Alþýðublaðið - 06.08.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.08.1964, Blaðsíða 8
^jiiniiiiiiiiniiiiiiiimiiinniniiiiif*' r ■ t* iiiiiimmiiuiMiiiiiii Helgi Sæmundsson skritar pistil frá Færeyjum HUGVEKJA UM GÓÐA SAMVINNU OG KVÖLD í HÖFUÐSTAÐ FÆREYJA LEIÐIN milli íslands og Fær- eyja er ekki löng, en margar ú- stæður til þess, að samskipti þjóð- anna væru mikil og náin. Samt hefur mjög á skort í þeim efnum undanfarin ár. Færeyjar fjariægð- ust ísland, þegar það komst í þjóðbraut. ísléndingar hafa löng- um annaðhvort flogið yfir Fær- eyjar eða siglt framhjá þeim eftir síðari heimsstyrjöldina. Færey ingar hafa og verið allt of sjald- séðir gesiir á íslandi langt árabil. Nú er þetta hins vegar að breyt- ast — góðu heilli. Frændsemin segir til sín, svipuð lífskjör og lík örlög tengja þjóðirnar böndum sbilnings, vináttu og samstarfs- vilja. Og þetta er vissulega vel I farið. í íslenzkt og færeyskt íþrótta- i fólk hefur tekið upp samvinnu að : nýjuí og hún mun áreiðanlega efi- ast í framtíðinni. Ennfremur hafa menningarleg samskipti þjóðanna komið til sögunnar og borið ærinn * árangur. Færeyska myndlistar- sýningin i Reykjavík haustið 1961 i þótti að vonum miklum tíðindum sæta. Ýmsir íslendingar kunnu I skil á færeyskum skáldskap og | undruðust listræn afrek manna á I borð við Janus og Hans Andreas j Djurhuus, Jörgen Frantz Jacobsen og William Heinesen. Hitt vissu ! færri, að í hópi Færeyinga væru ; eða hefðu verið aðrir eins mynd- listarmenn og Sámal Josensen, Mikines, Ruth Smith, Stefan Dan- ielsen, Ingálvur av Reyni, Elin- borg Liitzen og Janus Kamban. En sjón varð sögu ríkari. Við þurft- um ekki frekari vitna við um fær- eyska myndlist. íslendingar höfðu kynnzt ríki hennar. Færeyska lúðrasveitin, Havnar hornorkestur, sótti svo ísland heim í fyrrasumar, kom, sá og sigraði. Þá bættist við nýtt undrun arefni: Dómbærustu menn luku miklu lofsorði á hljómsveitina og tónlist 'hennar. Færeysku gestirn- ir eignuðust á svipstundu aðdá- endur og vini og þóttu öllum drengjum batri. Nú hefur svo Lúðrasveit Reykjavíkur endur- goldið heimsóknina með ágætri för til Færeyja, og munu þátttak- endurnir aldrei gleyma þeim ein- stöku móttökum, sem þeir hafa átt að fagna af hálfu heimamanna. Mér finnst undrum sæta að heyra Dg sjá, hvert fagnaðarefni það er Færeyingum, að íslendingar skuli rækja við þá frændsemi og þiggja frábæra gestrisni þeirra. En sagan er ekki öll. Ég verð að skjóta hér inn örstuttum aukaþætti. Leikfélag Reykjavíkur fór til Færeyja í vor og sýndi Hart í bak í Þórshöfn. Einnig sú heimsókn hefur fræg orðið. Fólk af 'öllum þjóðfélagsstéctum talar um hana eins og stórviðburð. Það er glatt og þakklátt vegna hennar líkt og forlögin hafi miðlað því óvæntu og dýrmætu happi. Ég legg til, að Þjóðleikhúsið fari við tækifæri að dæmi Leikfélags Reykjavíkur og gefi frændum okkar í Færeyjum kost á skemmtilegri og listrænni dægrastyttingu. íslenzk leiklist virðist dágóð útflutningsvara! Ég vík þá aftur að Lúðrasveit Reykjavíkur og Færeyjaför henn- ar. Bæjarstjórn Þórshafnar hélt gestunum fallega og rausnarlega veizlu á laugardagskvöld. Sigfried Skaale borgarstjóri stýrði samkom unni, en veizlugestir voru á þriðja hundrað talsins og því líkast, að þetta væri stórhátíð. Margir tóku til máls eins og siður er íslend- inga og Færeyinga. Erlendur Pat- ursson landsstjórnarmaður var í þeirra hópi, þar íslenzkum stjórn- arvöldum drengilega söguna í til- efni af fyrirgreíðslu þeirra við færeyska sjómenn eftir stækkun landhelginnar, fagnaði snjöllum orðum vaxandi samskiptum ís- lendinga og Færeyinga og bar fram athyglisverða tillögu. Hún er sú, að fulltrúar vinnandi stétta á íslandi og í Færeyjum skiptist á heimsóknum til að eiga þátt í þeirri samvinnu þjóðanna, sem þegar hefur tekizt að frumkvæði í- þróttafólks og listamanna. Sömu- leiðis mæltist Erlendur til þess, að íslenzkir alþingismenn heim- sæktu Færeyjar og að aukin sam- vinna tækist með íslenzkum og færeyskum stjórnarvöldum. Duld- ist ekki, að áheyrendum fannst þessi friðarhugur fara uppreisn- armanninum frá Kirkjubæ næsta vel. Þegar borðhaldinu og ræðuhöld unum lýkur, er setzt að kaffi- drykkju í öðrum salakynnum, fólk kynnist og blandar geði, enginn gefur tímanum gætur, enda virð- ist líðandi stund miklu hægstreym ari í Færeyjum en annars staðar, og þó hefur tækniöldin numið hér land og valdið miklum breyting- um. Þórshöfn hefur gerzt harla ný tízkulegur bær, húsin rísa af grunni, hvert öðru stærra og vand aðra, vélar erfiða nótt og dag, verksmiðjur leysa gömul verk- færi af 'hólmi og auka framleiðslu getu handaflsins samkvæmt lög- máli stóru margföldunartöflunn- ir, vöruúrval heimsmarkaðsins er til sýnis í gluggum verzlananna, og heimili og einstaklingar njóta hvers konar þæginda, þó að mun- aði sé í hóf stillt. Hins vegar blasa tákn fortíðarinnar við allra augum. Gamli bæjarhlutinn rifj- ar upp fyrir mér sögur Jörgen- Frantz Jacobsen og Williams Heinesen, mér finnst bókin Tann deiliga Havn orðin lifandi veru- leiki, allt er enn eins og það var, þegar dr. Jakobsen, Regin í Líð, Símun av Skarði og Djurhuusbræð urnir voru og hétu og störfuðu við mikinn og góðan orðstír, staða- nöfnin raðast á þráð minninganna eins og perlur á festi: Tinganes, Munkastova, Mettustova, Gongin,, Kristnastova, Áarstova — menn og menntir, minjar og saga. Jan- us og Hans Andreas Djurhuus og Jörgen-Frantz Jacobsen eru dán- ir — horfnir, en uppi undir Húsa reyn býr William Heinesen og dæmist samkeppnishæfur snjöll- ustu skáldsagnahöfundum Norður- landa, stilsnilld hans víðfrægir danska tungu, en nágranni hans, Heðin Brú, er af ýmsum löndum sínum talinn listamaður á borð við þennan sérkennilega og fjöl- hæfa sigurvegara, ágætur höfund- ur og frábær túlkandi máls, sem því miður aðeins nokkrar þúsund ir skynja og skilja til listrænnar nautnar. Janus Djurhuus orti forðum daga á heimavísu, þó að naumast verði frá honum greint í bókmenntaþætti veraldarsögunn- ar af því að hann var Færeyingur og einfari í tvennum skilningi, skáldskapur hans eins og mikilúð- leg og brött en fagurgræn kletta- ey úti í reginhafi, ævintýri, sem aldrei kemst á framfæri við millj- ónirnar. Færeyingar hafa margt af mörkum að leggja, svo að sam- vinna við þá er sannarlega eftir- sóknarverð. íslendingar eiga þess betri kost en nokkur önnur þjóð að njóta hennar. Við skiljurh Fær- eyinga skást af nágrönnum okkar Framh. á bls. 10 IMenn til I HIN velheppnaða ljósmyndaferð f Ranger VII til tunglsins hefur 2 vakið nýjan áhuga á rannsóknum i á því og mun vafalaust flýta 1 fyrir fyrstu mannaferðum þar É efra. Sjónvarpssending 4000 I mynda til jarðar gekk framar i öllum vonum og hefur borið svo | mikinn vísindalegan árangur, að | tunglskot þetta er talið stórsigúr i fyrir Bandaríkjamenn, sem | tryggi þeim um sinn forustu í = geimrannsóknum. Ætlun bandarískra vísinda- I manna er að senda tvö tunglför | svipuð Ranger VII á næstunni. | Þessum mannlausu vísindastöðv- i um er ekki aðeins skotið á tungl- 1 ið, heldur á tiltekinn blett á 1 tunglinu. Að þessu sinni var mið- I að á eitt þeirra svæða, sem einu i sinni voru talin höf, en nú reyn- 1 ast vera sléttur með f jotda stórra | og smárra gíga. Er nú rætt um að | senda næsta Ranger til annara 1 staða á tunglinu, þar sem lands- i lag er ólíkt, þar sem svo nákvæm I ar myndir hafa fengizt af sléttun- i um. Þykir raunar fullsannað, að | unnt sé að Ienda tunglförum i framtíðarinnar á þessum sléttum. | Fyrstu geimför Bandaríkja- = manna, sem höfðu einn mann | innanborðs, gengu undir sameig- - inlegu heiti og nefndust „Mer- | Þetta er Gemini geimfarið, sem 1 munu svífa allt að tveim vikutn i menn innanborðs, en það verða 1 | ina, væntanlega 1969, ef allt gei Þórshöfn, séð frá Tinganesi, Hólsey í baksýn. g 6. ágúst 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.