Alþýðublaðið - 30.01.1964, Qupperneq 11
Ingimar Jónsson:
Saga Vetrarleikanna
★ ST MORITZ 1948
Mora Nisse —
Sár þau sem heimstyrjöldin
hafði veitt þjóðum heimsins voru
ekki gróin þegar æska heimsins
kom saman á nýjan leik. Tvennir
Olympíuleikar höfðu fallið niður
vegna styrjaldarinnar en friðarþrá
mannkynsins meiri en nokkru
sinni áður. Þess vegna kom æskan
saman, því Olympíuleikar eru í
senn friðar og íþróttahátíð.
Á þessum leikum misstu Norð-
menn völd sín í skíðagöngu yfir
til Svía og Finna. Og Norðmenn
urðu að kyngja meiru, því i fyrsta
sinn fengu þeir ekki sigurvegar-
ann í norrænni tvíkeppni. Nú sátu
Finnar við stýri. Nokkur fróun var
þó Norðmönnum að enn báru þeir
af, í skíðastökki Hugested sigraði,
en í öðru sæti var sisurvegarinn
frá 1932 og 1936 Birgir Ruud.
Svíar voru mjög sterkir í göngu
þótt þeir fengiu aðeins einn sigur-
vegara, en það var hinn frægi
göngugarpur Nils KarTsson, sem
ætíð var kallaður „Mora Nisse”.
Hann vann 50 km göngu með
miklum yfirburðum.
Ýmis vandamá' komu upr> á þess
um leikurn, sem gerðu þá hina
sögulegustu. Það eindæma skeði,
að einhverjum fingra’öngum ná-
unga tókst að stela stóra Olympiu-
fánanum, og þegar verðlaunaaf-
hendingin fyrir norræna tvíkeppni
fór fram, þá var ekki nema einn
finnskur fáni til staðar, en tvo
þurfti.
í sambandi við íshokkí keppnina
komst allt á ringulreið vegna þess,
að USA mætti með tvö l'ð. ei't frá
AHA og annað frá AAU. Sviss-
neska Olvmpíunefndin og alþjóða-
íshokkísambandið höfðu samþykkt
þátöku liðs AHA beear forseti
amerísku Olvmoíunefndarinnar
Brundaee (núverandi forseti IOC)
kvað aðeins liði AAU heimil þátt-
taka. Fyrstu dagana var hver hönd
in upp á móti annarri og ástandið
varð svo alvarlegt, að lögreglu var
falið að hindra fyrst um sinn að
svissneska liðið og lið AHA kæm-
ust inn á leikvanginn. Eftir mikið
þóf tókst að leysa vandann með
sögulegum hætti og með því að
brjóta lög IOC. Leikarnir voru
Fram-IR
í kvöld
I kvöld verður Islandsmótinu í
I. deild haldið áfram að Há-
iogalandi. Þá leika Ármann og
FH og Fram og ÍR.
Ármann leikur nú sinn síðasta
leik í fyrri umferð mótsins og fær
þar með síðasta tækifærið til að
hljóta súg áður en síðari umferð
liefst. — Beðið er eftir leik Fram
og ÍR með töluverðri eftirvæntingu
Fram hefur letkið frekar illa í
tveim siöustu leikjum, en lið ÍR
er í greinilegri framför. Annars
verður að iaka til it til þess, að
ÍR hefur ávallt farið mjög hallloka
fyrir Fram og hefur virzt hafa ein
hverja minnimáttarkennd gagn-
vart þeim. Hvað um það, leikur-
inn hlýtur að verða skemmtilegur.'
Þetta verður fyrsti leikurinn í síð-
ari umferð, í fyrri umferð tapaði
ÍR fyrir Fram með 41:30.
Síðar/ grein
hafnir fyrir átta dögum þegar IOC
og alþjóða-íshokkí-sambandið sam
þykktu að leyfa þátttöku liði AHA
(en liðið hafði þá þegar leikið
marga leiki) en skyldi ekki hljóta
nein verðlaun yrði það eitt af þeim
fyrstu. Til allrar hamingju hlutu
Sveinameistaramót
íslands
Sveinameistaramót íslands í
frjálsum íþróttum, innanhúss fer
fram á Akranesi sunnudaginn 9.
febrúar og hefst kl. 3. síðdegis.
Keppnisgreinar eru hásiökk, með
og án atrennu, langstökk án at-
rennu og þrístökk án atrennu.
Þátttaka lilkynnist til Magnúsar
Gunnlaugs onar, Bjarnaraug Akra
nesi, sími 1218 í síðasta lagi
fimmtudaginn 6. febrúar.
Kanadamenn, Tékkóslóvakía og
Sviss efstu þrjú sætin.
★ OSLÓ 1952
„Hjallis” Andersen.
Á Vetrarleikunum í Osló voru
Norðmenn enn fremstir og hlutu
flesta sigra. Af einstaklingunum
bar lang-mest á skautahlauparan-
um Hjalmar Andersen en hann
vann með miklum yfirburðum
1500, 5000 og 10.000 metra skauta-
hlaupin (keppti ekki í 500 m)
Sigrar Hjalmars komu engum á ó-
vart, því hann var án efa bezti
skautahlauparinn í heimi á þess-
um tíma, og hlaut heimsmeistara-
tignina bæði 1951 og 1952.
Aftur á móti kom það á óvart að
Mora Nisse skyldi ekki komast á
verðlaunapallinn eins og hann
hafði náð góðum árangri á árunum
á undan (margfaldur sigurvegari
í hinu heimsfræga Vasa-göngu-
keppni). Nú varð hann að láta sér
nægja 5. sætið í 18 km. og 6. sæt-
ið í 50 km göngu.
Hér komu fram tveir göngu-
garpar, sem síðan hafa verið í
hópi beztu göngumanna heimsins,
og enn, það er að segja í Inns-
briick, eiga möguleika á verðlaun-
um. Þessir göngugarpar eru Hal-
geir Brenden frá Noregi og Veik-
ko Hakulinen frá Finnlandi. Bren-
den vann 18 km en Hakulinen 50
km. göngu.
í skíðastökki áttu Norðmenn tvö
fyrstu og unnu nú þessa grein í
sjötta sinn.
★ CORTINA d'AMPEZZO 1956
Sovétríkin meff í fyrsta sinn —
Toni Sailer — Finnar taka for-
ustuna í skíffastökki.
Mestan svip á Vetrarleikana í
Cortina setti þátttajca íþróttafólks
frá Sovétríkjunum, sem mætti nú
í fyrsta sinn á Vetrarleikum. Á-
rangur þess, og svo afrek Toni
Sailer í alpagreinum, voru „sensa
sjónir” leikana.
Norðmenn urðu fyrir miklum
hrakförum á þessum leikum og
hlutu nú aðeins tvenn gullverð-
Til vinstri er efnilcgasti skautahlaupari Norðmanna, Per Ivar Moe,
en hann varff Noregsmeistari um síffustu helgi. Til hægri er Knuft
Johannessen, margfaldur Olympíu-, heims- og Evrópumeistari.
Báffir keppa þeir í Innsbruck.
laun. Veldi þeirra í skautahlaupi |
hnekktu Rússar, og Finnar tóku ;
forustuna af þeim í skíðastökki. I
Rússinn Grisjin vann 500 og
1500 m. skautahlaup og hefur ver-
ið fljótasti skautahlaupax-i í heimi
síðan.
Líta má á göngukeppnina sem j
nokkurskonar einvígi á milli Haku- j
linens og göngukóngsins Sixten j
Jernberg frá Svíþjóð. Hakulinen i
vann 30 km. með Jernberg á hæl-
um sér. í 50 km. göngu var það
öfugt. Jernberg varð svo númer
tvö í 18 km. en Hakulinen fjórði.
í Alpagreinum voru Mið-Evrópu
þjóðirnar allsráðandi. Ungur Aust
urríkismaður Toni Sailer vann það
þrekvirki að sigra í þeim öllum.
Á þessari mynd er krón-
prins Harald í góffum f^xgs
skap í Innsbruck, meff l*m-
um eru fjórir beztu skíffa-
stökkmenn Noregs, en þe |
keppa í Innsbruck. Frá
vinstri: Torgeir Brandtzæg,
Torbjörn Yggeseth, krón-
prinsinn, Toralf Engan og
Hans Olav Sörensen.
Tveimur árum síðar vann hann svo
heimsmeistaratignina í svigi, bruni
og þríkeppni. Sem dæmi um það
hver afbragðs skíðamaður Sailer
var, skal það nefnt að hann átti
að keppa á vetrarleikunum í Osló,
þá aðeins sextán ára gamall, ea
varð fyitjr þvi óihappi að fót-
brjóta sig suttu áður.
+ SQUAW VALLEY 1960.
Á undanförnum árum hafa í-
þróttir tekið stórlegum framförum,
hvert metið er sett á eftir öðru.
Þjálfun og þjálfunarástæður eni
komin á það hátt stig að segja má
að hægt sé að ná út úr liverjum
einstökum því sem liann býr yfir.
Þetta gerir það að verkum að
breidd afreksmanna er nú miklu
meiri en áður. Það er orðið mjög
sjaldgæft að einhverjum takist að
Framh. á 13. síffu
JUDO
JUDODEILD Ármanns hefur átí
við húsnæðisvandræði að etja und
anfarið, og þessvegna ekki getað
sinnt þeirri miklu eftirspurn, sem
verið hefur eftir judokennslu. Nú
hefur Áfmann fest kaup á húsnæði,
þar sem judodeiidin fær ákjósan-
lega aðstöðu fyrir starfsemi sína,
og munu ný námskeið í judo hefj-
ast innan skamms.
Þetta nýja húsnæði er í allstóru
timburhúsi, sem stendur á íþrótta-
svæði Glímufélagsins Áx-manns
milli Sigtúns og Nóatúns. Undan-
farið hefur verið unnið að endur-
bótum á húsinu, og lýkur þeim
einhvern næstu daga.
Nánar verður tilkynnt síðar
hvaða daga námskeiðin hef jast, en
inm-itanir eru liafnar í skrifstofu
Glimufélagsins Ármanns í Iþrótta-
húsi Jóns Þorsteinssonar við Lind-
argötu. Skrifstofan er opin á mánit
dögum, miðvikudögum og föstu-
dögum kl. 8—10.30 síðdegis —•
Sími 13356.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. jan. 1964 Ifl,