Alþýðublaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 7
S.f.S.E. gerir tillögur um úthlutun námsstyrkja Myndin er frá setningu Iðnþings íslendinga á Akureyri á m'iðvikudag. FU.LLTRÚARÁÐSFUNDUR Sam- bands íslenzkra stúdenta erlendis var haldinn þriðjudaginn 18. ágúst S.l. í íþöku, félagsheimili Mennta- skólans í Reykjavík. Á fundinum voru fulltrúar frá tuttugu og einni borg í ellefu löndum. Hófst fundurinn á inntöku •hýrra sambandsaðila, en þeir voru: Liverpool, Cambridge, Minneapolis og Þrándheimur. Á fundinum voru rædd ýmis hagsmunamál stúdent.a erlendis, einkum styrkja- og lána- mál. Samþykktu fundarmenn að beina eftirfarandi tilmælum til rík I 'sstjórnar og Alþingis: ] 1. Sami aðili úthluti lánum og styrkjum til námsmanna, heima cg erlend'S. 2. Styrkir og lán verði aukin og haldið svo háum, að námsmönn- um sé kleift að vinna fyrir því, sem vantar á fulla námsframfærslu allan námstímann með eðlilegrl sumarvinnu, hvert sem námslandið er. Ekki verði' krafizt endurgreiðslu á lánum hámsmanna, sem látast, örkumlast eða missa tekjuöflunar hæfni. — Fundurinn varar við að rýra styrkina, enda gerist skulda- byrði námsmanna uggvænleg. Fundurinn vill minna á, að ríki-r- Framhald á 10. síðu MÉR barst í hendur rit, sem nefn- ist Búnaðarblaðið, 7-8 tbl. 1964. Er þar mjög fróðleg grein eftir Stefán Aðalsteinsson. Segir þar frá því, að lopapeysur séu eftir Sótt vara í Bandaríkjunum og tel- ur að þær geti orðið verðmæt út- flutningsvara. Rætt liefur verið um að selja 40 þús peysur á ári, en í það magn þyrflu 32 lestir. sem talið er að fáist af 26 þús. fjár. Sagt er, að lopapeysurnar ís- lenzku séu seldar út úr búð þar vestra á 40 dollara stykkið, eða nær 1700 kr. íslenzkar. Er þá verðið á reyfi af einni kind 2600 kr. Hinsvegar munu sams konar lopa peysur vera seldar í minjagripa- verzlunum í Reykjavík fyrir 15 dollara stykkið; þá mun meðal- reyfi gefa 970 krónur. Orðrétt segir Stefán: „Ullin gæ:fi af sér .680 milljónir .... Hún gæfi af sér alls nálægt 680 milljónir króna og fjárfestingar- þörfin er sáralítil”. Er hér átt við að ef öll íslenzk ull væri þannig unnin, fengist þessi gjaldeyrisforði. Stefán telur að rétt muni vera að vélvinna iopapeysurnar að mestu, en að einhverju levti hand- vinna, þar sem handunnar vörur hafa alltaf meiri sölumöguleika en eingöngu vélunnar. Einnig telur Stefán að sútaðar gærur eigi mikla sölumöguleika og nefnir sem uppástungu að súta 100 þúsund gærur á ári, og það myndi ekki hafa í för með sér neinn afskapa fjárfestingarkostnað Og mjög lítinn vinnukraft þyrfti til þessa iðnaöar. Þegar það er athugað, að aðeins tvær vörutegundir úr framleiðslu sauðfjárins geta gefið gjaldeyris- forða svo hundruðum milljóna skiptir, þá vaknar óneitanlega sú spurning, hvort það er rétt stefna í verðlagningu landbúnaðarafurða, ER HÆGT AD AUKA VERÐMÆII AF- DANNA UM HUNDRUD MILUÖNA? eftir Óskav Jónsson að hlynna ekki meira að þeim at- vinnuvegi landbúnaðarins, sem á svona mikla framtíðarmöguleika, en liætta að ýta undir mjólkur- framleiðsluna, sem nú þegar er orðin alltof mikil og krefst mikill- ar niðurgreiðslu. Ég man að sá glöggi og gætni maður Jón Árnason, fyrrverandi bankastjóri, taldi að fjárbúskapur á íslandi ætti mikla framtíðar- möguleika. Ég hef alltaf haft tröllatrú á íslenzku fjárræktinni og tr.úi á mikla möguleika til að stórauka hana með nýtízku rækt- unaraðferðum bæði í byggð og ó- byggðum. Það væri eflaust mögulegt að verja þeim milljónum, spm nú er ákveðið að verja í ýmsu augna- miði, sumum í vafasamar fram- kvæmdir, mikiu frekara til að full- vinna ýmsar verðmætar vörur bæði Úr landbúnaðarafurðum og einnig úr sjávaraflanum, sem alltof mik- ið er flutt út af lítið unnum,- þeg- ar frá er skilið hið stórmyndar- lega átak, sem S. H. og SÍS hafa unnið I hraðfrysti-iðnaðinum, og er þá einkum haft í huga uppbygg- ing sölufyrirkomulagsins í Banda- ríkjunum. Það virðist svo sem ekki vanti atvinnutæki til að afla útflutnings- vörunnar, heldur miklu frémur verksmiðjur til að fullvinna mörg hin íslenzku hráefni,, sem sjórinn íslenzku lopapeysurnar renna út eins og heitar lumraur í vcrzlununum. umhverfis landið getur látið í té, og framleiðsluvörur íslenzka sauð- fjárins. Ég held að möguleikarnir séu þar ótrúlega miklir, og vafasamt að leggja hundrað milljónir eða meira í fyrirtæki, þegar það gefur ekki meiri gjaldeyristekjur en vélskipið Jörundur III kemur til með að gefa þjóðarbúinu í ár. Fyrir mínum sjónum, virðist grasið íslenzka í dag vera dýrmæt asta framleiðslan, sem rnoldin ís- lenzka framleiðir, ekki til að auka framleiðslu vinnslumjólkur, held- ur til að tryggja vöxt og viðgang íslenzka fjárstofnsins. Það væri óskandi, að þau fyrir- tæki, sem annast sölu íslenzkra landbúnaðarafurða, gerðu mikið og stórt átak til að auka stórlega framleiðslu hinna eftirsóttu lopa- peysa og sútun gæranna. Mæli ég þá ekki með neinum byltingar- hraða, heldur stig af stigi, sem tæki eflaust mörg ár. Það hefur tekið mörg ár bæði fyrir SII og SÍS að byggja upp sölukerfið í Bandaríkjunum, en tekizt samt. Gæti ekki sams konar gerzt með framleiðslu áðurnefndra landbún- aðarafurða? Og manni dettur í hug hvdri framleiðsla á lopapeysunum marg nefndu gæti orðið meðal annars heimilisiðnaður á löngum vetra)- kvöldum á fjölmörgum heimilum þessa lands, aðeins ef lopinn væri þá nægur fyrir hendi. ísland á ærinn auð í skauti nátl- úrunnar bæði á landi og í sjónum umhverfis landið, aðeins vantar að gera hráefnin vefðmætari, þegar varan er flutt úr landi, þyí ..þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota hann”. Ó.J. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 11. sept. 1964 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.