Alþýðublaðið - 19.04.1964, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 19.04.1964, Qupperneq 15
löngun hans til að bjarga Petu frá Auburn Lyell var ekki ein- göngu af óeigingjörnum hvöt- um. Hann elskaði hana. Hann elskaði hana vegna hreinskilni hennar, hjartagæzku og yndis- leika. Hann hefði með ánægju látið hana lausa, ef hún hefði ætlað að giftast heiðai-legum manni, sem gæti gert hana ham ingjusama. En hann mundi aldrei leyfa'henni að varpa sér í faðm Auburns Lyell. Nei, guð minn göðiir, heidur mundi hann ganga á bak orða sinna og gera henni erfitt fyrir með skilnað- inn. Því meirá, sem liann hugsaði um þetta, því sterkari urðu til- firiningar hans til Petu. Hann fann til undarlegrar gleði vegna þess að hún var konan hans — liann gat að minnsta kosti gert lagalegar kröfur til hennar —. hann gat gert henni afar erfitt að fá frelsi sitt. Auburn Lyell mundi áreiðan lega ekki hjáipa henni, hann mundi áreiðanlega sjá um að ' hann yrði ekki látinn sæta neinn ar ábyrgðar í máli, sem gæti valdið hneyksli. Frensham var óhætt að treysta því, að liann léti hana eina um að standa í ' skilnaðarmáli. Svo ásakaði hann sjálfan sig fyiár slíkar hugsanir. Ef til vill þyrfti hann ekki að neyða Petu til neins. Ef til vill myndi hún taka þessu skynsamlega, og gefa upp allar vonir í sambandi við Auburn, þegati' hún fengi að vita hvers konar maður hann í rauninni var. En hann gæli ekkert gert I málinu fyrr en þau væru komin til Londón. Hann gæti dregið málið á lang inn méð því að segjá hénni að hún yrði að fara mjög varlega í sakirnar, ef hún viidi að skiin aðurinn fengi fram að ganga í kyrrþey. Harm ætiaði einnig að ráðleggja henni að hegða sér á yfirborðinu að öllu leyti sem hún væri kona hans, þangaö til allt væri komið um kring. Þannig gæti hann verndað hana. Hann yrði að vernda hana. Hann elskaði hana allt of heitt til að láta það viðgangast að hún sættó sömu örlögum og Toni Maitland. £ Hann hugsaði: I — Slíkra manna sem Auburns- Lyell hlýtur að bíða alveg sér stakt víti eftir dauðann. Slíkra manna, sem leika sér að að eyði leggja líf ungra stúlkna einung is sér til stundar gamans. Hann hafði aldrei fyrr fundið til jafn sterkrar löngunar til að ná heilsu sem skjótast. Svo að hann gæti verndað hana, eig inkonu sína. „í blíðu og stríðu — þar til dauðinn aðskilur okkur“, hafði hann sagt, þegar þau voru gefin saman, þegar hann hólt, að hann væri að deyja. Nú, þegar lífi, liafði sigrað, fannst honum að hann gæti fremur hugsað sér að láta dauðann aðskilja þau Petu og Auburn Lyell. Hann forðaðist að láía Petu verða vara við sálarstríð sitt, þegar hún kom að heimsækja hann. Hann virtist rólegur og I staðráðinn í að láta ekkert aftra Framhalds- saga eftir Denise Robins sér frá því að fara með næstu ferð til England. Peta spurði hann strax hvað það væri sem hann vissi um Aubum Lyell. Hvers vegna hafði liðið yfir hann? En Frensham brosti bara til hennar og leiddi hjá sér að svara henni hreiriskilnislega. Hann sagði henni að hann ■þekkti Lyell, en aðems af orð- spori. Hann sagði henni þó ekki hvað hann vissi um hann og vildi ekki útskýra hvers vegnri liðið hafði yfir hann. Hann hvatti Petu til að fara strax til 25 Englands, úr þvi það væri héit asta ósk hennar. En með sérstök um skilmálum. Hún yrði að ferð ast sem frú Frensham og fara strax til heimilis hans í London og búa þar sem eiginkona hans. — Ráðskonan mín, frú McLeod, er traust og árelðanleg kona. Eg sendi henni bréf um komu þína strax í dag, og hún mun gerá allt til að þér líði sem bezt. Og strax og ég er orðinn það frísk- ur, a ðég get ferðazt, kem ég, og þá getum við rætt betur um framtíðina. Þessi tillaga lians olli Petu mikillar æsingar, — Mér er mjög á móti skapi að gera þetta, sagði hún. — Ég vil ekki — búa þar sem eigin kona þíri. — Kæra bam, ég ætlast alls ekki til að þú rækir skyldur þín ar sem eiginkona. Þú þarft að- eins að bera nafn mitt og búa á heimili mínu, sagði hann þurr lega. — En ef þú ætlar að sækja um skilnað, verður þú að minnsta kosti að láta dómstólana halda, að þú liafir lifað sem eiginkona mín. Peta kveikti sér í vindlingi. Hendur hennar skulfu. Hann sá, að hún var afar taugaóstyrk. Hann sagði blíðlega: —. Ég veit, að þú hatar mig fyrir að hafa komið þér i þessa aðstöðu. En sá dagur getur kom ið, að ég geri þér mikinn greiða. — Ekki veit ég í liverju hann ætti að vera fólginn, sagði hún snöggt. — Þú hatar mig. Hann brosti, en liryggðarglampi var í augum harts. Hún rétti út hönd sína, — Nei, alls ekki, Noel. En þettá er allt svo andstýggilegt. Þetta þýðir að ég verð að segja Bum frá öllu, og þú getur ekki ímyndað þér hvað það verður hræðilega fyrir mlg, ef hann trúif mér ekkL Frensham dró að sér höndina. Snértingin við granna og heita fingur hennar hafði meiri áhrif á hann en hann vildl vera láta. Hann fann til óstjómlegrar löng unar til að taka hana í faðm sér, kyssa liana og segja henni að það væri heimskulegt og bama- legt af henni að binda allar framtíðarvonir sínar við þorp- ara eins og Lyell. Hann langaði HuÆl DSZSX SÆNGUR REST BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængnmar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúna sængur — og kodda af ýmsmm stærðum til að grátbiðja hana að vera heldur hjá sér. Þó að hún gæti kannski ekki orðið yfir sig ást- fgngin af honum, myndi hún þó að minnsta kosti finna öryggi, frið og vináttu hjá honum. Og hún hafði liann svo örugglega á valdi sínu. Hann velti því fyrir sér, hvað hún myndi segja, ef liann játaði henni ást sína. Hann, Frensham, sem hafði verið svar- inn piparsveinn allt sitt líf, og aldrei orðið fyrir slíkum áhrif- um af konum fyrr. Hann reyndi að leiða henni fyr ir sjónir, að hún yrði að leika eiginkonuhlutverkið, áður en hún gerðist ákærandi í skilnað- armáli. Hann talaði um Aubum á eins ópersónulegan hátt og hann gat. — Ef þessi maður elskar þig í raun og veru, Peta, þá mun hann trúa þér og bíða þar til þú hefur fengið frelsi þitt. — Ég býst heldur ekki við að ég hafi um annað að velja, sagði hún óhamingjusöm. — Það mun enginn neyða þig til neins — þú þarft aðeins að Dún og fiðurhreinsunin SÆMGUR Endurnýjum gömlu sængumar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐTJRHREINSUNÐí. Hverfisgötu 57A. Sími 16738. — Þið heyrðuð livað ég sagði. Hvers vegna þetta mfiður. Skellið bara á þá sýkla sprengjum og hættið allri vitleysu. — Ég held við ættum að greiða atkvæði um þetta, ef meirililuti er yður fylgjandi. . . . Þeir sem eru með þessu rétti upp hönd. Á móti? — Það lítur fyrir að tillaga yðar sé felld. — Ég bjóst við því, þið eruð allir með einhverjan lieiðarleika vangaveltur. Ég hef ekki samvixkubit yfir því að eyðilcggja eða eyða nokkrum sköpuðum hlut. Og það mundi ég gera hér ef þessi hópur réðl I raun og veru einhverju. ALÞÝÐUBLAÐiÐ — 19. apríl 1964 ^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.