Alþýðublaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 5
SPENNÁN TALIN HÆTTU- LEGRI EN OFBELDI ÞAÐ mun vera almennt álit jnanna, að sjónvarpsdagskrárliðir sem sýna ofbeldi í einhverri mynd séu hættulegir börnum og geti orsakað afbrot æskufólks. Rann- sókn, sem gerð hefur verið í Ástra líu, leiðir hins vegar í ljós, að hin raunverulega hætta er ekki fólgin í ofbeldinu. Djúptækara og alvar- legra vandamál felst í spennunni og óróleikanum, sem slíkir dag- skrárliðir skapa, og viðhorfunum til þjóðfélagsins, sem þeir vekja með börnunum. Rannsóknin var gerð að tilhlutan útvarpsráðs ást- ralska ríkisútvarpsins og niður- stöðurnar voru gefnar út undir nafninu „Television Tension Pro- grammes.” Sá, sem rannsóknina framkvæmdi, David- Martin, rann- sakaði 163 sjónvarpsliði: kiireka- myndir, glæpamyndir, leynilög- reglumyndir og ævintýramyndir, segir í „UNESCO Features.” Spenna er nauðsynlega til að halda athj'glinni, segir höfundur- inn. En spenna sem ekki fær út- rás eða fullnægjandi lausn leiðir einungis til þess, að menn venja eig á spennu. Alltof oft eru þessir sjónvarpsliðir þannig, að þar er ekki nein sannfærandi lausn. — Spennunni er haldið allt til hins síðasta, og lausnin er alltof mátt- laus og áhrifalítil í hlutfalli við þá spennu, sem sköpuð hefur ver- ið. Ofbeldis-stefið í þessum kvik- niyndum hefur ekki breytzt að ráði síðan á sjötta tug aldarinn- ar, en það er orðið flóknara, í- smeygilegra og innhverfara, seg- lr Martin. Þetta á einnig við um kúrekamyndirnar, sem verða æ keimlíkari hreinum glæpamynd- lim, þar eð hinar gömlu og hefð- þundnu kúrekamyndir vöktu að- eins áhuga yngstu áhorfendanna. Ofbeldi sem lýsir sér í manndráp- lim með byssum eða öðrum vopn- um vekur engan sérstakan óhugn- áð eða hræðslu hjá börnum. Stúlk- Ur eru ekki viðkvæmari en bræður þeirra gagnvart ofbeldisatriðum á sjónvarpsskerminum. . Þjóðfélag-ið ráðalaust. Martin gagnrýnir harðlega hina heikvæðu afstöðu sém sjónvarps- kvikmyndir hafa til þjóðfélagsins, sem að jafnaði er látið vera hlut- laus eða beiniínis ráðalaus aðili „Áhrifin, sem þetta veldur, eru þá að skerast í leikinn gagnvart afbrotamonnum. .. Til að það góða fái að njóta sín, verður það illa að eiga frumkvæðið, það á ailtaf fyrsta leik.” Þó er afstaða tii kvenna ennþá ískyggilegri. Til að mynda eru kon ur venjulega sýndar sem ógnun við karlmanninn í kúrekamynd- um; þær eru ýmist í slagtogi með bófanum eða tengdar einhverjum oflum sem gætu komið í veg fyrir sigur hins góða. í leynilögreglu- kvikmyndum er ástandið þó ennþá verra: Þar eru konur nær ein- göngu tælidrósir eða þegar bezt lætur óviljug verkfæri í höndum „vondu” mannanna. „Þar sést blátt áfram ekki kona, sem er. fram- takssamur, skynsamur og sjálf- stæður fulltrúi hins góða.” Árás á tilfinningalega stað- festu. Það virðist ekki vera skynsamlegt eða rökrænt, að yfir- völdin styrki ráðgjafarstarfsemi í hjúskáparmálum jafnframt því sem þau leyfa þessa kröftugu og linnulausu sókn gegn tilfinninga- legri staðfestu ungra kvenna, seg- ir Martin. Niðurstaða hans er þessi: ,Margt fóik, sem er órólegt út af ofbeldis- Framh. á bls. 10 Kjördæmisþing á Norðuriandi Kjördæmaþing Alþýðuflokks ins á Norðurlandi verða háð sameiginlega fyrir kjördæm- in bæði á Akureyri dagana 26. og 27. september n. k. Fundir þingsins fara fram í félagsheimilinu Bjargi og hefst fundur fyrri daginn kl. 14. Auk þingfulltrúa sækja þingið Emil Jónsson félags- málaráðherra, formaður Al- þýðuflokksins og Jón Þor- steinsson alþingismaður. — Þingfuiltrúar eru hvattir til að fjölsækja þingið. Allar nánari upplýsingar eru gefn ar á skrifstofu Alþýðuflokks- ins á Akureyri, Strandgötu 9, sími 1399. Nánari tilhögun verður tilkynnt síðar. — Stjórnir kjördæmisráðanna. Þegar Konstantín Grikkjakonungur kom til Kaupmannahafnar fyrir nokkrum döguni til að sækja brúiV' sína, kom til nokkurra óláta á flugvellinum. Konstantín og Friðrik Danakonungur höfðu nýlokið ví(> að kanna heiðursvörð hermanna, er tveir menn þustu frain og breiddu léreftsborða á jörðina. Á borð* anum stóð: Gefið Grikkjum frelsi. Lögreglan flutti mennina þegar í stað brott. RAUNVERULEG LAUNA- HÆKKUN: ÞRIÐJUNGUR RAUNVERULEG kauphækkun á árunum 1958 fram að fyrri hluta 1964 varð mest í Vestur-Þýzka- landi, sn þá er miðað við hlutfallið milli launa og framfærslukostnað- ar eins og hann er gefinn upp í málgagni Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins. Laun hækkuðu um meira en 50% og framfærslukostnaður um 14%, þannig að raunveruleg launa hækkun nam um það bil þriðjungi. Aðeins í Bandaríkjunum, Ksnada BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, vélum og áhöldum, effni og lagerum o. fl. Heimistpygging hentar yður HeimiBis%rsfgigBng£:3* innbús Vatnstjóns Innbrofs Glertryggingar og Belgíu jókst framfærslukostn- aðurinn minna en í Vestur-Þýzka- landi svo nokkru næmi, en launa- hækkun var líka töluvert minni. Raunveruleg kauphækkun var í Bandaríkjunum á tímabilinu 9% og um 14—18% í Kanada og Belgíu. í Bretlandi jókst fram- færslukostnaðurinn aðeins minna en í Þýzkalandi, en laun jukust ekki nema um það bil þriðjung miðað við Þýzkaland, þannig að raunveruleg launahækkun var ekki nema í Sviss var vöruhækk- un'n svipuð, en laun hækkuðu meira, þannig að raunveruleg launahækkun var tvisvar sinnum meiri' en í Bretlandi. í Danmörku, Hollandi og Austur ríki var raunveruleg launahækkun 20—25%; í Danmörku hækkaði framfærslukostnaðurinn um 24%, en launakrónurnar um 55%. Mesta hækkun á framfærslu- kostnaði var í Japan 30%. Síðart. kemur Frakkland 28% og Finnlanclí 27%. í Japan og Frakklandi juk- :ust laun næstum því jafn mikið' og í Þýzkalandi, þannig að raun- veruleg laun jukust nokkuð (13 og- 16l£%). í Finnlandi' jukust raun- veruleg laun um 7% og sömtileiðis. á Ítalíu, þar sem framfærslukosta- aðm- jókst um 23%, en launaupp* hæðin um 30%. í Svíþjóð og Noregi jókst fram- færslukostnaður um 18%, en laun, helmingi meira, þannig að raun- veruleg laun í Svíþjóð jukust ur.» 19Vz%, en Noregi 17%. Heimild: Frankfurter Allgemeine Zeitung. Fulbright styrkir GGINGAFELAGEÐ HEIMIRS LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI : SURETY Menntastofnun Bandaríkjanna hér á landi, Fulbright-stofnunin, tilkynnir, að hún muni veita náms og ferðastyrki íslendingum, sem þegar hafa lokið háskólaprófi og hyggja á frekara nám við banda- ríska háskóla á skólaárinu 1965 til 1966. Umsækjendur um styrki þessa verða að vera íslenzkir ríkisborg- arar og liafa lokið háskólaprófi, 1 annað hvort hér á landi eða ann- ars staðar utan Bandaríkjanna. Þeir, sem eru ekki eldri en 35 ára að aldri, verða að öðru jöfnu j látnir ganga fyrir um styrkveit- I ingar. Nauðsynlegt er, að um- sækjendur hafi gott vald á enskii tungu. Þeir, sem sjálfir kunna að hafa aflað sér námsvistar við banda- rískan háskóla, geta sótt um sér- staka ferðastyrki, sem stofnunint mun auglýsa til umsóknar í apríl- mánuði næsta ár. Umsóknareyðublöð eru afhenfc á skrifstofu Menntastofnunarinn- ar, Kirkjutorgi 6, 3. hæð, sem op- in er frá 1-6 e. h. alla virka daga, nema laugardaga. Umsóknirnaii skulu síðan sendar í pósthóli- Menntastofnunar Bandaríkjanna nr. 1059, Reykjavík, fyrir 10. okí. næstk. (Frétt frá Fulbright- stofn- uninni). ALÞÝÐUBLAÐIÐ - LL. sept. 1964 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.