Alþýðublaðið - 17.06.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.06.1964, Blaðsíða 2
Bltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fréttastjörij Arnl Gunnarsson. — Rttstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfísgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðslns. —' Áskriftargjald tr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkuiinru 20 ÁR ÍSLENZKA ÞJÓÐIN hafði lotið erlendum kon i iungum á sjöundu öld, þegar hún öðlað'ist óskert , ífullveldi á ný árið 1944. í samanburði við þann |. tíma eru tuttugu ár „dagur ei meir“. Er því varla tímabært að draga miklar ályktanir um þróun lýð yeldisins enn sem komið ier. Lkki verður efazt.um, að þennan stutta tíma íhafa orðið mikla-r framfarir í gerð manmvirkja og öflun iifsþæg'inda. Þegar (veðurfar er einnig hlýn ! tandi og góðæri er til lands og sjávar, mætti ætla, að þjóðin undi vel við hlutskipti sitt — ein hin i. igæfusamasta á jörðunni. En tæknin kennir ökkur v.að veiða fisk og’stýra flugvélum, en hún kann f ■’ engin ráð til að auka félagslegan þroska þjóðanna. h íslendingum hefur sótzt illa að ná samkomúlagi l «m skiptingu þjóðarauðsins, og innbyrðis úlfúð . Ihefur verið rnest í góðæri. Þó hafa orðið ánægju j leg umskiptil í þessum efnum rétt fyrir 20 ára af- mæiið, er samkomulag hefur verið gert um vinnu írið til eins árs, þjóðinni til mikils léttis. Skýrslur herma, að barnadauði sé minni á ís- liandi en í nokkru öðru ríki, og meðalaldur einn ý hinn íengsti í heimi, 75 ár fyrir konur og yfir 70 ár fyrir karla. Hefur meðalaldurinn lengst um 5 ár síðustu tvo áratugi, síðan lýðveldið var stofn- | að, og er það gleðilegur vottur um árangur af j starfi þjóðarinnar og alhliða framförum. Hitt mun auðveldara að deila um, hvort menn in'gu og öórum andlegum þroska hafi miðað áfram oins vél og húsum og skipum þessi ár. Listahátíð Sáefur verió haldin í Reykjavík og hefur óneitan- lega sýnt mikla grósku, hvernig sem gæðin falla ' mönnum í geð. Verður að minnsta kosti sagt, að taldrei hafi þjóðin svo almennt notið lilsta og feg- í -vrðar sem nú, eða áhugi æskufólks sótt meir í þær -í áttir. Frelsið verður ekki gripið í einu andartalci til iframbúöar. Það verður að vinnast hvem dag, og því skipta utanríkiismál meiru en nokkur önnur. 1 þeim efnum entist eining þjóðarinnar skamma stund eftir stofnun lýðveldisins, og hafa risið um : þau mál deilur, sem gætu á örlagastund reynzt þjóð inni hættulegar. Þjóðum, sem lengi hafa lotið öðr- «m, hættir við að kalla öíl samskipti við erlenda ! taðila undirlægjuhátt, og hefur óspart verið alið é þeim hugsunarhætti hér á landi. Sannleikurinn •i’er sá, að íslenzka lýðvéldið hefur verið í alla staði fullkomlega sjálfstætt. Kjörnir leiðtogar þjóðarinn - «ar hafa úrslitsorð um allt það, sem fullveldií þjóð i arinnar kemur við. Fyrstu tuttugu árin hafa verið góð hyrjun. ' Þjóðin mun í dag strengja þess heit að sýna í fram % Ítíðinni samheldni og heiðarleik í baráttunni fyrir lbetra lífi í landi okkar — og betri og friðsamlegri j heimio , Sömu góðu vörurnar. — Sama lága verðið. Meira úrval. — Betri búðir. — Meiri hraði. t Sífelld þjónusta — Betri þjónusta. Áhyrgðin hvílir á okkur sjálfum ÞÓ AÐ ÉG KÆMI fram með nokkra gagnrýni á þjóðhá íðar- ncfnd Reykjavíkur í gær, liggur það í augum uppi, að ábyrgðin á því hvernig þjóðhátíðir okkar fara fram, hvílir ekki fyrst og fremst á herðum forystumanna hátíðar- innar heldur hvílir hún á okkur sjálfum. öllum almenningi ungum sem gömlum. Yfirleitt má segja, að almenningur hafi staðizt þessa ábyrgð. Fyrst í stað bar nokkuð á ölvun og nokkrum óspektum. En slíkt hefur farið minnkandi með hverju ári. ÞAÐ Á AÐ VERA heilög skylda okkar allra, að skemmta okkur þennan dag og gleðjast með hæfi legu móti, þannig að gleðin og hamingjan setji svip á hátíðahöid in, en ekki afkáraskapur, ölvun, frekja og fásinni. Eg segi þetta ekki vegna þess, að ég hafi ástæðu til að efast um siðsama framkomu almennings í dag, reynslan hefur sýnt það að við viljum að hátíðin fari fram, en svo mjög kveður að ölvunarlátum sérstaklega í mið bænum aðra daga, að það réttlæt ir varnaðarorð. EITT VIL ÉG MINNAST Áj sém hefur verið livimleitt stundum á þjóðhátíðardaginn. Fólk vill prúð búa börn sín þennan dag, en stund um hefur það viljað við brenna, að foreldrar hafa orðið sér sjálf um til lítils sóma. Mér þykir það ivera fyrir neðan allar hellúr þeg- ar foreldrar fara með börn sín skrýdd með afkáraskap, í kábojs búningi, með byssulíki sér við hlið og jafnvel föt sín áletuð á erlend- um tungumálum. Þetta nær ekki nokkurri áct, hvorki venjulega daga, né þennan þjóðhátiðardag. HARALDUR ÓLAFSSON í Fálk- anum hefúr gefið út plötu með ræðum og ljóðalestri frá tveimur minnisstæðustu liátíðum íslands- sögunnar: Alþingishátíðinni 1930 og lýðve’.dishátíðinni 1944. Þecta er þarft verk og mjög gott. Platan er gefín út á tuttugu ára afmæli lýðveldishátíðarinnar og hef ég nú hlustað á hana. Útgfan cr með hinum mesta myndarbrag og hinn mesti kjörgripur. MÉR HLÝNAÐI VH) minningarn ár þegar ég hlustaði sömu ræð urnar og fluttar voru 1930 og 1944 Það var eins og ég upplifði aftur þcssa liðnu daga. Svo mun og fara fyrir öllum sem heyra það sem f’utt er nú. Haraldur Ólafs- son hefur unnið hér afreksverk, sem ber að þakka og meta að verð leikum. Það lýsir fyrst«og fremst því, að hann skilur hvaða gildi þetta hefur í þjóðernisvitund þjóðarinnar og er þetta því menn ingarframlag um leið, LÖNDUM, SEM EIGA HEIMA fjarri ættjörðinni mun varla kær- komnari nokkur gjöf en þessi. Nú liefur og verið staðfest, að dreif- ing plötunnar erlenöis er í hönd- um heimskunnra fyrirtækja, og verður það til þess að gera út- breiðsluna auðveldari. Eg vil færa Haraldi þakkir fyrir þessa ágætu bók. Hannes á horninu Járnlist Reykjavík, 16. júni HKG SIGURÐUR Steinsson, verzlunar maður, sýnir 17 járnlistaverk á Mokkakaffi þessa dagana. Tvær myndir málaðar á gler eru einnig á sýningunni. Sigurður Steinsson hefur ekkl áður haldið opinbera sýningu á verkum sínum, — en einu sinni tekið þátt í samsýningu á Mokka kaffi. Sigurður kveðst hafa verið einn vetur við nám hjá Herði Ágústs- syni, — en annað hafi hann ekki numið til listaverkagerðar. Verk þau, sem þarna eru sýnd, eru bæði gömul og ný. Hið elzta er fimmtán ára. Þólt Sigurður bafi ekki gengið á iistaskóla kann hann vel meW járn að fara, þvi að hann vann í 15 ár við járnsmíffar. 2 17. júní 1964. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.