Alþýðublaðið - 19.04.1964, Side 5

Alþýðublaðið - 19.04.1964, Side 5
Þessi heppni mun fara fram í öllu samkvæmt reglum alþjóða- samtaka sjóstangaveiðimanna, — enda er íslenzka félagið meðlimur í þeim ásamt þeim evrópsku. — Þegar hafa verið fengnir 12-15 vélbátar til róðra og von er á fleirum. Auk þess mun vanur mað ur fara út og kanna miðin áður en mótið hefst, þannig, að kepp- endur þurfa ekki að renna blint í sjóinn ! stangaveiðimanna Formaður Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur, sem sér um fram- kvæmd mótsins, er Birgir Jóhanns son tannlæknir. ÞEGAR stjórnmálamenn færa rök að skoðunum sínum um efna- liagsmál, þylja þeir tölur. Fólk hlustar — og á oft erfitt með að átta sig á talnaflóðinu. Fá glögg- ir menn ekki betur heyrt, en ræðumenn beri fram nýjar og nýjar tölur, og nefni engir tveir þær sömu. Af þessum hrærigraut sprettur bú almenna trú, að stjórnmála- menn „ljúgi í tölum”. Réttara væri þó að segja, að stjórnmála- menn velji þær tölur, sem henta skoðunum þeirra bezt hverju sinni, og þeim sé hætt við að draga af þeim vafasamar álykt- anir. Við skulum taka dæmi. Þegar rætt er um framfærslu- kostnað þessa daga, segja stjórn- arandstæðingar undantekningar- laust, að vísitalan sé 180, en stjórnarsinnar fullyrða hins veg- ar, að hún sé 158. Þarna ber mikið á milli, og fólk spyr: Hvorir ■ hafa rétt fyrir sér, og af liverju stafar þessi munur? Skýringin er þessi: Vísitala framfærslukostnaðar, sem Hagstofan reiknar út mánað- arlega, skiptist í þrjá flokka. í A-flokki eru vörur og þjón- usta, í B-flokki er húsnæði og í C-flokki þær upphæðir, sem vísi- tölufjölskyldan greiðir opinber- um aðilum og fær greitt frá op- inberum aðilum. Vísitala A-flokks er hæst, 180. Þess vegna taka stjórnarandstæð- ingar hana eina, og nefna ekki B- eða C-flokk. Hins vegar er vísitala B-£lokks 109 og vísitala C-flokks aðeins 80. Meðaltal allra flokkanna, hin löglega „vísi- tala framfærslukostnaðar,” er 158, og henni halda stjórnarsinn- ar að sjálfsögðu á lofti. íslenzkar fjölskyldur greiða mjög mismunandi háar upphæðir í 1959 fékk hún frá ríkinu 1.749 krónur, en í dag fær hún 6.720 krónur í fjölskyldubætur. Stjórn- arsinnar telja eðlilegt að taka þetta með, þegar reiknuð er af- koma vísitölufjölskyldunnar, en stjórnarandstæðingar sleppa þessu alveg. Það er ekki þeirra reikn- ing í hag. Með lögum árin 1939 og 1940 var sett upp kauplagsnefnd til að Benedikt Gröndal skrifar um helgina í húsaleigu, hvort sem er í eigin íbúðum eða leiguhúsnæði. Fer það eftir aldri íbúðanna. Vísitalan sýnir án efa of lága mynd, en enginn veit, hvort rétt meðaltnl væri 120,150 eða 180. Húsnæði er í vísitölunni talið nema 17,3% af heildarútgjöldum vísitölufjöl- skyldunnai'. C-liðurinn telur annars vegar þá upphæð, sem vísitölufjölskyld- an greiðir í skatta og útsvör, en hins vegar það, sem hún fær í fjölskyldubætur. í marz 1959 nómu skattar þessarar reiknings- fjölskyldu 9.420 krónum, en eru nú taldir 12.887 fcrónur. Árið reikna út breytingar á fram- færslukostnaði í Reykjavík. Feng- ust nothæfir búreikningar frá 40 fjölskyldum, og á þeim var fyrsta vísitalan byggð. Þessi vísitala hélzt óbreytt til 1959. Á árunum eftir ófriðinn breytt- ust neyzluvenjur þjóðarinnar hröðum skrefum. Var þetta kann- að 1953-54, og 300 hcimili beðin að halda búreikninga. Aðeins 80 nothæfir búreikningar fengust, og á þeim var hin nýja vísitala byggð. Voru þetta 25 verkamenn, 34 iðnaðarmenn, 4 sjómenn, 10 verzlunarmenn og 7 opinberir starfsmenn. Vísitölufjölskyldan reyndist vera hjón með 2.24 börn innan 16 ára aldurs, og er við það mið- að í öllum útreikningum. Árið 1939 höfðu 43,3% af tekj- um fjölskyldunnar farið til kaupa á matvörum, en þetta reyndist liafa lækkað í 39,3% í seinni ! rannsókninni, ! Húsnæði hækkaði hins vegar úr 15,2% í 17,3% af heildarút- gjöldum og rafmagn hækkaði úr 5,6% í 6,6%. Fatnaður lækkaði þó mest á þessu tímabili, úr 22% í 16,6% . af heildarútgjöldum. | Hins vegar hækkuðu „Ýmis útgjöld” verulega, úr 13,9% fyrra árið í 23,2% síðara árið. Komu : þar bezt fram hin batnandi lífs- , kjör, því fjölskyldan gat veitt sér mun meira af öðru en mat, hús- næði og klæðnaði. Hreinlætis- jvörur og heimilisbúnaður hækk- uðu verulega, sömuleiðis far- gjöld, bóka- og blaðakaup og sími. Skemmtanir hækkuðu úr 0,8% í 2%, en áfengi og tóbak úr 2,1% í 4.7%. Nú er enn liðinn áratugur, síð- an rannsókn á neyzluvenjum i meðalfjölskyldunnar fór fram, og hefur margt brcytzt. Er athugandi hvort ekki er tímabært að gera nú nýja rannsókn, og hafa um i það samvinnu allra aðila, þannig, j að við getum í framtíðinni allir I notað eina og sömu tölu um þetta / mikilsverða atriði, hvernig fram- I færslukostnaður breytist. ar á síoasta alþjóðamóti Stangaveiðimanna, sem Iiald ið var í Vestmannaeyjum. Mótið þó þótti takast mjög vel og ekki er að efa að mót- ið í ár veröur öllum aðilum til sóma. Reykjavík, 16. apríl. — GO. í SUMAR verður 5. alþjóðlega sjóstangaveiðimótið haldið hér í Reykjavík. Fjöldi útlendinga mun koma til þátttöku, en þó mun fjöldi innlendra keppenda verða yfirgnæfandi. Auk reykvískra sjó- stangaveiðimanna munu koma sveitir frá Akureyri Vestmanna- eyjum og Keflavík. Allt til þessa hefur sjóstanga- veiðimótið verið haldið í Vestm,- eyjum, en vegna mikillar fólks- eklu þar og illra skilyrða til mót- töku ferðamanna, var ákveðið að halda mótið í Reykjavík að þessu sinni. Það mun hefjast fimmtu- daginn 28. maí og standa í þrjá daga. Tilhögun verður í stuttu máli á þessa leið: Fyrsta daginn verður mótið sett í Sigtúni og þar verður skipað niður í báta, síðan fara bát arnir út klukkan 9 á morgnana og verða að vera komnir inn fyrir kl. 5 e. h. Þá er aflinn veginn og metinn óslægður og óaðgerður og þar eftir er honum ekið í bræðslu hjá Sambandi íslenzkra frystihúsa. 50 verðlaun verða veitt og kem- ur allt til greina. Þyngsti fisk- urinn yfir hvern dag, þyngsti fisk urinn yfirleitt, mesta aflamagnið og mesta heildarþyngd. Rétt er að taka það fram, að nú sem stend- ur liafa ekki nema 30 keppendur gefið sig fram, svo að þeir 20 hæstu eru öruggir um einhver verðlaun. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. apríl 1964 g

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.