Alþýðublaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 8
ÞEGAR vel viðrar, safnast íbúar borgarinnar á þá fáu grasreiti ; sem hún hefur af að státa, og njóta góðviðrisins. j Einn þekktasti grasreiturinn er ; án efa Arnarhóllinn, í daglegu . tali nefndur „hóllinn", en hann er í hjaria borgarinnar eins og allir vita og þessvegna eðlilegur sá fjöldi fólks sem þár leitar at- j hvarfs þær stundir sem gefast frá önnum dagsins. ; í hugum margra borgarbúa er „hóllinn" eingöngu athvarf drykkjumanna. Ekki er því að neita að þeir hafi sett sinn svip j' á hann undanfarin ár, •— og ófáir hafa talið sig þar til heimilis um lengri eða skemmri tíma. Varla ,j mun líða sá dagur að ekki komi einhver af þessum ,vanafestumönn ■um“ og heiðri hólinn með nær- ’i veru sinni, leiti huggunar í vel- j ræktuðu grasi hans, um leið og ; þeir blóta guðinn sinn, Bakkus. i En það sækja fleiri hólinn heim en t Bakkusarblótendur, þangað kemur ; fólk á öllum aldri, af öllum stétt- j um ag siigum, stórir sem smáir. sem er hvað trúust „hólnum“þeg ar á allt er litið. Æskan er eini aðilinn sem að öllu jöfnu stundar „hólinn“ allan ársins hring og er fjölmennust þegar snjórinn hylur hann, en þá má sjá börnin renna sér á sleðum, skíðum eða jafnvel masónitplötum og aldrei er meira fjör á hólnum en í slíkum tilfell- um. Á sumrin leika þau sér að bolt um eða tiltækum leikföngum. Og yfir þessu lífi, trónir hann Ingólf ur gamli Arnarson, í öllu sínu veldi og horfir á afkomendur sína í leik eða gleði, sorg eða þraut- um, og án efa gæti hann sagt okkur margt skemmtilegt eða margt leiðinlegt, mætti hann mæla. Eða hvað ætii karlinn segði, ef svo væri. Máske eitthvað á þessa leið? — Blessuð sólin var komin hátt á loft þegar ég vaknaði í morgun klukkan að ganga sex. Ennþá var lítil umferð, þó einstaka leigubif reið skreiddist upp Hverfisgötuna, og stöku eftirlegukindur frá gær- TEXTI OG MYNDIR ! RAGNAR LÁRUSSON j í hádeginu koma þar margir jþegar vel viðrar, og sólin skín og njóta hennar þann stutta tíma sem gefst frá innisetuvinnunni. Og ekki megum við gleyma æskunni, kvöldinu, röngluðu rykugar og rytjulegar um nærliggjandi götur. Það gisti ekki nema einn á „hóln- um“ í nótt, en sá kom seint og fór skömmu eftir að ég vaknaði og þá ekki af sjálfsdáðum, heldur komu tveir borðalagðir og fluttu hann í „betra húsnæði“. Annars kemur það sjaldan fyr- ir nú orðið að menn gisti hér nótt ina af, og stafar það aðallega af tvennu. í fyrsta lagi sér lögreglan um að þeir fái „vistiegri sama- stað“ og í öðru lagi er bárujárnið, sem var hér norðanvið, farið, og veitir næturgestinn ekki lengur skjól fyrir úrsvölum næturnæð- ingnum, hvað þá lögregluþjónun- um. Það er semsagt af sem áður var, en þá kom iðulega fyrir að hópur fólks gisti hér „hólinn" og virtist vera hið ánægðasta yfir staðnum. En eins og ég sagði áðan, var klukkan að ganga sex, þegar ég vaknaði, og enn sem komið var ekki nógu margt, til að menn væru almennt farnir að tínast til vinnu. En strax upp úr klukkan sjö, fór að koma hreyfing á mannskapinn og bar mest á hafnarverkamönnun um. Nafni minn, togarinn, kom í gærkveldi, eftir dágóðan túr og sumt af þessum mönnum var án efa að fara til að skipa aflanum á land. Mér finnst taisverc til þess koma að eiga togara fyrir nafna, en aftur á móti minni heiður af félaginu sem skírði sig eftir mér, það hefði heldur átt að skíra sig eftir hanni Hallveigu minni Fróða dóttur. Annars var ekki meiningin að ræða um pólitík, heldur vildi ég gjarna segja ykkur frá eimirn sól- skinsdegi í lífi mínu. t Þegar klukkan var langt geng- in í níu, fór skrifstofufólkið að streyma til vinnu sinnar, en það er mest áberandi af þeim sem leið sína leggja framhjá „hólnurn" dag hvern. Skrifstofufólkinu fylg- ir aragrúi bifreiða og bílastæðin eru fljót að fyllast eftir að það kemur til vinnu og margir verða frá að hverfa. Þegar allir eru komnir til vinnu sinnar, fer einstaka manneskja að sjást hér á hólnum, svo sem ár- risulir drykkjumenn, utanbæjar- 8 7. júní 1964 .-f ALÞÝÐUBLAÐIÐ menn í kaupstaðarferð eða venju legir slæpingjar. Fyrir hádegi er ekki mikið um börn að æik á hólnum, þau koma ekki fyrr en eftir hádegið. í hádeginu er ævinlega margt um manninn á svona degi, þegar sólin skín og Kári hefur hægt um sig. Menn láta sér líða vel, flatmaga eða liggja uppíloft og sumir fara úr yfirhöfnunum. Einstaka maður er svo ósvífinn að fara úr skónum, en ég hefi séð slíkt hafa herfileg ustu afleiðingar En þeir sem það gera þurfa sjaldan að kvarta yfir þrengs.um. Svo koma blessuð börn in að leika sér á grasinu. Þau hafa ýmislegt fyrir stafni, skortir sjald an verkefni, enda væri slíkt ó- eðlilegt. 1 dag sá ég sjón, sem var í senn hlægileg og grátleg. Einn ágætur maður hafði verið að staupa sig heldur mikið og var lagztur til svefns í grænt grasið. Hann hafði farið úr skónum og iagt þá við hlið sér. Tvær litlar stúlkur voru að leika sér að bolta og vörpuðu honum á milli sín. Svo kom að því að önnur þeirra greip ekki boltann, en hann skoppaði í átt- ina að þeim isvefndrukkna og stöðvaðist ekki fyrr en hann var kominn fast að hliðinni á honum. Önnur s.úlkan hljóp á eftir boltan um sínum með þeim ásetningi að sjálfsögðu, að ná honum. En þegar hún sá hvar hann hafði stöðvazt, leizt henni ekki á blikuna og þann drukkna. Hrot sú ráðstöfun mannsins, að fara úr skónum áð- ur en hann festi svefn, hefur haft nokkur áhrif á irega litlu stúlk- unnar til að sækja boltann sinn, veit ég ekki, en ósköp íangaðí mig til að sækja boitann fyrir hana. Því miður er því ekki að heilsa að ég geti hreift mig úr sporunum, vegna þess að „hér stend ég og get ekki annað“, eins og þið vitið lesendur góðir. Sem betur fór bar að mann sem skildi við hvaða erfiðleika litlá daman átti að stríða og sótti hann boltann ,,í gin ljónsins." Um þrjú leytið, kom einn gamal kunnur Bakkusarblótari og settist á sieinbekkinn, hérna við stallinn- minn. Hann hafði orðið sér úti um

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.