Alþýðublaðið - 15.03.1964, Síða 13

Alþýðublaðið - 15.03.1964, Síða 13
Friöjón Sigurösson Skrifstofustjóri Alþingis fimmtugur FRIÐJÓN Sigurðsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, verður fimmtugur á morgun. Hann er fæddur í Vest- mannaeyjum þann 16. marz 1914, sonur hjónanna Sigurðar Ingi- mundarsonar, útgerðarmanns, og Hólmfríðar Jónsdóttur frá Skammadal í Mýrdal. Friðjón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1934 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1941. Hann var settur sýslumaður í Stranda- sýslu um tveggja ára skeið 1941— T syn \ > 1943 í veikindaforföllum sýslu- mannsins þar, en eftir það starf- aði hann um eins árs skeið hjá Skömmtunarskrifstofu ríkisins. Þann 1. marz 1944 var hann sett ur fulltrúi á skrifstofu Alþingis, og hefur því um þessar mundir verið í þjónustu Alþingis í tuttugu ár. Hann var skipaður skrifstofu- stjóri 1. júlí 1956. Friðjón er kvæntur Áslaugu Sigurgeirsdóttur frá Sjónarhóli í Sogamýri. Embætti skrifstofustjórans er mikilvægt og vandasamt. — ^því fylgja ýmsar skyldur ,sem hér verða ekki taldar, en m. a. hvílir sá vandi á hans herðum, öðrum mönnum fremur, að tryggja sam- hengið í störfum Alþingis. Þing- menn koma og fara, og ríkisstjórn ir koma og fara. Einn vill þetta og annar hitt, en samt sem áður verð ur að vera samhengi í hlutunum. Kynni mín af Friðjóni Sigurðs- ni hafa fært mér heim sanninn um, að hann leysir þennan vanda af hendi með mestu prýði, þrátt fyrir þau erfiðu vinnuskilyrði, sem lionum og embætti hans eru búin í húsakynnum Alþingis. Nýjum og óreyndum þingmönnum er hollt að hlýða ráðum Friðjóns. Um þetta get ég dæmt af eigin reynslu, og ég veit, að aðrir þingmenn úr öll- um flokkum eru mér sammála um, að gott sé með Friðjóni að starfa vegna lipurðar'hans og samvizku- semi, og allrar þeirrar þekkingar, sem hann miðlar okkur, þegar við leitum til hans. Ég ber þessvegna fram þá ósk á þessum tímamótum í æfi Friðjóns, að Alþingi megi njóta starfskrafta hans sem lengst, og sendi honum, eiginkonu hans og fjölskyldu beztu árnaðaróskir í tilefni afmælisins. Birgir Finnsson. HALLGRÍMUR PÉTURSSON Fargjöld F.Í. Framhald af síðu 16 skíðaiðkendur svo og gufuböð og steypiböð. Rými er i Skíðahótel- inu fyrir um 100 dvalargesti. Skíðafargjöld Flugfélags íslands til Akureyrar og aftur til Reykja- víkur er kr. 975.00 Skíðafargjöldin eru háð þeim reglum, að þau eru í gildi frá 15. marz til 12. apríl. Þau gilda aðeins frá Reykjavik til ísafjarðar og Akureyrar og aftur til Reykjavík- ur og skilyrði er að keyptur sé tvímiði og notaður báðar leiðir Gildistími farseðilsins er 7 dagar miðað við brottför frá Reykjavík. Jarðhræringar á Vestfjörbum Framh- af 1. síðu föstudags heyrðust alltaf drunur annað slagið, en frá því snemma í gærmorgun og fram til kl. 20. 25 í gærkvöldi varð enginn var við neitt. Þá kom harður kippur og tveir minni rétt á eftir, en síðan sá fjórði, og var liann hvað lrarðastur. Þessir fjórir kippir urðu á 10—11 mínútum, og sá fyrsti og síðasti eru snörpustu jarðskjálftakippir, sem hér liafa fundizt. ,Allir fjórir kippirnir fundust sam tímis á eftirtöldum bæjum við Djúp: Skjaldfönn, Laugalandi, JLaugarási, Melgraseyri og Hamri. Þessir bæir eru ailir í Nauteyrarhreppi. Á sama tíma og þeir voru mestir í Ármúla fund Ust kippirnir einnig á bæjum á Snæfjallaströnd og e. t. v. víðar á ströndinni. Aftur á móti urðu engir varir við jarðhræringar í Langadal eða ísafirði, en vestan vert við Djún fannst snarpur kipp ur rétt fyrir kl. hálfníu í gær- kvöldi, eins og fvrr segir. Sigurð ur Hannesson f Ármúla sagði, að ekki hefðu orðið neinar skemmdir af völdum þessarar jarðhræringa, en munir hrevfð"st: greinilega, og skepnur urðn hræddar, kýTnar lirukku t .d. við á básunum og baul uðu. Um kl. ellefu í gærkvöldi varð enn lítill, en snarpur kippvu-, og fylgdi honum mikill þytur. Svo var allt kyrrt til kl. rúmlega eitt, en þá byrjuðu drunurnar aftur og stóðu öðru hvoru í kluScutíma. Þá sagðist Sigurður liafa' sofnað, en kl. langt gengin í þrjú vökn- uðu börnin grátandi við eitthvað, sem gerðist, og hefur þar að lík- indum verið um kipp eða drunur að ræða. Kl. 9.25 í morgun fannst enn snarpur kippur, en síðan hef- ur verið rólegt. Kl. 20.28 í gærkvöldi var Maríus Helgason, póst- og sím- stöðvarstjóri á ísafirði, staddur á annarri hæð í símstöðinni og fann þá greinilega stuttan, en snarpan jarðskjálftakipp. Þó sagði hann, að kippurinn hefði ekki verið svo snarpur, að loftljós hefðu sveifl- azt til, og á neðstu liæðinni varð símritarinn ekki var við neitt. Um leið og Maríus fami kippinn í sím stöðinni, varð hans vart á 3. liæð í íjölbýlishúsi við Fjarðarstræti 7—8. Blaðið átti í dag tal við veður stofustjóra vegna jarðhræring- anna, og sagði hann, að þegar les ið var af jarð kjálftamælinum í morgun. hefðu aðeir.s sézt glögg merki um einn jarðskjálftakipp kl. 20.31 í Pærkvöldi. Ekki er þó víst, livort það er sami kippurinn og fannst fyrir vestan, og gæti eins verið um staðbundinn kipp í nágrenni Reykjavíkur að ræða. En ef kippurinn fyrir vestan hef ur komið fram á mælinum, kvað veðurstofustjóri ekki. ólíklegt, að hann hefði átt upptök sín nokkru norðar en á ströndinni við norðan vert ísafjarðardjúp, t. d. út af Strandagrunni. Óhlýðnisaðgerðir stúdenta á Spáni Madrid, 14. marz (NTB-AFP). 120 stúdentar, sem leggja stund á stjórnvísindi í háskólanum í Madrid, tóku fyrirlestrarsal á sitt vald í gærkvöldi og neituðu að yf- irgefa liann. Stúdentarnir mót- mæltu því, að yfirvöldin hafa af- lýst nokkrum fyrirlestrum prófess ora, sem þekktir eru fyrir andúð á stjórn Francos. Stúdentarnir eru enn í salnum. Þeir krefjast þess, að lögreglan •sleppi úr lialdi stúdentum, sem hafa verið handteknir. Enn frem- ur krefjast þeir frjálsra og lýð- ræðislegra kosninga í verkalýðs- félögunum. Framh. af 3 .síðu getur borið meira á einni tilhneig ingu í dag og annarri á morgun. En andstæðurnar verða ekki eins skarpar, þegar til lengdar lætur. Passíusálmarnir eru afleiðing þess, að ein skáldsál er svo víð- feðm, að hún getur sameinað and- stæður aldarinnar, arf og umbreyt ingu, svo að allt gengjjf upp í æðri eining: Séra Hallgrímur lifir á tímabili orþódoxíunnar lúthersku, sem sann arlega liefur hlotið þunga dóma, vegna smnar þurru trúfræði og skor.s á andlegu lífi. Hann fylgir hinu dogmatiska kerfi síns tíma. En hann verður einnig fyrir öðr- um áhrifum. Hann er snortinn af dulsæishreyfingu, sem er öðrum þræði endurvakning kaþólskrar dulsæisstefnu. Tú kun hans verð- ur persónulegri og tilfinning ein- staklingsins kemur betur í ljós en í sálmum og prédikunum réttcrún- aðartímabilsins yfirleitt. Engum, sem kynnir sér pássíusálmana, get ur dulizt liin brennandi trúartil- finning og geðhrif, sem sprottin eru af persónulegri reynslu manns sem sjálfur hefur lifað dauða og upprisu. Þrátt fyrir þetta talar séra Hallgrímur tungumál, sem hann hefur numið af öðrum, í miklu ríkara mæli en nútímamönn um getur legið í augum uppi. Skáldamál hans, sam’ikingar og myndir eru erfðir frá hugmynda- forða kristinnar kirkju langt aft- an úr öldum. Ég hef annars staðar ritað um „allegoriskar" og „typo- logiskar“ samlíkingar“ og „typo- unum, og læt mér nægja að vísa til þess. Ég hef einnig bent á það í prentaðri ritgerð, að séra Hall- grímur gerir hvort tveggja í senn að flytja lesandann til baka til biblíutímans og píslarsöguna til samtíðar sinnar — og lesandans. Þarna stendur hann einnig á göml um grunni, frá miðöldunum, þeg- ar bæði helgileikir og myndlist sýndu atburði biblíunnar í lands- lagi seinni tíma og færðu þá inn í þjóðlíf þeirra, sem njóta skyldu. En með því að gera píslarsöguna að samtíðarsögu, og lesendur að þátttakendum, getur skáldið gert hina fornu atburði að uppsprettu lifandi trúar og breytni. Lykiilinn að siðfræði hans er hlýðni, fyrst lilýðni Krists við kærleiksvilja Guðs og síðan hlýðni mannanna við Krist sem fyrirmynd, er fylgja skuli í baráttunni milli góðs og ills. En hér kem ég að því atriði, sem ég nefni síðast — af þeim, sem gert hafa pasísusálmana að þvi, sem þeir eru í vitund þjóðar- innar. Hér á ég við hina dranra- tísku spennu, hið heita stríð, sem háð er milli góðs og ills, bæði innra og ytra. Oft hafa skýrend- ur passíusálmanna dregið upp mynd liinnar dimmu aldar, sem fóstraði séra Hallgrím. Og satt er það, að ekki var útlitið gott. í Evrópu geysar þrjátíu ára stríðið með öllum þeim afleiðingum, sem styrjöld gat haft. í norðanveðri Afríku hafði hið hrunda ríki Már- anna látið eftir sig leyfar af úr- kynjuðum ræningjalýð, sem hjó strandhögg allt norður til íslands. Enn voru Evrópumenn ekki lausir við óttann við Tyrkj og þeirra her- veldi. Baráttan milli kaþólsku kirkjunnar og siðbótarhreyfingar- innar var í algleymingi. Alþýðu manna skorti enn þann fé’ags- þroska og þekkingu, er til þess þurfti, að frelsishreyfing siðbótar innar næði til hennar, nema sem stjórnleysi og skipulegar kvartan- ir, er fram komu í bænarskrám. Konungsvaldið sá sér því leik á borði, þar sem bannfæringum og fjárkúgun hinna kaþólsku kirkju- höfðingja linnti. Ivlúghreyfingar. eins og galdraofsóknir, fóru sem logi yfir akur, og áitu raunar upp tök sín í hugsunarliætti, sem þró- azt hafði öldum saman, bæði f heiðnum og kristnum löndum. Hér á íslandi lifði fólkið við sult og seyru, kúgun af konungs hendi, eldgos og liafísa. Þrátt fyrir ý'mis andans ljós, sem báru lieimsmenn ingunni fagurt vi.ni, mun alþýðu flestra landa hafa verið innan brjósts eins og vorum eigin sam- tímamönnum í og eftir síðustu heimsstyrjöJd. Svo virtist sem dauði og djöfull léku lausum hala, og mannkynið sjálft dansaði hruna dansinn með myrkravöldunum. f bókmenntum nútímans gætir hryll ings, svartsýni og örvæntingar, og sumstaðar þess eymdartóns, sem sízt tekur fram því, sem ritað var á dögum séra Hallgríms. Við þetta bætist, eins og þá, sjálfsvorkunn- semi þeirra, sem ekki hafa fengið tækifæri til að hrósa sjálfum sér af mannraunum. í skáldskap yngri kynslóðarinnar nú á dögum er mikil sjálfsvorkunnsemi. Maður getur gubbað af að sjá þessar fíg- úrur í öllum sinum vesaldómi, því að ekkert er andstyggilegra en upplogin þjáning — í augum þeirra, sem vita, hvað þjáning er. Víst finnum vér í sálmum séra Hallgríms vott um eymd aldarinn- ar, en — Hallgrímur segir satt. Og þótt hann beygi höfuð sitt svo djúpt sem hægt er að beygja liöf- uð fyrir Guði, — þá er það kær- leikur Guðs, sem hann lýtur, — og hnarrei'tur liorfir hann til móts við bæði dauða og djöful, og kveð- ur til baráttunnar í fylgd við sig- urvegarann sanna. Upp úr vopna- brakj orrustunnar hefst sigursöng- ur þess manns, sem þorir að trúa á kærleika og náð. Komi hvað sem koma vill — þó að mennimir dæmi Guð til dauða, og kærleik- urinn sé píndur og kvalinn, — þá er hann í a'lri sinni niðurlæg- ingu á sigurleið. Engin synd hefn- ir sín eins og svikin við hann — og enginn sigur fæst nema í hans fylgd. Þó að maðurinn væri kúg- aður og féflettur, ataður f synd og svívirðingum, veikur og van- máttugur, gat ekkert utan að kom- andi va'd svipt hann réttlnum til að vera Guðs megin — svo framar lega sem hann vildi sjálfur vera í sátt við hans náð. — Ég held því, að vér nútímamenn mættum að skaðlausu bergia á þeirri lind, er Hallgrímur þvoði með sár sín. Jakob Jónsson. ] jwwMwwwwwmmm’ Aöalfundur Kvenfélagsins í Hafnarfirði KVENFÉLAG ATþýðuflokks ins í Hafnarfirði heldur aðal fund mánudaginn 16. marz kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu. — Venjuleg aðalfundarstörf. áw\WMMWmWWMMWW ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. marz 1964

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.