Alþýðublaðið - 21.04.1964, Side 1
Verstöðvar
saltlausar
Rcykjavík, 20. apríl. — AG.
VERSTÖÐVAR hér Sunnanlands
eru nú saltlausar, og ekkert sal'.
aff fá fyrr en 24. þessa mánaðar,
en þá kemur hingrað skip með um
1600 tonn. Vegna saltleysisins
liafa þegar skapazt vandræði, og
MHMMHWmmMMVMHH
Með fiskinn frá
Þorlákshöfn til
Akraness
Reykjavík, 20. apr. ÁG.
UM lielgina fóru fimm
bilar frá Þorlákshöfn með
óseldan fisk. Einn þeirra
gat selt og losað í Hafnar-
firði og annar í Reykjavík.
Hinnm þremur gekk ekki
eins vel, og á tímabili sá
útgerðarmaðurinn það eitt
ráð, að selja fiskinn hér í
gúanó.
Að lokum var þó það ráð
tekið, að moka is á fiskinn
og aka honum npp á Akra-
nes. I>ar keypti Heimaskagi
magnið til vinnsln, en eins
og menn geta ímyndað sér
er slíkur flutningur mjög
dýr. Er þetta aðeins eitt af
mörgum dæmum um þá
miklu vinnslu- og löndunar-
erfiðleika, sem nú er við að
etja. ,
Því má hæta hér við, að í
dag var einn bátur, Hafrún,
■á leið til Bolungarvíkur,
með fisk, sem báturinn fékk
á Selvogsbanka.
WtWWWWWWMWWWWWW
má búast við að hluti af þorskafl-
anum næstu daga fari fyrir bragð
ið í gúanó.
Blaðið ræddi í dag við Geir
Borg hjá Kol & Salt. Hann sagði,
að enginn hefði getað séð fyrir
þennan mikla þorskafla hringnóta
bátanna, og hefði þvi þessi gífur-
lega saltnotkun komið sér mjög á
óvart. Hann sagði, að Katla hefði
komið með 2100 tonn fyrir helgi,
og þá hefði t.d. pöntun Guðmund-
ar frá Rafnkelsstöðum ekki dugað
honum í eins dags afla.
Hann sagði, að nú í vikunni
kæmi skip með 1600 tonn, en aug-
Ijóst væri, að það magn dygði
skammt. Hlutur hverrar verstöðv-
ar verður ekki ýkjamikill, og má
gott heita ef 1600 tonnin duga í
einn til tvo daga. Geir kvað önn-
ur tvö skip væntanleg innan
skamms.
Geir endurtók, að útilokað hefði
verið að sjá fyrir þennan mikla
afla, og ekkert væri við þessu að
gera.
Er blaðið ræddi við hinar ýmsu
verstöðvar í dag voru menn sam-
mála um, að í þessum efnum væri
ástandið heldur slæmt. Þorskinn
af hringnótabátunum er ekki hægt
að hengja upp. Til þess er hann
of stór og þungur. Geymslurými
frystihúsanna er einnig yfirfullt
og verkafólkið að þrotum komið
eftir langa og mikla vinnu.
HAVANA: Fidel Castro forsæ'is-
ráðherra hefur tilkynnt að banda-
rískir flotahermenn frá herstöð-
inni í Guantanamo hefðu undan-
farið gerzt sekir um hvers konar
yfirgang við kúbanska borgara.
Sé nauðsynlegt að taka málið upp
í Öryggisráði SÞ.
Fékk 125 tonn
í fimm köstum
RÆIT VIÐ GUÐBJÖRN ÞORSTEINSSON Á GRÓTTU
Reykjavík, 20. april. — ÁG.
Vitað var um þrjá báta, sem
höfðu fengiff yfir 100 tonn í
gær í þorsknót. Voru það
Guðmundur Þórðarson með
129 tonn, Grótta með 125 og
Árnl Magnússon með 114 tonn.
Eru því allir þessir bátar bún-
ir að slá met Halldórs Jóns-
sonar, sem kom til Reykja-
vikur aðf%ranótt sl. laugar-
dags með rúm 103 tonn.
Guðmundur Þórðarson kom
til Reykjavíkur í nótt, og fór
út klukkan G í morgim. Grótta
kom aftur á móti undir morg-
uninn, og var ætlunin að fara
út aftur kl. 8 í kvöld. Við hitt
um Guðbjörn Þorsteinsson,
skipstjóra á Gróttu niðri við
Grandavigtina rétt fyrir há-
degið í dag. Hann var þá að
bíða eftir útkomunni, en sjálf-
ur var hann búinn að gizka
á 130-140 tonn. Hann stóð
þarna I sólinni skeggjaður og
þreytulegur, og ræddi við ung
an son sinn, Snæbjörn.
Guðbjöm kvaðst hafa feng-
ið þennan afla í 11 tíma lotu
um 4 tii 5 mílur suður af Sel-
vogsvita. Var kastað fimm
sinnum, og mest fengust G0-
70 tonn í einu kasti. Guðbjörn
sagði, að þarna hefffu þeir
(Framhald á 4. stðu).
wwwww%wwwwwwwwwwwwtwwwwtwwwwwwwwwwwwwwiwtwwMwwmww
Þrír bátar með yfir
100 tonn í fyrradag
Mesti afladagur til þessa. Guðm. Þórðarson með 129 tonn
Reykjavík, 20. apríl - ÁG
MIKIÐ veiddist af þorski í gær á
Selvogsbanka. Er liklegi að þá
hafi veriff bezti veiðidagurinn tii
þessa. Hringnótabátar voru með
mest 129 tonn, en það var Guð-
mundur Þórðarson, sem fékk þann
afla. Grótta var með 125 tonn og
Árni Magnússon með 114. Marg-
ir voru með um og yfir 90 tonn.
AfK netabáta var eininig mjög
sæmilegur.
Flestir bátanna voru í gær vest-
ur af Þrídröngum, og sumir enn
vestar. í dag voru netabátar komn
ir allt austur að Jökli, en hring-
nótabátarnir héldu sig töluvert
vestar.
Blaðið ræddi í dag við vigtar-
og fréttamenn í helztu verstöðv-
unum, og fara hér á.eftir upp-
lýsingar þeirra:
HAFNARFJÖRÐUR
í fyrrinótt (aðfaranótt sunnu-
dagsins) bárust 400 tonn til Hafn-
arfjarðar. Eldborgin var hæst með
rúmlega 80 tonn. Þá kom Margrét
með 75 tonn og Faxi og Bjarmi
II. með rúmlega 50 tonn. Sæmi-
legur afli var hjá netabátunum,
og voru margir þeirra með um
20 tonn.
KEFLAVIK !
Hér var landað 666 tonnum f
fyrrinótt. Hamravík (með nót) var
hæst með 57,7 tonn. Næstur var
Ófeigur II. (nót) með 48,8 tonn
og Hilmir II. (net) með 43,5 tonn.
í gærkvöldi (sunnudagskvöld)
og nótt komu hér á land 423 tonn.
Af þeim bátum, sem lönduðu, var
aðeins einn bátur með nót, Von-
in, sem kom með 79 tonn. Hér
eru þegar orðin mikil vaadræði
með móttöku, og eru þau aðal-
lega fólgin í því, að allt er orðið
saltlausi. Ekki er búizt við salt-
skipi fyrr en 24. þessa mánaðar,
og kemur það aðeins með 1606
tonn. Má því ætla að skammtur-
inn, sem við fáum, endist í einn
dag, — haldi bátarnir áfram að ■
fiska svona mikið. Allir skreiðar
hjallar eru að fyllast, og ekki er
hægt að hengja upp fiskinn af
bátunum, sem fiska í nót. Til þess
er þorskurinn of stór.
GRINDAVÍK
Netabátar, sem hingað kamu,
Framhald á 14. síðu.