Alþýðublaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 3
Pathet Lao skýtur á bandaríska flugvél Rússar styðja tillögu Frakka Washington, Moskva, og London. 22. maí. (ntb-reuter-afp). Land- varnaráðuneytið í Washington til- kynnti seint í kvöld aö hermenn Pathet Lao hcfðu skotið á banda- ríska könnunarflugvél, er i hún flaug yfir svæði í Laos, sem lier- sveitir Pathet Lao hafa á sínu valdi. Flugvélinni tókst að snúa aftur til stöðvar sinnar og engan í vél- inni sakaði. Ekki var skýrt frá því, hvaða flugvélategund hér hafi verið um að ræða. ★ Frá Moskva berast þær fréttir, að heimildir, sem venjulega eru taldar áreiðanlegar, hermi, að sovétstjórnin hafi skýrt frönsku j stjórninni frá því að hún styðji j tillögu Frakka um nýja alþjóða- i ráðstefnu um Laos í lok júní. Laosstjórn hyggst átð ðf hlutleysi Vientiane, 22. maí. ntb-afp. Margir, sem vel fylgjast með gangi mála í Laos, veltu því fyrir sér í dag, hvort Laos-stjórn hefði í hyggju að láta af hlutleysis- stefnu sinni í utanríkismálum, þar eð í Ijós hefur komið, að sam- steypustjórn stjórninálahreyfing- anna þriggja hefur mistekizt. Ástæðan til þessara bollalegg- inga eru ráðstafanir þær, sem stjórnin hefur gripið til gegn pólsku fulltrúunum í alþjóðlegu eftirlitsnefndinni og sendiráði Norður-Vietnam. Öflugur hervörður hefur verið settur við byggingar pólsku full- trúanna og sendiráðsins. Enginn fær að heimsækja sendiráðið og þangað má heldur ekki senda vist ir. Norður-Vietnam liefur borið fram harðorð mótmæli og ind- versku og kanadisku fulltrúarnir í eftirlitsnefndinni hafa einnig sent mótmæli vegna aðgerðanna gegn pólsku fulltrúunum. Margt bendir til þess, að Souv- anna Phouma stjórni ekki leng- ur ráðuneyti sínu nema að nafninu til. Ráðherrar Pathet Lao-hreyf- ingar kommúnista hafa leitað hæl 1 -is í byggingu pólsku fulltrúanna. Birt hefur verið frétt þess efn- (Framhald á 4. síðu). Sovétstjórnin hefur á hinn bóg- inn látið í ljós alvarlegan vafa um gagnsemi viðræðna fulltrúa þeina 14 ríkja, sem fulltrúa áttu á Gen- far-ráðstefnunni um Laos, í Vien- tiane. 1 Forsætisráðherra Laos byggir þessa tillögu sína á ákvæði í Gen- far-samningnum um hlutleysi La- os. Frakkar báru fram tillögu sína á miðvikudaginn, en þar var ekki tekið fram hvaða fulltrúar ættu að sækja hana. ★ Brezka utanríkisráðuneytið gaf í skyn í dag, að brezka stjórn- in styddi tillögu Bandaríkjamanna um, að SÞ skuli á einhvern hátt halda uppi eftirliti á landamærum Suður-Vietnam og Kambodíu. — Jafnframt sagði formælandi ráðu- neytisins, að Bretar væru sam- þykkir samkomulagi Laos-stjórn- ar og Bandaríkjastjórnar um könn unarflug yfir þeim hlutum Laos, sem Pathet Lao-hreyfingin hefur á sínu valdi. Bretar hafa enn ekki tekið af- stöðu til frönsku tillögunnar um nýja alþjóðlega ráðstefnu, sagði formælandinn. En mál þetta hefði borið á góma í viðræðum sendi- herra Breta í Moskva, Sir Hump- hrey Trevelyan og varautanríkis- ráðherra Rússa, Sergei Lapine, í gær. ★ Formælandi brezka Verka- mannaflokksins í utanríkismálum Patrick Gordon-Walker, sagði í dag, að margt mælti með þvf, að efnt yrði til ráðstefnu í Genf um Laos á nýjan leik. Einnig virt ist rík ástæða til ráðstefnu í Genf um Laos á nýjan leik. Einnig virt (Framhald á 4. síðn). Kúbuher berst við fjandmenn Castro Havana, 22. maí. (ntb-reuter). Deildir úr Kúbuher hafa átt í höggi við hópa vopnaðra andstæð- inga Castros, sem reyna að ganga j á land á Kúbu, og tekið marga fanga, að því er haft var eftir heimildum í Havana, sem venju- SOUVANNA PHOUMA Ummæli þýzks ráðherra um Sudetahéruðin, vítt Bonn, 22. maí. (ntb-afp). I.udwig Erhard kanzlari hefur krafið samgöngumálaráðherra sinn, Hans Christoph Seebolim, skýringa á þeim ummælum, er liann lét falla á sunnudaginn, að Súdctahéruöin í Tékkóslóvakíu yrðu að fá aftur stöðu þá, sem þau höfðu samkvæmt Munclien- samningnum frá 1938. Mörg vestur-þýzk blöð og hið áhrifamikla blað, Washington Post hafa mótmælt ummælum See bohms og krafizt þess, að liann segi af sér. Washington Post segir, að það sé aldeilis furðulegt, að ráðherra í stjórn Erhards geti lýst yfir stuðningi við það, að Súdetahér- uðin verði aftur afhent V-Þýzka- landi, og að hann skuli rökstyðja þetta með Mtinchen-samningn- um. Herra Seebolim hafi augsýni- lega gleymt atburði, sem hvar- vetna sé þekktur sem heimsstyrj- öldin síðari. Sebohm sagði í dag, að árás- irnar væru gerðar til þess, að leggja stjórnmálaferil sinn í rúst. Hann kvaðst hafa gert ráð fyrir árásunum áður en hann hélt ræð- una, því að hann hefði fengið hótunarbréf. ★ Nehru talar. Nýju Delhi, 22. maí (NTB-Reuter). N E H R U , forsætisráðherra, sagði í dag, aö lvann hefði hugsað mikið um þaö, hvort hann ætti aff láta af störfum forsætisráðherra og gegna í þess stað starfi ráðunautar. Aðspurður hver taka muni viff af honum sagði Nehru, aff hann ætti enn eftir nokkuff ólifaff. Þetta var fyrsti blaðamanna fundur Nehrus síðan hann veiktist í janúar. Hann tal- aði lágt og hikandi og gerði oft langt lilé á máli sínu. En við og við mátti merkja liinn venjulega þrótt hans. ★ Indverjar í flug- vélakaupum. Washington, 22. maí (NTB-Reuter). INDVERJAR reyna að fá keyptar í Bandaríkjunum tvær sveitir af þotum af gerff inni F-104 fyrir 150 milljónir dollara, aff því er góðar heim- ildir hermdu í dag. Banda- ríska utanríkisráðuneytiff hef ur lagzt gegn slíkri sölu, enda muni hún spilla sambúð Bandaríkjanna og Pakistan. Landvarnaráðherra Indlands, Chavan, telur F-104 þoturnar henta bezt til gæzlustarfa á landamærum Kína. ★ Sendiherra Frakka til Peking, París, 22. maí (NTB-Reuter). FYRSTI sendiherra Frakka í Kína, Lucien Pay, fór flug- leiðis í dag frá París til Pek- ing til aff taka viff hinu nýja embætti. Sendiherra Kína í París fór frá Peking fyrir tveim dögum. Paye kveffst vona 'að finna hæfilegt hús- næði fyrir sendiráðið fyrir haustiff. Fyrst um sinn verff- ur þaff til húsa í byggingu, sem franska ríkið á, en norska sendiráffið notar. lega eru taldar áreiðanlegar. Sagt var, að átökin hefðu átfc sér stað undanfarna þrjá daga. Kúbönsku lierflokkarnir komu Castro-andstæðingunum að óvör- um er þeir voru að stíga á land í Honda-flóa í héraðinu Pinar del Rio, um 11 mílur vestur af Havana á norðurströnd Kúbu. Til- gangur landgöngunnar var bersýni lega sá, að gera andstæðingum Ca stros kleift að sækja lengra inn. í landið. Engar nánari upplýsingar liggja fyrir um'málið, sem er sett í sam- band við þá frétt samtaka kúb- anskra flóttamanna, að gengið yrði á land á Kúbu í sambandi við þjóðhátíðardag Kúbu miðvikudag- inn. 20. mai tilkynnti landvarnar- ráðuneytið að skotæfingar yrðu haldnar í norðanverðu Pinar del Rio-héraði og að orrustuþotur mundu einnig taka þátt í æfing- unum. Nokkrar kviksögur hafa verið á kreiki undanfarna daga um viðbúnaö í þessu héraði. Orð- rómur segir, að landgöngutilraun hafi verið hrundið. mmmMMMMMnmiMWmmMtMMMMMUMMmMMMV Krústjov betur fyrirkallaður Alexandríu, 22. maí. (ntb-reut.) Krústjov forsætisráðherra heim sótti í dag nýræktarsvæffi í vest- urhéruffum Arabíska sambands- lýffveldisins ásamt konu sinni, Nínu, Nasser forseta og varafor- seta hans, Abdel Haiin Amer mar skálki. Forsætisráffherrann er á löngu ferffalagi um ýmis héruff Egyptalands. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — -naí 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.