Alþýðublaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 15
— Höfundinn! Fram með höf- undinn! Hvar er höfundurinn? Ég sneri mér að Henry og tók um axlir hans Ég var mjög glað- ur yftr að. þessi frumraun hans skyldi heppnast svo vel. — Komdu nd. drengur minn, sagði ég. — Komdu inn. Áhorf- endur vilja fá að sjá þig. Ég tók að draga hann inn með mér. Clarke og Lenz fylgdu i humátt á eftir okkur. Ég ætlaði einmitt að fara inn á sviðið, þeg- ar ég nam skvndilega staðar eins og steinrunninn. Áhorfendur hrópuðu enn eins og óðir á hpfundinn. Tjaldið var dregið frá. Mirabella, Gerald, íris og Theo læddust af sviðinu. Nú stóð þar aðeins einn maður. Mað klæddur tötrum. sem hneigði sig fyrir áhorfendum. Og þeir fögnuðu honum, fögn- uðu honum ákaft og innilega. En enn heyrðust raddir, sem hróp- uðu á höfundinn. von Brandt lyfti höndínni. Þeear í stað varð dauða þögn í salnum. — Herrar mínir og frúr, sagði liann. — Fyrir mína hönd og fé- laga minna þakka ég ykkur ykk- ar elskulegu móttökur. Hvað sjálf um mér viðkemur, á ég varla orð til að lýsa hamingju minni. Að þið skvlduð taka á móti mér á þennan hátt, mér. sem þið þekkið svo lítið — hvað get ég annað sagt, en látið ykkur vita, að nú er lífið aftur gott og yndislegt eftir hræðilega erfiðleika. Og ég get einskis fremur óskað mér. Ég var enn með höndina á öxl Henrys, tilhúmn til að ýta hon- um inn á sviðið. En þessi litla ræða von Brandts kom mér mjög á óvart. Hún hafði mikla þýðingu fyrir mig. svo óhtignanlega miklu meiri þvðingu en áhorfendur gætu nokkru sinni gert sér grein fyrir. — Það er eitt enn. sagði von Brandt. — Éc er hakklátur ykkur fyrir að geðiast að bessu leikriti. í Austurríki skrifaði ég mörg leik rit, sem gengu ekki öll jafn vel. En þetta ieikrit hefur aldrei ver- ið leikið í Vín. Þetta leikrit, vona ég, er það bezta. sem ég hef skrif að, hitt voru ekki annað en æf- ingar. Ég er stoltur vfir að bezta leikritið mitt skvldi vera sýnt hérna fyrir vkkur í Bandaríkjun- um. Ég"þakka vkkur — sem leik- ari og rithöfundur þakka ég ykk- ur. Andartak stóð ég sem steinrunn inn. Ég gat ekki hugsað. Mér fannst allt hringsnúast fyrir aug- um mér. — Hvað í ósköpunum . . . byrj- aði ég. Lenz sagði rólega: _ Hér hafið þér Iausnina á gátunni minni, herra Duluth. Þetta var það, sem stolið var frá von Brandt. Hann óskaði svo ákaft eftir að leika í þessu leikriti, að hann vildi ekki einu sinni láta bróður sinn vita, að hann hefði skrifað það. Hann var hræddur um að þá mundi sækja i sama farið, áð þegar frétt irnar bærust út um handritið, myndi Wessler áreiðanlega fá aðalhlutverkið. von Brandt hélt leikritinu leyndu fyrir öllum, þangað til hann fann.að hann var að missa vitið. Þá trúði hann eina manninum, sem hann hafði við höndina, fyrir því — hjúkr- unarmanninum, sem gætti hans. Þessi hjúkrunarmaður talaði ensku og skyldi þýzku. Hann þýddi leikritið, breytti staðhátt- um og kom því síðan á framfæri sem sinu eigin. Tjaldið var dregið fyrir í síð- asta sinn. Lófaklapplð dó smám saman út. Wolfgang von Brandt gekk til móts við okkur, og andlit hans Ijómaði. — Og það er auðvelt að skilja, hvers vegna herra Prince var svo hræddur við Wessler. Ef Wessler hefði þekkt hann aftur sem hjúkr unarmann bróðurins, hefði það ekki verið erfitt fyrir hann að geta sér til hver væri raunveru- legur höfundur þessa Ieikrits, sem að svo mörgu leyti hlaut að minna hann á fyrri leikrit von Brandts. — En, stamaði ég. — En . . . en . . . en . . . Ég sneri mér við og starði full- komlega mállaus á Henry Prince. Hann var náfölur, og um varir hans lék kjánalegt, aumkunarvert bros. En ég greindi þetta allt eins og í þoku. Athygli mín beindist öll að hægri úlnlið hans. Hann var hlekkjaður við Clarke lögreglu- fulltrúa, með nýjum, ljómandi handjárnum. — Já, sagði Lenz. — Það var afar kænlegt af Prince að leiða yður á villigötur með hinni trú- legu lygasögu sinni um að Kram- er væri að kúga út úr sér fé vegna glappaskota föður síns. Það var kænlegt af honum að koma sem sjaldnast á æfingar, tll að gefa Wessler sem minnsta möguleika á að þekkja hann. Það . . . — Peter! íris kom skyndilega til okkar. Hún var yndislega ringluð og hrifin.Hún kastaði sér í fangið á mér. — Þessu er öllu lókið, Peter! Loksins er þessu lokið! Og allt gekk vel! Nú getur ekkert hindrað okkur framar. Við tökum bilinn og ökum í suðurátt. Við ökum til Elkton og giftum okkur. Ég gerði tilraun til að kyssa hana, en kossinn lenti einhvers staðar á eyra hennar. — Ástin mín, sagði ég.__Þú gerðir mig jú aftur að helðarlegri manneskju fyrir nákvæmlega nítján klukkustundum. Ertu bú- in að gleyma því? Hún sleit sig úr. faðmi mér, og horfði á mig stórum, dökkum augum. — Guð minn góður, sagði hún, þetta er alveg satt. Og þessu var ég búin að gleyma ... SÖGULOK. SMURT BRAUÐ Snlttur. Opið frá kl. 9—T.3.S0. Vesturgötu 25. BrauSstofan Sími 16012 HÍMMvðmrÍðfeertir OP® ALLA DAOA (lbca lauoaxoaOA OG 8UNNUDAGA) FBAKL.STa.g2. G6sanávinffi»tófan Vf gMnhdti 38, Re^JwOc. Eyjólfur K. Sigurjónsson Ragnar A. Magndsson Löggiltir endurskoðendur Flókagötu 65, 1. hæð, sími 17903 •**í' nu DU Einangrunargler SÆNGUR framleitt einungls úr tmhl gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið timanlega. Korkiðjan h.f. X t*. \ 5 Endurnýjum gömlu sængumar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FTÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 16738. fcrtngja ísíffla...# f HT; . * l! LI1 „Eg ætla'ði í»ara að sjá, I»vað þatí eiíli margir metrar í cinni svona» túb»t.‘ ^ t TBÍKNA5?8* # ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. ágúst 1964 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.