Alþýðublaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 2
4 i Bltstjórar: Gylfi Gröndal (áta.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: i Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulllrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14603. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Olíuhreinsunarstöb FYRIR NOKKRUM MÁNUÐUM var upplýst, <að einkaaðilar Rér á landi hefðu rætt við bandarísk , fyrirtæki um byggingu oliuhreinsunarstöðvar hér á landi. Er talið, að það gæti orðið gott fyrirtæki, , er sparaði þjóðinni gjaldeyri og veitti atvinnu. Samtök útflytjenda veittu þessu máli' sérstaka •athygli, skipuðu í það nefnd, og nú hefur Sölu- imiðstöð hraðfrystihúsanna í ályktun beitt sér gegn 'byggingu slíkrar stöðvar. Befur SH hlotið ámæli írá Vísi og Morgunblaðinu fyrir þessa afstöðu. Þetta mál er ekki eins einfalt og Vísir og Morg unblaðið vilja vera láta. Markaðir okkar í Sovét- rikjunum og Rúmeníu, sérstaklega fyrir freðfisk <og síld, eru þýðingarmiklir og óvarlegt mjög að stefna þeim í hættu. Hins vegar er líklegt, að þess í ir markaðir hrynji, ef olíukaupum frá þessum lönd uim verður liætt. Þetta sjá frystihúsaeigendur og á því byggist afstaða þeirra. ; ■ íslendingar þurfa að eignast olíustöð áður en langt líður, en. ekki með þeim skilyrðum, að lán- | veitandi segi okkur, hvar við eigum að kaupa olíu í framtíðinni. Þarf að rannsaka þessi mál í fleiri I ílöndum, og kanna þar horfur á lántöku eða fjár 1 Jhagslegri þátttöku í stofnun stöðvarinnar. Afstaða Sölumiðstöðvarinnar í þessu máli er eðlileg. Af skynsamlegum viðskiptaástæðum hljóta Islendingár að fara mjög Varlega í þessu irnáli. Kassagerb AÐALFUNDUR sölumiðstöðvarinnar gerði áðrar ályktanir, sem Alþýðublaðið getur ekki tek ip undir á sama hátt og þá um olíuhreinsunarstöð ina. Viðhorf SH til tví-okunar útflutnihgsins eru iieesta hæpin og kunna að verða rædd síðar. Loks halda frystihúsaeigendur fast við þá ákvörðun sína la&reisa nýjakassagerð, enda þótt ágæt verksmiðja . sé til, sem getur afkastað meiru en allri þörf lands ins fyrir fiskumbúðir. Þegar fréttist um þessi áform fyrir nokkrum mánuðum, vöktu þau mikla athygli. Má fullyrða, að mikill meirihluti þjóðarinnar telji það slæma meðíerð á fjármunum að byggja .tvær iverksmiðj ur, þar sem ein dugir. Hér verður framkvæmdaáætlun að koma til skjalanna. Ríkisvaldið verður að ákveða, hvenær tímabært er að festa stórfé í nýrri verksmiðju fyrir umbúðir, og sjá til þess, að fyrr verði verk- smiðjan ekki reist. Til hvers höfum við fram- kvæmdaáætlun og voldugt ríkisvald, ef nokkrir einstaklingar eiga að ráða fcrðinni í slíltu stór- ' máli? Stórborgin London er höfuðsetur lista, mennta og heimsviðskipta. London er brennipunktur flugsamgangná um allan heim. Við fljúgum 10 sinnum í viku til Bretlands í sumar, þar af þrjár ferðir beint til London. Tíðustu ferðirnar, þægiiegustu ferðirnar, beztu ferðirnar, það eru ferðir Flugfélagsins. L0ND0N ICEUUVJ&JHft Það hefur sett svip á bæinn. ^ Þa9 vantaSi eitthvað við Austurvöll. + Tvö hús enn uppað Árbæ. Myndir í blöðum úr porti Bjarnaborgar. ENN HVERFUR gamalt og svip mikið' hús. Miðbærinn verður einu sögnfrægu húsi fátækari og það er eins og skorin hafi verið væn sneið af sjálfum Austurvelli. Þeg ar lúðrasveilin lék á Austurvelli á sunnudaginn og fólkið labbaði um hverfis hann, alveg eins og gert var í gamla daga, þá fannst mér eitíhvað mikið vanta. I*að var gamta apótekið. Það var að vísu ekki alveg horfið, því að enn var ekki búið að rífa það alveg, eftir stóðu útveggirnir að mestu. ÞETTA VAR EITT elzta liúsið í Reykjavík, og eftir því sem ég bezt veit, elzta lyfjabúðin. Ég held að lyfjabúðin liafi verið flutt í það þegar hún hætti að vera í Nesi við Seltjörn þar sem áður var landlæknissetur. Einhvers kon ar sársauki grípur mann þegar rif in eru og burtu numin gömul hús, sem alltaf hafa sett svip á bæj- inn. Margar kynslóðir hafa horft á gamla apótekið. En það er með þetta eins og annað. Maður sakn- ar gamals og góðs vinar. En svona er lögmálið. Og ekki dugir að hryggjast. Nýi tíminn hefur sinn gang. LÁRUS SIGURBJÖRNSSON hefur tilkynnt að Gamla apótekið verði flutt upp að Árbæ. Mér þyk ir vænt um það. Þetta hús á þar heima, en hins vegar vil ég segja það við þetta tækifæri, að ég álít, að nú beri að hugsa sig vel um áður en gömul liús eru endurreist þar efra. Við veröum að vera vand látir. Þau eru ekki mörg húsin eftir í Reykjavík, sem ég álít að eigi að flytja uppeftir. Þó man ég eftir tveimur, sem ættu að fara þangað: GAMLA DOKTORS-HÚSIÐ þarf að fara þaðan sem það er, enda öllum til skammar. Hins veg ar er það fræg bygging og nokkuð Framhald á síðu 10. £ 5. júní 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.