Alþýðublaðið - 17.06.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.06.1964, Blaðsíða 8
isnótt. Sagan, tungan og bók- menntirnar hét þrenningin, sem bjargaði okkur. Og íslendingar hafa sannarlega reynzt vanda og ábyrgð fullveldisins vaxnir. Aldrei hefur okkur liðið betur en síð- ustu tuttugu ár. Kotríki hefur komizt myndarlega til bjargálna. Islendingar hafa á nokkrum ár- um afrekað meira en flestar aðr- ar þjóðir lögðu af morkum í marg- ar aldir. Þann annál þarf ekki að rekja. Við getum borið höfuðið hátt. á tvítugsafmæli lýðveldisins. Verkin tala. Samt er þetta aðeins byrjunin. Verkefnin bíða mörg og merk. íslendingi kemur vissulega margt í hug, þegar hann horfir í áttina til framtíðarinnar. Kannski skipt- ir mestu að rækta landið. Víð- áttumiklar lendur bíða þess, að véltækni nútimans veki þær af þyrnirósusvefni — leysi moldina úr álögum. Auðæfi íslenzku fall- vatnanna eru að kalla ósnertur höfuðstóll í banka guðs. Jarð- Við hrjóstrugan sand og við hrjúfan klett heyrði ég Tungná niða. Geldingahnappurinn glóði þar einn og grá var hin tröllslega skriða. Löðmundur stóð með sinn loðna feld og lyfti tindóttum gnúpum, en áin hverfðist í hröðum flaum helköld í sínum djúpum. Þar heyrði ég óspilltan hróðr- arþátt á heiðanna fornu tungu, er straumurinn herti með sterk- an róm á stefjabálkunum þungu. Og andvaka fann ég með ógn og dýrð um öræfanóttina bjarta, að loksins ég átti mér legurúm við lands míns titrandi hjarta. Ólafur Jóh. Sigurðsson er á valdi Grafningsins og heimalands- ins, þegar hann lifir vor í Vest- urheimi: ÞÁ eru liðin tuttugu ár frá rign- ingardeginum góða að Þingvelli við Öxará, 17. júní 1944, þegar íslemdingar létu aldadraum sinn rætast og stofnuðu lýðveldið. Naumast var sá atburður megin- frétt úti í víðri veröld, enda mik- ið um að vera: grimmileg styrjöld háð af menntuðustu og tækni- þjálfuðustu stórþjóðum heimsins, eidi og vopnum farið um lönd, loft og höf og merkilegar uppgotv- anir gerðar í fræðum lífs og dauða. Mannkynið hafði um sitt- hvað annað að iiugsa en gefa því gaum, þó að nokkrar þúsundir : kæmu saman í tvísýnu veðri á árbakka norður á íslandi og gerð- ust sjálfstæð og fullvalda þjóð. Og nú eru tuttugu ár síðan. Lýðveldisstofnunin var íslend- ingum ekkert álitamál. Stjórnar- farslega vorum við öðrum þjóð- um háðir margar aldir, en heilög €lóð frelsisins lifði samt í hjört- um landsmanna eins og falinn eldur í hlóðum langa skammdeg- Minnimáttarkenndin er undan- tekning, en hún stafar af þjóðlygi manna, sem horfa á ísíand. með lituð gieraugu fyrir sjónum. Þær . raddir heyrast til dæmis, að skáld- in séu hætt að unna uppruna sín- um og átthögum og geti því ekki lofað ættjörðina. Staðreyndirnar vísa þvílíkri skröksögu á bug. ís- land drottnar enn í fögrum skáld- skap, sem gerir fámenni okkar andlega stórt. Jón Helgason seg- ir í kvæðinu við Tungná: Laufkyndlum sveifla aldin tré og ung, anganin berst um skóginn lj'úf og þung, kyrrðina rjúfa aðeins glaðir gaukar. Blika í rjóðri blómin rauð og ’ gul, .blaðmjúka kolla Hneigja mild og dul, hálfir í moldu glóa : gullnir laukar. Loks hef ég sjálfur séð hinn nýja heim: sólskinið fossar hvítt um víðan geim, íkornann fráa út úr skugga laðar. Þó get ég naumast numið vors- ins lag: næturnar björtu vitja min í dag, hugur minn löngum unir ann- ars staðar. Lengst lengst í norðri handan hafs og straums, hjúpað í móðu tregaþrungins draums landið mitt svala leysir djúpa snjóa: hitinn mun reynast á borð við dýrustu námur annarra landa. Brunasandarnir verða hvolsvéll- ir, smáragrundir og hlemmiskeið, þegar okkur lærist að „klæða landið" á hagnýtan hátt raunsærra manna. Jafnframt eigum við í vændum að breyta hráefnum í fullunnar iðnvörur og margfalda þannig verðgildi þeirra. íslénding- ar þurfa ekki framar að kvíða fátækt, ef þeir afla af dugnaði, kunnáttu og fyrirhyggju og bera gæfu til að skipta afrakstrinum rétt og drengilega. Landið er auð- ugt, hafið stórgjöfult, þjóðin liraust, menntuð og mönnuð, þó að margt standi vitaskuld til bóta. Róm var ekki byggð á einum degi, og íslenzk sjálfstæðisbarátta verð- ur eilífðarmál, eitt verkefni tek- ur við af öðru eins og kynslóð af kynslóð og öld af öld. Þessu meg- um við ekki gleyma í karpi líð- andi stundar um lítilmótleg auka- atriði. Hlutskipti íslendinga er sannarlega gott og fagurt, ef við kunnum að velja og hafna og þekkjum okkar vitjunartíma. Sumum finnst, að menning okk- ar muni í hættu. Hún hefur þó sennilega aldrei verið tilkomu- meiri en á okkar dögum. Listir ná hér ævintýralegum þroska á skömmúm tíma, tungan lifir mjúk og snjöll á vörum framsækinnar þjóðar, sem á sér örlagaríka sögu, bókmenntirnar auðgast ár frá ári að fræðum og skáldskap. Þess vegna gegnir furðu, þegar slíku atgervi er líkt við lömunarveiki af skapbrestamönnum í glerhús- um, sem hafa orðið fyrir vonbrigð- um af sjálfum sér, en vilja kenna þau landi og þjóð. Sæmra væri á tvítugsafmæli lýðveldisins að þakka það, sem unnizt hefur, og muna, hvað í vændum er. Auðvit- að kosta framtiðarsigrarnir fyrir- höfn, en við stöndum vel að vígi í baráttunni. Berum saman við- horfin nú og forðum. Áður var hér löngum kalt og dimmt yfir landi. Nú er sól og blær um alla íslenzka jörð. Því eru skrýtin þau strá, sem skjálfa lafhrædd í sum- arvindinum, treysta ekki rót sinni og búast helzt við að fjúka út í buskann. S 17. júní 1964. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.