Alþýðublaðið - 10.05.1964, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 10.05.1964, Qupperneq 6
Fyrir tæpum fimmtíu árum férst S*að gíæsilega far- þegaskip „Empr@ss of Ireland" og 1012 manns týndu iíftnu. Þetta var mesta sfósiys í sögu Kanada á friöar- tímum. Þessi afburöur vakti skeifingu um allan heim. Aöeins tveim árum áður haföi hi „ósökkvandi^ Titan- ic farizf ... 3JARTA vornótt fyrir tæpum | (fimmtíu árum síðan leið hið g»æsi |ega farþegaskip Empress of Ire- fand n*ður St. Lawrencefljót í fKanada á leið til hafs. í ,Flestir hmna 1057 farþega voru ! tagztir til svefns. Skipið hafð'i ný j Jega lagt úr höfn í Quebeck, það tar 29. maí 1914. Skipstjórinn, Henry George iendendall, var aðeins 39 óra að þldri og óvé'nju ungur af skip- jstjóra ó farþegasViipi að v'era. flnda vorn ekki liðnar nema fjór fir vikur síðan hanii hafði tekið ^’ið stjórn hins 14.000 tonna stóra flaggskips Canadian Pacific skipa ^élagsins. ! — Ágæt nótt, mælti skipstjór- |nn við eina farþegann, sem var lippii á þi jum þessa nótt, þegar Jiann gekk fram hjá honum á leið si.nni í brúna. — En það lítur íút fyrir að við fáum þoku, það er Saldrei gott að segja hvað húr. kemst áleiðis á þessum hluta fljótsins. Leicisögumaðurinn niður fljótið gekk frá borði Empress of Ireland við Father Point, 175 sjómílur frá Quebeck. Síðan var skriður skips ins aukinn upp í hámarkshraða, 18 sjómílur, og stefna var tekin út já Atíantshaf, áleiðis til Liverpool. Um tvöleyiið kom Kendall skip stjóri vauga á sigluljós annars skips um það bil sex sjómílur undan. Þetta var norska kolaskip- ið Storstad á leið til Montreal frá Sidney með 10.000 tonna kola íarm. Rétt eftir þe.ta skall þoka yfir og skipin hurfu hvort öðru sjón- um Nokkrum mínútum síðar vakn- aði farþegi á Empress of Ireland, ung stúlka að nafni Grace Kohl, og leit út um kýraugað á klefa sínum. Hún sá ljós annars skips í þokunni. — Eg hélt að þetta væri bát- urinn, sem kominn væri til að flytja leiðsögumanninn í land og lagðist aftur til svefns, mælti hún nýlega, en hún er nú gift kona í Montreal. En skipið sem ungfrú Kohl sá var S orstad, sem kom brunandi þvert á stjórnborðssíðu Empress of Ireland. Örfáum sekúndum síðar lenti kolaskipið miðskips á farþegaskip inu. Stefni Storstads gekk sex til sjö metra inn í síðuna á Empress of Ireland og gerði geysilega rifu í hana. Sjórinn tók þegar að fossa inn í bæði kælirúm hennar. Empr ess of Ire’and lagðist þegar á stjórnborðshliðina og var horfin í öldu St. Lawrencefljóts eftir 15 mínútur. Þegar þetta gerðist var skipið statt 6.5 sjómílur austur af Father Point. Alls fórust með skipinu 1.012 manns. 840 farþegar og 172 af 420 manna áhöfn skipsins. Þetta var skæðasta sjóslys í sögu Kanada á friðartímum. Af 138 börnum, sem með voru, kom- ust aðeins 4 af. Fjöldi þeirra sem fórust hefur aldrei komizt upp á þiljur, aðrir soguðust niður með skipinu þegar það hvarf í fljótið Á skipinu voru 40 björgunarbátac, af þeim gafst ekki tóm til að sjó setja nema fjóra, a’la frá s.jórn- borði þar sem skipinu tók svo fljótt að halla, að ekki var við- lit að losa bakborðsbátana. í hópi farþeganna voru 200 frá kanadiska Hjálpræðishernum, sem voru á leið til alþjóðamóts í London. Af þeim komust 33 af. Meðal þe'rra, sem fórust, var yfirmaður Hjálp- ræðishersins í Kanada, kona hans og þrjú börn. Vegna þe'-s a burð- ar heldur kanadíski Hjálpræðis- herinn minningarguðsþjónustu hinn 29. maf ár hvert í kirkjugarð inum í Pleasant í Toronto. Þetta slys varð aðeins tveim ár- um eftir það sjóslys, sem bezt hef ur geymzt í hugum manna, er hið „ósökkvanlega“ Titanic fórst með ^1513 mönnum á Norður-Atlants- haf*. Þessi nýi ógnaratburður vakti skelfingu um all#n heim. í hverju voru mistökin fólgin? Þegar Empress of Ireland og Storstad urðu vör hvort við ann- að, iá Thomas Andersen, skipstj. á Storstad, í íbúð sinni og sva£. Fyrsti stýrimaður hanis, Alfrcd Toftens, var á vakt, en hafði feng ið þá fyrirskipun, að vekja skip stjórann ef þoka skylli á. Það sem gerðist í brúm skip- anná eftir aS þokan huldi þau sjónum hvort frá öðru, varð til- efni harðra og biturra orðaskipia meðan hin opinbera rannsókn, sem kanadíska stjórnin fyrirsk'p- aði, stóð yfir. Rannsóknarnefndin, sem starf- aði undir forsæti Merseys lávarð ar, sem einnig stjórnaði rannsókn inni á Titanicslysinu, komst að þeirri niðurstöðu, að sökin væri | hjá stjórnendum Stors.ads, vegria þess að það hafði átt að breyta um ; stefnu efcir að þokan skall á | Nefndin komst að þeirri niður- stöðu, að Toftens fyrsL s ýrimað- ur hefði farið rangt að og sýnt af sér kæruleysi við stefnubreyting- una og við að láta hjá líða að Björgynarbátar voru settir út trl þess að reyna að bjarga þeim, sem eftir lifðu. vekja skipstjórann eftir að þokan skall yfir. ! Anderson skipstjóri mun hafa lcomið í brúna í sömu andrá og fyrrnefnd ungfrú Kohl leit út um glluggann hjjá sér. Honum var ekki strax gert kunnugt, að ann- að skip væri á næstu grösum, og hið fyrsta, sem honum varð fyrir var, samkvæmt venju að líta á áttavitann, Það stóðsc á endum, að hann var kominn að honum , þegar hann sá ljósin á Empress I of Ireland koma fram úr þokunni ' og þá var ekki lengra en200—300 metrar milli_ skipanna. Hann hringdi þegar á fulla ferð aftur, en það var um seinan. Stor- smd rakst af þvílíka afli á Émpr- ess of Ireland, að það kastaðist aftur frá því, snerist um meira en 90 gráður, þokaðist aftur með því og hvarf í þokuna á nýjan leik. í nærri tíu mínútur hafði Ander sen ekki hugmynd um í hvaða átt hið ásiglda skip væri .Það var ekki fyrr en neyðaróp fólksins í sjónum tóku að berast gegn um þolcuna, að hann gat tekið stefnu á það. Þá fór hann ems nærri og hann þorði og setti út fjóra björg unarbáta til þess að bjarga þeim sem eftir lifðu. Tilviljun olli því, að Kendall skipstjóri á Empress of Ireland bjargaðist. Hluti af brúnni rifnaði frá um leið og skipið hvarf í djúpið og skipstjórinn kastaðist í vatnið nærri einum björgun- arbátnum. Hann var dreginn um borð í hann og þaðan stjórnaði hann björgunarstarfinu og hætti ekki fyrr en hann var sannfærður um að ekki væru fleiri lífs í vatn inu. I Milli klukkan 3 og 4 komu tvö önnur skip á slysstað, póstskipið Lady Evelýn og dráttarbáturinn Eureka. Allt sem þau gátu gert var að flytja skipbrotsfólkið til næstu hafnar, sem var Rimouski I í Quebeekhéraði. 1 Kendall skipstjóri ga’t þess ekki að hafa misst skip sitt. Á árum fyrra stríðsins stjórnaði hann hjálparbeitiskipinu Calgarian allt þar til þýzkur kafbátur sökkti því undir lionum í marz árið 1918. Til stríðsloka var hann síðan yfir ' maður skipalesta og eftir það var hann yfirmaður Canadian Paeific j í London og Southamton þar til ! hann hætti störfum árið 1938. I Hann er enn á lífi og býr í Eng- j landi. Rannsóknamefndin lét í ljós oomijfl jnprt *>ínum unga stýri- ttanni, Toftenes, sem sá lífsstarf sitc og framtíö eyðilagt þrjátiu og þriggja ára að aldri. — Okkur þykir fyrir að þurka að lýsa sök á hendur nokkrum manni vegna þessa hörmulega atburðar og við myndum ekki gera það ef við fyndum nokkurn annan kost, sagði í skýrslu hennár. “ ‘ £ 10. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.