Alþýðublaðið - 15.09.1964, Qupperneq 8
FORSETAFRÚ DÓRA ÞORHALLSDOTTIR
MINNING
t
FYRIR tæpum hálfum mán-
uði átti ég erindi að Bessastöð-
um. Var mér þá sagt, að for-
setafrúin dveldist á sjúkrahúsi
vegna tannaðgerðar. Líðan henn-
ar var þó talin góð, og var búizt
við að sjúkrahúsvistinni myndi
brátt lokið. Síðastliðinn fimmtu-
dag hafði verið boðaður ríkis-
ráðsfundur, en var skyndilega
aflýst, að ósk forseta, vegna þess
að líðan forsetafrúarinnar hafði
versnað. Ekki grunaði mig þá
að dauðinn væri svo nærri. En
um kvöldið var hún látin. And-
: látsfregnin kom eins og reiðar-
slag. Ekki aðeins yfir mig, held-
ur yfir þjóðina alla. Örfáum dög-
um áður en hún var lögð inn
á sjúkrahúsið hafði ég séð hana
glaða og reifa. Lífið virtist brosa
við henni, og hún brosti við líf-
inu. Engin hugsun var fjær en
hugsunin um dauðann, sem að
vísu ávallt getur borið að með
einhverjum hætti, en sem þó
virtist svo órafjarri. Manni
finnst stundum dauðinn taka of
mikið og of fljótt, en hvort sem
maður hefur leyfi til að hafa
skoðun á því eða ekki, er þó hitt
víst, að hér hafa margir misst
mikið og of fljótt: forseti ís-
lands, fjölskylda hans, forseta-
embættið og þjóðin öll. Forseta-
embætti okkar er nýtt, aðeins
20 ára. Forsetahjönin Ásgeir
Ásgeirsson og forsetafrúin Dóra
Þórliallsdóttir, hafa átt sinn
mikla þátt í mótun þessa emb-
ættis. Þetta embætti hafa þau
bæði gert í senn virðulegt en
þó alþýðlegt. í þessari mótun
hefur forsetafrúin átt sinn mikla
þátt. Hún hefur verið virðuleg
húsmóðir á forsetasetrinu á
Bessastöðum, og hún hefur stað-
ið við hlið manns síns, bæði
innan lands og utan á þann hátt,
að þjóðin hefur haft mikinn
sóróa af, og forsetinn mikinn
styrk. Forsetafrúin hefur verið
manni sinum sá styrkur og sú
stoð í starfi, að tæpast er hægt
að hugsa sér að sú aðstoð hefði
mátt betri vera. Forsetahjónin
hafa verið mjög samhent. í vit-
und þjóðarinnar eru þau svo
samtengd, að ekki er unnt að
nefna annað án þess að hitt komi
fram í hugann.
Forsetafrú Dóra Þórhallsdótt-
ir var góðrar ættar, dóttir Þór-
halls biskups Bjarnarsonar og
Valgerðar Jónsdóttur. Hún fékk
hið bezta uppeldi i æsku. Hún
var virkur þátttakandi í ung-
mennafélagshreyfingunni, á
fyrstu árum þessarar hreyfingar.
Hreifst af hugsjónum hennar
og trúði á framgang þeirra. Var
hvort tveggja þetta, holl upp-
eldisáhrif heimilisins og hug-
sjónir ungmennafélaganna henni
hinn bezti skóli og undirbúning-
ur undir lífsstarfið. Hún giftist
24 ára gömul Ásgeiri Ásgeirs-
syni og hefur staðið við hlið hans
í nærri háifa öld sem fræðslu-
málastjóra, bankastjóra, þing-
manns, forseta Alþingis, forsæt-
isráðherra og forseta íslands, á
þann hátt sem sjaldgæft er, og
-verið manni sínum ómetanlegur
styrkur. Er nú að honum mikill
harmur kveðinn við andlát
hennar. Öll íslenzka þjóðin send-
ir honum, börnunum, tengda-
börnunum og barnabörnunum
innilegar samúðar og hluttekn-
ingarkveðjur, en huggun má það
vera að minningin um forseta-
frú Dóru Þórhallsdóttur mun
lifa.
Emil Jónsson.
t
„Skjótt hefir sól brugðið' sumri,
því séð hef ég fljúga
fannhvíta svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri.“
Þessi orð listaskáldsins góða
koma fram í hugann, þegar for-
setafrú Dóra Þórhallsdóttir er í
dag kvödd hinztu kveðju. Fyrr
á sumrinu gegndi hún störfum
sínum með sama tignarbrag og
ávallt áður. íslenzka þjóðin hafði
þá gilda ástæðu, að því er bezt
varð séð, til að ætla, að hún
fengi notið starfskrafta frú Dóru
í mörg ár enn. En að kvöldi hins
10. þ. m. andaðist forsetafrúin í
Landsspítalanum eftir skamma
legu. Æðri máttarvöld vissu það,
sem mannleg augu gátu ekki
skynjað, og nú hverfur frú Dóra
héðan ,,til sóllanda fegri“.
Þjóðin kveður hana með
hryggð og söknuði, en þakklát
fyrir líf hennar og starf. Mynd
hennar mun lengi geymast í
hug og hjörtum íslendinga.
Biskupsdóttirin frá Laufási
giftist ung eftirlifandi manni sín
um, herra Ásgeiri Ásgeirssyni,
forseta íslands. Það varð hennar
hlutskipti að standa við hlið hans
í fjölþættum og vandasömum
störfum fyrir þjóðfélagið. Hann
varð fræðslumálastjóri, þingmað
ur, þingforseti á stórhátíð, ráð-
herra og bankastjóri, og nú hef-
ir hann um 12 ára skeið gegnt
æðsta embætti landsins, forseta-
embættinu.
Bezti liðsmaður forsetans á
þessum ferli var frú Dóra, sem
auk þess að láta sér annt um
störf hans og frama, sá alltaf
svo imi, að hann ætti athvarf á
vÞtlegu og elskulegu heimili hjá
henni og börnum þeirra. For-
setafjölskyldan er mótuð af
þeim kærleiksríka fjölskyldu-
anda, sem frú Dóra skapaði. ■
Vináttubönd fjölmargra Vest
firðinga við heimili forsetans
frá þingmannsárum hans voru
honum mikill styrkur þá, en
þeim hefir einnig verið við hald
ið síðan af trygglyndi og ræktar-
semi, sem einkennt hefir bæði
hjónin.
Það er margs að minnast úr
lífi og starfi frú Dóru á þessari
stundu. Það óskoraða traust. sem
þióðin hefir vot.tað herra Ásgeiri
Ásaéirssyni, forseta hefir hún
einníg vottað forsetafrúnni.
Óáleymanleg er mynd frú
Dóm. beaar hún kom fram á há-
tíðastundum við hlið manns sins:
eÞir að hann varð forseti. Hún
var fríð kona og glæcileg, og
bar h'nn íslenzka bióðbúning af
látlevsi oa virðuleik. Hún bar
aldurinn svo vel. að ókunnuair.
sem sáu hana í fyrsta sinn á
b«ssu sumri. hefðu mátt ætla. að
hún væri tutt.uau árum vnsri.
vfírhraað hennar var tígulegt og
framkoman ÖH ,svo örugg, að
a’droi rtreikaði.
Innanlands oa utan dáðust.
menn að forsetafrúnni, og beir
fiöimöreu pestir sem komið
hafa til Reqsastaða meðan hún
róði har húsum. minnast með
gleði heirrar aestrirni Og alúðar.
sem har var iafnan að mæta und
jr houoor stiórn. S+undum vnru
grstir e. t,. V. fleiri en hæfði
hú=aVi7nnum. oa iók bað á vanda
húsmóðurinnar en forsetafrú’n
gat samt látið fara vel um alla.
Hún var hlutverki sínu vaxin,
einnig þegar mest á reyndi,
Alþingismenn hafa jafnan
heimsótt forsetasetrið einu sinni
á ári með konum sínum. Það
hafa alltaf verið gleðistundir —
menn hafa lagt dægurþrasið til
hliðar, og notið góðs atlætis for-
setahjónanna. Á síðustu heim-
sókn okkar bar þó þann skuggá,
að forsetafrúin varð fyrir því
óhappi, að hún hrasaði á gólfi og
handleggsbrotnaði. Læknir var
sóttur, og bjó hann um brotið til
bráðabirgða á skammri stundu,
og þegar því var lokið, kom for-
setafrúin aftur í gestahópinn, og
gegndi áfram húsmóðurskyldum
sínum, eins og ekkert hefði í
skorizt;
Að mínum dómi sýnir þetta at-
vik, að frú Dóra var gædd frá-
bærum viljastyrk og einbeitni,
og svo skyldurækin, að fátítt er.
Hún kunni að taka því, sem að
höndum bar, og hið mikla þrek
hefir verið henni styrkur á bana
beðinu.
Það er sjónarsviptir að þessari
glæsilegu, hugprúðu og göfugu
konu,
Dýpstur er söknuður forset-
ans, herra Ásgeirs Ásgeirssonar,
barna þeirra hjóna, barnabarna
og annarra ástvina, sem varð-
veita hugljúfustu minningarnar
um konuna, móðurina, ömmuna
— ástvininn. Þeirra huggun er
rú, að látinn lifir, og hin mikla
samúð, sem þeim er í dag vott-
uð hyaðanæva.
íslendingar kveðja forsetafrú
Dóru Þórhallsdóttir hinztu
kveðju með þökk og virðingu og
votta forseta sínum og fjöl-
skyldu hans innilegustu sam-
úð.
Birgir Finnsson.
t
SÍÐASTLIÐINN föstudag
blöktu fánar í hálfa stöng yfir
breiðum byggðum íslands.
Forsetafrú Dóra Þórhallsdótt-
ir var dáin.
Þjóðin hafði misst þá konu,
er hún hafði treyst til að sitja
í öndvegi og sem reynzt hafði
starfi sínu svo vel vaxin, að hún
ávann sér virðingu og aðdáun
allra.
Andlátsfregnin kom fólki
mjög að óvöru. Almenningur
hafði ekkert heyrt um hina
stuttu sjúkdómslegu forsetafrú-
arinnar.
Reykvíkingar minnast hennar
fyrir fáum vikum, er forseti ís-
lands tók að nýju við embætti
sínu. Hún kom fram á svalir
Alþingishússins, fríð og hraust-
leg, klædd þjóðarskarti. Hún bar
tákn sinnar háu stöðu með þeirri
hógværu reisn, sem einkenndi
forsetafrúna hvar sem hún fór
meðal æðri og lægri, meðal inn-
lendra og erlendra.
Engum blandaðist hugur um
að forsetafrú Dóra Þórhallsdótt-
ír hafði hlotið í vöggugjöf ytra
útlit og andlega hæfileika tíl að
njóta mannvirðinga. Þar við
bættist uppeldi hennar í föður-
garði, sem einmitt stefndi í þá
átt. Eins og kunnugt er, voru
foreldrar hennar, Þórhallur
Bjarnarson biskup, sonur síra
Björns Halldórssonar skálds i
Laufási við Eyjafjörð, og frú
Valgerðar Jónsdóttur Halldórs-
sonar hreppstjóra í Bárðardal.
Börn biskupshjónanna voru
fjögur. Tryggvi Þórhallsson, for-
sætisráðherra, kvæntur Önnu
Klemensdóttur, frú Svava, er
giftist Halldóri Vilhjálmssyni
skólastjóra á Hvanneyri, Björn,
er dó ungur, 1916, og frú Dóra,
er var yngst systkinanna, en
hún var fædd 23. febrúar 1893.
Forsetafrúin minntist jafnan
bernskuheimilis síns með virð-
ingu og þökk.
’ Þórhallur biskup vár glæsi-
menni í sinni stöðu, gáfaður, vel
ritfær og jafnframt gæddur ó-
bilandi trú á framtíð íslánds,
ekki sízt á sviði ræktunar og
landbúnaðar. Frú Valgerður bjó
manni sínum og börnum fallegt
og gott heimili. En hún varð
með árunum heilsulítil, því tók
frú Dóra þegar á æskuárunum
mikinn bátt í heimilisstörfunum
innan húss og utan, og er móð-
ir hennar andaðist 1913, tók hún
að fullu við búsforráðum á bisk-
upsheimilinu í fiögur ár.
Á þeim árum vandist frú Dóra
á að stiórna umfangsmiklu
heimili, sem hafði ýmsum skyld-
um að eeena í oninberu lífi.
Hefur þess oft verið minnzt,
hve henni hafi farið það vel úr
hendi. Þessi ábyrgð, ásamt góðri
menntun, hefur án efa verið
gagnlegur undirbúningsskóli
f.vrir það starf, er síðar skyldi
koma.
Þó heimilið fvrr og síðar hafi
verið frú Dóru kærasti vettvang-
ur, þá hafði hún áhuga á opin-
berum málum. svo sem skóla-
og kirkjumálum. Hún starfaði á
sínum tíma í ungmennahreyf-
ingunni oe s'ðar í kvenfélögum.
Hún skildi til hlítar, að félags-
störf og samtök kvenna væru
gagnleg oe gætu komið ýmsú
góðu til leiðar. c
Árið 1917 giftist frú Dóra
Þórhallsdóttir cand. theol. Ás-
geiri Ásgeirssyni, núverandi for-
seta íslands. Börn þeirra eru,
Þórhallur, ráðuneytisstjórij
kvæntur Lily Ásgeirsson, frú
Vala Thoroddsen, kona Gunnajrs
g 15. sept. 1964 — AtÞÝÐUBLAÐIÐ