Alþýðublaðið - 25.07.1964, Síða 1
Áfengi selt fyrir 77.6 millj.
Reykjavík, 24. júlí, GG.
ÁFENGISSALAN í landinu nam
kr. 77.620.340,00 á timabilinu 1.
apríl til 30 júní s. I., en nam á
sama tímabili í fyrra kr. 69.505.
407,00. Þetta segir þó ekki alia
söguna, því að ckki er í skýrslu
áfengisvarnarráðs tiltekið það
magn, sem um er að ræða, en
seint á s. I. ári urðu miklar hækk
anir á verði áfengra drykkja, svo
að tölurnar eru tæpast sambæri
legar.
Það vekur athygli í skýrslu á
fengisvarnarráðs, að - þrátt fyrir
verðliækkanirnar hefur sala eins
útibús Á.T.V.R. lækkað að krónu
tölu, en það er sala útibúsins á
Siglufirði. Þar var nú selt fyrir kr.
1.543.975.00, en á sama tímabili
, í fyrra fyrir kr. 1.998.458,00. Kann
þar um að valda, að eitthvað hafi
færra komið til Siglufjarðar af
utanbæjarfólki nú, en í fyrra.
Tölur um magn áfengis á hvern
'íbúa landsins eru reiknaðar út
-einu sinni á ári, miðað við ára-
mót, samkvæmt upplýsingum,
sem við feng^im hjá Áfengisverzl-
uninni í dag, svo að þær tölur
eru ekki til núna. Hins vegar má
geta þess, að aukning á magni
var sáralitil á árinu 196^—1963.
þó að salan í krónum vssri tals
vert meiri.
Singapore 24. júlí Ntb-Rt.
Margir indónesídkir fa'ibyssu-
bátar gerðu árás í dag á malaysiskt
herskip í Iandhelgi S'r.gapore,
samkvæmt góðum h<>Mnildum.
Einn malaysískur íjómaður var
felldur og tveir saeV.ðu® . Einum
indónesískum fa51vV5suvót var
sennilega söklit í átökunum.
tmaíitíi)
44. árg. Latigardagur 25. júlí 1964 195. tbl.
Góð laxveiði - góður
árangur laxamerkinga
LAXVEIÐITIMINN er um það
bil hálfnaður og hefur laxveiði
verið góð. Veiðin í júnímánuði
var lítil í flestum ám einkum fyrri
hlula mánaðarins, en veiði í júlí
56 kassar af smygl-
uðu kjöti í Síld og fiski
Reykjavík, 24. júlí - GO
ÞANN 17. þ. m. þegar starfsmenn
Ileilbrigðiseftirlitsins voru að
rannsaka kæli í kjötbúðinni Síld
og Fiskur við Bergstaðastræti,
komu þeir auga á innpakkaðar
kjötvörur með erlendum vöru-
mcrkjum. Þar sem þeim var kunn-
ugt um að innflutningur hrárra og
hálfhrárra kjötvara er óheimill,
gerðu þeir tollyfirvöldunum að-
vart. Við rannsókn þar kom í
ljós að í kælinum voru 56 kassar
af ýmiskonar kjötvörum, kjúkling-
um, öndum, tungum og nautakjöti,
og hafði því að mestu leyti verið
smyglað frá Bandaríkjunum, lítils-
háttar frá Danmörku og Póllandi.
Eigandi verzlunarinnar bar það,
að kunningjar hans tveir, sem hann
tilnefndi, ættu kjötið og væri það
aöeins í geymslu hjá sér. Til þess-
ara kunningja hafði hinsvegar ekki
náðst í dag, að því er Unnsteinn
Beck tjáði blaðinu í dag.
Samkvæmt lögum frá 1928 um
varnir gegn gin og klaufaveiki, er
óheimilt að flytja inn hráar kjöt-
vörur, en þessi veiki hefur einmitt
geysað á Norðurlöndum til
skamms tíma. Um faraldra í Pól-
landi eru takmarkaðar upplýsing-
ar. Þá er þarna um að ræða ský-
laust brot á tollalöggjöfinni.
Hér er því um að ræða mál sem
Framh. á 13. síðu.
hefur víðast hvar verið góð og á-
gæt sumstaðar, og mikiö af laxi
er gengið í flestar ár. Veiðimenn
hafa sumstaðar orðið varið við ó-
hemju mikið af lax í ánum.
Báta-
kirkju-
garður
Myndin er af gömlum bát-
um og flestum því sem
næst óný'um. Margir þeirra
hafa ekki farið á sjó árum
saman, en liggja og grotna
niður í króknum fyrir neðan
Fiskiðjuverið. Bátarnir eru
enn á skrá. Heiða, sem er
næst á myndinni er eign Ein
ars Sigurðssonar og mun al-
veg ónýt. Þetta er 24ra tn.
bá'ur, smíðaður árið 1922
Þessi staður er kallgður
Bátakirkjugarðurinn. (Mynd
KG.)
í Elliðaánum höfðu hinn 21. júlí
veiðst 410 laxar og er það tvöfalt
meira.en í fyrra á sama tíma. Lax
gengd hefur verið mikil í árnar
að undanförnu og hinn 24. júlí
hafði 2951 lax gengið í gegnum
laxakistuna. Fyrir fáum dögum
höfðu veiðst 66 laxar í Úlfarsá og
100 í Leirvogsá. í Laxá í Kjós voru
246 laxar komnir á land um miðj-
an mánuðinn og 206 í Laxá í Leir
ársveit. í Þverá höfðu þá veiðst
590 laxar og 404 í Norðurá og 118
í neðsta hluta Langár. Netaveiðin
í Hvítá hefur verið ágæt síðustu
þrjár vikumar. í Dalaánum háfa
veiðst 50—100 laxar fram að miðj
um mánuði. Um miðjan júlí höfðu
veiðst 387 laxar í Miðfjarðará, 380
í Víðidalsá þann 20. júlí og 99 lax
ar í Svartá þann 14. í Blöndu hef
ur verið góð veiði. Hinn 4. júlí
voru komnir 205 laxar á land.
í Laxá í Þingeyjarsýslu var veiðin
hjá Laxárfélaginu 259 laxar hinn
7. júlí. í Þjórsá veiddist lítið fram
an af, en veiðin er farin að glæ3
ast. Laxveiði í net í Ölfusá hefur
Verið ágæt að undanförnu, og
frétzt hefur um góða veiði á
stengur við Hellu, Iðu og í Stóru
Laxá.
Við samanburð á veiðinni i ein-
stökum ám nú og á sama tíma í
fyrra kemur fram, að veiðin i flest
um þeirra er nú heldur minni, en
vænta má ágætrar veiði á næstu
vikum, þar sem mikið hefur þegar
gengið af laxi í árnar eins og áður
segir. Sumarið 1963 var eitt bezta
veiðisumar, sem komið hefur. og
Framhald á síðu 13.
Eining um
gervihnefti
WASHINGTON, 24. JúU (NTB
Reuter). — Á ráðstefnu 18 ríkja
í Washington náðist samkomulag í
dag um að komið verði á fót fcerfi
gervihnatta er nái um allan heim.
að því er góðar heimildir herma.
Samningurinn mun gera kieifí
að slíkt kerfi geti starfað af full
um krafti síðarj helming ársins
1967 að loknum prófunum á ýms
um gerðum gervihnatta.