Alþýðublaðið - 17.06.1964, Side 1

Alþýðublaðið - 17.06.1964, Side 1
32 SIÐUR 45.. árg. — Miðvikudagur 17. júní 1964 — 134. tbi. Minnismerki sjó- manna á Akranesi Akranesl, 16. iúní. — BÆRINN er í dag fánum skreytt- nr af tilefni' þess, að 100 ár eru liðin síðan Akranes fékk verzl- unarréttindi og af sama tilefni hélt bæjarstjórn sérstakau hátíða- fund í Bíóhöllinni kl. 6 í dag. — Lúðrasveit lék á meðan bæjarbú- ar gengu til sæta, en síðan var fundur settur, og flutti forseti bæj arstjórnar, Jón Árnason, ræðu. — Fyrir fundinum lágu tvær tillög- ur, sem báðar voru samþykktar. Fjaliaði önnur um, að gerð skyldi eirafsteypa af höggmyndinni Sjó- maður eftir Martein Guðmunds- son til minningar um sjómenn, en liin um áframhald á útgáfu Sögu Akraness, sem Ólafur B. Björns- son hóf útgáfu á árið 1957. Samþykktir bæjarstjórnar voru svohljóðandi: a) Bæjarstjörn Akraness sam- þykkir að láta, í samvinnu við framkvæmdanefnd minnismerkis sjómanna á Akranesi, gera af- steypu úr eir af höggmyndinni Sjómaður eftir Martein Guðmunds son og koma myndinni fyrir á hentugum stað í bænum. Fé verði varið úr bæjarsjóði til þessara framkvæmda að svo miklu leyti sem fé er ekki þegar fyrir hendi í sjóði, er verja skal til að reisa minnismerki sjómanna. b) Bæjarstjórn Akraness sam- þykkir að láta semja og gefa út framhald af Sögu Akraness, sem Ölafur B. Björnsson hóf útgáfu á árið 1957. Ráðinn verði ritstjóri að verkinu í samráði við eigendur , Frh. á 4. síðu. MHHHIIHHHIHWHIHIIIiW íslenzka þjóðin fagnar í dag tuttugu ára afmæli lýðveld- isins. í tUefni dagsins er AI- þýðublaðið tvöfalt, samtals 32 síður. í siðara blaðinu cr efnið eingöngu helgað af- mæli lýðveldisins. Alþýðu- blaðið færir lesendum sín- um naer og fjær beztu kveðj- ur og hamingjuóskir á þess um merkisdegi. MMMHMHUtmtHMUtMtMH KRUSTJOV KURTEIS- LEGA TEKIÐ I HÖFN Kaupmanna>öfn,- 16. júní. NTB. Kaupmannahafnarbúar tóku kurt- cislega og vingjarnlega á móti Ni- kita Krústjov forsætisráðherra So- vétríkjanna er hann hóf þriggja daga heimsókn sína til Danmerkur í dag, en enginn fagnandi mann- fjöldi mætti honum. MttttttttttWtttttttttttttttttWttttttttttttttttttttttttttttttt Engin afskipti af dagskrá sjónvarps EMIL JÓNSSON, scm gegnir störfum utanríkisráðhcrra í fjar- veru Guðmundar í. Guðmundssonar, hefur^svarað bréfi þeirra Jónasar Ániasonar og Kagnars Arnalds um sjónvarpsstöðina á Keflavíkm'flugvelli. Svarið er á þcssa leið: „Út af bréfi ýðar dagsettu 15. þ. m. varðandi sjónvarps- sendingu frá Keflavíkurvelli, skal eftirfarandi tekið fram: Eins og kunnugt er hefur utanríkisráðuneytið veitt sérleyfi til sjónvarpsreksturs á Keflavíkurvelli, en hefur engin afskipti haft af dagskrárefni þess né senditíma, og sér ekki ástæðu til aðgerða í tUefni fyrirspurnar yðar“. ítwvttvttttttttttttttttttvtttttttttttttttttttttttttttttttttttttv Krústjov var alvarlegur við kom una, en þegar á daginn leið, sást hann oftar brosa. Hann komst í ágætt skap, hló og gerði að gamni sínu við gestgjafana og virtist kunna vel við Danina. En hann var elnnig alvarlegur. Þcgar hann heimsótti þingið drap liann á stjórnmálaþróunina í Sov- étríkjunum í viðræðum við Jens Ottó Krag forsætisráðherra og Gustav Pedersen, forseta þingsins. Hann skýrði frá því, að unnið væri að undirbúningi nýrrar, lýðræðis- legrar stjórnarskrár. Hann kvað einræði úr sögunni í Sovétríkjun- um. Danska öryggislögreglan dró andann léttar að loknum fyrsta degi heimsóknarinnar. Ekki hafði komið til neinna vandræða. ^Vllt hafði yfirleitt gengið samkvæmt áætlun, minni háttar tafir urðu, en fyrsta degi þriggja vikna heim sóknarinnar til Danmerkur, Nor- egs og Sviþjóðar lauk án óhappa. Danska öryggislögreglan hefur gert víðtækar ráðstafanir til að af- stýra því, að nokkuð komi fyrir Krústjov meðan hann dvelzt á efstu hæð liinnar tuttugu hæða Hotel Royal-byggingar í Kaupm,- höfn. 40 vopnaðir lögreglumenn eru i hótelinu. Vélbyssu hefur komið komið fyrir í turni einum skammt frá hótelinu, sem er stranglega gætt. Einkaflugvélum hefur verið bannað að fljúga yfir þá staði, sem Krústjov heimsækir. Áhöfnum er- lendra skipa hefur verið bannað að fara úr þeim bæjum þar sem skip þeirra cru við bryggju. Lögreglan fær lista yfir áhafnir allra erl. skipa, sem koma til Danmerkur meðan á heimsókninni stendur. Þegar Krústjov kom til Hotel Royal frá Lö'ngulínu, þar sem skip hans lagðist að bryggju í dag höfðu um 2-300 manns safnast þar saman. Fólkinu var hins vegar skipað að vera í mikilli fjarlægð frá hótelinu og mikill fjöldi ein- kennisklæddra og óeinkenhis- klæddra lögreglumanna var fyrir utan hótelið. Nokkrir hrópuðu Framh. á 4. síðu. 17. júní í Keflavík í KEFLAVÍK hefjast hátíðahöld- in á þjóðhátíðardaginn við kirkj- una kl. 1,15 e. h. með þvi, að Lúðrasveit Keflavíkur leikur nokk ur lög undir stjórn Herberts Hri- berscheck Ágústssonar, en síðan verður gcngið í skrúögarðinn. Kl. 1,15 verður hátíðin sett, en þjóðhátíðarfáninn dreginn að húni kl. 2. Þá verður hátíðarguðsþjón- usta í Keflavikurkirkju. Að henni lokinni flytur Vilhjálmur Þórhalls son, lögfræðingur, minni dagsins, og fjallkonan, Kristbjörg Kjeld, ávarpar Keflvíkinga í ljóði eftir Kristih Reyr. Guðmundur Jóns- son, óperusöngvari, syngur ein- söng við undirleik Þorkels Sigur- björnssonar, tónskálds. Leikararn- ir Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson skemmta og karlakór Keflavíkur syngur, Jan Moravek skemmtir og knattspyrnuleikur fer fram. Kl. 8,30 hefjast hátíðahöldin með lcik lúðrasveitarinnar, sem hefur leik sinn við Vatnsniesto'T,, en gengur síðan á hátíðarsvæðið við Tjarnargötu. Þá syngur K“f’a- víkurkvartettinn, en Ra,t'’-'->:ður Skúladóttir leikur undir. J:" " -mn laugsson og Ómar Bnv"-''?son skemmta, en síðan verður dansað á götum bæjarins. i

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.