Alþýðublaðið - 08.03.1964, Page 13
í»ar sem vér höfum nú tekið við einkaumboði fyrir
JAPANSKA NETAFIRMAÐ
MIYE SEIMO Co. Ltd
þá eru það vinsamleg tilmœli vor að viðskiptavinir snúi sér til oss hið allra fyrsta.
Fyrirliggjandi eru þorskanet í möskvastærðum 7“, 7%“, 71/^“.
HALLDÓR JÓNSSON h.f.
Hafnarsíræti 18. — Símar 23995 og 12586.
;? , }} ■
!j' i
i
HAFNARHUSINU retkjavik
.SIMNEFNI: HAFSKIP ÁlMI 21160
Skip vor ferma vörur til ís-
lands sem hér segir:
HAMBORG:
M/S „SELÁ“ 14. marz
M/S „LAXÁ“ 28. marz
M/S „SELÁ“ 11. apríl
ANTWEKPEN:
M.S. „SELÁ“ 16. marz
M.S. „SELÁ“ 13. apríl •
KOTTERDÁM:
M/S „SELÁ“ 17. marz
M/S. „LAXÁ“ 31. marz
M/S „SELÁ“ 14. apríl
HULL:
M/S „SELÁ“ 19. marz
M/S „LAXÁ“ 2. apríl
M/S „SELÁ” 16 apríl
GDYNIA:
M/S „RANGÁ“ 25. marz
GAUTABORG:
M/S „RANGÁ“ 28. marz
Vífinuvélar
Nokkur orð
Framh. af 4. siSn
legt siðleysi að gera erlendar
úrvalsbókmenlitir að rusli með
slænium þýðingum, ég tala nú
ekki um, ef það er vitað mál,
að þýðandinn hefði getað gert
mun betur hefði hann nennt
því. í>á verður óskiljanlegt,
hvers hinn erlendi höfundur
og tunga hans annars vegar
og íslenzkir lesendur liins veg-
ar eiga að gjalda. Því miður
er það allt of algengt hér-
lendis, að þannig takist til.
Og ég hika ekki við að full-
yrða, að obbinn af þeim út-
lendu skáldritum, sem þýdd
eru á íslenzku árlega, er illa
þýddur, stundum af klaufa-
skap og misskilningi, stundum
nánast af ýfirlögðu ráði. Þó
er alls ekki fyrir það að synja,
að við eigum nokkrar frábær-
i ar þvðinear á skáldritum víða
að úr heiminum, og það sýnir,
að hægt er að vanda sig hér
eins og annars staðar, þó al-
drei nema við berum okkur
oft fámennið í munn. Það er
t. d. mikill munur á þýðing-
unum á „Jóhanni Kristófer,”
„Þrúgum reiðinnar” og þýð-
ingum Jóns frá KaTdaðarnesi á
bókum Hamsuns annars vegar
og „Söeunni af Tess af D'-
Urberville-ættinni,” „Gamla
manninum og hafinu” o. s. frv.
hins vegar. Eða eins og í vís-
unni segir:
„Ritaði enskur Tómas Tess,
sem Tómas okkar níddi.
En var það ekki vegna þess,
að veslings Snæbjörn þýddi?”
til leigu
Leigjum út litlar rafknúnar
steypuhrærivélar (tvær stærðir).
Ennfremur rafknúna grjót- og
múrhamra, með borum og fleyg
um og mótorvatnsdælur.
Upplýsingar í síma 23480.
Og þó að hér séu nefnd rit
í óbundnu máli, gildir vitan-
lega hið sama um ljóðaþýðing-
ar. Mér er í þessu sambandi
alveg óskiljanlegt, livernig á
því stendur, að Kristmann
Guðmundsson lætur sig liafa
það í hinni frægu bókmennta-
sögu sinni að þýða sjálfur
þekkt erlend kvæði, sem þö
voru að flestra domi til í mun
betri þvðingum, áður en hún
var skrifuð. Eg get ekki betur
séð en það sé svipað athæfi
að spilla bókmenntum í þýð-
ingu og ef einhver tæki sig
t'il o'g tjargaði fagurt málverk
með köldu blóði. Gegn tjöru-
bókmenntunum verður að
berjast. Og það verður að berj-
ast gegn þeim á öllum víg-
stöðvum, þangað til við höfum
sigrað í stríðinu. Þá getum við
sagt með meira stolti en áður,
að við séum bókmenntaþjóð.
Eg kem vitneskjunni um
„Samtök danskra þýðenda”
hér með á framfæri, því að
ég veit ekki til þess, að ís-
lenzkir þvðendur hafi með sér
félag. Engum blandast hugur
um, að við þurfum eftirlit með
þýðlngum — og það strangt,
því að góð bók er betur komin
óþvdd en illa þýdd. Góðar
þýðingar er aftur á móti full |
ástæða til að meta að verðleik-
um og veita viðurkenningu,
óg það er skoðun mín, að fé-
lagsskanur, sem hefði það að
markmiði að líta til með þýð-
endum og verðlauna þá beztu,
gæti unnið meira þjóðþrifa-
starf en mörg þau sýndarfélög,
sem nú oru við lýði meðal ís-
lendinga og hafa á stefnuskrá
sinni sð stuðla að aukinni
mennirgu.
Það kann að vera álitamál,
hverjir eiga að hrinda hug-
mynd.inni í framkvæmd. En
þess má geta, að tæplega þrjá
fjór’Su af danska verðlauna-
féna í ár lagði danska rithöf-
un Jasambandið fram. Væri hér
eVkí verðugt verkefni fyrir
R ithöf undasamband íslands
eða rithöfundafélögin? Vegur
stjórnarvaldanna mundi heldur
ekki minnka, ef alþingi eða
ríkisstjórn tækju sig til og
stofnuðu sjóð tii að verðlauna
góða þýðendur og fengju hon-
um hæfa menn til stjórnar.
Og ég beini þeim tilmælum
til liinnar nýstofnuðu Norrænu
bókanefndar á íslandi, sem á
að „efla þátt íslendinga í nor-
rænu samstarfi á sviði bók-
mennta og bókamiðlunar,” að
hún láti það ekki framhjá sér
fara liéðan í frá, hvernig bók-
menntir Norðurlandaþjóðanna
verða þýddar á íslenzku eða
islenzkar bókmenntir á þeirra
tungur. Það er ekki víst, að
við eigum alltaf jafngóðan
liauk í horni og Martin Larsen.
En mestur fögnuður yrði þó
að því, ef islenzkir bókaútgef-
endur sinntu þessu máli, eins
og vert væri, og legðu fram
svolítið brot af því, sem þeir
hafa grætt á ruslinu, í því skyni
að geta síðan gefið út annað
betra og orðið langlífir í land-
inu.
' lil 1
Matreiðslan er auðveld
og bragðið Ijúffengt
ROYAL !
SKYNDIBÚDINGUR
M œ I i ð */2 Hter af kaldri
mjólk og hellið í skál.
Blandið mmhaldi pakk-
ans saman við og þeyt- /
ið i eina mínútu — r-
Bragðtegundir- — Jra
Súkkulaði Jlff
Karamellu ^Bpt
Vanillu
farðarberja
Stéttarfélag verkfræéinga
Aðalfundur
Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verður lialdinn f 1,
kennslustoíu háskólans þriðjudaginn 10. þ. m. kl. 20,30. i
i
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjóm Stéttarfélags verkfræðinga.
Samvinnuskólinn Bifröst
Inntökupróf í Samvinnuskólann, Bifröst falla niður
næsta haust, þar sem I. bekkur skólans er þegar full-
skipaður. Haldið verður áfram innritun til prófs haust-
ið 1965.
SAMVINNUSKÓLINN, BIFRÖST.
J
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8. marz 1964 13