Alþýðublaðið - 25.07.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.07.1964, Blaðsíða 3
S-Víetnam hafnar tillögu U Thants 120 ÞÚSUND póstmenn á Bret- landi höfðu hótað að' gera verk- fall á miðnætti í kvöld, en verk- fallinu var aflýst að loknum viðræðum Bevins póstmálaráð herra við foring-ja póststarfs- manna í gær. Sagt var, að sam- komulag liefði náðst um við- ræöugrundvöll. Að undanförnu hafa póst- starfsmenn neitað að vinna yf- irvinnu og lialdið fast við starfs reglur. Þeir hafa krafizt 10.5% launahækkunar eða sem svarar 125 (ísl.) kr. á viku. Stjórnin hefur boðið 4% launaliækkun. 26 milljón bréf hafa safnazt fyrir á pósthúsum víðs vegar í Bretlandi vcgna verkfallsins. Á fundi sem 20 þúsund póst- menn hcldu í Hyde Park í Lond on var ákveðið að menn skyldu mæta á skyrtunum, en Jamaica maður lét þetta sem vind um eyru þjóta og mætti í gráum jakkafötuin, vesti og með „bow- ler-hatt” á höfði (sjá mynd). WmWWMWtWWVMMWWWWWMWMWMWIWWMWWWWIIWMMIMWWWHWMW1 BLAÐAMANNAFUNDUR JOHNSONS: Ný flugvél á þre- fðldum hljóðhraða Bonn, 24. júlí ' (NTB - Reuter) í yfirlýsingu um gagnrýni de Gaulles á stefnu Vestur-Þýzka- lands í utanríkismálum staðhæfði stjórnin í Bonn í dag, að hún hygðist hvorki vera undirgefin Frakklandi eða Bandaríkjunum í stefnu sinni. Stefna Vestur-Þýzkalands er hvorki háð Frakklandi né Banda- ríkjunum, segir í yfirlýsingu, sem helzti formælandi stjórnarinnar, Giinther von Hase, las á blaða- mannafundi í Bonn. Aðspurður kvað haun ummæli de Gaulles ekki hafa komið stjórninni á óvart. Viðbrögð stjórnarinnar og þriggja helztu stjórnmálaflokk- anna við ummælum de Gaulles sýna, að þau eru andvíg þeim fyrir ætlunum de Gaulles að Evrópa slíti sig úr tengslum við Banda ríkin á sviöum stjórnmála, varnar- mála og efnahagsmála. í Bonn er litið á yfirlýsingu stjórnarinnar sem greinilega vís- bendingu frá Erhard kanzlara þess efnis, að hann haldi fast við skoð- un sína um sameinaða Evrópu framtíðarinnar, er nái til allra landa Vestur-Evrópu og yerði í nánum tengslum við Bandaríkin. Á blaðamannafundinum neitaði von Hase liinsvegar að ummæli de Gaulles væru afskipti af innan- ríkismálum Þýzkalands. í Bonn er sagt, að þeir menn í flokki Er- hards sem styðji viðhorf de Gaul- les muni nú sennilega reyna að Washington, 24. júlí (NTB-Reuter) JOHNSON forseti sagði á blaða- mannafundi sínum í kvöld, að Bandaríkjamenn hefðu framleitt flugvél, sem gæti flogið þrisvar sinnum hraðar en hljóðið og nota mætti til könnunar um allan heim. Flugvélin hefur hlotið nafnið SR-71 og verður notuð af SAC. Um ástand og horfur í banda- lagi vestrænna ríkja sagði John- son, að sérhver tilraun til ,að fá Evrópuland til að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu yrði hörmuleg, bæði fyrir Evrópu og bandalagið. Hann kvað Bandaríkin aldrei hafa reynt að drottna yfir Evrópu eða nokkru öðru svæði í heimin- um. Bandaríkin hefðu þvert á móti unnið að því að gera hina frjálsu Evrópu öflugri, því að Evr- ópa og Bandaríkin hefðu sameigin legra hagsmuna að gæta, sameigin- leg markmið og sameiginlegar skuldbindingar. Johnson nefndi de Gaulle forseta ekki með nafni, en ummæli hans voru greinilega ætluð sem svar við árásum de Gaulle í gær á forystu hlutverk Bandarikjanna í hinum vestræna heimi. Um ástandið í Víetnam sagði Johnson, að ögranir frá Norður- Víetnam gætu knúið fram gagn- ráðstafanir. En hann lagði áherzlu á, að Bandaríkin vildu ekki stækka styrjöldina í Víetnam. Hann lét enn fremur í ljós von um að utanríkisráðherrafundur Samtaka Ameríkuríkja, sem nú er haldinn í Washington, myndi leiða til öruggra aðgerða gegn kommún istískri undirróðursstarfsemi Ca- stros í Vesturheimi. Johnson skýrði svo frá, að nýja könnunarflugvélin væri framleidd samkvæmt áætlun, sem hefði kost að 42 milljarða ísl. kr. Hún á að geta flogið í meira en 24 km. hæð. Reynsluferðir hefjast á næsta ári. Forsetinn átti augsýnilega við tillögu de Gaulles um fjórvelda- ráðstefnu um Víetnam er hann Framhald á 13 síðu nota gagnrýni de Gaulles sér til framdráttar. Helztu „gaullistar” Vestur-Þýzkalands eru Adenauer kanzlari og Franz Josef Strauss fv. landvarnaráðherra. Formaður utanríkisnefndar vest ur-þýzka þingsins, Ernst Marjon- ika, sagði í dag að það jafngilti því að efla Sovétríkin ef böndin, sem tengdu Evrópu og Bandaríkin, væru veikt. Mörg hlöð í Vestur-Þýzkalandi, sögðu í dag, að Evrópa væri ekki reiðubúin að fallast á skoðun de Gaulles um Evrópu framtíðarinn- ar. „Frankfurter Allgemeine" voru ráðunautar hinnar sérlegu Framhald á 13 síðu Tyrkir hafna enn ásökunum NEW YORK, 24. júlí (NTB-Raut er). — í skeyti frá tyrnesku stjórn inni til SÞ, sem birt var í dag í að alstöðvum SÞ er því haldið fram að Tyrkir hafi aldrei sent her menn og vopn til Kýpur umfram það sem samningar kvæðu á um. Ennfremur hafi Tyrkland forðazt aðgerðir er aukið gætu ólguna á eynni. Formælandi SÞ sagði í Níkósiu í dag, að Öryggisráðið mundi koma saman til fundar að ræða störf SÞ-gæzluliðsins ef yfirvöld á eynni héldu áfram að torvelda störf þess. V-Þjóðverjar hafna gagnrýni de Gaulles 22 handteknir í New York NEW YORK, 24. júlí í NEW YORK handtók lögregl- an í nótt 22 blökkumenn og einn hvítan mann eftir minniháttar ó- eirðir. Tiltölulega rólegt var í borginni í dag eftir að kynþátta óeirðir höfðu geisað í fimm nætur. Blökkumennirnir eru ákærðir fyr- ir innbrot eða götuólæti, en hvíti maðurinn fyrir að hafa veitt lög reglunni mótspyrnu. Hundruð lög reglumanna eru á vcrði í Harlem og Brooklyn. Eldur kom upp í dag í veitinga- húsinu, sem hefur verið miðstöð kynþáttaóeirða í St. Augustine í Florida. Eigandinn, segir, að tjón ið nemi 120 þús. ísl. króna. „Mol otov” kokkteilum, var fleygt inn í veitingaliúsið. Nokkrum klukkustundum áður höfðu hundruð manna tekið þátt í Ku Klux Klan-fundi í St. Augu- stine. Veitingahúsið umrædda leyfði blökkumönnum aðgang að veitingahúsinu eftir staðfestingu mannréttindalaganna en það neyddist að banna blökkumönnum aðgang aftur þegar bárust hót- unarbréf fi;á hvítum stuðnings mönnum kynþáttaaðskilnaðar. Saigon, 24. ijúlí (Ntb-Rt.) Suður-Víetnam vísaði á bug í dagr tillögu U Tliants um að þró- un mála í landinu veri tekin fyrir á nýrri Genfar-ráðstefnu. í tilkynningu utanríkisráðneyt- isins í Saigon segir, að slík til- laga muni aðeins auka ágreining á sama tíma og Suður-Víetnam heyji úrslitabaráttu fyrir frelsi sínu. Sérhver lausn sem slík Genfar- ráðstjefna mundi sjánga upp á mundi aðeins dulbúa afsal Suður- Vietnams í hendur stjórnarinnar í Peking eða Hanoi, segir í hinni harðorðu yfirlýsingu. Þar er sagt að S-Víetnam hafni tillögunni af- dráttarlaust. í Saigon er sagt, að í uppkast- inu að yfirlýsingunni hafi einnig verið gagnrýni á tillögu de Gaull- es forseta um almennar viðræður um frið í Indó-Kína, en af ein- hverjum ástæðum var þessum kafla sleppt. Opinberir formæl- endur, sem voru spurðir álits á tillögu de Gaulles í dag, sögðu að eins að þeir vildu ekkert um hana segja. Sagt var, að Suður-Víetnam hefði hvað eftir annað gert grein fyrir afstöðu sinni. Friði yrði ekki komið á í Indó-Kína fyrr en árás kommúnista, sem stjórnað væri frá Peking og Hanoi, yrði ha?tt. Óttazt var í dag, að Viet Cong- hersveitir kommúnista muhdu herða á baráttunni og hefja stríð á nýjum vígstöðvum, eftir að Viet Cong-hermenn réðust á suðúr- vietnamskar hersveitir í gær á veg inum milli Ban Me Thout og Ban Brieng, um 280 km. frá Saigon. Bandarískur herráðunautur beið bana' og annar særðist. Báðir voru ráðunautar hinna sérlégu Framhald á 13 síðu * r ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. júlí 1964 * $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.