gamlir. Þeir voru allir kvæntir og búsett- ir í Vestur-Þýzkalandi. Kl. 14,48 og 14.50 sást flugvél á leið til Austur-Þýzkalands í rat- sjá. Reynt var árangurslaust að ná sambandi við flugvélina til að fá hana til þess að breyta um stefnu, en hún hélt rakléitt' áfram og fór yfir landamærin kl. 14,52 um 28 km. austur af Kassel. Þrein minútum síðar sást í rat sjánni, að tvær aðrar flugvélar flugu í áttina til bandarísku flug- vélarinnar. Hún sást enn í rat- sjánni 11 mínútum seinna en þá hvarf hún og liinar flugvélarnar tvær fóru burtu. Þetta er í fyrsta skipti frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari að bandarísk flugvél er skotin niður í Austur-Þýzkalandi. Einu sinni áður, 1960, var bandarísk flugvél neydd til að lenda í Austur- Þýzkalandi. ABstoð v/ð útveginn rædd / efri deild Reykjavík, 29. jan. EG. FKUMVARP tii laga um ráð- ifötafanir vegna s):ávarút.vegsins o. <fl. hefur nú verið samþykkt frá neðri deild og kom fram til fyrstu umræðu í efri deild Alþingis í ■dag. Við aðra og þriðju umræðu I neðri deild fiuttu stjórnarandstæð •ingar nokkrar breytingartillögur Við frumvarpið, sem voru felldar. Forsætisráðherra, Bjarni Bene- diktsson fyigdi frumvarpinu úr thlaði í efri deild, og síðan töl- «lðu Karl Kristjánsson (F) og IBjörn Jónsson (K). Forsædsráðherra kvað nokkurn ágreining hafa verið um málið í neðri deild en þó ekki um megin- atriði þess, sem fælu í sér aðstoð Kið sjávarútveginn. Rakti ráðherr- ann uíðan í hverju aðstoðin væri íólgin og fór síðan nokkrum orð- <«m um þá -6% hækkun fiskverðs- iins, sem bætt .var inn í frumvarp- ið í neðri deild. Sagði hann að á- ^reinings hefði orðið vart um lög- enæti úrskur.Sarins, og um það ættu dómstólar að sjálfsögðu end anlegt úrskurðarvald. Sjálfur kvaðst liann vera þeirrar skoðun- ar, að úrskurðurinn ■ væri fylli- lega lögmætur, og gagnrýni á hann væri ástæðulaus og byggð á níisskilningi. Hitt værí svo annað mál, sem um væri deilt, hvort úr- skurðurinn væri sanngjarn eður ei. ,,Því hefði verið fleygt, að odda maður yfirnefndar 'hefði haft sam- ráð við ríkisstjórnina um ákvörð- un sína, sagði forsætisráðherra, en öllu slíku vísa ég á bug. Odda- maðurinn er dómkvaddur maður, sem kveður upp úrskurð sam- kvæmt beztu ;sannfæringu og þeim gögnum, sem fyrir hendi eru.“ Bjarni Benediktsson benti á að fiskverð'ið yrði að miðast við -út- flutningsverðmæti, og byggði þessi gerðardómur úrskurð sinn á al!t öðrum forsendum en t. d. nefnd- in, sem ákveður verð á landbúnað- arvörum. i Ráðherrann sagði, að ríkisstjórn in hefði talið annað óverjandi en að afla fjár vegna þeirra útgjalda, sem frumvarpið gerir ráð fj'rir. Þetta væri óskylt því þótt greiðsluafgangur hefði verið und- anfarin ár, ef þeim greiðsluaf- gangi mundi eytt yrði það verð- bólgumyndandi og til að magna þá þróun, sem nú væri verið að berjast gegn. Karl Kristjánsson, (F) tók næst- ur til máls. Rakti hann gang mála frá þvi að núverandi ríkisstjórn tók við, og vitnaði í skáldskap máli sínu til stuðnings. Kvað hann þetta stjórnarfrumvarp glöggt merki þess, að nú væri önnur út- sýn en fyrir sl. kosningar. Stjórn- in hefði gert sig seka um ein- ræðislegar aðgerðir og enn örlaði é aðgerðum í þá átt. Vildi liann láta hækka styrki samkvæmt frum varpinu að mún, en fella niður fjáröflunarleiðina, þess í stað vildi hann láta nota greiðsluafgang' undanfarinna ára til að standa straum af útgjöldunum. Björn Jónsson -K) sagði þetta tilraun til að leysá 'til bráðabirgða Framh. á 13. siðn Minningarathöfn um Jakob í Erlangen Reykjavík, 29. jan. — HP. í DAG átti fréttamaður Al- þýðublaðsins tal við Hör'ð Ein- arsson frá Keykjavík, sem und- anfarin ár hefur stundaff nám í tannlækningum í Erlangen í Þýzkalandi, og innti hann nán- ari frétta af liinum sviplega atburði á laugardagsmorgun- inn, er Jakob Jakobsson frá Akureyri lét lífið í bifreiðar- slysi í Baicrsdorf. i Hörður sagði, að litlar upp- lý'singar hefðu fengizt um til- drög slyssins hjá lögreglunni í Baiersdorf. Hann sagði, að sljrs- ið hefði orðið rétt um kl. hálf sjö á laugardagsmorgun. Jak- ob hafði ásamt þýzkum hjónum sem voru góðkunningjar hans og á svipuðum aldri, verið I heimsókn hjá sameiginlegum vinum þeirra, sem bjuggu í Baiersdorf. Sjálfur átti Jakob lieima í Erlangen. Þegar heim- sóknimii lauk, lögðu þau þrjú af stað lieimleiðis í Porche- sportbíl, og var kunningi Jak- obs við stýrið. í mjög krappri beygju rétt við ráðhúsið í Baiersdorf mun hann hafa misst vald á bílnum með þeim af- leiðingum, að bíllinn lenti af miklum krafti á vegg ráðhúss- ins. Þegar áreksturinn varð, kastaðist Jakob út um framrúð- una og hlaut við það höfuð- kúpubrot. Lézt hann skömmu síðar eða um kl. 7. Hjónin sem með honum voru, slösuðust al- vax-lega. Hörður bað að lokum fyrir samúðarkveðjur til ættingja Jakobs og vina heima frá ís- lendingum í Erlangen, en hann naut mikilla vinsælda í hópi skólaliræðra sinna og vina. Á morgun fer fram minningarat- höfn um Jakob í Erlangen á vegum vina Jians og samherja.. í þróttahreyfingunni í Baiers dorf, en síðan verður lík hans sent heim til íslands. ★ SJÚKRAHÚS3IÁLLV Jóhann Hafstein lieilbrigðis- málaráðherra flutti athyglis- verða ræðu á Alþingi í sl. viku. Ráðherrann gaf þingheimi yf- irlitsskýrslu um sjúkrahúsmál- in, þau verkefni, sem framund an eru og fjárþörf til fram- kvæmda. Fullyrða rná, að fæstir hafi ger.t iér grein fyrir hve stórt verkefni er framundan í þess- um málum og hve mikið fé þarf til að Ijúka þeim framkvæmd- um, sem nú standa yfir. Samkvæmt upplýsingum ráð herrans vancar á næstu árum hvorki meira né minna en 350 milljónir tii að ljúka þeim iramkvæmdum, sem hafnar eru og ráðgerðar liafa verið á lóð Landspítalans og við Borgar- sjúkrahúsið. Þegar hefur verið -^yacið um 150 milljónum til byggingarframkvæmda á þess- um tveim stöðum. Til framkvæmda við viðbót- arbyggingu Landsspítalans hef ur nú verið varið 76 milljónuro króna, en ,til þess að ljúka því sem nú er í byggingu á 2—3 árum þarf 93 milljónir króna. Hér er um að ræða tengjálmu, vesturálmu með 100 sjúkrarúm um og austurálmu með rúm- lega 100 rúmum. En til þess að þessar byggingar getj koniið að fullum notum þarf fleii'a að gera. Byggja þýrfti riýtt éld- húí, matsal fyrir starfsfólk, þvottahús og -koma þyrfti upp ■dieselrafstöð. Ennfremur sagði ráðherrann að ráðgerc væri aö stækka fæðingardeild Lands- spítalans og Hjúkrunarkvenna skólann, og byggja norðurálnru þar sem rúm yrði fyrir geð- Sjúka. Samkværnt nýjum á- ætlunum mun heildarkostnað- ur við þetta nema 300 milljón- um króna. Borgarsjúkrahúsið nýja í Fossvogi hefur til þessa kostað um 73 milljónir króna. Þar er enn margt óunnið og þarf um 135 milljónir króna til að Ijúka þeim framkvæmdum, sem þar eru liafnar. ★ ALVARLEGT ÁSTAND Ráðherrann fór nokkrum orð um um hið alvarlega ástand, sem ríkir í málum geðsjúkra. Að álitj sérfróðra manna mun þurfa 500 rúm fyrir geðsjúka, en á KleppsspítalanUm er nú rúm fyrir 240. Benti ráðherr- ann á, að heppilegasta lausnin mundi að hyggja viðbótar- álmu við Landsspitalann þar sem rúm værj fyrir um 100 sjúklinga en vinna jafnframt að því að finna framtíðarstað fyrir nýjan geðveikraspítala, því að auðséð væri aff íCleppur gæti ekki verið til frambúðar, bæði væri húsið gamalt og hafnarbygging væri ráðgerð innj í sundum. Sjúkrahúsmálin eru aðkall- andi mál, sem ekki mega sitja á liakanum. í þeim blasir við stórt verkefni, sem taka verður föstum tökum og gera góð skil. Ræða heilbrigðisráðherra vakti marga til umhugsunar um þetta og var það vél, því í þessum málum verður þjóðin að halda vöku sinni. VWWWWtWIWWWWWWWMWWWMMWWWWmW íáf 30. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.