Alþýðublaðið - 30.06.1964, Side 8

Alþýðublaðið - 30.06.1964, Side 8
NÚ ER ekki að tala um að binda megi slæðurnar undir liökuna. Allar þær, sem vilja vera „smart“ og fylgjast með tízkunni, binda þær saman að aftan eins og mynd in sýnir. Nú er líka mest móðins að sauma sér slæðu úr sama efni og kjóllinn eða blússan er úr. 2. Herrahatturinn með gatamynstrinu er fljótheklaður. Skreytt- ur með slaufubandi og smá nælu. Klukkuhatturinn er úr tvöföldu garni og hægt að bretta hattbarðið upp eða niður eftir smekk. Skrautbandið er flétt- að úr ullargarni, perlugarni og hvítri skinnræmu. .„Pilludósin“ er sérstaklega klæðilegur hattur fyrir uppsett hár. Takið eftir silkiskúfinum í hnakkanum. Vi j • r (uiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiMiimiut ■mr'imiiiiiiiiiiiimiiimimiiiiimimmiiiiiiimiimimimiimimim .................................................................. ............................ 8 30. iúní 1964ALÞÝÐUBLAÐIÐ r<(iii»iiiiiiiiiiiii«iiiiii»i«iiiiiiiiiii.,Miik«im*«miiiiiuiiiiiiiiil*l|iiiii»ii»iiiiiiiinin»Miiii»niiiH*»i*Hi»«ii»«MiÉ«iiiii»iiiii»m*»»iiiiiiiiiiiiiiii»i»»iii*iiiiiiii innnnnn Gleði góðra verka TIZKAN segir munstruð efni og er ekki hrædd við að setja sam- an bæði köflótt, doppótt og rós- ótt munstur. Á meðfylgjandi mynd sjáið þið mjög stórrósóttan kjól, ermalaus an og hnýttan saman í hálsinn með mjóu bandi. * * * SUMARFÖTIN frá í fyrra verða eins og ný, aðeins ef við höfum handlagni og örlítið hugmynda- flug til að bera. Til dæmis að fóðra hattbörðin og yfirdekkja kápukragan með smárósóttu efni. Á köflótta sum arkjóllinn má setja rósótta vasa. Ef kjóllinn er rauð- og hvítköfl óttur má velja efni í vasana, sem er Ijósrautt í grunninn með hvít- um rósum. ÞÓ æskuárin séu að baki, verð- ur maður aldrei leiður á að heyra þann vísdóm, sem sumar gamlar sögur og ævintýri hafa að geyma. Þannig er með ævintýrið um kónginn, sem lét setja stóran og þungan stein á þjóðveg einn, er lá til borgarinnar. Sjálfur settist hann dulbúinn við vegkantinn og gaf gaum þeim er framhjá fóru. All-flestir gengu til hliðar við steininn og tróðu þannig nýja slóð. Aðrir staðnæmdust og reyndu að velta steininum til, en þegar þeir fundu Iive þungur hann var, gáfust þeir upp og flýttu sér áfram. Svo var það dag einn, að mað- ur nokkur átti leið þarna um. Hann sá undir eins að steinninn stóri var ekki aðeins í vegi fyrir honum, heldur einnig farartálmi til skapraunar fyrir alla þá, er framhjá gengu. Hann ákvað því að steinninn skyldi flytjast til. Eftir mikla á- reynslu tókst honum að velta steininum af veginum, og eins og í öllum ævintýrum sem enda vel, lá gullpoki undir honum sem laun fyrir erfiðið. Það segir sig sjálft, að kóng- urinn hefur haft einhverja á- síæðu til þessa uppátækis. Jú —■ hún var sú, að hann vildi rann saka persónuleika og dugnað veg farenda. Þegar við hugsum um okkar eigin lífsveg, er því ekki að neita að það liggja ekki svo fáir stein- ar á honum, sem þarf að fjar- lægia. Það sem við flest eigum sameiginiegt eru ýmsar sorgir og þjáningar, sem alltaf fylgja með í jarðlífinu. En spurningin um hvers vegna það þurfi að vera svona margir steinar, stingur aft ur og aftur upp kollinum hjá þeim, er leggur á stað eftir þjóð vegi lífsins. Þær prófraunir, sem eru lagð- ar fyrié okkur í lífinu, hafa sama tilgang og steinninn í ævintýrinu. Þær stöðva okkur í annríkinu og neyða okkur til að taka ákvarðan- ir, ekki aðeins fyrir okkur sjálf, heldur líka fyrir samferðafólkið. Hvort við séum tilbúin til að fjarlægja steinana af vegi hver annars. Öll þekkjum við einn eða fleiri, sem með glöðu geði taka að sér þessa hreinsunarvinnu. Þar fer saman hjartahlýja og at- orka þeirra, sem lyfta stærstu steinunum. Þetta fólk lætur ekki hugfall- ast, þegar það þarf að hjálpa þeim, sem hjálparþurfj eru. Þeg- ar við gerum eitt eða annað af kærleika til náungans, þegar við vinnum í sveita okkar andlitis, gefum af tíma okkar og kröftum til að gleðja aðra, er það raun- veruleg hjálpfýsi og sönn vinátta. Steinarnir eru ekki aðeins lagð ir á veginn fyrir þann einstaka, heldur líka fyrir þá, sem á eftir ganga. Þannig er það í \*eruleik- anum. Eins og maðurinn í ævin- týrinu fékk sinn gullpoka að laun um, eins munu þeir, sem reyna að gera aðra hamingjusama, finna sinn fjársjóð, það er að segja hina varanlegu gleði. Og þó þeir verði sjálfir fyrir reynslu og sorgum, munu þeir þrátt fyrir allt finna þá blessun er því fylgir að láta gott af sér leiða á göngunni gegnum lífið. Mýjystu fréttir í tízkumheiminum Ef kjóllinn er ljósblár og hvít- ur, eru vasarnir hafðir úr efni, sem er hvítt í grunninn með ljósbláum rósum. Hvít blússa með svörtum dopp um og svart og hvítröndótt belti, við hvítt pils, er mjög klæðilegt. Sérstaklega ef pilsið er með hringsniðnum vösum eins og sést á myndinni. •ii*iH»Hiiii*ii«iiiiHiiirii.i«Hii»iiiMiiii»n»i»iii»iiiiii»iiiiii»iiiiiiiiil»iiiiiiii»iH»iiiHiiui*»»**Mi*iiiiiimiHniiiiHHi»iniiiiiií>iiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»niiiii4 i i iimiimiitmtiiimiiiiiiiumm^

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.