Alþýðublaðið - 17.06.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.06.1964, Blaðsíða 7
111111,111111 »»»»"' iiiiuiiiiiii»iiiuiiiiiiiiiiiiii»iiiiiiiiiiiii»»i(iiiuiiiiuiim»„»iii[(ftf «'i timi>»iiiuiiiiiiiiiiiiimiiiiii„„iiiiiiiiiiiiimniiiiiiiiiiiiiiiiii»iiimimiiiMimiuiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiniimum»i»»»»i»»»»i""ihum»imii « <iiiiii»iiiiiii„„i»iitiimiimmiiiiiiu^r ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. júní 1964 J STAHÁTlÐ MÁLFÞUNGLAMANLEG drag "*andi þóiti mér auðkenna setningu listáhátíðarinnar í Há skólabíó. x Víst var ýmislegt sagt þar vel og viturlega. Borgarstjóri og menntamálaráðherra lýstu báðir falíega skilningi sínum á gildi lista, félagslegu og menningarlegu hlutverki þeirra á timum múgmenningar og tækniveldis. Efalaust eru hátíðaverk þéirra Jóns Leifs og Páls ísólfssonar merkileg- ar tónsmíðár. Og sönn ánægja var að hlýða orðlist Halldórs Laxness þarna inn á jnilli: hann hlítir aldri sínum, eins og hans var von og vísa, orð- inn hóflega íhaldssamur, en skoðunin tempruð af fágaðri eíahyggju. En menningarsögu- legar alhæfingar hans eru kann ski ekki alveg gullvæg vísindi frekar en önnur þvílík fræði. Einliver kann að hafa sakn- að þarna á samkomunni ungs manns raddar, einhvers sem væri, ef ekki öldungis nýr, að minnsta kosti öðru vísi en hin- ir. Roskinlegur alvörusvipur, miðaldra hátíðleiki eru allténd ekki ríkjandi einkenni ís- Ienzkrar listar í dag. Og þó? Dragandin kom kannski bara til af því hve ósýnt mönnum er að skipuleggja þvílíkar sam-, komur. Að líkindum liefði hún orðið helmingi alvarlegi-i, helmingi menningarlegri — og þar með helmingi áhrifa- meiri, minnst — hefði hún bara verið svo sem helmingi styttri. CKKI get ég sagt það angri *■ mig til neina muna, hvað sem er um aðra, að Halldór Lax ness skuli enga skrautútgáfu eiga af Eddu að sýna útlend- ingum — nema þá á þýzku éða tékknesku. Þar fyrir voru á- minningarorð hans um sinnu- leysi íslendinga um fornar bókmenntir sínar vissulega í tíma töluð. Það-er stór vansi að ekki skuli enn til fullgild vísindaleg Edduútgáfa; ,og sami vansi hversu mikið er enn öldungis óútgefið af miðalda- bókmenntum okkar. En vísindi og viðhöfn leysa að sönnu ekki allan vanda. Á öðru hverju heimili þar sem maður kemur, og liklega ríflega það, er til alþýðleg lestrarútgáfa íslend- ingasagna og fleiri fornrita; sums staðar stendur hún við hlið hinnar vísindalegu útgáfu Fornritafélagsins. En hversu eru þessar bækur lesnar hversu lifandi þáttur eru fornbók- menntirnar í nútíðar- menningu þjóðarinnar, dag- legu menningarlífi okkar og bókmenntaiðkun? Þeirrar spurningar ’ er líka heimilt að spyrja á listahátíð: menningar- arfurinn er okkur ekki mikils verður, ef hann gerir ekki Halldór Laxness flytur ræðu sína við setningu listahátíðarinnar. Jóhannes Jóhannesson við eina af myndum sínum á myndlistar- sýningu listahátíðarinnar. nema rykfalla í skinnbandi upp á hill.u milli þess að út- lendingar koma í heimsókn. Bókasýning sú, sem efnt var til á listahátíðinni leysir ekki úr ýkja mörgum spurningum um íslenzka bókmenningu og bókagerðarmenningu. Enda virðist tilgangur \ sýningarinn- er einkum bókmenntsöguleg- ur: hún á að vera lauslegt yf- irlit íslenzkra bókmennta frá lýðveldisstofnuninni. Þetta er að vísu gott og gilt, og sýning- in er snotur og ekki ófróðleg svo langt sem hún nær. En miklu væri liún gagnsamlegri hefði verið reynt að gera þar heillega og sannferðuga mynd íslenzkrar bókaútgáfu og bóka- gerðar í dag: þar hefði mátt draga fram, og setja í öndvegi, það sem bezt er unnið í bóka- gerð en benda til viðvörunar á hitt sem miður fer og úr- leiðis. Sú sýning hefði varla orðið mjög fögur. En hún hefði með einföldum hætti bent á veikleika bókmenning- ar okkar og ávantanir sem nauðsyn er að þekkja og ræða og bæta úr: þókagerðin í landinu speglar bókmenningu landsmanna á hverjum tíma, og þá spegilmynd hefði verið ailfróðlegt að sjá á listahátíð. rKÁLDSKAPUR er ekki í nein ** um tiltakanlegum háveg- um á listahátíðinni. Að vísu hafa allmargir höf- undar stigið fram og lesið úr verkum sínum: menn lásu upp við setningu hátíðarinnar, á undan sýningum Leikfélags Reykjavíkur á Brunnum kol- skógum og Grímu á Amalíu, upplestur var með tónleikum á „listamannakvöldi” í Tóna- bíó. Trúlega hefur sú samkoma verjð aumust allra á hátíðinni; en sami veikleíki og bagaði hana hefur auðkennt allan þennan hátíðalestur. Heilög tilviljun virðist sem sé einráð um það, hverjir koma fram, hvað þeir lesa og hvenær; eng- um virðist hafa komið til hug- ar að neinu skipti hverjir lesi í senn né hvað sé samferða upplestrinum á efnisskrá. — Þetta sinnuleysi er bagalegt og leiðinlegt, og það er öldungis óþarft. Það ætti að vera unnt (jafnvel auðvelt) að skipu- LISTAHÁTlDÍN •fur leggja „listamannakvöld” þann- ig að dagskráin fái sérgildi fyrir það hverjir komi þar saman; það er á hinn bóginn heldur en ekki undarlegur ab- súrdismi að skipa þeim hlið við hlið í sjíkri dagskrá Þór- unni Elfu Magnúsdóttur og Leifi Þórarinssyni, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt. Auðvelt er að hugsa sér t. d. ljóðakvöld þar sem ung skáld læsu úr verkum sínum og flutt væru verk ungra tónskálda; sízt mundi það spilla ef slík sam- koma færi fram innan um myndlist (þó mér sé reyndar ókunnugt hvort salarkynni listasafnsins leyfi slíkan flutn- ing). Slík samverkan ólíkra listamanna dg listgreina gæti orðið eftirminnileg og kann- ski lærdómsrík. Ekkert er raunar á móti þvi, að skipa saman nýju efni og gömlu i dagskrá, rosknum og reyndum höfundum og ungum og upp- rennandi. En þarf tilvíijun nauðsynlega að ráða þeirri samskipan; mætti ekki t. d. velja kvöldinu eitthvert tiltek- ið stef sem kynni að birtast í nýju ljósi roeð höfundum af mismunandi kynslóðum? Eða mismunandi listgreinum? Það væri hægðarleikur að lengja þessa þulu og sty'öja hana fleiri dæmum. En ekki fer milli mála að hlutur skáida og rithöfunda í þessari lista- liátíð hefur verið með engum sóma og sízt til þess falhnn að auka veg þeirra og virö'ingu meðal almennings. Þeim er á- reiðanlega óhætt að íhuga vel og vandlega þátttöku sína í hinni næstu hátíð, ef til henn- ar kemur. CTUNDUM verður vart þeirrar skoðunar að skáldskapurinn sé í þann veg að þoka úr sessi fyrir myndlist sem þjóðlist ís- lendinga framar öðrum iist- greinum; þessa skoðun má al- veg efalaust styðja greinar- góðum rö'kum. Og það má benda á sýningu Félags ís- lenzkra myndlistarmanna í Listasafni ríkisins til sann- indamerkis um stöðu ís- lenzkrar myndlistar í dag, — þrótt hennar og grósku. Þó eru tveir listamenn eftirtakanlega fjarverandi frá sýningunni sesn báðir hefðu átt þar heirna í heiðurssæti: þeir Ásmundur Sveinsson og Svavar Guðna- son. Qg þó orkar skípan ein- stakra listamanna innan sýn- ingar meira en lítils tvimæiis. Það vekur strax athygli þeg- ar gengið er um aðalsali sýn- ingarinnar, málverkadeildma, hversu heilsteypt hún er og beinlínis falleg. Hún er einstök augnagleði, samstæð og i senn (Framhald & 4. sífiu).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.