Alþýðublaðið - 25.07.1964, Side 8

Alþýðublaðið - 25.07.1964, Side 8
UNG KONA í Danmörku var skolin til bana 20. júlí síðast- liðinn. Morðinginn var fyrrver- andi unnusti konunnar, — og vann hann ódæðisverkið af af- brýðisemi og hjartasorg. Svo var mál með vexti, að ár- ið 1960 kynntust þau Mary og Ole Svanen. Hún var þá 19 ára gömul, en hann sjö árum eldri. Það fór vel á með þeim og ár- langt héldu þau kunningsskap. En að þeim tíma liðnum, sagði hún skilið við hann. Maðurinn fékk taugaáfall og var lagður inn á sjúkrahús. Síðar giftist stúlkan, en hinn svikni unnusti gat ekki fyrir- gefið henni né heldur hugsað til þess, að annar maður fengi að njóta hennar. Hann tók nú að leggja á ráð- in um að stytta henni aldur. Hann keypti sér byssu í þessu augnamiöi og skrifaði henni hótunarbréf. Þetta endaði með því, að hann var tekinn fastur og skyldi dæmdur til vistar á geðveikrahæli, en síðar var dóm inum breytt og ákveðið, að hann skyldi aðeins í sálgreiningu og vera undir stöðugu eftirliti. í byrjun síðasta árs var hann út- skrifaður sem algjörlega heil- brigður. Hann fékk nú stöðu á skrif- stofu í Árósum, þar sem fyrr- verandi unnusta hans bjó. En fyrir nokkrum mánuðum fór að syrta í álinn hjá honum. Hann Morðið á hinni 23 ára gömlu Mary Petersen gerðist í útjaðri Álaborgar. Hún gekk eftir götunni með barn sitt í vagni, þegar skotið var úr haglabyssu á hana. Myndin sýnir er lögreglumenn gera ná- kvæma rannsókn á moröstaðnum. missti vinnuna og lifði á snöp- um hér og þar. Hugsunin um það, að hann yrði að stytta fyrr verandi unnustu sinni aldur, Morðvopnið fannst í námunda við járnbrautarteina eftir nokkurra tíma leit. Morðinginn hafði kastað því frá sér er Iiann hafði framið ódæðið, en síðar gaf hann sig fram við lögregluna. Myndin sýn- ir Rimmen rannsóknarlögreglumann halda á byssunni. gerðist ásæknari og svo fór, að hann keypti sér veiðibyssu, — sagaði af henni hlaupið og nú var aðeins eftir að ákveða stað og stund. Hann ákvað, að morð- ið skyldi framið á ákveðnum stað, skammt frá brú yfir járn- brautarteina, þaðan sem sást til heimilis hennar. Maðurinn var búinn að gera nákvæma áætlun, meira að segja fannst kort yfir morðstað- inn í vösum hans. Oft hafði hann þó farið þarna að húsinu og fylgzt með ferðum konunn- ar, en ekki komizt í skotfæri fyrr en nú. Daginn, sem morðið var fram ið, tók hann sér bíl á leigu og ók sem oft áður á þessar slóð- ir. Hann beið nokkuð lengi í leynd, en allt í einu kom konan út með barnavagn, — en hún átti nokkurra mánaða gamalt barn. Morðinginn hljóp nú til og skaut hana í hnakkann. Þessi atburður vakti hrylling og skelfingu um alla Danmörku. Einn piltur var vitni að morð inu. Hann kom þarna að á léttivélarhjóli rétt í því, að at- burðurinn gerðist. Hann kallaði til bílstjóra, sem kom þarna að í sömu svifum, og lögreglan var þegar komin á staðinn. — En morðinginn var allur á bak og burt. Skömmu síðar fannst þó byssa hans, sem hann hafði kast að frá sér. Þegar leitin að honum stóð sem hæst, kom hann sjálfur og Framhald á 10. síðu MfllllllllMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimilllllllllllllllllllllllili iMIIIII'Hlllllllllltllllllllllllllllllll IIIIIIIIIMMIIIIIIHllllllllllllllllllllllllllllllllÍlllllllllllllllllllllllllllllllMMMMIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIMMIMMMM I '1 .1 •IIIHÍÍlíllMMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMMI^' 8 25. júlí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ [KASTLJÓSj ^ILNEFNING Goldwaters öld- ungadeildarþingmanns sem forsetaefni repúblikana hefur leitt til sársaukafullrar sjálfs- rýni í Bandaríkjunum. Margir telja tilnefningu hans skelfi- lega viðvörun um framtíðina, en aðrir telja hana fyrst og fremst viðbrögð við atburðum fortíðarinnar. Goldwater vill leggja aðal- áherzluna á þrjú mál í kosn- ingabaráttunni — aukin völd stjórnarinnar í Washington, friðsamlega sambúð við komm- únista, og jafnrétti blökku- manna. Síðastnefnda málið tek- ur hann ekki beinlínis fyrir, en hann mun halda fram rétti hinna einstöku ríkja til að á- kveða hve hratt þróuninni verði leyft að miða áfram. í tveim þessara mála hefur bandaríska þjóðin látið í ljós skoðun sína fyrir milligöngu Þjóðþingsins. Skömmu áður en repúblikanar tilnefndu forseta- efni sitt samþykkti Þjóðþingið með yfirgnæfandi stuðningi al- menningsálitsins annars staðar en í Suðurríkjunum víðtækustu lögin um réttindi blökkumanna síðan þrælahald var afnumið fyrir einni öld. Fyrir einu ári staðfesti öld- ungadeildin samninginn við Sovétríkin um takmarkað til- raunabann, og almenningsálitið var einnig fylgjandi þessu. Minnkun spennunnar, sem þá hófst, hefur haldið áfram, og verið örvuð með vaxandi áhuga bandarískra kaupsýslumanna á verzlun yið Sovétríkin. Banda- ríska verzlunaráðið hefur sam- þykkt ályktun, þar sem mælt er með verzlun við Sovétríkin. Eins skýr afstaða ríkir ekki til vandamálsins um aukin völd sambandsstjórnarinnar. En repú blikanar, og einkum hægri arm ur hans, hafa hamrað á þessu máli um árabil án nokkurs veru iegs árangurs. íinnur ástæða og dýpri er einn- W ig til sigurs Goldwaters.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.