Alþýðublaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 1
* 1
44. árg. — Laugardagur 19. september 1964 — 213. tbl.
Dauðaleit á Skaga-
firði i gærkvöldi
Reykjavík 18. sept. - GO
í SEINNI fréttunum í kvöld, til-
kynnti Slysavarnafélagið. að neyð-
arblys hefðu sést frá bæjum
beggja megin Skagafjarðar og
virflst sem þeim væri skotið upp
h. u. b. fyrir miðju fjarðarins. —
Klukkan 11 í kvöld höfðu alls 5
blýs sést frá bæjunum Kelduvík á
Skaga og Felli í Sléttuhlíð. Þar að
auki hafði ljóságangur sést frá
fleiri bæjum.
Samkvæmt ábyrgum upplýsing-
um eru 5 bátar á sjó frá Sauðár-
króki og vitað er um einn Færey-
ing, sem líklega er á þessum slóð-
um. Vélbáturinn Frosti frá Hofs-
ósi fór til leitar um 10 leytið í
kvöld og síðar bættust við Sigí-
firðingur, Orri og Hringur, allir
frá Siglufirði.
Neyðarljósin sáust fyrst frá
Félli í Sléttuhlíð. Tveir strákar,
11 ára gamlir, Björn Jónasson frá
Félli og Jón Kjartansson frá
Tjörnum, sem er næsti bær, fóru
að skoða borgarísjaka, sem eru að
lóna á Skagafiröinum. Þeir sáu
þá skotið upp þrem flugeldum
með hvítu ljósi og lýstu því eins
og um gamlársrakettur væri að
ræða. Strákarnir sögðu frá fyrir-
básrinu þegar þeir komu heim
og Sólveig Björnsdóttir húsfreyja
á Felli hringdi strax í Siglufjarð-
arradíó. Svo var það um 10 leytið
í kvöld að Baldur Björnsson bóndi
á Felli var staddur úti við, að
liann sá skotið upp rauðu blysi í
vosturátt, þó heldur norðar.
Augljóst er að hér hlýtur að
vera-um nauðstatt skip að ræða,
eða menn í gúmbáti. Veður er
mjög sæmilegt á þessum slóðum,
en óvenjumikið ísrek. Þannig seg-
ir Jiúsfreyjan á Felli að hún muni
ekki eftir borgarís á Skagafirði á
þessum tíma og reyndar enginn
sem hún hefur talað við. Sam-
kvæmt upplýsingum Veðurstof-
unnar tilkynnti Reykjafoss klukk-
an 23 í gærkvöldi 2 borgarísjaka
á siglingaleið 6 sjóm. undan landi
í V frá Sauðanesi, sem er vestan-
megin við Siglufjörð. Þá tilkynnti
bifreiðin R 10879 klukkan 11.45
í morgun þá stödd skammt frá
Hofsósi, stóran borgarísjaka
skammt frá Drangey og litlu
síðar tilkynnti sama bifreið, þá
stödd skammt frá Haganesvík, stór
an borgarísjaka og nokkra
smærri um 3 mílur undan landi.
Bifreiðin K 103, sem hefur að
umtanförnu verið við Sauðanes,
segir að sami jakinn hafi staðið
þar á grunni í 2-3 daga, tæpar 3
mílur undan landi. Það brotnar
mikið úr honum á fjöru. Klukkan
14.20 er svo tilkynnt um Isrek á
siglíngalelð 6 sjóm. NV af Sauða-
nesi, þar er um að'ræða 2ja milna
breitt belti af stærri og smærri
jökum. Loks tllkynnir svo Mæli-
fellið klukkan 14 í dag 2 borgarís-
jaka réttvísandi 44 gráður 40 sjó-
mílur frá Langanesi. Sjást illa í
ratsjá. 44 gráður, munu vera nokk
urnveginn í NV. Klukkan rúm-
lega 10.30 í kvöld tilkynnir svo
R 16879 mikið af smájökum á reki
frá stóru jökuniun á Skagafirði.
Neyðarblysin sáust frá Keldu-
vík á Skaga, eins og fyrr er frá
sagt. Miðað þaðan bar þau í ytri
höfðan á Málmey, sem getur stað-
ist eftir áttinni frá Felli (V að N),
en Fell er heldur norðar en Málm-
ey.
Síðast þegar til fréttist voru
Siglufjarðarbátarnir að raða sér
upp til leitar, en Frosti frá Hofs-
ósi var kominn á bakaleið og ætl-
aði að leita í Málmey. Sagt er að
hér geti verið um að ræða bát frá
Skagaströnd, eða Hólmavík allt
eins og Sauðárkróksbát. Menn eru
hræddastir við ísinn, enda mikið
hröngl á þessum slóðum, brot úr
borgarísjökum, sem eru svo hörð
að þau skera stál eins og smjör.
— o —
Um klukkan eitt var reynt að
kalla upp alla þá báta sem áttu
að vera á svæðinu, enginn þeirra
svaraði.
Fjölmargir blaðamenn
fylgjast með flotaæfingum
ATLANTSHAFSBANDA-
LAGIÐ heldur miklar flotaæf-
ingar á hafinu umhverfís ís-
land og milli íslands og Nor-
egs næstu daga. Mun 51 blaða-
maður frá bandalagsþjóðunum
fylgjast með æfingunnm.
Flotaæfingar þessar ern llð-
ur í föstu varnarstarfí Atlants
hafsbandalagsins. Mnnu blaða-
menn fljúga frá Keflavíkurflug
velli til flugvélamóðurskips,
sem tekur þátt í æfingunum.
Fyrstu blaðamennirnir komu
til Keflavikur á fimmtudag.
Eru það 12 manns frá Banda-
ríkjunum, Hinir voru væntan
legir til landsins í gær, 8 frá
Noregi, 4 frá Hollandi, 11 frá
Brettandi og 4 frá aðalstöðv-
um NATO í París. A3 auki
munu 4 fslenzkir blað'amenn
slást í hópinn.
Hinir erlendu blaðamenn
voru í Reykjavík í gær og áttu
meðal annars viðtal við Bjarna
Benediktsson forsætisráðherra.
Var ráðherrann meðal ann-
ars spurður iað því, hvort kjam
orkuvopn væru á íslandi. SagSi
dr. Bjarni, aff slíkt hefði aldrei
komið til tals, og herinn aldrei
fariff fram á að hafa slík vopn
hér. Var ráðherrann eiunig
spurður um stöðu landsins og
mikilvægi innan NATO og
lausn landhelgisdeilunnar.
Myndin var tekin er blaffa-
mennirnir ræddn viff forsætie
ráffherrann.
NV ÁRÁS gerð
Á TONKINFLÓA
WASHINGTON, 18. september
(NTB-Reuter). — Árás. var gerff
i nótt á bandarísk skip á Tonkin-
flóa, en mannfall var ekkert og
skipin urffu ekki fyrir tjóni, aff
því er bandaríska landvarnaráffu
neytlff skýrffi frá í kvölq.
Frétt ráffuneytisins var mjög
stutt og óljós. Sagt var, aff sam
kvæmt bráffabirgffaskýrslu hefðu
átök átt sér staff í nótt á alþjóð
legri siglingaleiff á Tonkin-flóa.
Ekki hafa borizt fregnir um tjón
eða mannfall. Fréttirnar um at-
WWtWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWIWWMWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWM
Frjálsþýðingai
gerast óánæg
FRJÁLS ÞJÓÐ, sem út kom
í gær, helgar Bresnev-fundin-
um í Moskvu meginliluta blaðs
ins. Leynir sér ekki, aff óá-
nægja Þjóffvamarmanna meff
samkrulliff við' Alþýð'ubanda-
laglff hefnr ágerzt mjög eftir
fundinn.
Frjáls þjóð segir í forsíðufyr-
irsögn, að samstarfi innan Al-
þýðubandalagsins sé nú stefnt
í hættu, og spyr um lelð hvort
Einar Olgeirsson stefni að sam-
vinnu við íhaldið í Alþýðusam
bandinu. Fullyrðir blaðið, að
ef til slíkrar samvinnu kæmi
sé Alþýðubandalagið úr sög-
unni, og um leið yrði Sósía-
listafélagi Reykjavíkur að ósk
sinni.
Blaðið fullyrðir, að mið-
stjórn Sósíalistaflokksins hafi
ekki haft hugmynd um fundar
boð Brésnevs og hafi miðstjórn
in aldrei tekið afstöðu til um
ræðna, sem þar fóru fram og
séu þær skýlaust brot á lög
um Sósíalistaflokksins, og i
reynd einkafyrirtæki þeirra
einstaklinga, sem tóku þátt í
þeim.
Frjáls þjóð segir að fimm-
Framliald á 3. síðu
IWWWWWIWMWWMMWWWWWWWWIWMW)) WWWMWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW
burð þennan eru nú í rannsókn,
sagði ráðuneytið.
Enn fremur var sagt, að ekki
yrðu veittar nánari upplýsingar
fyrr en rannsókninni væri lokiff.
í yfirlýsingu landvarnaráffuneyt
isins er ekki sagt beinlínis, að ár
ás hafi veriff gerð' á skipin. En
haft er eftir áreiðanlegum banda
rískum heimildum, aff gerff hafl
verið árás á bandarísk hcrship
á Tonkinflóa.
Fyrr í dag gerðu bandarísk blöð
og útvarpsstöðvar mikið úr óstaff
festum fréttum um átök á Tonkin
flóa, en þær bárust frá banda-
rískri fréttastofu.
, Taliff var staðfesta. að' eitthvaff
væri á seyð'i, að McNamara land-
varnaráðherra frestaöi ræðu sem
hann átti að halda í Chicago þar
e'ð áríðandi mál biðu hans í land-
varnaráð'uneytinu.
Rusk utanríkisráð'herra frest-
aði viðtali við erlendan diplómat
vegna „aðkallandi mála“.
NBC-útvarpsfyrirtækið liermdi,
að fjórir tundurskeýtabátar komm
únista værir viðriðnir málið, og aff
bandarískar mótaðgerffir væru
sennilega í bígerff.