Alþýðublaðið - 08.03.1964, Síða 5
EINSTÆÐUR AL-
ÞJÓÐLEGUR SKÓLI
Skóli með nemendur frá 63 lönd
um þar sem kennsla fer fram á
ensku, frönsku, spæmku, arabísku
kinversku og hindísku — slíkan
skóla finnur maður tæplega annars
staðar en í sambandi við Samein-
uðu Þjóðirnar. Það er hinn alþjóð-
legi skóli samtakanna í New York
sem hefur ofannefnd einkenni.
Annað mikilvægt sérkenni á skól-
anum er, að þar er leitazt við að
kenna sögu, landafræði og þjóð-
félagsvísindi án nokkurra þjóð-
legra eða þjóðernislegra sjónar-
miða.
Það var árið 1947 sem hópur af
starfsmönniun Sameinuðu Þjóð-
anna tók höndum saman um að
stofna skólann. Þeir vildu gefa
börnum sínum menntun, sem bæði
byggi þau undir skólagöngu í heim
alandinu eða á öðrum stöðum þar
sem þeir kynnu að starfa og að-
hæfði þau bandarísku þjóðfélagi.
þar sem þau áttu að búa í nokkur
ár.
SAMEIGINLEGUR MARK-
AÐUR AFRÍKU RÆDDUR
Sameiginlegur markaður fyrir
Afríku mundi geta örvað iðnvæð-
ingu álfunnar — Afríka er einna
skemmst á veg komin í því tilliti
af öllum svæðum heims — og auk
ið viðskipti milli ríkja Afríku,
segir í skýrslu frá Efnahagsnefnd
S, Þ. fyrir Afríku (ECA). Eins og
stendur eru tveir þriðjuhlutar af
viðskiptum Afríku við Vestur-
Evrópu og aðeins einn tíundihluti
milli ríkjanna sjálfra.
Rannsóknin á þeim möguleika
að koma á sameiginlegum mark-
aði fyrir Afríku verður rædd af
Verzlunarnefnd ECA, þegar hún
kcmur saman í Nianmcy í Nígeríu
dagana 20. — 28. nóvémber,
Sameiginlegur markaður fyrir
Afríku felur fyrst og fremst í sér,
að dregið verði úr oSa lagðar nið-
ur þær tollahömlur, og aðrar hindr
anir sem staðið hafa gagnkvæmum
viðskiptum Afríkuríkja fyrir þrif-
um. Hér er ekki um annað að ræða
en frjálsa verzlun innan Afríku,
en niðurstaðan kynni einnig að
verða sameiginleg tollastefna gagn
vart öðrum álfum og löndum. Sam
eining Afríku getur þó ekki látið
staðar numið við þetía, þár eð
ekki er til nema mjög óverulegt
magn af vörum og iðnaðarafurð-
um til gagnkvæmra viðskipta Af
ríkju ríkja. Afnám viðskiptahaft-
anna tryggir ekki eitt út af fyrir
sig aukna verzlun, segir í skýrsl-
unni frá ECA. Nauðsynlegt er að
framleiða vörur, sem liægt sé að
verzla með, og þess vegna verður
að koma á efnahagslegum áætlun
um um nýtingu hinna miklu auð-
linda álfunnar.
Hin ýmsu svæði Afríku bæta
hvert annað upp að því er snert-
ir loftslag og jarðveg. Á svæði,
sem stendur á þröskuldi iðnvæð-
ingar, er þar að auki talsvert rúm
fyrir framleiðslu, sem komið get-
ur í staðinn fyrir innflutning.
Séu einstök ríki í Afríku fús
til að gera varnarráðstafanir gagn
vart öðrum Afríkuríkjum, ætti að
vera hægt að auka markað fyrir
innlendar iðnaðarvörur, bæði með
því að auka tölu væntanlegra kaup
enda og með.væntanlegri aukningu
á tekjum hvers íbúa.
ECA-skýrslan hefur að geyma
tillögur um, að í byrjun verði sam
eiginlegur markaður Afríku tak-
markaður við sáttmála um fríverzl
unarsvæði fyrir landbúnaðarafurð
ir, enda má heita að það sé nú
þegar fyrir hendi.
Pyrsta árið voru nemendurnir
20. Nú eru þeir 549 á aldrinum 5-
17 ára frá 63 löndum- Rúmlega
200 nemendanna eru bandarískir.
Talið var að einangrun frá banda-
rísku þjóðfélagi yrði bezt rofin
með því að hafa bandaríska nem-
endur i skólanum. En þar sem börn
starfsmanna Sameinuðu Þjóðanna
hafa forgangsrétt og áhugi á skól-
anum hefur stóraukizt — reiknað
er með að 4-500 ,,S.Þ.-börn“
muni ganga í þennan skóla ef
það væri fjárhagslega kleift —
verður Hlutfallstala bandarísku
barnanna í skólanum lækkuð úr
ca. 40 af hundraði niður í 20-25
af hundraði.
Af nemendunum eru 5 frá Dan-
mörku, 1 frá Finnlandi, 4 frá Nor-
egi og 3 frá Svfþjóð- Stærstu hóp-
arnir eru kínverski og franski
hópurinn, hver með 31 barn, og
indverski hópurinn með 29 böm.
Skólinn leitast við að kenna í
anda Sameinuðu Þjóðanna. Engin
greinarmunur er gerður á kyn-
þætti, trú og þjóðlegum uppruna.
Reynt er að géra kennsluna eins ó-
hlutdræga og kostur er. Tungu-
málakennslan hefur fengið stóran
sess. Kennararnir, 54 talsins,
koma frá 18 löndum og kennslu-
kerfum. Þeir geta kennt á mörg- 1
um málum auk ensku og frönsku, p
sem eru hin reglulegu mál skól- ™
ans- Segja má að skólinn sé þýð-
ingarmikil tilraun til að rjúfa hina
þjóðlegu og menningarlegu tálma
kennslunnar. Annað séi-kenni á
skólanum er það að börnin geta
byrjað og hætt skólagöngu á hvaða
tíma árs sem þau vilja, og stafar
það m.a. af því að starfsmenn Sam
einuðu Þjóðanna eru oft fluttir
frá einum stað til annars.
ALLTAF FJÖLGAR V0LKSWAGEN
Akið mót hækkandi sól í nýjum
VORÍÐ ER f NÁND
Pantið tímanlega til þess að íryggja yður
VOLKSWAGEN fyrir vorið.
VOLKSWAGEN er 5 maima bíll.
DUGLEGUR SENDISVEINN ÓSKASI
Vinnutími fyrir hádegi.
Þarf að hafa reiðhjól.
Vlþýðublaðið, sími 14 900.
Um stuðlaberg i steinsteypu
Tek að mér hvers konar þýSing
ar úr og á ensku
EIÐUR GUÐNASON,
löggiltur dómtúlkur og skjala-
bvð’mli
Skipholti 51. Sími 32933.
5*-
Ovrustan um Hallgrímskirkju
stendur sém hæst, ög er ekki ó-
eðlilcgt, að höfundur byggingar-
innar, Guðjón Samúelsson, komi
þar við sögu. Hafa heyrzt þær
raddir, að Guðjón hafi aðeins
verið „hirðarkitekt Jónasar” og
megi þar með afskrifa hann sem
fornfálegan sérvitring.
Hvað sem mönnum finnst um
kirkjuna á Skólavörðuhæð, er
þessi skoðun á höfundi hennar fá-
sinna. Guðjón var stórvirkasti
húsameistari, sem við höfum átt,
brautryðjandi og mikill listamað-
ur. Þetta ber að viðurkenna, enda
þótt list Guðjóns hafi ekki verið
með þeim hætti, að ástæða sé til
að búast við, að núlifandi húsa-
meistarar feti f fótspor hans.
Byggingalist hefur raunar tekið
stökkbreytingum frá síðustu ára-
tugum Guðjóns til þessa dags.
Guðjón fékk tækifæri, sem eng-
inn annar íslenzkur húsameístari
hefur fengið eða er líklegur til
að fá. Hann kom heim frá námi
rétt í þann mund, sem þjóðin fékk
fullveldi og byrjaði að byggja yf-
ir sig. Hann varð húsameistari
ríkisins og hlaut þannig stærstu
verkefnin árabilið 1920-40.
í fyrstu teiknaði Guðjón í þeim
stíl, sem hann lærði í skóla. Frá
þeim tíma eru hús eins og Reykja-
| víkur Apótek, Landsbankinn, Eim-
skipafélagshúsið, þýzka sendiráð-
ið við Túngötu, Landsspítalinn og
, Hótel Borg. Heyrast engar radd-
ir um að rífa þessi hús, heldur
er kvartað, þegar glerkössum er
klínt upp við þau. Þessar bygg-
ingar eru tengiliður við mikla for-
tíð byggingalistar í þeirri álfu,
sem við erum hluti af.
aðist. Það reyndist ekki unnt að
gera viðunandi byggingastil á ,
þennan hátt, enda þótt nú séu1
komin fram á sjónarsviðið ný
byggingarefni, sem kunna að
breyta þeim viðhorfum að nokkru.:,
Erlendir meistárar hafa notað
burstir á fögrum húsum, en það
I er ekki lengur íslenzkt fyrir-
| brigði, enda ekki héðan komið.
Kaþólska kirkjan er athyglis-
Benedikt Gröndai
skrifar um heigina
Guðjón þráði að skapa alís-
lenzkan byggingastíl. Hann byrj-
aði á því, sém til var, torfbæjun-
i um, og gerði merkilegar tilraun-
I ir til að endurreis'a þá í stein-
steypu sem nútíma byggingar.
Fegursta teikningin af þessu tagi
var af bæ í Reykholti, en þekkt-
ari eru hús eins og Þingvalla-
bærinn, Laugarvatnsskóli, Kolvið-
arlióll og bankahúsin við Fram-
nesveg.
Þessi tilraun Guðjóns misheppn-
verð að þessu leyli. Landakots-
menn vildu kirkju í gotneskum
stíl, en Guðjón sameinaði hann
fslenzkum aðstæðum með því að
setja sunnlenzkar bæjarburstir
•yfir gotneska glugga. Sú kirkja
átti raunar að hafa tvöfalt hærri
turn, en varð kollótt, og hafa
menn vanizt henni þannig.-
Guðjón gerði aðra tilraun til að
skapa íslenzkan byggingastíl.
Hann var á ferðalagi í Skagafirði
og sá stuðlaberg skammt frá
Hofsós. Fékk hann þá hugmynél
að móta það í steinsteypu. Ar-
angurinn er skreyting Þjóðleik-
hússins að innan og utan. Sömm
mýnd má sjá i Akureyrarkirkjti \
og Laugarneskirkju — og svo
auðvitað í hinni umdeildu HaH«
grímskirkju. j
Þessi „hamrastíll” var merW»
leg tilraun og óvenjuleg í bygg»
ingalist, sém sannarlega átti
fullan rétt á sér. Hins vegiat
skildi Guðjón manna bezt sjálfur,
að stíllinn átti aðeins við á cin-
staka byggingu. Sjálfur fylgdiét
hann með tímanum. sá hinn hreih»
og bjarta nútímastíl koma og
tók virkan þátt í að ryðja honun»
braut hér á landi með yngrl
mönnum. Dæmi þess eru fæðing-
ardeild Landsspítalans, fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri og ekkl
sízt Gagni'ræðaskóli Austurbæjar.
Þeir, sem teiknað hafa íslenzk
hús síðan 1940, hafa fengið ærlr*
tækifæri og margt gert vel. EkkA
verður þó með sanngirni sagt,
þcir kaífæri verk Guðjóns Sám-
úelssonar. Væri ástæða til, afl
byggingalist væri að jafnaði ihéiri
gaumur gefiun, i litlum íbúðahús-
um jafnt sem stórbyggingum, 'þvi
hætt er við, að komandi kynslóð-
ir verði ekki hrifnír af öllu, sewi
reist hefur verið og er í bygginét*.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8. marz 1964 9