Alþýðublaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 10
Hannes á hominu (Framhald af 2. síðu). eftir af því. Þá er það verzlunarhús Silla og Valda í Aðalstræti. Það er víst elzta húsið í Reykjavík nú — og þar hafa 'márgir sögulegir atburðir gerst. Þessi hús á bæði að endurreisa .að Árbæ þegar að því kemur að Silli ög Valdi byggja við Aðalstræti og Doktorshúsið hættir að standa undir sjálfu sér. UNDANFARIÐ IIEF ÉG nokkr- um sinnum minnzt á skúraræksn- in í porti Bjarnaborgar. Ým^ir hafa tekið undir við mig og á sunnudaginn birti Morgunblaðið giögga mynd af ósómanum. Ég vona að eitthvað verði aðgert fyrst þetta ástand er orðið að almennu umræðuefni. Gott væri ef fleiri blöð birtu myndir af skúrunum og portinu. Það gæti orðið til þess að eitthvað yrði gert. Hannes á horninu. fj ^ARTMANlJ | Eggjabakkar fyrirliggjandi. Kr. Ó. Skagíjörð h.f. Reykjavík. ÞOTA (Framhald af 16. síðu). á Reykjavíkurflugvöll að heim- sókninni lokinni, en hingað kemur hann á drot ningar- snekkjunni Brittanniu. Hingað kom flugvélin frá Lyneham í Englandi og var um tvær klukkustundir á leið- inni. Starfsmenn flugumferða stjórnarinnar sögðu að aðflugs hraði vélarinnar hefði fráleitt i verið meiri en t. d. Viscount- vélar Flugfélagsíi|3l og gætu þeir ekki séð að nokkur vand (Framhald af 6. síðu). um,en Frakkar og Englendingar voru ekki beint með blíðuhót hvor- ir við aðra um þær mundir, eins og kupnugt er. Enn þann dag í dag eru Englendingar stærstu innflytj- endur kampavíns og kaupa nálægt 3.000.000 flaskna árlega. Rússar reka lestina allra þjóða með svo mikið sem 240 flöskur innfluttar. En svo sagan sé nú öll sögð og smekkvísi Rússa ekki gert rangt til: í Rússlandi er framleitt bezta freyðivínið, sem finnst utan Frakk lands, Krímkampavínið. Krústjov þarf ekki að skammast sín fyrir að bjóða hverjum sem er upp á það. Gullöld kampavínsins vorij hin glöðu ár síðustu áratuga nítjándu aldar, þegar gleðskaparlífið í Lon- don, París og Berlín var með allt öðrum og léttari hætti, en nú. Það var á þeim árum sem rússneskir stórfurstar drukku kampavín úr silkiskóm leikkvenna og Cora Pearl tók sér daglegt kampavíns- bað. Menn skyldu ætla, að tvær heimsstyrjaldir með öllum þeim þjóðfélagsbyltingum, sem í kjöl- far þeirra hafa siglt ,hefðu gert út af við kamnavínið, en það var öðru nær. Nú er kampavínið orð- ið að lífs'töðutákni. Á einn og ann an hátt á að spara, en komi opin- berir gestir i heimsókn til ríkis, er engin þjóð svo fátæk, að hún fagni þeim ekki með kampavíni. Og kampavínið skal vera franskt, — annars er gestgjafinn ekki nema annars flokks þjóð. Með þessa þróun í huga þarf enginn að óttast, að hinar 200 milljón flöskur i kjöllurunum í Kampaníu þurfi að bíða þar lengi. ítalskar töfflur Nýtt úrval kvæði væru á að lenda henni hér. Flugvélin er af gerðinni Com et 4C, sem er nýjasta gerð Comet þota og notuð af stærstu brezku flngfélögunum og flug- hernum. Véiin mun taka um ~160 farþega. Þess má geta að Björn Pálsson flugmaður sót i Vangn-Fowl á Keflavíkurflug völl og rómar sá brezki mjög alla hans fyrirgreiðslu og flug mannshæfni. Björn á að fljúga hertoganum norður í Iand á meðan á heimsókninni stend- ur. Áskriffasíminn er 14900 Augiýsingasíminn 14906 10 5. júní 1964 — ALÞÝÐUBLAÐI0 BETRA AÐ SNO Framhald úr opnu. — Þarf þá ekki þjóðin að marg- faldast? Sumir halda því jafnvel fram að hér sé óþarflega mikið um lista- starfsemi, of margir listamenn, en því er bezt svarað með þvi að benda fólki að hlýða á hina furðu- legu „underholdnings”þætti í út- varpinu. — Ég átti ekki við það, — held- ur hitt. Þarf ekki þjóðin að marg- faldast til þess að við getum gert- okkur vonir um að eignast marga eilífa anda? Eru þessir fáu, sem fyrir eru, ekki þegar orðnir eins og kýr, sem sífellt er reynt að mjólka löngu eftir að þær eru orðnar geldar? Er unnt að gera betur en gert er, fyrst ekki eru fleiri spil á hendinni, sem unnt er að grípa til? — Jú, það er einmitt þetta, sem ég var að því kominn að bæta við. Sumir skemmtikraftar hér minna mig á hunda, sem eru að koma af fjalli með lafandi tunguna — þeir geta ekki lengur gelt. Ég minntist á það áðan að óviðkomandi mönn- um hætd stundum til að langa til að fara að skapa. Það er heims- þekkt fyrirbæri og ekkert sérstak lega íslenzkt. Draga fram allskon- ar skringilega menn og andlega bæklaða, og gera úr þeim númer. Þetta eru skyldir hlutir. Ný’ega heyrði ég í manni, sem veit hvaða bíi menn eiga og hvaða bílnúmer. Þetta er aúðvitað bara barnagam- an eins og sýningar á fegurðardís- um. í augum fullorðinna heyrir það undir bæklun. Það er eins og menn hafi gleymt því að hundar geta þefað upp spor manna og að fiskarnir finna ána sína þótt þeir flækist um öll úthöf. Um þetta má lesa í ódýrum alfræðiorðabókum. Svona menn á að sýna á barna- skemmtunum með fegurðardísum og þeirra stjórnendum. Þetta er venjulega meinlaust og gott fólk, eins og upptrektu bílarnir. — Þú talaðir áðan um lista- menn, sem leituðu niður á við og byggju til sætabrauð handa fólk- inu. En hvað er fólkið, — er það ekki þjóðin? Er það ekki hinir margumtöluðu „sönnu íslending- ar”. Þeir sem,standa vörð um „ís- lenzka menningu", menningararf- leifðina”, — eða hvað það nú heitir. • — Jú, en það er þýðingarlaust að hafa skoðanakönnun um and- lega sköpun, og skýringin er sú að sköpun er ávallt ný, eitthvað sem ekki hefur komið fram áður, skoð- anakönnun höfum vlð um það sem við þekkjum. Þó efniviður listar- innar sé fólkið sjálftr hið undur- samlega og dásamlega líf þess, bar átta og gleði, þá þekkir fólkið ckki sjálft sig aftur strax í listinni, af því að listin er ekki mynd af því, heldur mynd gerð af því, sjálf- stæð mynd, sem þárf að kynnast. Einu sinni sögðu menn að Salka Valka væri ekki til á íslandi og mosalitirnir hans Kjarvals hugar- burður einn. Nú segja menn, er ^ þeir aka um heiðina. Þetta er al- 1 veg eins og Kjarvalsmynd, eða mikið er þessi stúlka lík henni Sölku hans Halldórs Laxness. — Þetta er ekki hægt að skýra, og ekki hægt að læra utanað, af því það fylgir engum reglum, sem hægt er að festa sér í minni, eins og bílnúmer, eins og fæðingarár. Fullvaxið fólk verður þreytt á því að skoða stúlkur sem valdar eru eftir uppmælingu, upptrekkta bíla gervilisiamenn, og ef þeir fá ekki einhver þyngri og alvarlegri verk- efni þá velja þeir heldur flöskuna, sem hefur eitt framyfir þetta, hún boðar algera hvíld — uppgjöf. ,— Þessi „íslenzka menning”, sem nrargir tala um eins og stofu- stass, sem ríður á að fægja, ef það á ekki að sortna, týnast og gleym- ast, hvað er hún eiginlega? Er hún einkaeign örfárra manna, sem út- valdir hafa verið til að standa vörð um hana dag og nótt, — eða er hún eitthvað, sem a lir áttu einu sinni en flestir eru búnir að brjóta og týna? Á hún einhverja frænd- uí I „samnorrænni samvinnu”, er hún kannske brot af alheiminum, eða er hún „home-made in Ice- land”? Allir þeir, sem á hana minnast virðast hafa hana í vasan- um en gruna náungann um að hafa fargað henni. — Við höfum búið til þetta orð, en hitt er óumdeilanlegt að Njála er skrifuð á íslandi, en ekki í Am- eríku, sem þá var óþekkt land, og skinnhandritin gömlu eru skrifuð hér og skreytt af íslendingum. Aðrar þjóðir eiga fáa slíka dýr- gtipi sama tíma. Og við getum, þrátt fyrir örsmæð þjóðar okkar sent á heimsþing listamanna og vísindamanna, menn eins og Laxncss, Kjarval, Gunnar. Tómas, Scheving, Pál ísólfsson, Ásmund Sveinsson, Nordal, Jón Helgason, svo fáir hinna mestu séu nefndir, og við vitum með fullrl vissu að þjóðir sem geta valið úr tugum milljóna, eiga ekki betri menn, og ekki að tiltölu eins marga. Þessir menn eru að vísu olckar stolt og trygging í heiminum, og við verð- um-öll að kannast-við það. að okk- ur hefut ekki tekizt að veita þeim þau skilyrði, sem þeir þurfa, og á ég þá ekki við efnahagsaðstoð, heldur hitt að það hafa ekki nema örfáir menn á öðrum sviðum sköp- unar, unnið afrek á borð við þá. í svipinn á ég helzf stórra, nýrra tíðinda að vænta frá myndlistar- mönnum. — Eru efnilegri menn þar en í öðrum. listgreinum?. — Á öllum sviðum lista kemur hér fram mikið nýtt, og athyglis- vert, en málararnir vekia mest at- hygli mína, og ekki síður hinir yngri. Ég lield að skvringin sé bæði okkar undursamlega land, engu öðru líkt, og erlend gagn- rýni, sem málarar fá vegna þess hve oft þeir koma verkum sínum á framfæri erlendis. — úr því að þú „minnist" á út- lönd. Blandast ei saman I margra tali, minnimáttarkenndin og stór- mennskubrjálæðið? t sömu and- ránni og mærðast er um „íslenzka menningu”, um yfirburði olckar ”með tilliti til fólksfíölda” á hin- um ýmsu sviðum, er fárast yfir kurfshætti íslendinga og um það rætt, að öðru vísi sé bað nú í stóru bæjunum í útlöndum. —=• Því verður ekH neitað, að : þegar maður kemur frá jítlöndum, einkum Bretlandi, virðist manni sem margar af okkar miklu framkvæmdum séu yfir- horðslegar og óraunhæfar. Og þetta sallafína kvenfólk og gæjar, þrúðbúið eins og í leikhúsi, þjót- andi í lúxusbílum um allar jarðir. IVTaður mætir því austur í Fljóts- hlið og inni í Þjórsárdal í sömu skartklæðunum og það er búið á böllunum. Þetta er afieiðing minni ;máttarkenndar. Fólk sem í fyrsta sinn eignast falleg föt. Þetta venst af fólki. Eins er með húsbygging- ar, jafnvel verksmiðjubyggingar, allir vilja hafa það stærra og fínna en gagnlegt er og fært, er til lengdar lætur. Svo drahbast allt niður. Við eigum auðvitað ekki m m m leikhús sambærileg við það sem er annarsstaðar í Evrópu, þótt við eigum nokkra úrvalsleikara, sem gætu komið fram hvar sem er, okk- ar sinfóníuhljómsveit er vitanlega mjög ófuilkomin ennþá, og svo mætti lengi telja. Það eru skil- yrðin sem vantar og að sumu leyti er það óleysanlegt mál vegna þess hve við erum fá, og kunnum ekki að sníða okkúr stakk eftir vexti. — Ég sé að við því verður ekki lengur soornað, að bú segir álit þitt á sjónvarpsmálinu? — Um Keflavíkursjónvarpið hef ég sagt það sem mér bvr í brjósti, og mun aldrei taka eitt orð aftur. Hvað snertir íslenzka sjónvarpið þá verður ekki staðið á móti því, ég veit það. Það kemur yfir okkur eins og hver önnur nlága, einhvern tíma, því betra því seinna. Ég sá fvrir nokkrum dögum sýnishorn af væntanlegri dagskrá þess, og ég sagði auðvitað eins og ég er vanur þegar illa horfir: Guð hiálpi okk- ur. Það var slæm auglýsing fyrir vondan málstað. F.n á listahátíð- inni verður ýmislegt gert, sem væri þess virði að mynda það fyr- ir kvikmvndabús eða siónvarp, á ég þar við Mvndabóklna. sem þeir Lárus Pálsson og Riarni frá Hof- teigi hafa í '•amvinnu v!ð Gunnar gert úr Fiallkirkiu hans. En þeir sjónvarpshugsiónamenn eru enn ekki komnir nið”r á jörðina, og koma kanr.ske aidrei. í Iðnó er Brvnjólfnr Jóhann°sson að túlka ívrir okk”r eina sinna ógleyman- legu persóna er hann hefur skap- að. skipstiórann í Hart i bak. Þetta þyrfti að taka á kvikmynd og geyma handa „einhverjum”. — Nú er Hallgrímskirkja næst á dagskrá? — Á meðan ekki er til ofn í öll- um kirkjum, hvað bá vandað orgel, finnst mér að dragast mætti svo sem einn mannsaidur að byggja efstu 5 metrana af turninum þar. — Jæja. Ég skildi pkki vel þetta með listina og fólkið. Þú ættir þó að þekkja bað vel. Hvernig gengur að koma listinni inn í fólkið? — Skólarnir hafa lyft þjóðinni geysimikið síðustu áratugina. Hvergi sést það betur eu á sin- fóníukonsertunum undanfarið og í leikhúsunum. Þeir virðast fram- leiða gott fólk. Annars hefur vel- megunin gert taisvert af Reykvík- ingum dálítið leiðinlega. Og eftir 2—3 kokktei'sveizlur er alveg nauðsynlegt að skreppa austur á Eyrarbakka eða unrú Flóa og tala við skemmtilegt fólk, að safna kröftum f næsta nartí. Ekkert ú jafnrikan þátt í að gera fólk leið- inlegt og vínið. Það hefur alltaf verið fyrir útvalda. — En þeir sem sækia tónleik- ana. Hve margir koma til að hlusta á tónlistina, — hve margir koma til að sýna sig og siá aðra? — Það er betra að snobba fyrir sinfóniu en bíl. HKG Eyjólfm^ ^ónsson Ragn*r * ^ússon Lögpiltir i*nf«nr-s|rnAendUr Flókagötu 65. 1 s’mi 17903.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.