Alþýðublaðið - 07.06.1964, Page 13

Alþýðublaðið - 07.06.1964, Page 13
Hámark lífsins... FLUGFRRÐIR Sunnudagur: Flugvél Loftleiða er tvæntanleg frá NY kl. 03.30. Fer til Oslóar og Stafangurs kl. 08.00. Önnur vél væntau eg frá NY kl. 08.30. Fer til Gautaborgar og K. liafnar kl. 10.00. Vél fer til Lux- emborgar kl. 10.00. Kemur til baka frá Luxemborg kL 24.00. Fer til NY. kl 01.30 Fluerfélagí siands. - Millilandaflug Millilandaflugvé-in Sólfaxi fer til Glasgow og is.aupmannahafnar kl. 3.00 í dag. Vénn væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 23.00 í kvöld. Miliilandaflugvélin Guilfaxi fer til Glasgow og K.hatnar kl. 8.00 í fyrramálið. Milliandaflugvélin Skýfaxi fer til Glasgow og K.hafn ar á þriðjudagmn Kl. 8.00, Milli- landaflugvélm Gijáfaxi fer til Vágö, Bergen og K.hafnar kl. 8,3Ó á þriðjudaginn. — lnnanlandsflug — X dag er áætlað og fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Vestmannaeyja og Isafjarðar. — Á morgun: er áæiiað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), ísafjarðar, Vestmannaeyja (2 ferðir), Fagur hólsmýrar, Hornafjarðar. Kópa- skers, Þórshatnar og Egilsstaða. SKIPAFRÉTTIR Kaupskip Hvítanes er í Reykjavík. Iiafskip. Laxá er í Reykjav. Rangá fór fró Malmö 6. þ.m. til Áarhus og Gdynia^Seiá for írá Hamborg 6-6 til Antwerpen, Rotterdam og Roykjavíkur. Eíiy .osar á austur- og norðurlandsh. Axel Sif er á Siglufirði. Tjerkhiddes fór frá Stettin 5. þ.m. tii Reykjavíkur Lise Jörg er væntameg tii Seyðisfjarð ar í dag. Eimskipafélag Reykjavíkur Katla er ó leið til Islands Irá Torreveija. Askja er á leið til Napoli. Jöklar Drangajökull fór frá Hafn arfirði 2. þ.m. áieiðis tii Rússlands Hofsjökull fer ‘væntanlega frá London í dag óleiöis til Reykjavík ur. Langjökull fór frá Vestmanna eyjum 3. þ.m. óleiðis til Cambrid- ge. Vatnajökull er í Reykjavík. Skipadeild S.Í.S. Arnarfell losar á Eyjafjarðarhöfnum. Jökulfeil er í Rendsburg, fer þaðan til Hamborg ar, Noregs og islands. Dísarfell er í Mantyluo.o. Litiafei er í Reykja vík. Helgafell er í Stettin, fer það an ttl Riga. Ventspils og íslands. Hamrafell fór framhjá Gíbraltar 1. þ.m. á leið t.l Batumi. Stapafell fór frá Reykjavík í gær úl Aust- fjarða. Mælifell fór 3. þ.m. frá Torrevieja til Seyðisfjarðar. Framiiald af bls. 3. Pýramídarn.r eru alls níu, sex litlir og þrír stórir. Fram undan miðpýramídanum — í miðið bæði hvað snertir röð, stærð og aldur — er sfinxinn, mannshöfuð á ljóns- búk, um aldaraðir ímynd hins leyndardómsfulla í hugum manna. Hann er allur einn klettur og hef- ur staðizt miklar raunir. Hann stóð einn upp úr, meðan musteris- rústimar I kringum hann voru huldar margra alda foksandi, enda veðri og vindum sorfinn. Napoleon mikli skaut af honum nefið, en kærði sig ekki um að halda lengur áfram að bombardera þennan þög- ula vörð fornra leyndardóma í eyðimörkinni. Meðan Faruk lætur dæluna ganga um sfinxinn og og musterið við hliðina á honum, forðum not- að meðal annars til múmíugerðar, hvarflar hugur minn aftur í aldir. Hvað er enn dulið undir þessu ljósa bergi og gula sandi? Vafa- laust er margt ófundið enn. Hvað vitum við nútímamenn með fullum sannindum um hinar svokölluðu mysteríur eða laun- helgar, sem Egyptaland hefur löngum verið frægt fyrir? Það er álitið, að síðustu egypzku mysteríunum hafi verið lokað um 520 e. K. og aldirnar þar næst á undan hafi sú dularfulla starfsemi. er því nafni var nefnd, stöðugt verið að dragast saman, og þeim stöðum að fækka, þar sem þeim var haldið uppi. Sum þau salarkynni, sem fyrir mysterí- ur voru notuð, eru talin hafa ver- ið neðan jarðar að nokkru leyti eða öllu, og hafi þeim verið lokað rammbyggilega, þegar starfsemin var niður 'ögð. Hinir innvígðu prestar höfðu þann umbúnað að geta látið stóreflis björg renna ó sliskjum fyrir innganginn að inn- an, og utan frá var éftir það ekk- ert að sjá nema heilann vegg. — Hvar slík björg eru fallin fyrir ganga í gömlum mysterírústum, veit enginn. Margir hafa sett sfinxinn og pyramidann mikla í samband við launhelgarnar, Ljónmaðurinn, sfinxinn, hefur alltaf verið tájtn vígjandans, þess sem tékur nýjan bróður inn í samfélag leyndardóm- anna, ekki aðeins í Egyptalandi, heldur einnig á táknmáli annarr'a trúarbragða á öðrum tímaskeið- um. Og hvað sem hæft er í því, þá halda sumir, að sfinxinn leyni innganginum að neðanjarðar- musteri, sem að einhverju leyti á að hafa verið í sambandi við pýra mídann. Um mysteríurnar er fátt vitað með nokkurri vissu. Til eru leyni- reglur og þær margar, sem telja sig beint eða óbeint geta rakið uppruna sinn til þeirra, og ýmsir nútimamenn þykjast liafa að fullu ráðið þær þrautir, sem fólgnar eru í táknmáli egypzkra trúarbragða. Allt slíkt er vafasam't. Við nútíma- menn eigum óhægt með að skilja mystik löngu liðinna tíma, af því að við þekkjum ekki sálfræði þeirra þjóða, er hana lifðu. Við getum þó sagt, að í mysterí- unum hafi menn verið látnir ganga á liólm við sjálfa sig. Þeir voru látnir fara gegnum stig eða vlgsl- ur, sem veittu fræðslu um eðli hins mannlega vitundarlífs eftir skilningi þeirra tíma. Hámark þessarar fræðslu virðist hafa verið hinar svokölluðu dauðavígslur, þar sem neminn er látinn upplifa sjálfan dauðann, í sumum tilfell- um aðeins á líkingafullan hátt, en í öðrum að því er virðist með að- ferðum, er svipar til bess. sem nú á dögum er kallað dáleiðsla. Dauðinn var hámark lífsins. Aðalatriðið var sennilega ekki, hvað við tók, heldur reynsla sjálfr- ar dauðastundarinnar. Ef einhverjum skyldi finnast þetta undarleg fullyrðing, vildi ég mega benda á að ýmislegt virðist vera sameiginlegt með dauða leyndardómunum egypzku og hinni tíbezku dularfræðslu um dauðann (og á miðöldum var sam- ið rit í Evrópu, sem bendir til svipaðrar þekkingar á dauðanum). Því er ekki úr vegi að ímynda sér, að eins og í Tíbet, hafi mönnum verið kennt að mæta dauðanum með skýrari meðvitund en almennt gerist, því að í dauðastundinni, sjálfu andartaki viðskilnaðarins, var öll eilífðin fólgin. Um það leyti sem heimsókninni til sfinxins var að ljúka, tók að kula af vestri. Það byrjaði með því að snögg vindhviða þyrlaði gusu af sandi Framan í hann Farúk okkar, svo að liann tók andköf og varð að gera hlé á máli sínu. Ég veitti því athygli, hvernig golan dró lausan sandinn með sér í iður og strauma, sem dönsuðu niður slakkana ofan af hæðinni. Áður en varði var allt landið hulið gul- gráum mekki. En pýramídinn mikli teygði sinn háa koll upp f heiöríkjuna eins og hann væri hafinn yfir sigra og töp mann- anna á jörðinni: Akranes ■ Akranes Utsölumaður Alþýðublaðsins á Akranesi ev Helgi Daníelsson, Brekkubraut 7, sími 1881. Kaupendur Alþýðublaðsins á Akranesi eru beðnir að snúa sér ti'l hans með allt, sem varð- ar afgreiðslu -blaðsins. Ötgerðarmenn skipstjórar Ávallt fyrirliggjandi: NYLON ÞORSKANET frá HIRATA SPINNING CO. Japan. Fiskilínur, allir al- igengir gildleiikar MUSTAD önglar NYLON taumar og ábót Snurpuhringir Hessian-strigi, fyrir saltfisk og sk-reið Bindigarn, saumgam Bindivír, galv. og svartur fyrir skreið. Skipazink, viður- kennd tegund og 'gerð. FRIÐR1K JÖRGENSEN Útflutningur — Innflutningur Ægisgötu 7. — Reykjavík. Símar 11020 — 11021. Tilhoö óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða sýndar í Rauð- arárporti mánudaginn 8. júní kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. Haíiö þér athugað 1. að það er tiltölulega mjög ódýrt að ferðast með strandferðaskipum vorum í kringum land, en fátt veitir betri kynni af landi þjóð. •í - %{ 2. að siglingaleið m.s. „Heklu“ að sumrinu til Færeyja, Noregs og Danmerkur er mjög skemmtileg og fargjöldin hófleg. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS ÞAKKARAVARP. Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á sjötugsaf- mæli mínu þ. 29. apríl sl. Guðhjöm Jakobsson. Lundarlivoli. '' ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. júní 1964 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.