Alþýðublaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 8
Vopnahléi var komið á í írak- íska Kúrdistan nokkru fyrir miðj- an febrúar síðastliðinn. Stjórnin í Bagdad hafði þá gefizt upp á herferð sinni gegn Kúrdum, sem staðið hafði, að undanskyldu einu fjögurra mánaða hléi, hátt á þriðja ár og kostað tugi þúsunda mannslífa. Áður en Baathflokkurinn gerði stjórnarbyltingu sína gegn Kassim í febrúar sl. ár, höfðu leiðtogar hennar átt í leynilegum samning- uni við Kúrda og lofað þeim sjálf stjóm og öðrum réttarbótum stráx og þeir kæmust til valda. Skyldi þá samstundis hætt bar- dögum, allir pólitízkir fangar og stríðsfangar leystir úr haldi og opmberlega lýst yfir sjálfsstjórn hins írakíska Kúrdistan. Er Baathflokkurinn hafði náð völdum og látið drepa hundruð pólitískra andstæðinga sinna, ____ sveik hann á svipaðan hátt og Kássim loforð sín til handa Kúrd- um. Að vísu voru teknir upp samningar, en þeir reyndust ekki annað en málþóf, og svikizt var um að leysa fangelsaða Kúrda úr haldi þótt uppreisnarmenn hefðu svo til strax eftir stjómarbylting- una gefið arabískum föngum sín- um frelsi. Að loknu fjögurra mán- aða vopnahléi, var svo komið, að samninganefnd Kúrda í Bagdad var handsömuð þrátt fyrir hefð- bundna friðhelgi samninganefnda og uppreisnarmönnum settir þeir úrslitakostir að leggja niður vopn innan sólarhrings eða verða upp- rættir ella. Stríðið hófst á nýjan leik og af meiri heift en nokkm sinni fyrr. Bagdadstjórn hafði notað vopnahléið vel, fengið keypt mik- ið magn vopna af Bretum (,skamm arlegt athæfi’ sagði Bertrand Russel um þessa vopnasölu Breta) og náð samkomulagi við Sýrlend- inga um náið samstarf herja beggja ríkjanna. Írakíski og sýr- lenzki herinn réðust saman að Kúrdum. Ætlunin var að uppræta kúrd- íska uppreisnarmenn, „hið nýja ísrael” Arabaríkjanha, með leift- ursókn og gjöreyðingu kúrdískrar byggðar. Það er furðulegt hversu vel Kúrdum tókst að verja sig þetta sumar gegn ofurefli liðs flugvélum og skriðdrekum og vera þó aðeins vopnaðir rifflum. og vélbyssum. Öll byggð var að vísu lögð í rúst, en uppreisnar- menn hurfu inn í skógana og til fja’la og hófu grimmilega skæru- liðabaráttu. í vetrarbyrjun var svo komið, að uppreisnarmenn höfðu á valdi sínu allt það svæði lands síns, sem þeir réðu yfir við fall Kass- ims. Sýrlendingar þreyttust á stríðinu, er þeir fundu að það varð ekki auðunnið, og skipuðu liði sínu heim. Eftir að nokkrar breytingar höfðu orðið á stjórn- inni í Bagdad með óvenjulitlum blóðsúthellingum ' í nóvember síðastliðnum, lét hún her sinn hætta að mestu bardögum, enda fyrirsjáanlegt, að henni tækist ekki fremur en Kassim forðum að ráða niðurlögum Kúrda. Reynt var að ná sambandi við uppreisnarmenn sem lengi vel virtu ekki menn þá svars, sem svikið höfðu þau loforð, sem þeir gáfu áður en þeir komust til valda. Núverandi vopnahfté er árangur margra vikna samn- ingatilrauna, því að í þetta sinn kröfðust Kúrdar ríkari trygging- ar en áður gegn því, að hléið yrði ekki notað til að læðast aft- an að þeim á ný. Kúrdar vita vel, að ekki hefur orðið nein hugarfarsbreyting í Bagdad, heldur er stjórninni þar orðið ljóst, að einni er henni um megn að brjóta á bak aftur upp- reisn Kúrda og því ekki aimars úrkosta en að reyna að ná samn- ingum við þá, amk. þar til hún telur sig geta svikið þá á ný. Á fundi leiðtoga Arabaríkj- anna sem haldinn var í Kairó fyrir nokkrum vikum, var þess farið á leit við íraksstjórn, að hún reyndi að ná samningum við Kúr- da til að geta losað herfylki þau, sem undanfarið hafa verið bundin í Kúrdistan, svo að þeim mætti beina gegn ísrael, ef á þyrfti að halda. Þetta var Aref forseta íraks kærkomið tilefni til að hætta því stríði, sem hann hafði þegar gefizt upp við að vinna, án þess að missa um of álit meðal Arabaríkjanna. Hér stóð Nasser að baki. f því skyni að reyna að þvinga báða aðila til samninga, sendi hann yf- irmann flughers síns til Bagdad þar sem hann lét viðkomandi aðila vita, að Nasser myndi veita írak allan þann pólitíska stuðn- ing, sem hann gæti, ef þeir gengju til samninga við Kúrda, en Kúrd- um bar hann hins vegar þau boð, að ef aftur kæmi til bar- daga, myndi egypzki flugherinn óspart styðja írakíska herinn. Orsök þessarar stefnu Nassers mun framar öllu sú, að stefna íraksstjórnar í garð Kúrda, marg föld svik við gefin loforð og notk- un þeirrar hernaðaraðferðar sem nefnd er „sviðin jörð” á útlend- um málum, hefur ásamt endur- teknum blóðugum stjórnarbylting- um í Bagdad á mikinn þátt í að minnka álit annarra þjóða á stjórnvizku Araba. Þeir búa nú nær alls staðar við eigin stjórn- ir, en þær hafa þó víðast orðið þeim lítt til sóma og sums staðar t. d. í írak orðið hreinn fasismi og ofbeldisstjórn og verra en nokkuð það, sem lönd þessi kynnt. ust meðan þau voru undir stjórn fyrrverandi nýlenduvelda. Engin þjóð hefur orðið jafn illa fyrir barðinu á stjórnmálaþroska Ar- aba en einmitt Kúrdar. Kúrdar krefjast nú sem fyrr fullrar sjálfsstjórnar í innanlands málum, jafnréttis arabísku og kúrdísku innan íraks, fjórðungs ágóða olíulindanna en meiri- hluti þeirra liggur í Kúrdistan, yfirráð yfir eigin lögregluliði og réttindi til að banna írakísku stærsta þjóð þessa svæðis. Þeir réttinda og eru reyndar ekki einii stjórninni að senda herlið inn á landssvæði Kúrda, amk. þar til þeir telja öruggt, að þeir verði ekki enn einu sinni beittir svik- um og ofbeldi af Bagdadstjórn. Erfitt er að segja fyrir um ár- angur núverandi samningatil- rauna. Eitt mun Kúrdum þó Ijóst, Gegn arabískum stjórnmálaþroska eiga þeir aðeins um einn úrkost að veija, að halda púðrinu þurru. Náist samningar um viðunandi stöðu Kúrda í írak, fer því fjarri, að kúrdíska vandamálið sé leyst í Vestur-Asíu. Kúrdar eru fjórða stærsta þióð þessa svæðis (næst Aröbum, Tyrkjum og Persum) en hafa fram til þessa hvergi notið svo mikils sem vottast af sjálfs- stjórn í innanlandsmálum. í Tyrk landi, íran og Sýrlandi búa um 10 milliónir Kúrda, en staða þeirra þar getur vart talizt önnur en „húsdvr annarra þjóða”, eins og íranskur Kúrdi komst að orði, sem hengdur var í persneskum gálga fyrir tæpum tveim áratug- um. í öllum þessum löndum er kúr- díska bönnuð sem opinbert tungu mál, engin rit gefin út á því máli og þeir örfáu skólar, sem finnast á hinum kúrdísku landssvæðum, verða að nota tungumál viðkom- andi herrabióða. Reyndar eru Kúr- dar ekki þeir einu, sem beittir eru þessari meðferð í Vestur-Asíu, þótt þeir séu stærst þeirra þjóða. Tyrkir og Persar fylgja sömu stefnu gagnvart Azerbeæjsjönum, Balúkum, Lazum og öðrum þjóða- brotum. Segja má, að þessi stefna skipti ekki svo miklu máli meðan vart nokkur maður kann að lesa og Erlendur Haraldsson, sem um þessar mund ir dvelst við nám í Freiburg í Þýzkalandi, hefur sent Alþýðublaðinu eftirfarandi grein um Kúrdana. Erlendur hefur kynnt sér nijög 'WMj!" rækilegd málefni þöirra og vimnxr nú að •• 'W'f bók um þá og ferðalagið þangað, sem vænt- ardega kemur út hér á landi í haust. g 19. 'apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.