Alþýðublaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 8
París 25. ágúst 1964.
ARDAILLERS er lítið sveitaþorp í Suður-Frakk-
landi. Það stendur hátt í fjallshlíð ,,Cevennes“-fjall-
anna. íbúatala þorpsins er 46 manns. Fólkið er flest •
allt komið af bezta aldri', því að jörðin er hrjóstrug,
og yngri kynslóðin leitar því á aðrar slóðir. íbúarnir
lifa mest á akuryrkju; af húsdýrum hafa þeir ein-
ungis nokkrar kindum og geitur. Margt getur samt
borið á góma í svona litlu sveitarþorpi, sem vert er
að minnast á.
vegg á torginu. Þaðan rann vatn
ið í þrjú samsteypt kfer, úr einu
í annað, — og endaði síðast úti
á ökrunum. Fyrsta kerið var að-
allega notað sem kælir, annað til
að skola þvott og hið þriðja til að
þvo í. Konurnar skrúbbuðu tauið
á kerbarminum jafnt í steikjandi
sól og í ltulda. Vatnið úr. leiðsl-
unni var alveg sérstaklega gott,
miklu betra en gerist og gengur
i Frakklandi. Það er samt, eins og
heima á íslandi, talið heldur kalk
snautt, og kemur það niður á tönn
Sara og Fernand standa hér fyrir utan húsið sitt.
Við lögðum af stað til Ardaill
ers snemma í júlí-mánuði, því að
við höfðum fengið þar að láni
sumarbústað, sem áður var gam-
alt bóndabvli. Fyrst, þegar minnzt
var á Ardaiilers í viðurvist minni,
fór ég að leita að þessum, — að
mér var sagt dásamlega stað, —
á landakorti. Illa gekk mér að
finna hann, og alls ekki, fyrr en
ég fékk í hendurnar mjög ná-
kvæmt sýslukort.
Síðasta spölinn fyrir áfangastað
fórum við með leigubíl. Vegurinn
var mjög bugðóttur, eins og al-
gengt er í fjallahéruðum. Fjöllin
voru eins og ávalar bungur í um
það bil þúsund metra hæð yfir
sjávarmáli. Einkennandi fyrir þau
voru gömiu vínviðarstallarnir,
sem virtust vera grisjaðir af'nátt
úrunnar hendi. Hér var gróður
moldin grunn og þurrkurinn svo
mikill, að aðeins hluti af plötun-
um ná að þroskast.
Á leiðinni snurðum við bílstjór-
ann, hver væri aðalauðlind þessa
héraðs. Þá fengum við til svars:
La seule richessa c‘est la pomme‘f
eða „Eina auðlindin er eplið“
Þetta svar kom okkur til að hugsa
um hinn forna framburð þessa
héraðs. Hér eru öll endasérhljóð
enn borin fram, sem annars eru
hljóðlaus í frönsku. í sveitinni er
og töluð mállvzka, sem stendur
nær latínu en frönsku. Þetta kem
ur einnig fram í viðmóti fólks-
ins við aðkomufólk, því að það
lítur á alla, sem tala ekki mál-
lýzkuna, eins og útlendinga. Við
íslendingarnir vorum því sett
jafnfætis Frökkunum, sem þar
voru á ferð, en því eigum við
■ekki að venjast í Frakklandi.
Loks komum við til þorpsins.
Það stóð í fjallshlíð, eins og ai-
gengt er fyrir þorp í Suður-Frakk
landi. Þorpin eru hlaðin upp i
hlíðina eins og nokkurs konar
vígf frá dögum lénsherranna, þeg
ar árás á bændur var daglegur
viðburður. Húsin voru flestöll
traustlega hlaðin steinhús, sem
höfðu staðið þarna, eins og þau
voru byggð fyrir nokkrum öld-
um. Þau voru mörg á þremur
hæðum; kjallari fyrir skepnurn-
ar; fyrsta hæð fyrir fólkið og
loftið, þar sem heyið var geymt,
en auk þess lauf móberjatrésins
og ostur þurrkaður. í fiestum hús
únum var líka vínkjallari. í hí-
býlum fólksins er eldhúsið stærsta
herbergið, og það, sem gengið er
beint inn í. Það er aðalverustað-
urinn, eins og baðstofan á göml-
um íslenzkum bóndabýlum. Þar
er stærðar kamína, sem er helzta
hitamiðstöð fólksins. Baðherbergi
og klósett er lítið um á þessum
slóðum. Einn og einn bóndi hef-
ur sturtu, og kamrar eru látnir
nægja.
Erfitt er að fá vatn á svona
þurrum stöðum, og bændurnir
höfðu því leitt það til þorpsins
frá uppsprettu, sem var í mikillj
fjarlægð. Vatnspípan kom út úr
unum, sem voru mjög eyddar í
flestum þorpsbúum.
Torgið er aðalsamkundustaður
fólksins. Þar eru steinsteyptir
bekkir, sem fólkið hvílir sig á í
hádeginu, en spjallar saman á um
aftaninn, áður en í háttinn er
haldið. Þar um fer öll umferð,
kjöt- og fisksalinn nokkrum sinn
um í viku, þvottakonurnar, allir
til að s'ækja vatn o. s. frv. Margt
ber alltaf til tíðinda á torginu
og sérstaklega, þegar verið er að
kynnast aðkomufólki. Hér er það
siður að heilsa öllum þorpsbúum,
og þannig komumst við landarn
ir hægt og hægt í kynni við fólk
ið. Það mjnnti okkur á marga
lund á íslenzkt sveitafólk, jafn-
einlægt, hjálpfúst, hreint og
beint.
Einkennandi fyrir eldri kynslóð
ina var nægjusemi. Hún var á-
nægð að fá litla fábrotna fæðu
og geta fagnað hverjum degi,
þeirri sorg og gleði sem hann
bauð upp á. Lífið gengur í heild
Parísarbréf fró Svövu Sigurjónsdóttur
sinn vana gang. Á sumrin eru
kindurnar reknar á fjall, þar sem
smali gætir þeirra allt sumarið.
Geiturnar hins vegar eru uppi á
fjalli alian daginn, en á kvöldin
er þeim smalað niður í þorp
til mjalta. Koma þeirra vekur
ærna eftirtekt, því að forystugeit
hvers bónda hefur bjöllu um
háls. Auk þess stundar fólkið ak-
uryrkju, — aðalnytjajurtin er vín
viðurinn, — og dundar svolítið
við býflugnarækt.
Næstu nágrannar okkar og
gæziufólk hússins, sem vi-3 dvöld
umst í, voru Sara og Fernand. Hjó11
þessi voru barnlaus og nokkuð
komin til ára sinna. Hver maður
er sæll, sem getur tl’eyst síikti
kostnfólki fyrir eignum sínktm.
Strax eftir komuna til Ardaillers
buðu þau okkur upp á kaffisopa.
Sara var að búa til ost úr geita-
mjólkinni. Hver húsmóðir þarna
hefur þann sið að búa til osta,
sem eru síðan fluttir á fjarlæga
markaði. Fernand bauð okkur
sæti og spurði, hvort. við vildum
áfengi úi í kaffið, sem við þág-
um að góðum sveit',>'JL Hann
skrapp fram í skáp o? birtist aft
ur með islenzkt brennivm í ann
arri hendin(ni, sem ís1andingur
hafði sent honum, og franskt í
hinni. Við kusum það franska,
því að við vissum, að hann hafði
búið það til sjálfpr. Hver bóndi
hefur rétt til að eima ákveðið
magn af brennivini, en rétHndin
ganga ekki áfram til barna hans.
Þetta er ein af ákvörðunum De
Gaulles. Brennivínið var úr vín
berjum og alveg sérstakleea gott.
í annað skipti fórum við méð
Fernandi til að heyia. Varla
mundu íslenzkir bændur sætta
sig við heyskaparskilyrðin þarna.
Túnbleðlarnir vöru um það bil 2
metrar á bneidd, 10 metrar á
lengd og lágu í miklum halla. Eng
ar vélar komast að. Hver bóndi
býr til heybagga, sem hann bind
ur utan um seigar trjágreinar.
Síðan flytur hann þá unn á veg
á bakinu. Á engjunum voru nokk
ur sérkennileg tré, sem ég spurði
Fernand um nafnið á. — „Þetta
er mórberjatréð. Við þurrkuðum
blöðin uppi á lofti hjá okkur,
' krir íbúar þorpsins
að s>nna verkum sínum. Þá
þegar silkiormarækt tíðkaðist hér
enn“. Við fengum svo að vita, að
aliar konurnar í þorpinu höfðu
unnið í silkiverksmiðju, sem lá
neðar í dalnum. Sara var ein af
þeim. Þær lögðu af stað snemma
á morgnana í vinnuna, því að leið
in var löng; unnu um það bil
14 klst. á sólarhring og héldu
svo gangandi heim veginn, sem
var allur upn í móti. Sará lýsti
síðar vinnunni fvrir okkur. Hún
var mjög vandasöm, en tilbryt-
ingalaus. Það varð meðal annars
að snúa silkiþráðinn af lirfunni á
kefli, sem v»r fvrir handan starfs
stúlkurnar. Handbrögðin urðu allt
af að vera þau sömu, því að ann-
ars slitnaði þráðurinn eða varð
misþykkur, og þá var strax dregið
af kaupinu. sem var lítið fyrir.
Hér sjáum við þvotta konur viff iðju s
8 R- sept. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ