Alþýðublaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 11
20 ára afmæli ÍBR
Glsesilegt húsnæði ÍSÍ
og iBR tekið / notkun
FYRIR nokkru var hið nýja hús-
næði ÍSÍ og ÍBR í Laugardalnum
formlega tekið í notkun. Fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ boðaði íþrótta-
fréttamenn og fulltrúa sérsam-
bandanna á sinn fund í gær í
íþróttaþing ÍSÍ
hefst kl. 2 í dag
íþróttaþing ÍSÍ hefst í húsi
Slysavarnafélagsins við Granda
garð kl. 2 í dag. Skýrsla sam-
bandsins fyrir sl. tvö ár verður
lögð fram, en hún er sérstak-
lega glæsileg að þessu sinni, 90
bls. í stóru broti. Rætt verður
um starfið árin 1962 og 1963
og áætianir gerðar um framtíð-
ina.
Á myndinni hér fyrir neðan
er framkvæmdastjórn ÍSÍ á-
samt framkvæmdastjóra og
heiðursforseta ÍSÍ. Fremri röð
talið frá vinstri: Guðjón Ein-
arsson, Gísli Halldórsson og
Benedikt G. Waage. Aftari röð
talið frá vinstri: Axel Jónsson,
Hermann Guðmundsson,
Sveinn Björnsson, Gunnlaugur
J. Briem og Þorvaröur Árna-
son.
þessu tilefni. Gísli Halldórsson,
forseti ÍSÍ, bauð gesti velkomna
og skýrði nokkuð frá aðdraganda
og framkvæmd byggingarinnar,
sem tók tvö og hálft ár.
Það var haustið 1962, sem fram
kvæmdir voru hafnar við þetta
húsnæði, en Almenna byggingafé-
lagið tók verkið að sér í ákvæðis-
vinnu. Húsið er 256,25 fermetrar
að flatarmáli, en 2.810.0 rúmmetr-
ar, og á þrem hæðum.
íþróttabandalag Reykjavíkur er
eigandi að 4 herbergjum í kjallara
að norðanverðu og fundarsal á 1.
hæð og allri 2. hæðinni að undan-
skilinni fatageymslu, sem það er
eigandi að hálfu á móti íþrótta-
sambandi íslands.
íþróttasamband íslands er eig-
andi að 3 herber.gjum í kjallara
að sunnanverðu, 2 herbergjum að
sunnanverðu á 1. hæð, fata-
geymslu á 2. hæð að hálfu á móti
íþróttabandalagi Reykjavíkur, og
allri 3. hæð.
Eignahluti ÍBR telst vera 1.491
fermetri eða 53% eignarinnar, en
eignarhluti íþróttasambands ís-
lands telst vera 1.327 fermetrar
eða 47% eignarinnar.
• Gfsli kvað framlag ríkis og
Reykjavikurborgar í tilefni 50 ára
afmælis ÍSÍ hafa gert framkvæmda
stjórninni kleyft að ráðast í þetta
mikla fyrirtæki, en ríkið gaf ISI
450 þúsund, en Reykjavíkurborg
300 þús.
Tæpast mun þurfa að taka fram,
að með tilkomu þessarar bygging-
ar mun öll aðstaða til íþróttastarfs
ins á landinu batna ti lmuna
og verður raunar fyrsta flokks.
Á þriðju hæð hússins, flytja nú
öll sérbambönd ÍSÍ, þ. e. KSÍ,
FRÍ, HSÍ, SKÍ, SSÍ, KKÍ og
GSÍ. Samstarf þessara aðila, sem
öll stefna að sama marki, að efla
íþróttalífið í landinu, mun aukast
og batna til muna. Það sama gild-
ir um ÍBR og sérráð þess.
í FYRRAKVÖLD hafði stjórn
íþróttabandalags Reykjavíkur boð
inni í hinum nýju og glæsilegu
húsakynnum bandalagsins og
íþróttasambands íslands í Laugar
dalnum.
Baldur Möller formaður ÍBR
ávarpaði gesti og skýrði frá starfi
sambandsins frá byrjun, en aðal-
verkefni þess hefur verið að þjóna
iþróttafélögunum í borginni fjár-
hagslega og félagslega. Baldur fór
lofsamlegum orðum um marga
góða menn, sem starfað hefðu
fyrir ÍBR, en hann kvað ekki á
neinn hallað, þótt hann héldi því
fram, að enginn hefði starfað af
meiri þrótti og dugnaði fyrir
bandalagið en Gísli Halldórsson,
sem var formaður ÍBR í 13 ára eða
frá 1949 til 1962, er hann hætti for
mennsku og var kjörinn forseti
ÍSÍ. Sæmdi Baldur Gísla við þetta
tækifæri gullmerki ÍBR.
Andreas Bergman varaformað-
ur ÍBR tók því næst til máls og
sæmdi Baldur Möller einnig gull-
merki bandalagsins, en Baldur á
næstlengstan starfsferil að bakl
hjá bandalaginu.
Bornar voru fram góðar veiting-
ar og allir, sem heimsóttu hin
glæsilegu húsakynni hafa áreiðan
lega haldið á braut mun bjartsýnni
á íslenzkt íþróttastarf, en þeir
komu.
IIALLGRIFUR JONSSON
51.76 m. I Eyjiun.
Vestmannaeyjar sigruöu Kópavog í frjálsíþróttum:
Hallgrímur Jónsson, IBV
kastaði kringlu 51,76 m.
BÆJAKEPPNI í frjálsíþróttum
fór fram milli Vestmannaeyinga
og Kópavogs í Vestmannaeyjum
um síðustu helgi. Þetta er fyrsta
keppni bæjanna í þessari íþrótt og
vonandi verður framhald á slíkri
keppni í framtíðinni. Úrslit urðu
þau, að Vestmannaeyjar sigruðu Dónald Rader K 49.16 m.
með 69 stigum gegn 57.
Sigur Vestmannaeyinga var ör-
uggur, en í liði þeirra eru gamlir
og þrautreyndir kappar og nokkr-
ir ungir og efnilegir frjálsíþrótta-
menn. Bezta afrek mótsins vann
hinn kunni kastari, Hallgrímur
Jónsson, sem kastaði kringlunni
51. 76 m. sem er bezta afrek hér-
lendis á þessu ári og jafnframt
Vestmannaeyjamet. Ýmsir efni-
legir frjálsíþróttamenn eru í báð-
um liðum, t. d. Árni Johnson Vest
mannaeyjum, og Sigurður Geirdal,
Kópavogi. Keppt var í nokkrum
aukagreinum kvenna og náðist at-
hyglisverður árangur, sérstaklega
ber að nefna kringlukast Drafnaf
Guðmundsdóttur, Kópavogi, sem
kastaði 34.77 m. sem bæði er
Kópavogsmet og bezti árangur
hérlendis á þessu ári.
ÚRSLIT KEPPNINNAR:
Fyrri dagur:
100 m. hlaup:
Á'rni Johnsen V 11.4 sek.
Sigurður Geirdal K 11.7 sek.
Ingólfur Ingólfsson K 11.9 sek.
Helgi Sigurlásson V 12.1 sek.
1500 m. hlaup:
Þórður Guðmundsson K 4.34.8
Sigurður Geirdal K 4.36.5 mín.
Grímur Magnússon V 5.18.0
Signiar Pálmason V
Langstökk:
Sigfús Elíasson V 6.36 m.
Kristleifur Magnússon V 6.00
Hörður Ingólfsson K 5.33 m.
Grétar Kristjánsson K 5.26 m.
Spjótkast:
Adólf Óskarsson V 52.78 m.
Ólafur Óskarsson V 51.56 m.
Hörðúr Ingólfsson K 39.44 m. j
Kúluvarp:
Hallgrímur Jónsson V 14.12 m.
Ármann J. Lárusson K 13.51 m.
Ingvi Guðmundsson K 12.87 m.
Kjartan Kristjánsson V 11.85
Hástökk:
Árni Johnsen V 1.71 m.
Ingólfur Ingólfsson K 1.60 m.
Magnús Bjarnason, V. 1.60 m.
Gunnar Snorrason, K 1.60 m.
Eftir fyn-i dag voru stigin þannigs
Vestmannaeyjar 37 stig
Kópavoghr 28 stig
Framhald á síðu 13.
Valbjörn og Jón
til Stokkhólms
KEPPENDUR íslands í
frjálsum íþróttum á Olym-
píuleikunum í Tokyo, þeir
Jón Þ. Ólafsson og Valbjörn
Þorláksson lialdá til Stokk-
hólms á fimmtudaginn.
Þar munu þeir æfa í æf
ingamiðstöð sænska frjáls-
íþróttasambandsins á Boöm
undir stjórn saénska ríkis-
þjálfarans Gunnar Karlssons
þar til þeir halda flugleiðis
til Tokyo ásamt Hrafnhildi
Guðmundsdóttur og Guð-
mundi Gíslasyni 6. október
n.k.
Fararstjóri íslenzka OL-
flokksins er Ingi Þorsteins-
son formaður FRÍ.
ALÞÝÐUBLADIÐ — 19. sept. 1964 ±%