Alþýðublaðið - 23.05.1964, Qupperneq 2
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og fienedikt Gröndal. — Fréttastjóri:
Arni Gunnarsson. — Ritatjómarfulltrúi: Eiöur Guðnason. — Símar:
:'490C-1490:'. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við
Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald
kr. 80.00. — i lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurhin.
LISTAHÁTÍÐ
ÞAÐ ER mjög vel til fallið, að minnast tutt-
ugu ára afmælis íslenzka lýðveldisins með veg-
legri listahátíð leins og gera á í vor. Hátíðin iverð-
■ur borin uppi af íslenzkum listamönnum og lista-
verkum, þóti að sjáifsögðu margir góðir erlendir
igestir leggi þar einnig nokkuð af mörgum. Dagskrá
hátíðarinnar verður fjölbreytt; sivo fjölbreytt, að
hver einasti -iandsmaður ætti að finna þar eitthvað
við sitt hæfi. Keppt er að því að þetta verði) hátíð/
sem allir landsmenn fái notið, og er það vel.
Slíkar Jistahátíðir eru ivíða erlendis haldnar ár
fega í mörg'um stórborgum og þykja hvarvetna hin
ir merkustu viðburðir. Þótt íslenzkt menningárlíf
sé fjölskrúðugt og við eigum gnótt góðra Dsta-
manna, væri ef til vili í fullmikið fáðizt að aétla
sér að halda slíkar hátíðir hér árlegá. En vanda
laust ætti okkur að vera að efna til listahátíða ann
að hvert éða þriðja hivert ár. Vafalaust mundi slíkt
’hafa mikil og góð áhrif til eflingar íslenzku menn-
ingariifi. Þess er að vænta, áð árangur þeirrar há-
tíðar, sem nú er í vændum, verði slíkur, að hér
verði áframhald á. Bandlálag íslenzkra listamanna
á þakkir skildar fyrir framtak sitt og rvonándil verð
ur Iistahátíðin öllum sínum aðstandendum til
mesta sóma.
BOÐ OG BÖNN
fiNEYK-SLAZT hefur verið á framferði ungl-
inganna um hvítasunnuna, enda slíkri hegðan ekki
bót mælandi. En það er síður en svo, að sökin í
þessu máli sé unglinganna eihna, eins og Hannes
á horninu hefur réttilega bent á hér í blaðinu. Um
hvítasunnuheigina eru kvikmyndahúsin, sem æsk-
an sækir mikið lokuð tvo daga af þrem. Danshús
eru opin, en bannað er að dansa, nema á annan idág
hvrtasunnu. Engar hömlur eru á vínsölu þessa
daga. Vínið flóir á danshúsunum engu síður en
ella, þótt blátt bann sé lagt við dansi. Þetta- hljóta
allir að vera sammála um að sé fáránlegt ósam-
ræmi, sem breyta þarf hið fyrsta.
Lokun kvikmyndahúsanna á hátíðisdögum er
ein út af fyrír sig beinlínis til bess fallin að ýta
undir að unga fólkið hverfi burt og skemmti sér
eihhversstaöar utanbæjar, og þá ærið oft með mið-
ur æskilegum afleiðingum,
Fyrsta skrefið til að stemma stigu við því, að
hvítasunnuhneyksli endurtaki sig, ætti tvímæla-
iausr að' vera að rýmka um þær hömlur á skemmt
anahaldi, sem nú eru við lýði á hátíðisdögum og
stuðlá þá uim leið að því, að efnt sé tiO. samkoma þar
sem æskufólk getur komið saman og skemmt sér
á heilbrígöan hátt.
2 23. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
B-deild Skeifunnar
Ódýr húsgögn, svefnsófar, sófasett, borðstofusett, stakir stólar, klæða-
skápar o fl. húsgögn á tækifærisverði.
Tökum vel meðfarin húsgögn í umboðssölu.
SKEIFAN B-deild kjörgarði
ViSsjárverð' blaðamennska.
ir Æsifréttir um ávirðingar.
Minna rætt um gott fordæmi.
Ástandið með Eimskip.
-k Fortíðin og nútíðin.
........ iiiiiiiiimiiiiiiuiiiiimiiini
iiiiiiiiiiiiiitiuiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiMiiiiiiimiiiiik
„VEGFARANDI” SKRIFAR:
í>að er rangt af blöðunum að gera
unglingavandamál að æsifréttum.
Ncg er samt. Eftir því, sem ég hef'
heyrt er það rétt hjá þér, að að
þessu sinni var ólátahópurinn fá-
mennari en áður og ölvun miklu
minni. Fullyrt er að blaðamenn
geri úlfalda úr mýflugu. Ég álít
að ekki megi þegja við ósóma
hvar sem hann fyrirfinnst. En það
er líka rangt að gera meira úr en
eðlilegt verður að teljast. í>að er
beinlínis skaðlegt.
ÞAÐ ERU EINMITT ÆSI-
FRÉTTIRNAR af þessum atburð-
um, sem verða til þess að auka á
ævintýramennsku vegvilltra æsku-
manna. Það má ekki setja stlmpil
á heildina þó að einstaka liggi í
drafinu. í sambandi við Hreða-
vatnsför um síðustu hvítasunnu,
var sagt, að nökkrir unglingar
hefðu hagað sér ágætlega. Ég vil
fullyrða, að mikill meirihluti hafi
verið til sóma. Gott fordæmi er
meira virði en ávirðingarnar. Þess
vegna á að leggja meiri áherzlu á
það er þær”.
HANNES JÓNSSON sendir eft-
irfarandi:
Illa fór hann Gvendur grey,
þótt gamalt hefði hann ketið,
en þeir eru til, scm þrífast ei,
þótt þeir geti étið.
Að liann dáið hafi úr hor
held ég rengja megi,
en hitt var satt, hann var í vor
vel framgenginn eigi.
MÉR DUTTU þessar borgfirzku
vísur í hug, er ég sá útkomuna hjá
Eimskip, eftir fimmtíu ára. trú-
verðugt og liógvært vinnukonu-
starf hjá hákörlum og höfðingjum,
samvinnumönnum og svindilbrösk-
urum, ríkisstjórnum og stjórn-
málaskúmum. Allir þessir hafa
krafizt þjónustu, en fáir hlúð að 1
óskabarninu. 1
Ég SÁ HVERJIR SÖFNUÐU j
AUÐI í skjóli Eimskips í fyrra j
stríðinu, en höfðu engan áhuga til
viðskipta, er ódýr leiguskip stóðu
til boða. Þá tókum við Magnús
lieitinn Gunnarsson kaupmaður á
Stokkseyri mestallt farmrými
Gullfoss eldra á leigu, um 1921,
með því skilyrði, að skipið kæmi
við á Stokkseyri í færu veðri. Það
tókst, og allir voru ánægðir. Ég sá
líka þjónustu Eimskips við kaup-
félögin og SÍS. Ég hef heyrt um
þá, sem auðguðust á þjónustu Eim-
skips í seinna stríðinú. Og ég hef
líka heyrt um þjónustúna við út-
gerðina og hraðfrystiliúsin.
NÚ Á SÍS ÁTTA SKIP og ætiar að
byggja fleiri. Landsbankinn legg-
ur fram féð, að sögn. Eigendur
82P*
hraðfrystihúsanna eiga mörg skip,
og stórkaupmenn einnig. Ríkis-
stjórnir og bankar liafa lagt féð
fram. Allir þessir nýríku fátæk-
lingar heimta peninga til meiri
framkvæmda. Allir segjast vera
einstaklingsframtak, sem ekki
eigi að bera ábyrgð á neinu. Eiga
réttinn í þjóðfélaginu, en ekki
bera skyldurnar.
EN HVAÐA RÉTT liafa bank-
arnir til að ráðstafa sparifé al-
mennings í gáleysi og ábyrgðar-
lítið? Og hvaða rétt liafa ríkis-
stjórnir til að leggja skatta og
tolla á almenning, til að ausa þvS
í útgerðarmenn og bændur, sem
alltaf segjast tapa, hve miklu sem
er troðið í þá? „Já, rétt, áttatíu ’,
sagði Þorlákur hreppstjóri í Hól-
um á hreppaskilunum, er bóndinn
tíundaði fimmtíu ær, settar á vet-
ur.
JÁ. BARNABÖRN VELLYGNA-
BJARNA dóu úr hor. Kannski fer
óskabarnið eins. Það mundt
hryggja okkur, sem sáum það fæð-
ast af íslenzki-i þjóðarvitund. Al-
veg eins þó við þá verðum dauð í
jarðneskum líkama”.
MÆÐRADAGURINN
ER Á SUNNUDAGINN
FORELDRAR! — Látið börn ykkar hjálpa okkur til að
selja litla, fallega mæðrablómið, sem aflient verður á.
sunnudaginn frá kl. 9,30 í eftirtöldum skólum:
Melaskóla
Vog’askóla
Miðbæjarskóla
ísaksskóla
Hamrahlíðarskóia
Langholtsskóla
Laugarnesskóla
Aústnrbæjarskóla
Breiðagerðisskóla
Vesturbæ jarskóla
(Stýrimannaskóli, Öldu-
götu).
og skrifstofu Mæðrastyrksnefndar,
NjáEsgötu 3- — Góð sölulaun.
Hjálpið öll til að gera dag móðurinnar sem ánægju-
legastan.
Mæðrastyrksnefnd.
Frá Stýrimannaskólanum
Sérstök deild verður lialdin við Stýrimannaskólann á
hausti komandi fyrir þá, sem lokið hafa hinu minna fiski-
mannaprófi og vilja lesa undir fiskimannapróf.
Kennsla hefst 1. október og lýkur með fiskimannaprófi
næsta vor.
Umsóknir um þátttöku þurfa að hafa borizt undirrituðum
fyrir 15. ágúst.
Skólastjóri Stýrimannaskólans.