Alþýðublaðið - 04.04.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.04.1964, Blaðsíða 5
1 > AF HVERJU VIUA ÞEIR ISLAND HLUILAUST? % KOMMÚNISTAR éru í hjarta Isínú á móti lilutleysi cg fyrirlíta iþað. Þeir eru baráttumenn og ekkert er fjær þeim en að sitja skoðanalausir hjá í átökum um heimsmál. ix Þessi hugsun kom fram hjá Lenin 1917, er hann sagði: „Hið svonefnda hlutleysi er borgaraleg svik og prettir . . . það þýðir raunverulega aðgerðarleysi og undirokun.” Stalin sagði, að hlut leysi væri í raun að&toð við á- rásaröflin. Hvernig má þá vera, að kom- múnistar berjist nú fyrir lilut- leysi víða um heim? Hafa þeir skipt um skoðun á síðustu árum? Skýringin er augljós. Þeir berj- ast fyrir hlutleysi þjóða, sem eru frjálsar. Þeir vilja til dæmis hlut- leysi í Suður-Vietnam, en þeir nefna aldrei hlutleysi fyrir Norð- ur-yietnam, af því að þeir liafa þegar náð því landi. Þeir vilja hlutleysi íslands, en þeir nefna aldrei híutleysi fyrir Búlgaríu. Hlutleysi er aðeins tímabundin stefna í augum kommúnista. Til- gangur hennar er að rífa einstök | ríki úr varnarsamtökum frjálsra ' þjóða. Það er fyrsta skrefið til að koma þeim undir áhrifavald kom- múnismans. Hér á íslandi kemur fleira til. Sovétríkin leggja gífurlega áherzlu á Atlantshafið og hafa byggt upp mesta kafbátaflota heims, mesta fiskiflota heims og fjórða stærsta Tilkynnina frá Landspítalanum Heimsóknartími sjúklinga í Landspítalanum verður fram vegis kl. 15 til 16 og kl. 19 til 19,30 alla daga, jafnt virka sem helga, en ekki kl. 14 til 16 á sunnudögum eins og verið hefur. Heimsóknartími í fæðingardeild helzt óbreyttur. Reykjavík, 3. apríl 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. kaupskipaflota, sem nokkur þjóð á. ísland er á miðju svæði Atlants hafsbandalagsins, eins og kortið að ofan sýnir. Ef það segði sig úr bandalaginu og gerðist hlutlaust, mundi Atlantshafssvæðið klofna. í styrjöld mundi verða kapphlaup um, hver f.vrstur yrði til að Ieggja Iandið undir sig. Ef Sovétríkjun- um tækist það með hiiium nýja flota sínum og flugvélum, mundi þeim skapast aðstaða til að kljúfa samgönguæð Atlantshafsríkjanna yfir hafið. Þetta er sú lífæð, sem Þjóðverjar reyndu að skera á með kafbátahcrnaði í báðum heims styrjöldunum, en tókst ekki. Vf- irráð á íslandi gætu gert Sovét- ríkiunnm kleift að ná þessu marki ef háð yrði ný orrusta um At- lantshafið. Hvað sem liður kjarn- orkuspreng.ium eru allar líkur á, að slík orusta yrði háð, ef ógæfa heimsstyrjaldar skylli yfir mann- kynið. munurn íslendinga sjálfra, land- fræðilegri stöðu og menningar- legum tengslum. Kommúnistar reyna að losa Iandið úr þessum samtökum, enda þótt það mundi bjóða miklum hættum heim. 'Þeir vinna fyrir Varsjárbandalagið og trúa, að á þann hátt geti þeir bezt flýtt fyr- ir þeim draumi sínum, að gera ísland að alþýðulýðveldi í komm- únistabandalagi. En vilja íslendingar hljóta þau örlög? Ódýr 6 manna stáEhnífapör MIKLATORGI MYNDIN: Á MYNDINNI að ofan eru þátttökuríki Atlanthafsbanda lagsins sýnd með dökkum púnktum. Sézt þar, livernig ísland er á miðju bandafags svæðinu og tengiir aaman Evrópuhíutann við Norðúr- Amerífcru. Hnífurinn sýnir, hvernig kommúnistar viSja kljúfa bandalagssvæðið með því að gera ísland_liIuTaust og varnarlaust. Þá mundi varnarkeðja hinnn ífciálsU ríkja veikjast alvarlega og möguleikar þeirra til að verja siglingar sínar stór- minnka. Kommúnistar fyrir- líta hlutleysi en nota það til að auka áhrif sín. Ilugmynd þeirra er fyrs'. hlutlaust ís- land síðan islenzk Kúba. Atlantshafsbandalagið skapar eðlilegt valdajafnvægi á móti Varsjárbandalagi kommúnista- ríkjanna. Með því að beita fyrir sig hlutleysissinnum á Islandi eru kommúnistar að reyna að rjúfa NATO. ísland mundi þá fyrst verða í alvarlegri hættu. Þjóðin ætti víst, að barizt yröi um land- ið og í því, ef til ófriðar kæmi. ísland á heima í samtökum hinna frjálsu nágrannaríkja. Sú stefna er byggð á augljósum hags. Opna í dag hina nýju BAÐ- OG NUDDSTOFU í BændahöIIinni (gengið um aðalinngang Hótel Sögub Opið í -Tag kl. 1—3 fyrir herra. JÓN ÁSGEIRSSON, aut. fysioterapeut, Sími 2-31-31. jfc t ALÞÝÐUBLAÐtÐ — 4. apríl 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.