Alþýðublaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 3
V daginn ítrekaði hann þá afstöðu sína, að hann vildi hvorki verða tilnefndur forseta né varaforseta- efni, nema því aðeins að fyrir hendi væri einlæg og alvarleg ósk um þetta af hálfu flokksmanna. Hinn kosturinn er talinn sá, að repúblikanar sætti sig við, að Goldwater fari með sigur af hólmi í baráttunni um tilnefn- inguna, en haldi áfram að veita honum mótsnyrnu í bví skyni að fá hann til að taka hófsamari af- stöðu í innanlands- og utanrikis- málum. Fylgismenn síðari kostsins urðu fyrir miklu áfalli í dag, þegar maður sá, sem sfíórnar baráttu Goldwaters, Denis Kitchell, skýrði frá þeirri skoðun sinni. að Gold- water mundi greiða atkvæði gegn því, að málþófs-umræðurnar um borgararéttindafrurnvarn stjórn- grinnar verði stöðvaðar, hversu hart sem lagt yrði að honum að brevta afstöðu sinni. Fréttaritarar í Bandaríkjunum telja, að fylgismenn annarra repú blikanaforingja. sem ^ækjast eftir tilnefningunni — hvort sem’ þeir hafa lýst því yfir eða ekki — muni neita að failast á það, að Goldwater verði forsetaefni. ,í hópi þessara eru margir stuðn- ingsmenn Riehard Nixons fyrrum varaforseta, Henry Cabot Lodge sendiherra og Rockefellers ríkis- stjóra. New York Times bendir í dag á bað, að nær helmingur repú- blikana í Kaiifornfu hafi greitt at.kvæði gegn GoMwater og ástæða sé til þess að ætla. að enn njóti Goldwater ekki stuðnings meiri- hluta flokksmanna ReDÚblikana- flokksins i Bandarfkiunum öllum. En blaðið telur harla lftil lík- indi á þvi, að unnt verði að koma í veg fyrir tilnefningu Goldwat- ers. Blaðið segir, að bað yrði jafn- hörmulegt fyrir Bandaríkin og ReDÚblikanaflokkinn. ef liann vrði forsetaefni flokksins. Það onni síður en svo renúblikönum leiðina til Hvíta hússins, heldur mundi tilnefningin auka andstæð- urnar í bandarískum stjórnmálum og einangra repúblikana frá mill'j- ónum óháðra kjósenda, er látið hafi í ljós stuðning við hinar hóf- sömu þjóðfélagsumbætur, sem að verulegu leyti hafi stuðlað að jafn vægi, réttlæti og efnaliagsleguni framförum á síðustu 30 árum, þeg- ar repúblikanar og demókratar hafa skipzt á um að stjórna. Hin áhrifamiklu brezku blöð, Times og Guardian liarma sigur Goldwaters. Sigur hans sé engum vini Bandaríkjanna og engum, er vilji, að bandalag vestrænna rikja haldi velli, gleðiefni. tMMMMWMUMMMKMMMM Danskir krakkar fagna Bííiunum •jf Kaupmannahöfn 4. júní (NTB-Ritzau). Rúralega 6 þúsund manns höfðu safnazt saman í morg un- á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn þegar hinn frægi brezki dæguriagakvart ett „Bí larnir“ komu til Dan merkur. Að sögn lögreglunn ar hefur aldrei áður safnazt eins mikill mannfjöldi á Kastrup flugvöll. Margir tróðust undir þegar frá sér numdir unglingar brutust í gegnum tálmanir lögreglunn ar til að komas’ í námunda við söngmennina, sem eiga að halda tvenna hljómleika. Við Royal Hotel reyndu 3 þúsund unglingar að ryðj ast inn um hóteldyrnar. Eins og á flugvellinum var hér um yngra fólk að ræða eá lögreglan hafði gert ráð fyr ir. Margir voru 7-8 ára. Það var ekki fyrr en á daginn leið að ró færðist yfir við Royal Hotel. Lögreglan býst við miklum mannfjöld þegar Bítlarnir halda ld|jómleika sína. Deila kommúnista nálægt hámarki Moskva, 4. júní. (NTB-Reuter). Málgagn sovézka kommúnista- flokksins, Pravda, sagði í dag, að meirihluti kommúnistaflokka lieirns styddi tillögu Rússa um, aS efnt verði til ráðstefnu, þar sem tekin verði ákvörðun í hug- myndafræðideilunni við kínverska kommúnistaflokkinn. Blaðið segir, að flestir kommúnistaflokkar heims séu þessu fylgjandi vegna vaxandi upps út af hugmynda- deilunni. Krústjov forsætjsráðherra vill, að ráðstefnan verði lialdin í haust. Erlendir fréttamenn í Moskva telja, að hann telji sig nú hafa nógu mikinn stuðning til að geta gert upp reikningana við Peking stjórnina, þótt pólski kommúnista flokkurinn, ítalski flokkurinn og nokkrir aðrir flokkar hafi látið í ljós fyrirvara. , WWMMMWMMMMMWMM ÍMyndin er tekin í Moskvu á þriðjudag, er þeir ræddust við Harold Wilson og Nikita Krústjoff. Skotárás á sendi- herra í Stokkhólmi Stokkhólmi, 4. júní. (NTB). Sendiherra Eþíópíu á Norður- löndum, Abate Agede, lá milli Iveims og helju í kvöld eftir til- raun sænsks bílstjóra af pólskum ættum til að ráða hann af dögum í miðri Stokkhólmsborg í morg- un. ’ Fimm skotum var skotið á sendi herrann á vinnustofu hans. Eig- inkona sendiherrans, sem er 41 árs gamall, og sænsk skrifstofu- stúlka voru vitni að atburðinum. Skotin hæfðu marga staði á maga og brjósti og var sendiherrann þegar fluttur á sjúkrahús. Líðan hans var talin mjög alvarleg í kvöld. Eiginkona sendiherrans hringdi í lögregluna um kl. 10,30 í morg- un. Margir lögreglubílar voru þeg ar sendir til sendiráðsins, og bíl- stjórinn sat í eldhúsinu og beið. Hann sýndi lögreglumönnunum cnga mótspyrnu. Hann var með sár á enni. Óvíst er um nánari atvik. Sagt er að bílstjórinn hafi neitað að lilýðnast fyrirskipun sendiherr- ans. Komið hafi til snarprar orða- sennu, sem lokið hafi með því, að bílstjórinn dró upp byssu sína og skaut sendiherrann. Bílstjórinn og vitnin tvö, sendi- herrafrúin og sænska skrifstofu- stúlkan, voru flutt á lögreglustöð- ina. Þar voru þau í yfirheyrslum í dag meðan gerður var upp- skurður á sendiherranum á sjúkra húsi spölkorn í burtu. Bílstjórinn handtekni, sem er 61 árs að aldri, sagði I yfirheyrsl- unum eftir hádegi, að orðasenn- an hefði orðið vegna þess, að sendiherrann hefði sagt honum Frh. á 15. síðu. Tilfellin orðin 3181 Aberdeen Aberdeen, 4. júní. (NTB-AFP). í DAG lágu 318 á sjúkrahúsi í Aberdeen vegna tauga- veikifaraldursins. Þar af cru 275 staðfest tilfelli. 17 voru fluttir á sjúkrahús í nótt. Yfirmaður heilbrigðismála í Aberdeen, dr. Ian Mac Queen, sagði í morgun, að ef tilkynnt yrði um 25 ný til- felli í dag, merkti það að far- aldurinn hefði brotizt út að nýju, en slíkt sé einkennandi fyrir sjúkdóminn. Dagurinn í dag hefði því úrslitaþýð- ingu. Þessa daga er sérstökum bifreiðum ekið um götur Aberdeen og Ji sóttvarnarefni úðað á göturnar. MMMVMMWWWtWVVMMMMMMtWMMWHWMMMVMMW New York, 4. júní. (ntb-reuter). Menn úr hinum frjálslynda arnii Repúblikanaflokksins í Bandaríkj- unum voru önnum kafnir í dag að leggja á ráðin um baráttuaðferðir í forsetakosningunum eftir sigur Barry Goldwaters öldungadeildar þingmanns í viðureigninni við Nelson Rockefeller ríkisstjóra prófkosningunum í Kaliforníu. Sigur Goldwaters kom hinum frjálslyrída armi flokksins mjög á óvart. Goldwater hlaut 51.4% at- kvæða, en 2.1 milljón manna kusu. Sumir stjórnmálafréttaritarar sögðu í dag, að frjálslyndir repú- blikanar, sem frá gamalli tíð eru áhrifamiklir í austurhlutum lands- ins liefðu nú tvo kosti um að velja. Annar þeirra er sá, að hefja „baráttu til að stöðya Goldwater” og að sameinast um aðeins éitt forsetaefni, væntanlega hinn hóf- sama ríkisstjóra í Pennsylvaníu, William Scranton. Hann hefur enn ekki sagt, að hann óski eftir því að flokkurinn tilnefni hann. Ríkisstjórinn virðist meina það sem hann segir. Seinast á fimmtu Repúfolikanar valið um tvo ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 5. júní 1§64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.