Alþýðublaðið - 26.07.1964, Qupperneq 4
yrsti gróðurinn
Húsmæðraskólinn
(Frambald at l. sí8u).
þann mund, er stúlkan ætlar a'ö
fara aö stofna heimili cn löngu
áður.
En námstjóri bcnti á þaö, að ís-
lenzkar stúlkur giftust svo ungar,
aö fyrir margar hverjar væru hað
síðustu forvöð á þessum aidri. En
það væri auðvitað mál, að eldri
stúlkur væru þroskaðri og sjónar-
mið þeirra önnur. — S undum
segðu stúlkur á milli tvítugs og
þrítugs, að þær hefðu viljaö, að
þær hefðu beðið, og farið í skól-
ann síöar. En kvartanir þeirra
væru ekki fyrst og fremst sökum
þess, að námskeiðið hefði gleymzt,
sagði námsijórinn, heldur viðhorf
þeirra sjálfra breytzt, bæði gagn-
vart lieimilishaldi og náminu.
Stúlkur úr Keykjavík sækja til
skólanna úti á landi og sveitastúlk
urnar sækja !il Reykijavíkur og
svo öfugt, sagði námstjórinn. Sum
ir skólanna eru þannig í sveit
ítaöur úr Vestm.eyjuiti
settir, að aðsókn að þeim hlýtur
alltaf að verða minni en að öðrum
sem meira eru miðsvæðis, — en
allir hafa þeir miklu hlutverki að
gegna.
Tíú húsmæðraskólar verða starf
ræktir í vetur, auk skólans á Akur
eyri, þar sem aðeins eru haldiit
námskeið. Síðastliðinn vetur vortt
um 350 í þessum skólum.
Reykjavík, 24. júlí. — IIP.
í S'HASTA hefti „Náttúrufræð-
skrifar dr. Sturla Erið-
grein, sem hann kallar —
,„lim bóhiutning lífvera til Surts
tey jar,” og gerir þar grein fyrir at-
jöi gunum, sem gerðar voru á því
14, maí sl. hvaða landlífverur
jbhi tðu þá borizt til eyjarinnar.
tJí mframt bendir hann á, að eftir
Surtsey myndaðist og fyrirsjá-
.ar.legt varð, að líf myndi hefja
iii arás sína á eyna og stofna þar
~c 1 varanlegs landnáms, hafi skap-
Ji'.t þar einstök aðstaða til þess
) f kynnast því, hvernig landnámi
j,iessa lífs væri liáttað, en þetta
tlandnám lífs á Surtsey megi að
n.iokkru leyti bera saman við land
?aám lífs í Krakatoa í Austur-
linangrunargler
Framleitt elnungis Úr úrv»l>
• jlerl. — 5 ára ábyrgð.
Pantíð tímanlega.
1 Korkiðjan h.f.
Indíum, þar sem gos gjöreyddi
öllu lífi, dýrum og jurtum, árið
1883.
Sturla segir einnig, að nýsköp-
un Surtseyjar sé svo einstakt
náttúrufyrirbrigði, að hér sé um
alþjóðlegt áhugamál að ræða. —
Hafi því þótt nauðsynlegt að kanna
landnám lífsins á eynni frá upp-
hafi, en líf geti ýmist flutzt með
eigin afli eða borizt af öðrum
ástæðum til eyjarinnar. Óhjá-
kvæmilegt sé, að maðurinn verði
valdur að einhverjum aðflutningi,
þótt æskilegt væri, að þau áhrif
væru takmörkuð sem mest. Fugl-
ar komast að sjálfsögðu til eyj-
arinnar af eigin rammleik og
hugsanlega einnig sum fljúgandi
skordýr, en aðflutningur lífvera,
sem ekki geta borizt þangað með
eigin afli, getur orðið með fugl-
um, loftsraumum eða af sjó. Eðli-
legast er að álíta, að flutningur j
þess lífs komi fyrst og fremst til I
eyjarinnar frá íslandi og einna t
helzt frá Vestmannaeyjum. Geir- i
fuglasker er næst Surtsey í um |
5.5 km. fjarlægð. Heimaey í rúm-
lega 20 km. fjarlægð frá Surts-
ey, en vegalengdin milli hennar
og meginlandsins er yfir 30 km.
Enda þótt mestar líkur séu fyr-
ir því, að lífverur berist til eyjar-
innar frá öðrum svæðum hér á
landi, getur þó verið um beinan
flutning frá öðrum löndum Evr-
Ópu að ræða. Vegna þessa mögu-
leíka þótti m. a. merkilegt að
hefja athuganir á eynni strax í
vor, og verður hér á eftir skýrt
frá fyrstu athugunum, sem gerðar
voru á landlífsverum á Surtsey.
Sextán dögum eftir að eyjan
reis úr sjó eða 1. desember 1963
sáust mávar sitja á eynni milli
goshrinanna, og 16. apríl sást
skógarþrastahópur á vestanverðri
eynni. Fimmtudaginn 14. maí, —
hálfu ári eftir að Surtseyjargosið
hófst, — voru gerðar athuganir
á því, hvaða landlífverur höfðu
þá borizt til eyjarinnar. Fuglarnir
sem sáust þar þennan dag, voru
2 lóuþrælar, 7 tjaldar, margar rit-
ur og einn snjótitlingur. Mið-
svæðis á sandinum voru tvær
dauðar ritur og skammt þar frá
eina skordýrið, sem fannst á
eynni. Var það fluga, sem náðist
í háf og reyndist vera rykmý við
greiningu. Búizt var við, að ein-
hverjar æðri plöntur kynnu að
hafa borizt til eyjarinnar af sjó,
Framh. á bls. 13
Vatnsgeymir
(Framhald af 16. sífiu).
er til alls Laugarássins, Klepps-
holtsins og Landakotshæðarinnar
og nýja dælustöðin við Grenásveg
dælir til húsa í Grensáshverfi,
Hvassaleiti og Bústaðahverfi
Þeir, sem búa á Skólavörðuholt-
inu, hafa aftur á móti oft þurft að
fara varlega með vatnsdropana, —
en allt snýst þetta til hins betra,
þegar nýi tankurinn verður loks
tilbúinn.
Slökkvistöðin
Framh. af bl. 1
og það þriðja verkstæði, en þatt
verða ö\l sambyggð. Nýja stöðin
verður við Keykjanesbraut rétt
fyrir neðan Shell-benzínstöðina
við Öskjuhlíð.
Byggingu stöðvarinnar er nú
svo komið, að búið er að steypa
upp veggi bílageymslunnar, og
verður loftið steypt á næstunni.
Verið er að steypa sökkulinn und
ir skrifstofu- og starfsmannahúsið
og búið er að sprengja fyrir verk-
stæðishúsinu. Eru það bílageymsl
an og skrifstofu- og starfsmanna-
húsið, sem eiga að vera komin und
ir þak um áramótin. Jöfnum hönd
um verður unnið að byggingu:
verkstæðishússins. Verður það
síðar tilbúið en hin tvö, en ætti að
geta orðið það árið 1966. Slökkvi-
liðsstjóri, Valgarð Thoroddsen,
sagði í viðtali við blaðið í dag, að
hann vonaðist til þess, að slökkvi
liðið gæti flutt úr Tjarnargöttt
með allt nema verkstæðið fyrir lok
næsta árs, en verkstæðisaðstaða
yrði að vera þar fyijir hendi, þang
að til nýja verkstæðið getur tekið
til starfa.
BMW bifreiðar
koma til landsins
B M W (Bayerische Motoren
Werke) verksmiðjurnar hafa á-
vallt verið heimsfrægar fyrir fram
leiðslu sína, bæði á mótorhjólum
og bifreiðum. Hingað til lands
hafa liins vegar fáar bifreiðar
fiutzt inn þar til nú á þessu ári.
að Bilaverzlun Kristins Guðna-
sonar, Klapparstíg 27, tók þetta
umboð að sér. BMW verksmiðj-
urnar voru stofnaðar árið 1916, og
framleiddu í upphafi flugvéla-
hreyfla, en árið 1928 hófu þær
framleiðslu á hinum vinsælu BMW
bifreiðum, sem þær liafa framleitt
síðan. Fyrst voru framleiddar stór
ar og vandaðar diplomatbifreiðar
og sportbílar, sem ávallt voru afar
vinsælir. Nú hafa BMW verksmiðj
urnar endurbyggt alla sina starf-
semi. Árið 1963 fengu verksmiðj-
urnar 360 000 ferm. land í Mún-
chen — Milbertshofen, þar sem
vinna yfir tíu þúsund manns í
nýrri og fullkominni verksmiðju.
Hinar nýju gerðir BMW bif-
reiða, BMW Wells Luxus og BMW
1500-1800, sem hafa flutzt hing-
að til lands eru ákaflega rennileg-
ar og bera nokkurn keim af sport
bílnum, enda liggja þær mjög vel
á vegi. Þessar bifreiðar hafa náð
mjög miklum vinsældum í Evr-
ópu. Helztu kostir þeirra eru,
hvað þeir eru sparneylnir, liprir
í akstri og gott útsýni úr þeim.
Frágangur allur er mjög vand-
aður, bæði að utan og innan, og
sú reynsla, sem fengizt hefur á
þessum bifreiðum hér á landi, •—
sannar, — að þær muni henta vel
okkar staðháttum. Þar sem Bif-
reiðavarahlutaverzlun Kristins
Guðnasonar annast innflutning á
þessum bifreiðum og varahlutum
til þeirra, má reikna með góðrl
þjónustu, því að verzlun Kristin3
Guðnasonar hefur annazt innflutn
ing varahluta í meira en 30 ár
við góðan orðstír.
t
4 26. jú|í 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ