Alþýðublaðið - 26.05.1964, Síða 8

Alþýðublaðið - 26.05.1964, Síða 8
.........................................................." .....................nill„i.iuu« Þá er kominn tími til að hugsa fyrir sinnarhár- I greiðslunni og samkvæmt nýjustu fréttum úr heimi f tízkunnar á þessu sviði, verða ýmsar nýjvuigar á ferð I inni. Hér að ofan birtum við tvær spánnýjar hár- I greiðslur — sumarlegar og skemmtilegar, eins og \ vera ber. i """"".....""""".....""................................................................................ S 26. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ijögul þráskák Bandaríkjanna “ og Frakklands hefur lengi ein kennt sambúð vesturveldanna. Ráðamenn í Washington og Pek ing skamma ekki hverjir aðra eins og ráðamenn í Moskvu og Peking, en á Vesturlöndum eru einnig uppi tvær andstæðar kenningar um „hugmyndafræði". X NATO hafa þessar „hugsjónir krystallazt í spurningunni um saméiningu heraflanna. Bandaríkjamenn vilja samein- ingu, Frakkar ekki. Með samein- ingu er átt við, að herstyrk verði b’andað saman og hann settur und ir sameiginlega stjórn. Víðt. form sameiningar er margþjóða herfafl inn með blönduðnm áhöfnum manna af ýmsu þjóðerni á skipum búnum kjarnorkueldflaugum. Kennedy forseti kom fram með vígorðið um, að vestrænar þjóð- ir séu „gagnháðar” (interdepend- ent á sjálfstæðisdegi Bandaríkj- anna fyrir tveim árum. De Gaulle forseti gerir sig að formæl hins gagnstæða lögmáls, Hann lýsir því yfir, að landvarnir geti einungis verið þjóðlegar. Þetta gerir hann í verki með því að draga fransk- ar hersveitir út úr samstarfi NATO En það getur ekki verið nokk- urt takmark í sjálfu sér að draga frönsku hersveitirnar til baka, tak markið h ýtur að vera að fá önn ur ríki til að gera hið sama, sem sé að fá því til leiðar komið, að samstarf NATO í núverandi mynd verði leyst upp. De Gaulle vill breyta NATO í bandalag þjóðlanda s^m hafi eigin og sjálfstæðar land varnir. Bak við þessi grundvallarsjón- ^armið leynist barátta um á- hrif. Ef sameiningin á sviði hermála hætt.r hverfa bandarísku. hersveitirnar frá Evrópu: Þá verð- ur aukið svigrúm fyrir frönsk á- hrif. Á NATO-fundinum í Haag fyr- ir skömmu unnu Bandaríkjamenn. sigur. Frakkar fengu ekkert fylgi og standa enn einangrað- ir. De Gauiie vekur mikla virð- ingu og hefur sterk áhrif, en hann hefur ekki færzt skrefi nær tak- marki sínu, sem er að losa tengsl annarra ríkja Evrópu við Banda- ríkin. Af þessum öðrum ríkjum Ev- rópu er það Vestur-Þýzkaland, sem margt veltur á. Hin þögla þráskák Bandaríkjanna og Fakk- lands varðar fyrst og fremst Vest- ur-Þýzkaland. ilér kemur livað eft ir annað í ljós, að Vestur-Þýzka- land kýs Bandaríkin. Þetta á eiiilc um við síðan Adenauer fór frá. Hér er einnig að finna raunvéru lega ástæðu þess, að Bandaríkja- menn leggja mikla áherzlu á áætl- un sína um margþjóða kjarnorku- herafla. Ti gangurinn er hvorki að efla NATO hernaðarlega eða að koma í veg fyrir, að Vestur-Þjóð- verjar fái þjóðlegan kjarnorku- herafla. , Áætlunin er bragð í samkeppni við Frakka. Með því að tengja Vestur-Þýzkaland Frakklandi moð sameiningu á sviði hermála verð- ur de Gaulle kleift að endurskipu leggja Evrópu með Frakkland sem I miðstöð. Cn þetta merkir einnig, að taka L verður töluvert tiilit til Vest ur-Þjóðverja. Slíkt tillit kom í Ijós í tilkynn- ingunni eftir NATO-fundinn, sem ^tiiiiimiiiii 1111111111111111111111'i.iii' 11111111111111111 mmmmmmmmmmmmmmmitmiiimimmmmmm ................................iiiiii, iiiimimmimimmmiimiimimmimimmmiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|l||||,||||||||||l Ég las nýlega grein um þá list að kunna að halda veizlu og hvernig maður yrði hin full komna húsmóðir. „Hafið það hugfast að bjóða aðeins því fóiki er fullkom- lega samræmist hvað öðru”, stóð þar. Og mér varð hugsað til þess er við hjónin buðum til okk- ar fyrstu veizlu. Við höfðum bakað okkur mikla fyrirhöfn til að bjóða nokkrum skemmti- legum gestum, við vorum sem sagt full af orku og áræði. Það sýndi sig því miður, að gestirnir áttu svo vel saman að þeir höfðu engan áhuga á að tala við okkur húsráðend- urna. Þegar búið var að borða drógu þeir sig út í eitt horn stofunnar og ákváðu að fara snemma, til að halda áfram sínum uppbyggilegu samræð- um hjá einum gestanna. Eftir að drukkinn hafði verið molasopi setti húsbóndinn plötu spilarann í gang, í þeirri von að gestirnir myndu vilja fá sér snúning. Nei það var engan sem langaði til að dansa. Næsta óheppni var að við höfðum keypt mislit ljós- ker, og Jens hafði lagt sig í lífshættu við að koma þeim upp í anddyrinu og við tröpp- ux-nar, (hann var rétt dottinn í stiganum.) Gestirnir sögðu að þetta væri snoturt en þeir sögðu ekki meira og fannst ábyggilega að við værum mjög barnaleg. Sem betur fór sluppu þeir fljótt við að horfa á ljós- kerin því allt í einu kom eld- ing sem eyðilagði allt fyrir- komulagið. En nú er eftir að segja frá því mikilvægasta af þessu öilu, MATNUM. Ég er nú enginn snillingur í að matbúa, svo ég hafði fengið bakarann í hverf- inu til að sjá um steikina. Eft ir-mat.nn ætlaði ég að gera sjálf, vínhlaup með rjómafroðu. Fyrst vildi hlaupið ekki verða nógu stíft. Það var nátt- Sumarhárgreiðslur úrulega af því að ég hafði ekki sett nóg af matarlími í það. Nú, ég hitaði alit upp aftur í sultupottinum og bætti í matarlími. Þegar ég leit í pott inn litlu seinna var hlaupið svo stíft að ég hefði getað stað ið á því. Það var ekki um ann að að ræða en hita það upp aft ur, í þetta sinn notaði ég fötu, og bætti í hana flösku af mad- eira víni. Ekki batnaði ástand- ið, því nú varð úr hlaupinu „vínsósa“. Ég gafst upp, átti heldur ekki aðra fötu. Þessi ó- heppni gerði samt ekki svo mik ið til, því nú hafði rjómafroð- an orðið svo stinn að hún líkt ist mest búðingi. Þannig atvik- aðist það að rétturinn sem ég bar á borðið, hét „Rjómabúð- ingur með vínsósu“. Þegar gestirnir voru farnir stóðum við hjónin eftir í eld- húsinu með diska desertskálar og hálftóm vínglös allt í kring um okkur. „Aldrei aftur“, stundum við „aldrei aftur búum við til mat fyrir 12, þegar ekki er boðið nema 8 manns." Það var fullur pottur afgangs og há'f fata af vínsósu svo ég bauð nágrönnunum upp á af- gangana daginn eftir. Þeir komu og við skemmtum okkur konunglega. Ég gleymdi víst að segja, að það voru 3 hvítvínsflöskur og 1 madeira í vínsósunni. FYRSTA VEIZLAN

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.