Alþýðublaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl:
Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guönason. — Símar:
14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Aiþýðuhúsið vlð
Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Askriftargjald
kr. 80.00. — I iausasölu kr. 5.00 eintakið. — Utgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Jafnaðarstefna á tækniöld
ALÞJÓÐASAMBAND jafnaðarmanna hefur
lokið hátíðaþingi sínu í tilefni af aldarafmæli
fyrsta alþjóðasambandsins, sem stofnað var 1864.
Mættu nú til þings í Briissel fulltrúar fyrir 12 millj-
ónir flokksbundinna jafnaðarmanna í fimm heims-
álfum og 49 löndum. Bera þessar tölur vott um,
hve hér er um volduga hreyfingu að ræða.
Það vakti athygli á þinginu í Brussel, hve marg
ir fulltrúar voru þar komnir frá Asíu, Afríku og
Suður-Ameríku, en í þessum heimsálfum býr sá
hluti mannkynsins, sem er að vakna til meðvitund
ar um frelsi og manngildi, en býr við lélegustu
lífskjör. Vandamál þessara þjóða eru og meðal
hinna veigumestu, sem mannkynið á við að stríða.
Þær ályktanir, sem gerðar voru á þessu al-
þjóðaþingi jafnaðarmanna, eru að efni til þessar
helzt:
1) Jafnaðarmenn styðja alla viðleitni til að draga
úr spennu milli austurs og vesturs, og þeir styðja
stöðvun á útbreiðslu kjarnorkuvopna.
2) Jafnaðarmenn vilja styrkja Sameinuðu þjóðirn-
ar og láta þær hafa á að skipa föstum hersveit-
um til friðargæzlu.
3) Jafnaðarmenn fagna hinni víðtæku upplausn
nýlendustefnunnar, en telja það vandamál enn
ekki fullleyst.
4) Jafnaðarmenn telja, að ekki sé friðarvon á jörð-
unni, meðan hinir ýmsu kynþættir njóta ekki
jafniiéttis. ÞÚir fordæma apartheidstefnunla í
Suður-Afríku.
5) Jafnaðarmenn telja of mikinn mun á lífskjör-
um iðnaðarþjóða og annarra og telja, að efnað-
ar þjóðir verði að veita meiri aðstoð til Asíu,
Afríku og Suður-Ameríku.
6) Jafnaðarmenn telja, að liagsmunum verkalýðs-
ins sé ógnað af vaxandi veldi einokunarhringa
og fyrirtækjasamsteypa. Beita þarf meiri áætl-
unarbúskap, ef takast á að hagnýta tæknilegar
framfarir ölium stéttum til góðs.
í seinni liðnum kemur fram hugsun, sem jafn-
aðarmenn hafa lagt mikla áherzlu á síðari ár.
Framfarir vísinda og tækni hafa verið gífurlegar,
en það er hlutverk stjórnmálaflokka að tryggja,
að ávextir þessara framfara komi öllum stéttum
til góða, en verði ekki til að auka gróða einokunar-
hringa, sem hafa bezt ráð á að halda uppi hagnýt-
um rannsóknum. Öld tækninnar hefur skapað nýja
þörf fyrir hugsjónir jafnaðarstefnunnar í fram-
haldi af þeim félagslegu umbótum, sem komið hef-
ur verið á í hinum frjálsu velferðarríkjum.
Hér fór iHa. Ökumaður þessa bílkrana hefur g:reinileg:a ekki munað hve stórt ökutækið var og því fór
sem fór. Brúin, sem við sjáum á myndinni, færðist fram um einn metra og bóman brotnaði af kran-
um. Atburðurinn átti sér stað í Danmörku.
• ^
m
•■■llllllIlllllIlllll■lllll■ll■lll■llM■■llllllllal■llIll■lllll■l■IlIll•lllllll■■llllllll■■■*■■■a||||*a,, 1 *'* iiiiiiiiiiiiiiiinrr
ic Enn um niSurníðslu í kirkjugarðinum við Fossvog.
ic Ryð í hliðinu. Illa gengið frá bifreiðastæðum.
ic Máfning að veðrast af kapeilu og öðrum húsum.
! ic „Fúi“ í þakskeggjum og tröppum.
iiiiiiiiii aiiin »>iniiaiiaiiiiiiaaaiaaaaiiaiaaiiiaiiiiiiiiiiiiiimaiiiiiiiiiiiiiiiaiiaaaaa"a"*><>">>ii»»,a«i>""<,l*,"ll,ll,llill>*|*||>
J. B. SKRIFAR:„Einu sinni í
sumar var á bað bent í pistli þess
um, að ábótavant væri viðhaldi í
kirkjugarðinum við Fossvog. Mig
minnir, að á það það væri ben',
að hlið garðsins væri í vanhirðu
-og einnig að kapeilan sjálf væri
farin að veðrast. Enn hefur ekkert
verið gert til endurbóta á þessu
og virðist sumarið ætla að líða
án nokkurra endurbóta.
þeirra gefi skýringu á þessu.
Þetta segir J. B. í bréfi sínu
AS sjálfsögðu mundi ég gjarna
birta skýringu ef stjórn kirkju-
garðanna óskar eftir því.
Hannes á horninu
Síðas’liðinn sunnudag átti ég
leið í Fossvogskirkjugarð og þegar
ég litaðist um, rifjuðust upp fyrir
mér þessi ummæli i pistli þessum.
Enn hefur ástandið versnað og
segja má, að kapellan og önnur
fleiri hús þarna séu, hvað viðhald
og ytra útiit snertir, orðin okkur
til vansæmdar. Sú er ástæðan til
þessa bréfs.
Til að byrja með var þarna allt
með hinum mesta myndarbrag.
Kapellan var fögur á að líta og
öll umgengni lýsti smekkvísi og
nærgætni. Húsin voru hvítmáluð
enda fer hvíti liturinn bezt á bygg
ingum á slíkum stað. ÖIl svæði
voru slétt og hrein og hliðin cins
og þau eiga að vera.
En nú er allt komið í niðurníðslu
eins og áður segir. Hliðin eru
kolriðguð, svæðum hefur verið
breytt og ekki komið í jafnsnyrti-
legt horf og áður, -og síðast en ekki
sízt, húsin eru orðin veðruð og þá
aðallega kapellan og jafnvel farið
að „fúna““ steinlimið í þakskeggj
um og á tröppum.
Ef til vill er-ástæðan fyrir því að
alh er þarna að lenda í niðurniðslu
jafnvel farið að láta á sjá inni í
kapellunni, sú að erfitt er að fá
iðnaðarmenn til siarfa. Um þetta
veit ég ekki, en maður vill ekki
trúa því, að hirðuleysi sé um að
kenna. Væri vel ef umsjónarmenn
kirkjugarðanna, eða yfirstjórn
•0. JOHNSON £ KAABERH
/
2 lh sept. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
0. J0HN80N & KWBER • KliFFI