Alþýðublaðið - 04.04.1964, Blaðsíða 3
UMMtVnWmMtHMVtMUMHMtmMHnHWtUMHHMHUV
Molotov og Mal-
enkov voru reknir
Moskvu, 3. apríl
Molotov fyrrum utanríkisráð-
herra, Malenkov fyrrum for-
sætisráðherra og- Kaganovich
fyrrum varaforsætisráðherra
hafa verið reknir úr kommún-
istaflokknum, að þvi er Mihail
Suslov flokksritari skýrir frá í
„Pravda” í dag.
Allir féllu þeir I ónáð 1957
fyrir þátttöku í svokallaðri
flokksf jandsamlegri klíku. —
Þetta er í fyrsta skipti að opin
berlega er skýrt frá því, að þeir
hafi verið reknir úr flokknum,
þó að sagt hafi verið frá því, að
•þeir hafi verið reknir úr flokks
leiidum.
Suslov sagði, að á tímum Sta-
líns hefði Molotov reynt á marg
an hátt að vera kaþólskari en
páfinn. í þessu sambandi sagði
hann, að hvað eftir annað hefði
Molotov samþykkt þunga fang-
elsisdóma yfir ekkjum „hreins-
aðra” flokkstarfsmanna.
Ásamt Stalín staðfesti hann
dauðadóma yfir öðrum ekkjum.
Er skýringin á áhuga Kínverja
sú, að þeir vilji koma aftur á
þessum ómannúðlegu aðferð-
um? Er þetta ekki ástæðan fyr-
ir þeim mikla áhuga, sem þeir
sýna á mönnum, sem reknir
hafa verið úr flokknum? spurði
Suslov.
wmwMmmtvmvuvMUHmHwmHutvuMHHVUHWv
BJÖRN JÓNSSON
MEÐ 440 TONN
Reykjavík, 3. apríl - GO.
HÆSTI Reykjavíkurbáturinn á
vertíðinni er nú Björn Jónsson
með 440 tonn. Hann er með net,
en liinsvegar eru margir hring-
nótabátar hærri en hann, sumir
komnir með allt að 600 tonnum.
Hcildar afla þeirra er mjög erfitt
að fá, vegna þess hve víða þeir
landa.
í gær landaði Guðmundur Þórð-
arson 76 tonnum í Reykjavík og
var búinn að fá 50 tonn skömmu
eftir að hann kom út aftur. Akra-
VEIÐARFÆRI
BRUNNU
Reykjavík, 3. apríl - KG
SÍÐASTLIÐNA nótt kviknaði í
bragga, sem notaður var fyrir
veiðarfæri í Hafnarfirði. Brann
bragginn til kaldra kola og allt
sem í honum var.
Braggi þessi, sem er gamall her-
braggi er suður undir Hvaleyri
við Hvaleyrartjörn. Barst lögregl-
unni tilkynning um brunann um
klukkan 3.50 síðastliðna nótt og
þegar slökkviliðið kom á vett-
vang skömmu síðar var það bragg-
ans þegar hrunið niður. Ekkert
vatn var þarna nálægt því að op-
ið er úr tjörninni út í sjó og fjara
; þegar þetta gerðist og varð að
I flytja allt vatn á staðinn. Brann
| bragginn því til kaldra kola og
urðu smáskemmdir á næsta
bragga, en þar eru geymdir kapp-
róðrabátar sjómannadagsins.
Veiðafærageymsla þesi er í eigu
Sigurðar Sigurjónssonar og Borg-
þórs Sigfússonar.
Einhver veiðafæri munu hafa
verið í bragganum og brunnu þau
öll en þau munu hafa verið vá-
tryggð.
borgin kom með 57 tonn. Fregnir
af nýju Eldborginni frá Hafnar-
firði herma, að hún hafi fengið
80—90 tonn í nótina í gær.
Reytingur var hjá netabátunum
j í gær. Sigunmn var hæst með 33 j
! tonn, Sædís, Blakkur, Vísir og'
Andvari voru með um 30 tonn
hver og Björn Jónsson var með
20 tonn. Fjöldinn var með um 10
i tonn.
Kristján opnar
sýningu í dag
Kristján Davíðsson list-
máfari opnar á morgun mál-
verkasýningu í Bogasal þjótf
minjasafnsins. Á sýningunni
vertfa 25 olíumálverk, sem
listamatfurinn hefur málatf
á síðasta ári og þessu. Eng-
ar myndanna liafa veritf sýnd
ar átfur opinberlega, en sítf-
ustu sýningar Kristjáns voru
í Bogasalnum I ágúst 1961
og í Ásmundarsal við Freyju
götu sumaritf 1962. Sýning-
in vertfur opnutf fyrir botfs-
gesti kl. 4, en almenning kl.
6. Hún verður ópin til sunu-
dagskvöfds 12. apríl, kl. 2-10
á laugardögum og sunnudög
um og 3-10 atfra daga. Á
myndinni sést listamatfurinn
ásamt einu verka sinna á sýn
ingunni (Mynd: JV).
W>WV,WtWVWVUWWWWWVWVHWVW UMUVWMWUWWUWMMWWMWVMWW
Ný vinátta Indó-
nesiu og Hollands
Haag, 3. apríl
(NTB - Renter)
HOLLAND og Indónesía tilkynntu
í dag í Haag, atf lagður hefði ver-
itf traustnr grundvöllur atf nýjum
amskiptum ríkjanna.
í opinberri tilkynningu, sem
gefin var út að lokinni þriggja
daga heimsókn utanríkisráðherra
Indónesíu, dr. Subandrio, til Hol-
lands, segir, að mjög góður árang-
ur hafi orðið af viðræðum Suban-
drios við hinn hollenzka embættis
bróður hans, Joseph Luns. Skipzt
yrði á sendiherrum eins fljótt og
auðið væri, og ekki síðar en fyrir
næstu áramót.
Fyrr í dag gekk dr. Subandrio á
fund Júlíönu drottningar. Þetta
var fyrsti fundur drottningar og
indónesísks ráðherra síðan Hol-
land og Indónesía slitu stjórnmála-
sambandi fyrir tveim árum. Orsök
vinslitanna var deilan um Vestur
Nýju-Guineu.
Subandrio og Luns hafa einnig
undirritað samning um tæknilega
samvinnu. Þessi samvinna mun ná
til skipta á kunnáttu og reynsiu,
og sennilega verður einnig um
tæknilega aðstoð að ræða.
Samkomulag náðist um það, að
hollenzkar og indónesískar sendi-
nefndir hittust eftir tvo mánuði í
Haag eða Djakarta að ræða fjár-
hagsvandamál. Indónesía hefur
veitt hollenzka flugfélaginu KLM
lendingarrétt í Djakarta tvfvegis
í viku og indónesíska flugfélagið
fær samskonar réttindi í Hollandi.
Luns hefur þegið boð um að heim-
sækja Indónesíu.
Hins vegar bar þrjú mikilvæg
mál ekki á góma í viðræðum Luns
og Subandrio. Þar er um að ræða
möguleika á heimsókn Sukarnos
Indónesíuforseta til Hollands, deil
an um Malaysíu og efnahagsleg
samskipti Hollands og Indónesíu.
Hollendingar vilja gæta hlutleysis
í Malaysíu-deilunni.
Mazzili reynir
stjórnarmyndun
Rio de Janeiro, 3. apríl
(NTB - Reuter)
Bráðabirgtfaforseti Brazilíu, Rani-
eri Mazzili, fór flugleitfis í dag frá
Brasilíuborg til Rio de Janeiro atf
rætfa myndun nýrrar ríkisstjórnar
vitf ýmsa stjórnmálaforingja og
hershöfðingja.
Skýrt var frá því í Brasilíuborg,
að samstarfsmenn forsetans ynnu
nú þegar atf því að gera rátfstaf-
anir til að ógilda tilskipun Joao
Goulart fyrrum forseta um þjótf-
nýtingu þeirra olíuhreinsunar-
stöðva í Brazilíu, sem enn eru ó-
hátfar.
Foringjar allra flokka, sem full-
trúa eiga á þingi, ræddu næstu
stjórnarskrárlegar ráðstafanir í
! sambandi við kosningu eftirmanns
Mazzila. Þjóðþingið á að kjósa
nýja forsetann áður en 30 dagar
eru liðnir.
í stjórnarskránni segir, að ef
embætti forseta — eða varaforseta
standi autt á síðari helmingi kjör-
tímabilsins, sem er fimm ár, skuli
þjóðþingið kjósa nýja menn í þess-
ar stöður innan mánaðar.
Mazzili tók við forsetaembætt-
inu til bráðabirgða sem forseti
þingins. Enginn varaforseti var á
stjórnarárum Goularts, þar eð
Goulart fór sjálfur úr varaforseta
embættinu í forsetastöðuna.
Hin nýja stjórn Brazilíu gat ein-
beitt sér að því í dag að koma
aftur á lögum og reglu. Ástandið
fór að færast í eðlilegt horf hvar
vetna í landinu. Mótspyrnan í
syðsta héraði landsins, Rio Grande
do Sul, mun einnig hafa verið lögð
niður. í gær kom til átaka lög-
reglu og fylgismanna Goularts í
bænum Porto Alegre, en óeirð-
irnar stóðu ekki lengi.
Haldið var í dag áfram hand-
tökum kommúnista, áhangenda
þeirra og ofstækisfullra, vinstri-
sinnaðra verkalýðsforingja. Marg-
ir háttsettir starfsmenn stjórnar
Goularts hafa einnig verið hand-
teknir, m. a. Osvinco Alves, for-
seti liins volduga einokunarfélags
Petrobas.
Frá höfuðborg hins norðaust-
læga héraðs Pernambuco, Recife,
berast fréttir um fjöldahandtök-
ur verkalýðsforingja og stúdenta.
Fylkisstjóranum, Miguel Arrais,
hefur verið vikið úr embætti. Lög
reglan segir, að stjórn Arrais hafi
útbýtt hundruðum vopna meðal
bænda lengra inni í landinu.
UWWWWMWMUWWUW
Krústjov segir
Kínverja falsa
Búdapesi, 3. apríl
(NTB-Reuter)
Krústjov forsætisrátfherra
sakatfi Kínverja í dag um atf
reyna atf endurskoða póötísk
sköl alþjóffarhreyftngar
!« konunúnista.
Krús jov sem lýsti þessu
yfir í ræffu í Óperuhúsinu í
Búdapest. Kvað atferli Kín-
verja alvarlega hættu fyrir
sósíalismann. Hann hvatti til
einingar í bará tunni gegn
fölsunum Iíínvcrja.
Skjölin, sem Krústjov átti
viff. voru samþykkt á alþjótf-
aþingum kommúnista i Mosk
vu ;i957 og 1960.
MWWttMMmMttWtMMMIM
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. apríl 1964 J