Alþýðublaðið - 04.04.1964, Blaðsíða 7
Minnirigarorð:
Gubmundur Bjarnason
frá Mosvöllum
Guðmundur Bjarnason var
fæddur 24. marz 1877 á Saurum
f Álftafirði við ísafjarðardjdp og
var því fullra 87 ára gamall, er
hann lézt í Landakotsspítala 26.
marz s.l. Foreldrar Guðmundar
voru Bjarni Jónsson síðar hrepp-
Stjóri í Tröð í Álftafirði og Guð-
rún Jónsdóttir kona hans. Voru
þau hjóniiv dugnaðarfólk og vel
látin. Ættuð voru þau úr ísa-
fjarðardjúpi beggja megin og
norðan af Ströndum. Er margt af
tápmiklu fólki í þeim ættbálki.
Átján vikna gamail var Guð-
mundur fluttur yfir Álftafjarðar-
heiði í fóstur að Mosvöllum í Ön-
undarfirði. Þar bjó þá Gils
Bjarnason (afi Gils Guðmunds-
sonar rithöfundar), en Halldóra
systir hans var fyrir framan
stokk hjá honum. Ári síðar gift-
ist Gils Guðmundínu Jónsdótt-
ur. Ólst Guðmundur Bjarnason
upp hjá þessu fólki og tók þar
við búi, er þau Gils létu af bú-
skap. Var hann þá giftur heima-
sætu af næsta bæ, Guðrúnu dótt-
ur Guðmundar Pálssonar og Ingi-
leifar Ólafsdóttur, er lengi
bjuggu á Vöðlum, en síðan á
Kirkjubóli í Bjarnardal; þau
giftust 2. des. 1901.
Guðmundur tók ungur að
stunda sjó, eins og títt var um
vestfirzka menn um þær mund-
ir. Hélt hann og þeim hætti eftir
að hann reisti bú, að hann var
við sjó á vorin. Var hann meðal
annars á hákarlaveiðum á Gretti
með Páli Rósinkranssyni fyrir og
um aldamótin og stýrimaður hjá
honum um skeið, en Páll var
hörkuduglegur skipstióri, svo sem
kunnugt er, og hafði oft gott
mannval á skipi sínu, en fáa mun
hann hafi haft þar betri verk-
menn en Guðmund Bjarnason,
handlagnari, skjótráðari og djarf-
ari.
Oft var Guðmundur á ferð á
sjó á opnum báti, bæði við veiði-
skap og í kaupstaðarferðum, og
var þá stundum einn á. Þótti
j honum þá ekki verra, að vindur
I létti ferðina. Má nota um hann
sömu orð og hann hafði eitt sinn
I um skipstjóra, sem ekki þótti
. ’-ifa segl fyrr en nauðsynlegt var,
I að honum þótti gaman að sigla.
Hygg ég, að fátt muni háfa feng-
ið Guðmundi meiri skemmtunar
en sitja við stýri á siglingu í
hæfilega hvössu — og jafnvel
þótt einhverjir teldu fullhvasst.
Mátti hann það og vel, því að
hann var ágætur stjórnari, glögg-
ur og djarfur og viðbragðs-
skjótur.
Snemma tók Guðmundur að
stunda smíðar, ekki aðeins fyrir
heimili sitt, heldur gerði hann
og margt viðvik fyrir nágranna
sína, hjálpaði þeim jafnvel við
viðgerðir á húsum eða smíð
nýrra húsa. Einkenndi hann mjög
hugkvæmni við verkið, þótt að-
stæður væru stundum slæmar
eða efniviður af skornum skammti.
Var verkhyggni hans á fleiri
sviðum aðdáanleg. Eg, sem þess-
ar línur skrifa, ólst upp á næsta
bæ við Guðmund, átti mikið sam-
an við hann að sælda (hann var
kvæntur föðursystur minni), var
| oft með honum í ýmisskonar störf-
! um eða á ferðalögum, og þykist ég
I ekki mæla um of, þegar ég segij
' að ég hef fáum eða engum mönn-
um kynnzt, sem gæddir hafa ver-
ið betra verksviti en Guðmundur
á Mosvöllum.
Marga ferð áttu nágyannar
Guðmundar til hans með hesta
sína, sem járna þurfti. Lagði
__________
hann slika alúð við járningar, að
: starfið varð að íþrótt í höndum
I hans. Hefur Guðmundur Ingi
I bróðir minn ort skemmtilegt smá-
! kvæði um þetta. Þar fer hann
þessum orðum um verk Guð-
mundar Bjarnasonar.
Er sem þrautreynd augu vaki
yfir hverju minnsta taki,
verður aldrei fum né fip.
Og enn segir skáldið, að þar
hafi verið
„hugur viss og hendi snör.”
FFÚMÍRKI m FRÍMERKI FRÍMERKI á FRÍMERKI
GLIMUMERKIN (framh.).
HÓFST nú glíman, en áhorf-
endur, karlar og konur röðuðu sér
allt í kringum glímuhringinn.
Mátti þegar sjá, sem annars var
áður vitað, að metingur mikill og
kapp var milli hreppanna. Skorti
þar ekki eggjunarorð frá beggja
hálfu, en allt fór þó prúðmann-
lega fram. — Tókst þegar mikið
mannfall í beggja liði, en þó
meira af Saurbæingum, og þeg-
ar líða tók á glímuna, þótti mörg
um sýnt hvernig fara mundi, að
hún mundi enda með algerum
sigri NeðrLhreppinga. — Varð
nú hörð viðureign, en þar kom
aS lokum, að eftir stóðu aðeins
tveir af Saurbæingum, bóndinn
sjálfur, Ólafur frá Rauðhúsum og
Jón nokkur framan úr Ilólasókn,
ágætur glímumaður. — Af Neðri-
hreppingum stóðu eftir bóndinn
sjálfur, Jakob á Espihóli og átta
aðrir, allt góðir glímumenn. Með
al þeirra var Björn „Skrugga",
sem margir töldu, eins og sagt var
var um Sltarphéðín á Bergþórs
hvoli, að eins góð væri hans fylgd
og tíu annarra. — Gekk hahn nú
fram á völlinn. Varð mörgum star
sýnt á manninn og þótti óárenni-
legur. — Ólafur bað Jón reyna
við Björn, enda væri ekki öðrum
á að skipa. Tóku þeir glímutök-
um, en jafnskjótt þreif Björn hann
með heljarafli sinu, sem barn
væri og lagði hann á völlinn, og
kom Jón engum Vörnum við. —
Lustu Neðri-hreppingar þá upp
ópi mildu, er þeir töldu að sig-
ur væri fenginn, þar sem víst
þótti, að Ólafur mundi ekki
glíma. — Björn stóð kyrr á vell-
inum og varð nú dálítið hlé, en
margir litu til Ólafs ef ske kynni
að hann reyndi að hefna ófara Jóns
en hann sýndi sig ekki líklegan
til þess. — Tók þá Björn til rnáls
og spurði með miklum rembingi,
hvort svo væri skekinn dugur úr
afkomendum Helga magra, að
enginn þyrði við sig að glínia,
eða hvar væri nú glímukappinn
þeirra Saurbæinga, Ólafur frá
Rauðhúsum.
Þetta stóðst Ólafur ekki, kast
aði hann af sér ytri klæðum og
gekk fram á völlinn. Sagði hann,
að ekki skyldi Björn það þurfa
að mæla, að ekki vogaði hann víð
hann að fást, þó að hér væri
ójafn leikur, er svo mætti segja
að hann væri aðeins á öðrum
fæti. — Var þá sem nokkurt hik
kæmi á Björn, er hann sá að Ól-
afi var alvara að glíma við hann.
En svo var sem berserksgangur
kæmi á hann og þreif hann með
miklu afli til Ólafs og hugði að
færa hann niður sem Jón stuttu
áður, en Ólafur var þyngri, en
hann hélt; tókst ekki tilræðið.
Dauðakyrrð sló á mannfjöldann,
og allra augu störðu á viðureign-
ina.
Er minnst varði hljóp Ólafur
innundir Björn og hóf hann upp
á klofbragði og kastaöi honum
flötum á völlinn. — Varð af.dynk
ur mikill, er hann féll, en mað-
urinn var stór og; þungur, _____
Björn stóð seint á fætur, en fór
svo þegjandi til sinna rnanna.
Við fall Björns hrópuðu Saur-
bæringar fagnaðaróp. Gengu nú
nokkrir fram og vildu íátá slítá
glímúnni, dn Jakob bóndi gaf
þess engan kost, nema að Saur-
bæingar viðurkenndu sig sigraða,
en það vildu þeir með engu móti
gera. Varð af þessu nokkurt hark
og háreisti. Gekk þá Ólafur frám
og kvaðst albúinn að halda glím-
unni áfram, þar til yfir lyki, „þar
eð mestu skruggunni væri nú af-
létt“. — Varð þá hlátur mikill í
liði Saurbæinga. — Sendi nú Jak
ob fram einn af mönnum sínum,
en eftir litla stund lagði Ólafur
hann að velli. Kom nú hver af
öðrum, en allt fór á sömu leið, að
þeir stóðust ekki snarræði ög
brögð Ólafs og féllu hver um
annan þveran. — Lagði hann þar!
að velli í einni lotu þá sjö, er eftir !
stóðu með Jakobi. — Gekk hann |
þá fram. allgramur yfir óförum j
sinna manna og hugði á hefndir.
— Vildu þá sumir hætta glímunni
og skildi teljast jafntefli, en svo
voru nú áhorfendur æstir, að þeir
heimtuðu með ákefð að bændurn
ir ættust við, svo úr því yrði skor
iO, hvor betur mætti. Er þe'ir
Ólafur og Jakob höfðu tekið glímu
tökum, lagði Ólafur uppáhalds-
bragð sitt, klofbragð á Jakob með
leifturhraða. — Var bragðið svo
snarlega á lagt, að Jakob stóðst
það eigi og féll flatur á völlirm.
Stóð hann fljótt upp og var all-
reiður, sagði hann þetta ómark,
því að ekki hefði hann verið bú-
inn að ná glímutökunum, er Ól-
afur lagði bragðið á. Ólafur hvað
það ekki rétt, en vel gæti hann
gert hónum það til geðs, að glíma
aftur. Byrjuðu þeir nú á nýjan
leik, fór sem fyrr, að Óiafur lagði
klofbragð mikið ó hann. Jakob
(Framhakl á 10, siSu).
Sannari lýsing mun varla verðsi
gerð á mörgum störfum Guð~
mundar Bjarnasonar.
Skíðamaður var Guðmundur
góður og hafði bæði gagn cg
gaman af þeirri kunnáttu sinni.
Á ferðum var hann úrræðagóðut*
og ratvís í myrkri og hríður.1,
Hann var léttur f göhgu og sfíík
ur en svo sporlatur. Hann var
klettamaður góður, og gætti þar
sömu eiginleika og á sjónum:
kjarkurínn geiglaus, viðbrög^
snögg og þó fullrar gætni gætf.
Ekki mun þeim Guðmundi cg
Guðrúnu hafa safnazt auður í bú-
skap sínum á Mosvöllum, eí>
veitandi voru þau þó fremur e5»
þiggjandi. Þau voru bæði ve>
verki farin og atorkusöm og ftl)T
sjaldan verk úr hendi.
Þcim hjónum varð 7 barna auð-
ið. og komust fimm þeirra upj»
og eru öll enn á lífi:
Ragnlieiður, gift Ólafi Hjálni-
arssyni áður bónda á Mosvöllum,
nú efnisverði í Reykjavík;
Halldóra, formaður Nótar, fé-
lags netagerðarstúlkna;
Jngileif, gift Óskari Gíslasyni
ökukennara í Reykjavík;
Ólafur, húsgagnasmiður S
Revkiavík, kvæntur Þorbjörgi*
Þorvaldsdóttur frá Kroppsstöðum
í Önundarfirði; — og
Margrét, kona Jóns Jónatans—
sonar bónda á Hóli í Önundar-
firði.
Öll hafa þau systkin reynzt
góðfr liðsmenn í lífsbaráttu S*g .
framsókn íslenzku þjóðarinnar.
Guðmuridur Bjarnason var vél
"i-eindur maður. Honum þótti
gaman að bókum og mundi vel,
Hað sem hann Ias. Hann kur.ni
mikið af vísum og kviðlingum cg
rat s'álfur gert laglegar stökur,
ef honum þótt tilefni til.
Hann var orðheppinn og hnytt-
ínn í svörum. Hann hafði
unun af söng og var sjálfur góð-
ur söngmaður. Meðhjálpari vai-
hann nm langt skeið í Holtskirkju.
Og hiálpsamur var hann á hvaða-
sviði sem var. Greiðviknari mað-
ur hittist varla. Framkoman.
hrein og hispurslaus, glaðvær cgr
hressileg. Skemmtilegri maður-
varð varla kosinn fyrir starfsfé-
laga eða förunaut.
Eftir að þau Guðmundur cg"
Guðrún hættu búskap á Mosvöil—
um. dvöldust þau þar hjá Ragn—
heiði dóttur sinni og manni hénn—
ar og unnu búi þeirra, unz yngrfr
hiónin fluttust til Reykjavíkui—
vox-ið 1948. .Þá fóru gömlu hjónifl
líka suður og settust að hjá Ól—
afi syni sínum og Þorbjörgu koni*
hans. Þar áttu þau heimili síðan,
en Guðmundur var þó löngunv
og löngum fyi-ír vestan, hjá Mar-
grétu dóttxxr sinni og mannl>
héhnar á Hóli. Var hann ekki ó~
þarfur búi þeirra, þótt tekinm
væri að eldast.
Guðrún kona Guðmundar lézts
sumarið 1959. Guömundui—
dvaldist eftir hjá þeim Ölafi cg“
Þorbjörgu. Vann hann hvern dag~
að smíðum, bútaði sundur járn—
rör og snittaði endana. Hafðit
hann byrjað á því starfi, eítir aðf
hann fluttist suður, og náði í þv£
furðu mikilli leikni, svo gamaDE.
maður. Verklagni og kjarkui*
fylgdi honum til æviloka. Eir.-í
var með glaðværð hans og liress—
leika í orðum. Það var hluti aí*
honum sjálfuiri. Skaphöfn hans vai-
Jieil og sjálfri sér samkvæm.
Hann var vaskur maður og dreng—
ur góður.
Ólafur Þ. Kristjánsson,
AiMÝÐUBLAÐIÐ — 4. aprí! 196t4 J