Alþýðublaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 5
Thor Vilhjálmsson Reykjavík, 5. júní - HKG KJARVAL, bók um Jóhannes Itjar val eftir Thor Vilhjálmsson, og; síð- ara bindi Shakespearsþýffinga Belga Bálfdánarsonar koma út á opnunardegi . listahátíffarinnar, opnunardegi listahátíðarinnar Bók Thors um Kjarval er gefin út af Helgafelli, en Mái og Menning gefur út Shakespearsþýffingarnar. Blaðamenn ræddu í gær við Thor Vilhjálmsson um bók hans um listamanninn. Aðspurður sagði Thor, að hann hefði verið nokkuð lengi að búa sig Undir að skrifa þessa bók, en sjálft verkið, að skrifa bókina, hefði ekki tekið svo langan tíma, — mest af því hefði verið unnið í fyrrasumar. Thor sagði, að hér væri ekki um að ræða viðtalsbók né ævisögu í venjulegri merkingu þess orðs, heldur væru þetta „mjög persónu- legar hugleiðingar um Kjarval, list hans og feril”. Höfundur bókarinnar og efni- viðurinn munu hafa þekkzt lengi og ferðazt talsvert saman um ísland. Kjarval mun ekki hafa séð I bókina um sjálfan sig, — en um I helgina ætlar hann austur til Borg arfjarðar og mun þá fá bókina í nesti. Sama daginn og opnuð verð ur listahátíð í Reykjavík taka mó- fuglarnir eystra á móti meistaran- um með samsöng. 100 myndir prýða bókina, þar af eru 25 litmyndir af málverkum Kjarvals en 75 svart-hvítar. Þess- (Framhald á 2. síSu). HMtMMHMMMHMUMMMUMMMUUMMMUUMMHMMMM The Lyric Trio FIMMTU tónleikar Tónlistar- félagsins á þessum veti'i voru í síðustu viku og komu þar fram bandar,ískir listamenn er nefna sig The Lyric Trio. Tríó þetta samanstendur af Robert Mann, fiðmleikari, Leonld Ham bro, pianó og Lucy Rowan, leikkona. Robert Mann er með- limur í emum fremsta strengja kvartett heimsins í dag. The JuiIIiard Quartel. Fyrsta verkefnið á efnis- skránni var fiðlusónata eftir Mozart. Tækni fiðluleikarans er afar góð en það virðist oft vera emhver illskýranlegur munur á miklum sólista og kvartettleikara óg kom það einkar vel fram á þessum tón- leikum. Samleikur listamann- anna í sónötu Mózarts einkenn ist af sjaldheyrðri rhythmiskri nákvæmni og samvizkusemi, en þó skorti eitthvað á að hér væri um sannfærandi túlkun að ræða. Annað atriðið á tón- leikunum var upplestur á þrem ævintýrum eftir H. C. Ander- sen og Rudyard Kipling með tónlist eftir Robert Mann. Fram sögn leikkonunnar var sérlega hrífandi; biæbrigðarík og hnit miðuð, en tónlistin, sem var hlaðin fiðlu „effektum” er sjald an virtust í nokkru samhengi við viðkomandi ævintýri, hefði alveg mátt missa sig. Tínlistin var fremur úl truflunar en að- stoðar. Setaasta verkið var Kreutzer sónata Beethovens. Um flutninginn er svipaða sögu að segja og um Mozart sónöt- una; leiftrandi samleikur — en eitthvað skorti. Jón S. Jónsson Kiarvalsbók eftir FRÍMERKI FRÍMERKI m FRÍMERKI PÓSTSTJÓRN Bandaríkjanna ætl- ar að halda upp á afmæli Nevada- fylkis, m. a. með því að gefa út nýtt frfmerki þann 22. júlí 1964. Þetta er aldar-afmæli fylkisins. — Merkið verður 5 centa-merki með mynd af Virginia-borg. í horni merkisins til hægri á ljósum grunnl stendur: „Nevada State- hood 1864—1964”. — Litir merk- isins eru eðlilegir. — Nevada er á vestari hluta hásléttunnar miklu milli Klettafjallanna að vestan og Utah-fylkis að austan. - Það hefur verið kallað silfur-ríkið, vegna þess að eitt sinn voru þar góðar silfurnámur. — Nevada, sem er 7. stærsta ríki Bandaríkjanna, er þó, ef Alaska er undanskilið, fá- mennasta ríkið, fbúar þess eru að- eins um 285 þús. Árið 1859 fundu Peter O’Riley Og Patrick Mc Laughlin mjög auð- ugar gullnámur þar sem nú er Virginia í Nevada. Borgin Virginia þaut upp og urðu íbúar hennar brátt rúmlega 10 þúsund að tölu og höfðu allir á einn eða annan hátt atvinnu af leitinni að auðæf- um fjaUanna. í 16 ár létu fjöllin nálægt Virginia í té ótrúlega mik- inn auð í gulli og silfri, en svo, allt í einu, eins og það hefði skeð á einni nóttu, var ævintýrið á enda. Þá varð Virginia að „drauga- borg”. — Þegar allur málmur hafði verið unninn úr jörðinni, fluttu námumennirnir og fjölskyldur þeirra burtu. — Þeir skyldu aðeins eftir sig tómar og draugalegar byggingar, gapandi gíga og himin háa grjóthauga sem einu minnis- merkin um tilvist þeirra. á þess- um slóðum. — Á víð og dreif um gömlu námuhéruðin standa „draugabæirnir” - leifar auðugra borga, sem spruttu upp skyndilega f nágrenni við námur, sem gáfu af sér ótrúleg auðæfi, sem voru svo skyndilega uppurin. — Borg var nefnd Rhyolite nálægt Dauða- dalnum. — Hún rann lífsskeið sitt á einum 4 árum, frá því að námu- gröftur hófst og blómlegt athafna- líf gerði innreið sína svo að segja* á einum degi, unz námurnar von»» orðnar tómar af góðmálmum og hvert mannsbarn hafði yfirgefitf borgina. — Járnbrautarstöðin þar var eitt sinn hin stærsta og glæsi» legasta í öllu Nevadafylki, en ntý liggja ekki einu sinni brautarsper lengur að henni! .... Myndin á þessu frímerki sýniK eina af þessum „draugaborgum’% Virginia-City. — Þessar gömlt#- auðu borgir hafa mikið aðdráttar- afl fyrir ferðamenn. Mikill fjöl'di- þeirra streymir þangað árlega: tf* þess að sjá og skoða bústaði gull- grafaranna gömlu. — Einnig er það svo í Nevada, að fjárhættu# spil eru leyfð. Einnig það dreginf margann ferðalanginn þangað. —■ Kunnustu spilavítin eru í borgui*. um Reno og Las Vegas. — Á hin- um víðáttumiklu hásléttum lands- ins er einnig paradís veiði- spect- og fiskimanna. — Frímerkið kem- ur út eins og áður er sagt, 22,7«, 1964. EKKI ER ÞETTA AFTURHALD! JÚNÍ-áAMKOMULAGIÐ hefur fengið mjög góðar móttökur hjá þjóðinhi. Þetta var sú lausn, sem mikill meirihluti þjóðarinnar vildi: vinnufriður, stöðvun verð- bólgu og kjarabætur fyrir laun- þega eins og framast er unnt að veita, án þess að dýrtíðarhjólið fcaldi áfram að snúast. Ríkisstjórnin hefur með sam- komulaginu skuldbundið sig til að beita sér fyrir sex nýjum laga- bálkum. Þeir eru þessir: 1) Lög um verðtryggingu kaup- gjalds. 2) Lög um lengingu orlofs. 3) Lög um margvíslegar breyting- ar á húsnæðislánakerfinu. 4) Lög um 1% launaskatt, er at- vinnurekendur greiði og renni til íbúðalána. 5) Lög um nýjan skatt á fasteign- ir til íbúðalána. 6) Lög um vinnuvernd. í heild er þetta stórátak til frjálslyndari félagsmálalöggjafar, aukins öryggis launþega og auk- innar aðstoðar samfélagsins við hina efnaminni. Er þetta gjörólíkt þeim afturhaldsstimpli, sem stjóm arandstaðan hefur reynt að festa á ríkisstjórnina. Flestir munu telja sjálfsagt að setja bráðabirgðalög um þessi atriði ölL, þar sem Alþingi hefur nýlega lokið störfum. Þó má deila um, hvort heimilt er að leggja hvaða pólitískar afleiðingar júní- samkomulagið muni hafa. Eftir- farandi atriði virðast augljós: Rikisstjómin styrkist mjög og réttir sig við eftir hina miklu eri- iðleika i kjara- og dýrtíðarmálum síðustu níu mánuði. Innan Sjálfstæffisflokksins styrk- ir Bjarni Benediktsson aðstöðu Benedikt Grðndal skrifar um helgina á skatta með bráðabirgðalögum, en stjórnlagafróðir menn munu skera úr því atriði. Kjarni málsins er sá, að um þessi mál ríkir víð- tækt samkomulag og án efa stuðn- ingur mikils meirihluta þjóðarinti- ar. Freistandi er að velta fyrir sér, sína verulega. Hann hélt af þolin- mæði og festu við samningaleiff- ina, þótt ýmsir teldu hana þýðing- arlausa og vildu lögfesta Iausn á málunum Alþyðuflokkurinn unir vel við, því ofangreind frumvörp eru öll gömul baráttumál og enn sérstök áhugamál flokksins. Emil Jónsson hefur enn einu sinni sýnt styrk sinn í vandasömum samningum. Kommúnistar fá tóm til að reyna að sameina hina sundruðu fylk- ingu sína og þeir standa ekki £ verkföllum, þegar kosningar til Alþýðusambandsþings hefjast i sumar. Þó fer því fjarri, að ein- róma ánægja sé í liði þeirra með lausn málsins. Fratnsóknarraenn eru algerlega utan gátta og súrir í broti, eins og sjá mátti á meðferð Tímans á fréttinni um samkomulagið. Þeim fannst ekki um stóran viðburð að ræða. Þeir hefðu talið sér meiri pólitískan hag af verkföllum og ó- friðí, og þeir vita, að það er mikið veikleikamerki að standa utanvið einn mesta stjórnmálaviðburð kjörtímabilsins. Meira en þriðjungur af starfs- tíma síðásta þings fór í deilur um kjara- og dýrtíðarmálin. Ef fram- kvæmd júní-samkomulagsins geng- ur að óskum, ætti svo ekki að verða á næsta þingi. /s 18 sjómít- ur frá Horni ÍSRÖNDIN út af Homi er f frá 67 gr. 00 N og 23 gr. 20 í mín. og 67 gr. 17 mín. N og I 22 gr. 40 mín. V. Þaffan aff i 67 gr. 05 og 22 grr. 00 V. Einn i ig er mikiff ísrek á þessir i svæffi allt aff 67 gr. 00 N. íshrafl er á 66 gr. 55 mín i N og 22 gr. 00 V og 66 gr. e 40 mín. N og 22 gr. 00 V. i Staffur þessi er 18 sjómíl- nr, 30 gr,; réttvísandi frá ' Horni. 1 SMUBSTðÐIK Sæfúni 4 - Sími 16-2-27 BíIIIbb tít smnrðttr fljfftt off reL MJnm ailaur taffondtr itnimte ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. júní 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.