Alþýðublaðið - 29.05.1964, Side 1
45. árg. — Föstudagur 29. maí 1964 — 118. tbl.
Reykjavík, 28. maí -GO.
23 SKOTAIt hafa veri3 ráðnir til
starfa hjá Fiskiðjunni í Vest-
Viðurstyggileg skemmdar-
verk framin í Grænuborg
Reykjavík, 28. maí - KG
ÞAÐ var ófögmr aðkoma í
Grænuborg þegar starfsstúlkur
þar komu til vinnu í morgun.
Brotist hafði verið inn í húsið
bakdyramegin og höfðu þeir
sem inn fóru ekki linnt látum
fyrr en þeir vofu búnir að
brjóta flest það sem hægt var
að brjóta og umturna öllu laus-
legu. Ekki var látið hér við
standa heldur gengið örna
sinna á tveim stöðum í húsinu
og var þó salerni rétt við dyrnar
þar sem þeir komu inn.
Skorar iögreglan á alla þá
sem einhverjar upplýsingar
geta gefið um ódæðismennina
að gefa sig fram hið fyrsta.
Skemmdarverkamennirnir
hafa komist inn í húsið með því
að brjóta rúðu í J)akdyrum
Grænuborgar. Komust þeir
þar inn í forstofu og síðan inn
í leikherbergin mcð því að
brjóta hurð sem var þar á milli.
Síðan hefur Iíklega verið far-
ið inn í skrifstofuna og farið í
peningakassa sem stóð þar ó-
læstur á borðinu. Kassinn var
tómur og við það virðast menn-
irnir hafa tryllst og farið sem
fellibylur um húsið og umturn-
að öllu sem var í tveim fremri
leikstofunum. Var allt, brotið
sem brotnað gat og húsgögnum
og öðru hent út um öll gólf.
Meðal þess sem brotið var voru
tveir gítarar og tromma, sem
notuð var þegar sungið var með
börnunum. Þá voru ljósakúlur
í loftunum brotnar og útvarps-
tæki lá. mölbrotið á gólfinu.
Fimm rúður höfðu verið brotn-
ar og ýmiskonar efni til fönd-
Framh. á bls. 13.
mannaeyjum í sumar og cru 8 þeg-
ar komnir. Hinir 15 eru væntan-
legir uppúr miðjum júnímánuði
Skotar þessir eru allt ungir menn
og allir frá Glasgow, cinkum mun
vera um námsmenn að ræða. For-
ráðamönnum F:skíðjunnar lízt
vel á piltana og vænta sér hins
bezta af þeim. þá eru við störf hjá
sama fyrirtæki 7 írar, allir frá Bel-
fast á N-írlandi.
Fiskiðjunni berst mikið af fyr-
irspurnum frá Skotlandi og N-ír-
landi um sumarvinnu í Vestmanna
eyjum, en hefur ekki í hyggju að
ráða fleiri útlendinga í bili.
Að öðru leyti lítur vel út með
vinnukraft í sumar.
3 humarbátar og 4 trollbátar
eru þegar byrjaðir veiðar fyrir
Fiskiðjuna, en þeir verða 14 alls,
6 með humartroll og 8 með fiski-
troll. Bátarnir hafa fiskað ágæt-
lega það sem af er, trollbátarnir
verið með frá 12 og upp í 22 tonn
af ýsu eftir 2ja daga útivist. Ekki
Lík Gunnars
fannst í gær
Vestmannaeyjnm'28. maí ES, GO.
FRGSKMAÐUR af varðskipinu
Óðni, Kristinn Arnason 3. stýrim.,
fann í morgun líkið af Gunnari
Finnbagasynl, sem drukknaði i
Teistuhelli um helgina. Líkið var
í eða við hellinn. Annar froskmað
ur, Þröstur Sigtryggsson var send
ur frá Landhelgisgæzlunni til að
vera til taks við köfunina, enda
cr það regla gæzlunnar að hafa
mann til vara við crfiðar kring-
umstæður. Tvö skip aðstoðuðu
við köfunina, Óðinn og Lóðsinn.
Fyrst átti að leita í gær, en þá
var of mikið sog við klettana.
Lík Jónatans, mannsins sem
hvarf að heiman frá sér fyrir helg
ina hefur ekki fundist enn og
ekkert til hans spurst.
þykir það benda til að nótabátarn-
ir hafi gengið nærri stofninum í
vetur.
Vertíðin í vetur var metvertíð
hjá fyrirtækinu og er nú nóg at-
vinna við að pakka saltfiskinum í
strigaumbúðir til Ítalíu.
4 eru enn
Reykjavík 28. maí GO.
LÍÐAN piltanna sépi slösuðust
í hinum harða bílaáveksíri, sem
varð skanunt fyrir ofan Skíðaskál
ann í Hveradölum, mun nú vera
eftir atvikum.
Ekki eru þeir þó e-nn komnir
svo til meðvitundar, að hægt sé að
taka af þeim skýrslu. 3 piltanna
liggja á Landsspítalanum, þeir
eru allir ísfirðingar og sátu í aft-
ursæti bílsins. Sá fjórði, sem er
Selfyssingur, liggur hins vegar í
Landakoti. »*
Taitíi sig hafa
sofiÖ í mastrinu
Reykjavík 28. maí, GO
í GÆRKVÖLDI var Ipgreglunni i
Hafnarfirði tilkynnt, aö maður
nokkur léti fara vel um sig í for
mastrinu á togaranum Maí. Þeg-
ar lögregian kom á Vettvang var
aðvífandi maður búinn að ná
mastursbúanum niður og reyndist
hann vera binn af skipvcrjum tog
arans. - ' |
Þegar lögreglan ók manninuni
heim, stóð hann á því fastar en
fótunum að hann hefði sofið í
mastrinu og ekkert amaði að sér.
Þess er rétt að geta að: viðkomandi
var hátt uppi í meira en einimi
skilningi.
Iför Nehrus
¥ar gerö í gær
.Nýju Delhi 28. maí
LÍK Jawaharlal Nehru forsætis
ráðherra índlands var í dag borið
á bál að indverskum • útfararsið.
Fór bálför hans fram með mikilli
viðhöfn og var feiknar mannfjöldi
viðstaddur. Er talið, að um þrjár
milljónir nianna hafi verið við og
er þess ekki getið að til neinna
óeirða hafi komiö. Margt stór-
manna var einnig viðstatt.
Er Iíki forsætisráðherrans
hafði verið komið fyrir á bálkcst-
inúm gengu ættingjar lians, vinir
og samherjar þar að og kastaði
liver þeirra viðarbút á köstinn. Er
öllu því var lokið tók sonarsonur
hins látna forsætisráðherra kyndil
í hönd sér og kveikti í kestinum.
Tendraðist þá mikið bál af blóma
hafi því, er komið var í köstinn,
sem og viðarbútum.
Ekki hefur jafn mikil maiui-
fjöldi komið saman- til kveðju-
stundar að bájkesti þessum síðan
útför Gandhi var gerð fyrir 16 .
árum síðan. Systir Nehru, frú
Vijaya Laksmhi Pandit, hélt á,
brott er kösturinn hafði logað litla
stund, ennfremur sonur hennar,
er tendrað hafði köstinn og dótt
ir Nehru, Indira Gandhi.
Askan verður sótt af fjölskyldu
Nehru eftir eihn sólarhring en
þangað til verður hervörður við
köstinn.
LOFTLEIÐARVÉLIN KEMUR í DAG
FYRRI Rolls Royce 400 flugvél Loftleiða er væntanleg til Keflavíkurflugvallar WakkaL 0
fyrir hádegi í dag. Með henni koma um 100 boðsgcstir, en meðal þeirra eru Thoip Tlsors,
sendiherra íslands í Bandaríkjunum, Hannes Kj irtansson, ræðismaður, Björn Björnsscc og
Gretíis Jóliannesson.
Flugvélin verður til sýnis fyrir þá, sem hana vtlja sjá, á Keflavíkurflugvelli klukkan 4- -■ á
laugardag.