Alþýðublaðið - 21.04.1964, Page 9
iiiiiiitftiiiiiiiimmitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimmiiimmiiimiiff
IÐNKAUPSTEFNAN í HANN-f
OVER HEFST EFTIR VIKU r
iír við Michael Tree.
ins, The Rt. Hon. Sir Harry
Hylton-Foster, í hinu fagra og
sögufræga Speaker’s House. —
Við færðum honum að gjöf ein-
tak af Guðbrandsbiblíu, og lét
hann í ljós mikla hrifningu yf-
ir gjöfinni. Við þetta tækifæri
flutti Peter Thomas, aðstoðar-
utanríkisráðherra, mjög vin-
samlega ræðu. Einnig hafði
The Wliite Fish Authority fjöl
menna móttöku fyrir okkur á
Hotel Dorchester, þar sem við
bjuggum meðan dvalizt var í
London. — Síðustu tvo dag-
ana í London gerðist það helzt,
að Decca-fyrirtækið bauð okk-
ur í bátsferð á Thames til þess
að sýna okkur, hvað staðar-
ákvarðanir, sem gerðar eru
með miðunarkerfi Decca, eru
nákvæmar. Við þetta tækifæri
hittum við landbúnaðar- og
fiskimálaráðherra Breta, Chris-
topher Soames. Forstöðumenn
Decca létu í ljós mikinn áhuga
á því að koma upp Decca-
Reykjavík, 17. apríl — HP.
DAGANA 6. apríl — 5. maí
n.k. verður haldin iðnkaupstefna
í Hannover. Er þetta mesta tækni
leg kaupstefna í Evrópu, þar sem
sýnd verður framleiðsla 5700 fyr
irtækja frá 29 löndum. Gefst því
einstakt tækifæri til að kynnast
af eigin raun helztu nýjungum x
taakniframieiðslu á þessaril iðn-
kaupstefnu.
Fyrir þá, sem áhuga kynnu að
hafa hug á að sækja kaupstefnuna
skal þess getið, að aðgangskort að
henni fást hjá Ferðaskrifstofu rík
isins og kosta kr. 66.00. Ferða-
skrifstofan útvegar einnig gist-
ingu í Hannover og annars stað-
ar, ef þörf gerist og skipuleggur
ferðir þeirra, sem sækja vilja
kaupstefnuna, ef þess er óskað.
Er nú þegar orðinn hörgull á gisti
rými, í Hannover, og er því ráð-
legast fyrir væntanlega gesti
kaupstefnunnar að hafa sem fyrst
samband við Ferðaskrifstofu ríkis
ins vegna útvegunar á gistiplássi
þar.
Sérstök afsláttarfargjöld verða
í gildi á ýmsum flugleiðum frá
1. april til 30. maí. Til dæmis verð
ur fargjaldið héðan og til Ham-
borgar fram og aftur kr. 6975.00
auk söluskatts, og gildir miðinn
í mánuð. Allar nánari upplýsing
ar um kaupstefnuna og tilhögun
hennar og auk þess aðrar kaup-
stefnur í vor veitir Ferðaskrif-
stofa ríkisins fúslega.
Iðnkaupstefna var fyrst haldin
í Hannover 1947. Sýningarsvæðið
í ár er geysilega stórt, og hefur
raunverulegt sýningarpláss þar
meira en tífaldazt síðan kaupstefn
an var fyrst haldin. Á kaupstefn
unni verður veitt mjög fullkom
in þjónusta á öllum sviðum. Þar
verða 10 upplýsingaskrifstofur og
40 veitingastofur. Þar eru sæti
fyrir 18.000 gesti, en þjónustuliðið
þar er 3000 manns. Upplýsinga-
bæklingar hafa verið prentaðir í
þúsundatali, og sýningarsvæðið er
mjög vel skipulagt og skipt niður
í f jölmargar deildir, svo að gestim
ir eiga að geta gengið að öllu, sem
þeir hafa sérstakan áhuga á, vísu
á sínum stað. Vélar þær, sem sýnd
ar verða á kaupstefnunni, verða
flestar sýndar í gangi, en sú raf
orka ein, sem þarf til að knýja
þær, er nægileg fyrir 150.000
manna borg. Ferðalög með bíl-
um, járnbrautarlestum og flugvél
um til Hannover hafa verið mjög
vel skipulögð, og daglega munu
t. d. koma þangað lestjr víða að
frá Þýzkalandi og öðrum stöðum
í Evrópu. Þarf ékki að efa, að iðn
kaupstefnan í Hannover, sem
hefst eftir rúma viku, verði bæði
fróðleg og skemmtileg og minnis
stæð þeim, sem hana sækja.
iiiiiiiimiiiiiiiiiii'iimimiiiiiMiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui, r,_.
kerfi hér á landi, og er ég
fyrir mitt leyti þeirrar skoðun-
ar, að kerfið sé mjög fullkom-
ið og gæti orðið okkur mjög
gagnlegt, bæði í sambandi við
fiskveiðar og flugsamgöngur,
en sá hængur er á, að stofn-
kostnaður við það er mjög
mikill, sennilega nálægt hund-
rað milljónir króna. Við skoð-
uðum líka Design Centre, en
það er eiginlega leiðbeininga-
stofnun iðnaðarins varðandi
útlit og gæði framleiðsluvar-
anna. Að síðustu fórum við svo
og skoðuðum Tower of Lond-
on og St. Pauls Cathedral.
— Þið hafið auðvitað alltaf
haft góða fylgdarmenn.
— Tveir starfsmenn Alþjóða
þingmannasambandsins, ritari
þess, Major-General W. A. Die-
moline og Mr. Candle, fyrrver-
andi starfsmaður í utanríkis-
þjónustunni, Voru jafnan með
okkur á öllum okkar ferðum
og veittu okkur fróbæra fyrir-
greiðslu í hvívetna, en auk
þeirra skiptust þingmenn úr
móttökunefndinni á um að
vera með okkur á ferðalögun-
um. Að sjálfsögðu hittum við
, að máli marga merka menn,
en of langt mál yrði að fara
að telja þá upp, en meðal
þeirra, sem við áttum ánægju-
legt samtal við, var Harold
Wrilson, sem þingmenn brezka
Verkamannaflokksins fullyrtu,
að verða mundi forsætisráð-
herra Breta að loknum kosn-
ingum í haust. Við urðum
margs vísari um hagi og háttu
Breta á þessu ferðalagi og alls
staðar mættum við hinni mestu
hlýju og vinsemd. Nokkrum
sinnum bar landhelgismálið
auðvitað á góma, og voru allir
fegnir því, að deilunni út af 12
mílunum skyldi nú vera að
fullu lokið. Er ég sannfærður
um, að Bretar óska einskis
fremur en allar ýfingar út af
landhelgismálinu leggist nú nið
ur og íslendingar og Bretar
eigi aðeins vinsamleg samskipti
á öllum sviðum.
— Hittuð þið íslendinga í
London? spyr fréttamaður að
lokum.
— Já, sendiherrann, Henrik
Sv. Björnsson og frú hans tóku
frábærlega vel á móti okkur
og höfðu boð inni fyrir 60—70
manns, flest brezkir þingmenn.
Við urðum þess áþreifanlega
varir, að þau hjónin njóta
mikils álits og vinsælda hjá
Bretum. Við áttum einnig á-
nægjulega kvöldstund með
Karli Strand, lækni, og Birni
Björnssyni, stórkaupmanni, og
konum þeirra. Ferðafélagar mín
ir voru allir mjög ánægðir með
förina og þær móttökur, sem
við fengum, og kunnum við
brezka þinginu miklar þakkir
fyrir þetta tækifæri, sem það
gaf okkur til að heimsækja
Bretland. Síðar vonast. ég til,
að brezkum þingmönnum gefist
kostur á að koma hingað og
kynnast íslandi og íslendingum.
Og á því leikur enginn vafi,
að slíkar gagnkvæmar heim-
sóknir geta orðið báðum aðil-
um til.góðs. . —hjp.
imiiiiiiiiiiiiiiiimutiiniiiiiiiimiiiiiiiiiiimimiiiiniiiiiuiiiiiiiiiiuiiiiiiuiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiimiiiiumiiiiiiiiiiniiiiiuiiimiuiiiiiiiuiniiiiimiminH^
SAUMA- OG BRIDGE-
KLÚBBAR KVENNA
ÞJÓNUSTA
yður til
ÁNÆGJU og FRGÐLEIKS
SNYRTISÉRFRÆÐINGAR VORIR munu
heimsækja klúbhmeðlimi í kaffihléinu,
til skrafs og ráðlegginga um val og notkun.
Coryse Salome
SNYRTIVÖRU,
sem flytur yður LEYNDARDÓMINN,
að vemd hins
KVENLEGA YNDISÞOKKA.
Pantið heimsóknina
í síma vorum
2-21-38
Laugavegi 25.
UPPI
ANDLITSHÚÐHREINSUN, SNYRTING,
HÁRGREIÐSLA, GEISLARÖÐ.
STEREO:
FYRSTA ÍSLENZKA
STEREO plafan
komin á markaðinn
Karlakór Reykjavíkur syngur.
Stjórnandi Sigurður Þórðarson.
Póstsendum.
Fálkinn h.f.
H1 j ómplötudeild.
Fermingarúr
fyrir stúlkur
og drengi
í iniklu úrvali.
Ársábyrgð. - Kaupið
úrin hjá úrsmið
IViagnús E. Baldvinsson,
úrsmiður — Laugavegi 12. Sími 22804.
Hafnargötu 35 — Keflavík.
Illllllllll lllll II lll lll >U> 11111.11111 n
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. apríl 1964 9